Morgunblaðið - 16.07.1988, Page 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988
MENNINGÁRFERÐTILKÍNA
í tveimur borgum, XI’AN og Sjang-
hæ var komið á fundum með okkur
Jónasi Tómassyni og þeim ungu
tónskáldum, kínverskum, sem voru
að fást við smíði framsækinnar tón-
listar. Á báðum þessum stöðum
komu öll þau tónskáld sem fást við
þessa tónlist til fundar við okkur.
Við hlýddum á verk þeirra og þeir
á íslensk verk. Auk þess sköpuðust
líflegar umræður um ástand tónlist-
ar í Kína og vestræn áhrif á hana.
Þessi verk þeirra voru öll með
nútímayfirbragði og smíðuð með
vestrænni tónsmíðatækni þessarar
aldar. Mörg þeirra voru í þessum
móderníska stíl 7. og 8. áratugar-
ins. Við heyrðum ekki nein verk í
. anda „póstmódemismans" eða
„minimalismans," en þeir gleyptu
við því sem við höfðum fram að
færa af því taginu og virtust ekki
takmörk á því hversu hrifnir þeir
voru af því sem við lékum fyrir þá.
Eitt tónskáld sem við hittum þekkti
nokkuð til íslenskrar tónlistar.
Hann átti til dæmis, á hljómplötu,
„Flautukonsert“ Atla Heimis
Sveinssonar og við skildum, þegar
við hlýddum á hljóðritun af hans
eigin tónverki, hversu hann hefur
stúderað þetta tónverk Atla Heimis!
Fallegustu verkin sem við heyrð-
um þama, fannst okkur vera þau
sem samin voru fyrir gömlu
kínversku hljóðfærin og þau verk
»náðu mjög sterkum hughrifum.
Hinsvegar virtist mér til dæmis
hljómsveitarverk fyrir vestræn
hljóðfæri vera viðvaningslegri og
ekki bera vott um eins persónulega
sköpun. En þar sem allar gáttir eru
að opnast í Kína fyrir listamenn þá
er alveg ljóst, að það er aðeins
spuming um nokkur ár þar til þessi
unga kynslóð tónsmiða í Kína hasl-
ar sér völl á vestrænum vettvangi.
Þessi ungu tónskáld virðast vera
að öðlast viðurkenningu í Kína, en
„samt er það ennþá tónlist í hefð-
bundnum, vestrænum stíl sem er
ríkjandi og sem Kínveijar halda
fram á erlendum vettvangi.
Snemma í heimsókn okkar fórum
við á tónleika í Peking með slíkum
tónsmíðum. Þar heyrðum við
Óperuhljómsveitina leika fímm
kínversk sinfónísk verk. Hljómsveit-
in er á stærð við Sinfóníuhljómsveit-
ina hér heima og lék hún allsæmi-
lega. Fyrsta verkið hét „Vorhátíð í
Byltingunni" og er eftir mann sem
mér skildist að væri formaður tón-
skáldafélagsins í Kína. Þetta var
síðrómantískt hermitónverk frá
1955 og það var svona óþvegið
bjartsýnis sullumbull, sem hafði
þann helsta kost að vera vel skrifað
fyrir hljóðfærin og að vera hressi-
legt. Annað verkið var fyrir
strengjasveit og það átti að fjalla
um blindan mann sem situr við ána
og hugsar um þjáningafullt líf sitt.
Verkið hljómaði í samræmi við efn-
ið. Þriðja verkið var langur fíðlu-
konsert og fylgdi tónlistin nákvæm-
lega sögu um tvo elskendur sem fá
ekki að elskast og eigast, vegna
þerra reglna sem gamla ættarsam-
félagið setur þeim. Hún er neydd
til að giftast ríkum manni og þegar
hann fréttir það og hefur hitt hana
á ný, drepur hann sig og síðan í
kjölfarið kálar stúlkukindin sér.
Verða þau þá bæði að fiðrildum.
Þetta verk var þvílík endaleysis
sykursúpa að maður undraðist að
þetta gæti vakið hrifningu og verið
flutt í fullri alvöru af vel menntuð-
um músíköntum. Einleikarinn, sem
var 18 ára og heitir L’u Shi Qing,
var fantagóður.
