Morgunblaðið - 16.07.1988, Síða 7

Morgunblaðið - 16.07.1988, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1988 B 7 Einar Guðmundsson skrifar frá Susana Solano, Spáni: „Rússnesk böð, Pieter Laurens Mol tilheyrir „Ung-a hollenzka skúlptúrnum," titill verks er „Ógleymisás.“ Miinchen Peer Veneman, ungur hollenzk- ur myndmótari: „A eggjum." Jannis Kounellis, „Án titils," í ítölsku deildinni. í hverri myndeiningu eru sex kolapokar. Yfirlit yfír nokkrar helztu sýning- ar nútímamyndlistar á meginlandi Evrópu, yfirstandandi eða væntan- legar, á slóðum þar sem ætla má að íslendingurinn leggi land undir fót. Amsterdam. Stedelij Museum: Til 14. 8. stendur yfir sýning á verkum arkitekts- og hönnuðarins, Rietveldt, af tilefni þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu hans. — Þá er sumarsýning á verkum úr eigu safnsins, sem nær til 28. 8. Den Haag. I Haags Gemeente- museum er að fínna stærsta safn á verkum eftir Mondrian, sem alltaf er ferðar virði að sjá. DUsseldorf. Kunstsammlung Nordrhein-Westfalen: Wilfredo Lam er til 4. 9. — hann var einna þýðingarmestur kúbanskra málara (1902—82) og er þetta fýrsta stóra yfírlitssýningin á verkum hans í Þýzkalandi. Frá 24. 9.-27. 11. verður þýzk list áttunda áratugsins á veggjum. — í Kunstverein og Kunsthalle (eru í sömu byggingu, svo til skálhallt á móti Kunst- samml. N-w.):' Christina Iglesias sýnir skúlptúr til 31.7. Frá 23. 7.—11.9. er minningarsýning, Rob- ert Filliou, verk frá 1961—1987. Flúxuslistamaðurinn Filliou lézt í desemberbyijun í fyrra, þar sem hann var í hugleiðsluklaustri til þriggja ára, þriggja mánaða og þriggja daga; hann var hvatamaður að Friðarbíenal í Hamborg — kenndi og starfaði meira að segja á íslandi um tíma. Og svo er samtímis viðbót við hina þýzku list ofanverðs áttunda áratugsins; „tvíþjóðleg" er hún kölluð. Köln. Museum Ludwig: Verk úr eigu súkkulaðibóndans frá Aachen. Sovétlist dagsins í dag, málverk, grafík og skúlptúr til 21. 8. í glæsi- legustu safnbyggingu Þýzkalands. — Kunstverein: 15.7.—14.9. — Bau- haus-Utopien; þróun Bauhaus á árunum 1919—33 sýnd með 250 verkum, teikningum, vatnslita- myndum, kollage, ljósmyndum og þrykki. Hamborg. Kunsthalle, til 28.8. — þriðja víddin. Myndverk frá 19. og 20. öld úr eigu safnsins, og að auki er þar tékkneska listakonan Magdalena Jetelova með risatré- verk. — Frá 9.9—30.10. — Beuys vor Beuys, 200 eldri verk úr safni van der Grintenbræðranna. Hannover. Kestner-Gestell- schaft: Yfirlitssýning á skúlptúr- verkum A.R. Penck stendur til 24.7. — Benda má einnig í leiðinni á Sprengel Museum, sem leggur áherzlu á „klassísku módernist- ana“: Max Beckmann, Max Ernst, Paul Klee, Henri Laurens, Fernandi Léger, Emil Nolde, Pablo Picasso, Kurt Schwitters. Berlín. Tveir af hærri punktum sumarsins; Nationalgalerie: Positi- onen heutiger Kunst, til 18.9., lista- mennimir eru Jannis Kounellis, Cy Twombly, Mario Merz, Richard Serra, Nam June Paik og Frank Stella. Og í Hamburger Bahnhof er sýningin Zeitlos: Installasjónir, skúlptúrar og veggmyndir eftir 20 alþekkta myndlistarmenn; sýnd er þróun í myndmótun frá lokum sjötta áratugsins. Meðal nafna eru Joseph Beuys, Marcel Broodshaers, Walter de Maria, Donald Judd, Sol LeWitt, Richard Long, Richard Serra, Cy Twombly; lýkur þessari sýningu þann 25. september. — í Neuer Berliher Kunstverein eru einþrykk til sýnis eftir Richard Serra til sjötta ágúst. Frankfurt. Kunstverein: Franc- esco Clemente, verk á pappír; lok sýningar 24.7. Frá 5.8.—11.9. gefur á að líta Frankfurtlistina. — Portik- us: 22.9.—2.10., Peter Fisch- li/David Weiss. — Shirn Kunsthalle: Joan Miró, verk úr eigu spánska ríkisins, lýkur þann 30.7. - Georg Baselitz er með teikningar, málverk og skúlptúr í Stádelsches Kunstinst- itut und Stadtisches Galerie; endar sýningin 14.8. Stuttgart. Galerie der Stadt: 6.9.—13.11., Oskar Schlemmer, „Vegna hundrað ára frá fæðingu — Das Lackkabinett.“ Frá 10.9,— 12.10. er 36. árleg sýnin þýska „fímmsins". Staatsgalerie Stutt- gart: Oskar Schlemmer, vatnslita- myndir, 4.9,—30.10. Þýzka „fímmið" leggur líka undir sig Sta- atsgalerie frá 11.9.—12.10. — Wiirtembergischer Kunstverein: Mark di Suvero; útisýningu á stór- skúlptúr er framlengt til september. MUnchen. Haus der Kunst er með árlega stórsýningu borgarinn- ar til 11.9. Kennir allra stílbrigða; gott dæmi um það sem er lýðræðis- leg myndlist. Frá 12.8. til 9.10 er Wege zur Abstraktion, 80 meistara- verk úr safni Thyssen-Bornemisza. — kunsthalle der Hypo-kulturstift- ung: Fyrri hluti sýningarinnar Miinchen Focus ’88 stendur til 24. 7. Seinni hluti er frá 5.8. til 2.10. — Museum Villa Stuek:; Fram til 4. sept. stendur sýningin Augen- Blicke, þar sem augað er mótíf; Klee, Dali, Picasso, Man Ray, Penck, Baselitz, Lúpertz. Zlirich. Kunsthaus: Yfirlitssýn- ing á málverki A.R. Penck stendur til 14.8. Frá 9.9.—30.10 er Enzo Cucchi með teikningar frá ’77 til ’88. París. I Centre Georges Pompidou lýkur sýningu á verkum 1 Frank Stella þann 28. ágúst. Feneyjar. Þrátt fyrir allt þras er Feneyjabíenallinn hápunktur sumarsins; honum lýkur þann 25. sept. Önnur sýning í Feneyjum sem vert er að sjá í leiðinni er Fönikíu- mennirnir í Palazzo Grassi, hverrar tími líður undir lok þann 6. nóv. E. Guðm., Frá MUnchen: Júlí-ágúgt-september.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.