Morgunblaðið - 06.09.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.09.1988, Blaðsíða 7
B 7 T MORGUNBLAÐE) IÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988 íslandsbikarinn fer á réttan stað „ÉG sá smá glufu og hitti bolt- ann vel. Það var skemmtileg tilfinning að horfa á eftir hon- um í netið," sagði ÓmarTorfa- son, en hann skoraði glœsilegt sigurmark Fram gegn KA á laugardaginn og tryggði liði sínu þar með íslandsmeistara- titilinn. Enginn getur mœlt þvf mót að sú niðurstaða er sann- gjarn; Framarar hafa leikið lang best allra liða í sumar og er sigur þeirra því „sigur fyrir knattspyrnuna" eins og einn stuðningsmanna liðsins sagði á laugardaginn. Leikurinn var sveiflukenndur og mjög fjörug- ur — en það setti Ijótan blett á hann að tveir leikmanna KA voru reknir af velli fyrir brot undir lokin. Eftir að hafa haft mikla yfír- burði í fyrri hálfleiknum og skorað tvö mörk slökuðu Framarar á í þeim seinni. Héldu sigurinn í höfn, en KA menn voru ekki á sama máli. Þeir léku mjög kröftuglega — of kröftuglega að mati Framara, sem voru ómyrkir í máli í garð Akureyringanna — uppskáru tvö mörk, en mark Ómars er langt var liðið á leikinn tryggði Fram meistaratitilinn. Það hlýtur að létta Skapti Hallgrímsson skrífar Morgunblaðið/Sverrir pista mark í 1. deildarkeppninni. vissri pressu af Frömurum að vera búnir að tryggja sér titilinn nú — þegar þijár umferðir eru eftir af mótinu — fyrir Evrópuleikinn gegn Barcelona á miðvikudag. Pótur í ham Fram-liðið lék mjög vel í fyrri hálfleik og var Pétur Ormslev mað- urinn á bak við þær flestar; lék hreint frábærlega. Sóknimar dundu á vöm KA, Fram fékk mörg tæki- færi til að skora en nýtti aðeins tvö. Guðmundur Steinsson renndi knettinum í netið eftir góðan undir- búning Péturs og Ómars Torfason- ar. Ómar gerði svo annað markið — skallaði í netið. í seinni hálfleik snérist dæmið við: sókn KA var þung, liðið fékk nokkur ágæt tækifæri til að skora og Fram reyndar líka. Það var Gauti Laxdal sem minnkaði mun- inn, 2:1, með marki af stuttu færi eftir langt innkast Amar Viðar og eftir margar góðir sóknir KA var það Valgeir Barðason sem jafnaði. Anthony Karl þmmaði að marki, Birkir varði en knötturinn hrökk út til Valgeirs — hann skaut, Birk- ir varði en aftur hrökk knötturinn í Valgeir og í netið! Sannkallaður dairaðardans. Ómar tryggði Fram svo sigur, og meistaratitilinn, með glæsilegu marki. Amljótur braust upp vinstra megin, inn í teig og renndi út á Ómar sem skaut viðstöðulaust með hægra fæti — knötturinn sveif inn með fjærstönginni; glæsimark. Fram-KA 3 : 2 íslandsmótið 1. deild - Laugardalsvöll- ur, laugardaginn 3. september 1988. Mörk Fram: Ómar Torfason 2 (34. og 77.), Guðmundur Steinsson (11.) Mörk KA: Gauti Laxdal (54.), Valgeir Barðason (67.) Gult spjald: Erlingur Kristjánsson KA (16.), Kristján Jónsson Fram (69.), Bjami Jónsson KA (62.), Gauti Laxdal KA (70.), Friðfínnur Hermannsson, KA (87.) Rautt spjald: Guðjón Þórðarson KA (85.) og Jón Kristjánsson KA (85.) Ahorfendur: 663. Dómari: Gísli Guðmundsson, 5. Lið Fram: Birkir Kristinsson, Þor- steinn Þorsteinsson, Jón Sveinsson (Pétur Amþórsson vm. á 46. mín.), Viðar Þorkelsson (Steinn Guðjónsson vm. á 43. mín.), Ómar Torfason, Pétur Ormslev, Kristinn R. Jónsson, Kristján Jónsson, Guðmundur Steinsson, Am- ljótur Davíðsson, Ormarr Örlygsson. Lið KA: Haukur Bragason, Om Viðar Amarson, Gauti Laxdal, Jón Krsitjáns- son, Erlingur Kristjánsson, Friðfinnur Hermannsson, Bjami Jónsson, Valgeir Ðarðason, Anthony Karl Gregory, Steingrímur Birgisson, Stefán Ólafsson (Guðjón Þórðarson, vm. á 70. mín.). Tvörauö Guðjón Þórðarson, þjálfari KA, kom inn á seint í leiknum og var síðan rekinn út af fyrir brot. Gísli dómari hafði aðvarað Guðjón