Eftir hléið voru flutt tvö verk
eftir yngri höfunda og bar fyrra
verkið merki þess að einhveijar til-
raunir til nýsköpunar væru á ferð-
inni. Það verk er frá árinu 1985
og skírskotar til Tíbetbúa og hvem-
ig þeir horfa ofan af hásléttunni,
niður til jarðar. I verkinu sungu
tveir einsöngvarar og sungu þeir
um miðbik verksins einhvers konar
laglínur af tíbesku kyni. Þessar
þjóðlegu skírskotanir voru alltof
áberandi og klisjukenndar, þannig
að annars bærilega frumleg byijun
verksins fór út í veður og vind.
Síðasta verkið átti að vera einhvers
konar bæn og var samið í tilefni
dauða Chou en Lais. Þetta verk
hljómaði eins og útþynntur Brahms
og endaði verkið í feiknarembings-
legum hetjuendi, sem kitlaði hlátur-
taugamar — hafði ekki önnur áhrif.
Sem aukalag lék hljómsveitin stutt
verk sem átti að minna á Múrinn
mikla. Þetta var svona feiknahresst
göngulag sem hæfír best bjartsýn-
issenu í eldhressri stríðsáróðurs-
mynd — á víst að vera frægt verk
og greinilega af þeirri tegund sem
Kínvetjar telja vera „góða“ tónlist
í vestrænum stíl.
Konsert sem þessi vekur mann
til umhugsunar um hvað er eigin-
lega að gerast í tónlistinni í Kína.
Annars vegar eru tónskáld sem
gleypa hefðbundnu vestrænu tón-
listina alveg hráa og leggja metnað
sinn í að semja gömlu meistarana
Þrettán ára snillingur í Sjanghæ.
upp á nýtt, hafa litlu sér-kínversku
við að bæta, nema þá sem smá-
kryddi í laglínugerðina. Hljóma-
byggingin er eftir gömlu vestrænu
uppskriftinni og það mjög fátækleg
og safalaus og ryþmaþátturinn er
af allra einföldustu gerð. Kannski
má líkja tónlist þessara manna við
íslensku tónlistina á fyrri hluta
þessarar aldar, þegar íslensku tón-
skáldin, hvert um annað þvert,
sömdu -endaleysistónsmíðar í
síðrómantískum beykiskógastíl, í
anda Mendelssohns.
Hinsvegar eru ungu framsæknu
tónskáldin sem þyrstir í allt það
nýjasta nýtt frá Vesturlöndum, og
sem standa frammi fyrir þeirri
þraut að nýta áhrifin frá nýju vest-
rænu fagurtónlistinni til þess að
semja tónlist sem er um leið sprott-
in úr kínversku tónlistarhefðinni.
Ætli það sé ekki bara tímaspurs-
mál hvenær Kínveijum tekst að
bijóta sig út úr eftiröpuninni og
leggja fram frumlegar hugsmíðar á
sviði tónlistarinnar. Það ætla ég
a.m.k. að vona, og byggi ég þá von
á því sem ég heyrði eftir ungu tón-
smiðina í XI’AN og Sjanghæ."
Gömlu meistararnir
„í öllum þessum skólaheimsókn-
um og tónleikum sem við sóttum,
heyrðum við hvaða vestræna tónlist
það er sem Kínveijar tileinka sér.
Hvað eftir annað heyrðum við börn
ieika menúetta eftir Bach, syngja
„Tumi fer á fætur“ og álíka lög
eftir Mozart og smálög eftir Brahms
og Schubert og það er ljóst að
gömlu klassísku meistararnir eiga
upp á pallborðið hjá kínverskri
æsku. Það er hinsvegar skondið
fyrir vestræn eyru að hlusta á þessi
þekktu lög sungin við kínverska
texta.
í Kína eru prýðisgóðar sinfóníu-
hljómsveitir og fórum við meðal
annars á ógleymanlega tónleika
með Fílharmóníuhljómsveitinni í
Sjanghæ, undir stjórn Chen Xie
Yang. Á efnisskránni voru þijár
sinfóníur eftir Beethoven. Þetta
voru, í einu orði sagt, frábærir tón-
leikar og stjórnandinn var alveg
meiri háttar góður. Honum tókst
að gera þessi verk svo spennandi
og fersk að athygli manns hvarflaði
varla frá tónlistinni, þrátt fyrir
þreytu og svefnleysi. Hljómsveitin
er furðugóð, einkum þó strengirnir,
en blásaramir, einkum tréblásar-
arnir, voru mun slappari og á köfl-
um ómögulegir.
Ég hefði ekki viljað missa af því
að heyra þessa ágætu hljómsveit
og sjá þennan stjórnanda, því þá
hefði vantað talsvert á þá mynd sem
maður hefði gert sér af tónlistarlíf-
inu í Kína — toppinn hefði vantað.
Við hittum þennan stjórnanda, bæði
fyrir og eftir tónleikana og hann
virtist bæði afslappaður og vin-
gjamlegur maður, en kunnáttuleysi
hans í ensku háði því hinsvegar að
við gætum talað mikið við hann af
viti.
Húsið, þar sem tónleikarnir voru
haldnir, er í evrópskum stíl og hef-
ur eflaust verið byggt undir umsjón
Frakka, eða Breta. Áheyrendur
voru flestir mjög ungir og virtust
þeir mjög áhugasamir um það sem
barst eyrum þeirra og sussuðu þeir
hiklaust hver á annan ef minnstu
aukahljóð heyrðust í salnum. Það
var alveg ljóst, að vestræn fagur-
tónlist á mikla framtíð fyrir sér í
Kína, hvort sem hún kemur til með
að ná eyrum almennings í landinu
eða ekki. Kannski verða það Asíu-
þjóðimar, fremur en hinar stöðnuðu
Evrópuþjóðir, sem eiga eftir að
koma vestrænni tónlist til enn frek-
ari þroska."
Þjóðarstolt
Að hvaða leyti hafa viðhorf
þín til Kina breyst eftir þessa
ferð?
„Þegar maður leggur af stað .í
langferð um fjarskyld menningar-
svæði, hefur maður auðvitað fyrir-
fram einhveijar ákveðnar hug-
myndir um fóllc og háttu á því
svæði. En þó svo að kæmi í ljós
að einhvetjar hugmynda manns
ættu við rök að styðjast, þegar á
hólminn var komið, þá er engan
veginn hægt að hafa nokkra vit-
ræna heildarsýn yfír kínverskt sam-
félag áður en lagt er af stað í slíka
ferð. Á hveijum degi ferðarinnar
lærðum við eitthvað nýtt og á hveij-
um degi var eitthvað að koma okk-
ur á óvart. Mannlífíð í þessu landi
virðist fylgja allt öðrum lögmálum
en við eigum að venjast á Vestur-
löndum og samskipti fólks byggjast
á öðrum forsendum en hér. Hvar-
vetna mætti okkur hlýja og vin-
semd, án þess þó að vera uppá-
þrengjandi. Fólk kom ekki fram við
okkur af stærilæti, þrátt fyrir að
við værum fulltrúar dvergríkis á
stærð við lítið úthverfi kínverskrar
stórborgar. Þvert á móti höfðu
Kínveijar áhuga á því sem Kína og
ísland gætu átt sameiginlegt og
ofarlega í samræðum okkar við þá
var það stolt sem þegnar þessara
landa bera í bijósti, vegna þjóðar
sinnar og sögu.
Eins var ríkt í hugum þeirra,
hversu mikilvægt sjálfstæði þjóð-
anna er og hversu nýlendukúgun
og erlend ásælni hefur leikið þessar
þjóðir grátt. Þegar við sungum fyr-
ir þá íslenska ættjarðarsöngva, og
þýddum fyrir þá efni kvæðanna,
þá klöppuðu þeir ákaft og skildu
augsýnilega þann baráttuanda sem
býr að baki slíkra laga og kvæða.
Það er kannski ekki skrýtið, því að
fáar þjóðir hafa verið leiknar eins
grátt af erlendum kúgurum og Kín-
veijar.
Nú ríkir öld breytinga í Kína.
Það er vöxtur í efnahagslífinu og
það ríkir mikil bjartsýni á sviði lista
og vísinda. Það hlýtur að vera vest-
urlandabúum kappsmál að fylgjast
með þessum breytingum, því að
þetta er land framtíðarinnar — land
óbeislaðra auðlinda, land auðæfa
sem búa í því fólki sem landið bygg-
ir.“
— ssv
Strengjasveit baraa í Foshan.