fyrir öskur af bekknum, og skömmu áður en hann gat að líta rauða spjaldið hafði Guðjón brotið gróf- lega af sér. Það var því ekki hægt að mótmæla brottrekstrinum, þó brotið hafí ekki verið svo gróft. Guðjón er bersýnilega æfíngalítill og var einfaldlega allt of seinn í „tæklingu". Jón Kristjánsson var rekinn af velli skömmu síðar og ekki var hægt að segja við þeim dómi heldur — Jón sló Guðmund Steinsson í andlitið. Pétur Ormslev og Ómar Torfason, Fram. Ormarr Örlygsson, Fram og Erlingur Kristjánsson, KA. Ómar Torfason kom Framliðinu á bragðið með skallamarki. Morgunblaðið/Sverrir gðu nýkrýndu meistararnir hjá Fram? sigurinn væri öruggur, en þeir komu mjög grimmir; sýndu hálf- gerða gaddavírstakta! KA-menn voru slæmir hvað þetta varðar í fyrri hálfleik en mun verri í þeim seinni. Ég hef aldrei séð KA-lið spila svona fast. En það var var ánægjulegt að ná titlinum með sigri í dag — þetta hefur verið frábært tímabil, og ég á örugglega eftir að gráta mig í svefn margar nætur á næstunni! Það verður erfítt að yfír- gefa Fram,“ sagði Ormarr, sem er fluttur til Akureyrar á ný. Kemur aðeins suður í leiki það sem eftir er tímabilsins. ÓmarTorfason „Við byijuðum seinni hálfleikinn mjög illa eftir góðan fyrri hálfleik. Þeir komu hins vegar út með látum eftir hlé. Við gáfum eftir og vöknuð- um ekki aftur fyrr en þeir voru búnir að jafna. KA menn voru rosa- lega baráttuglaðir — einum of fannst mér. Sum brot þeirra eiga alls ekki að sjást, og mér fannst vítavert af þjálfaranum að koma inn með slíkum látum sem hann gerði. KA-liðið spilar góða knattspymu, er léttleikandi og þessi kraftur því óþarfur." Pétur Ormslev: „Það var ánægjulegt að ná titlinum í höfn (dag. Við vorum að vísu slak- ir í seinni hálfleik; þeir komu okkur á óvart með látum — allt of miklum fannst mér. Menn hugsa sig.tvisvar um áður en þeir fara í návígi þegar menn láta svona. Og hegðun þjálf- arans var ótrúleg. Að hann skuli koma inn á og hreinlega misþyrma mönnum. Ég held þó að KA-menn haldi ekki áfram á þessari braut því svona ná þeir ekki langt." Áttirðu von á að sigur ykkar á íslandsmótinu yrðu eins auðveld- ur og raun ber vitni? „Nei, alls ekki í upphafí móts og reyndar ekki þegar mótið var langt komið. Valsmenn hafa verið sterkir og haldið okkur vel við efnið.“ Blridr Kristinsson: „Við slökuðum of mikið á í seinni hálfleiknum. Þeir tvíefldust eftir að hafa minnkað muninn og áttu nokk- ur góð færi. Valgeir náði svo að jafna, en það var frábært að Ómar náði að skora og tryggja okkur sig- ur." Gu&mundur Steinsson: „Ég held að við höfum verið of sig- urvissir er við fórum út eftir hlé. Við töluðum reyndar um það í hléinu að við yrðum að passa okkur en samt fór þetta svona. Við feng- um engan frið í seinni hálfleik og gáfum of mikið eftir. En þetta var mjög sætt — við stefnum alltaf að titlinum og það er gaman að hann skuli kominn í höfn.“ ÍÞfémR FOLX ■ ARNUÓTUR Davíðsson sóknarmaður í liði Fram varð tvítugur á laugardaginn. Hann fékk því góða afmælisgjöf — Islands- meistaratitilinn. ■ ORMARR Örlygsson lék á laugardag 100. leik sinn með meisU araflokki Fram. Ormarr lagði upp eitt marka liðsins í leiknum, fyrra mark Ómars Torfasonar sem skallaði sendingu Ormars í netið. ■ ÞORVALDUR Örlygsson bróðir Ormarrs gat ekki leikið með KA gegn Fram vegna meiðsla. ■ FRAMARAR gátu leyft sér að hvíla Pétur Arnþórsson á bekknum þar til í síðari hálfleik. Það sýnir vel breiddina í liðinu því Pétur var í landsliðshópnum gegn Sovétmönnum á dögunum. Það eru ekki mörg lið sem geta leyft sér að geyma landsliðsmenn á bekkn- um. ■ VIÐAR Þorkelsson, bestí vamarmaður Fram, fór útaf meidd- ur á 43. mínútu. Hann fékk spark í lærvöðvann, rétt fyrir ofan hné, og haltraði fljótlega útaf. „Ég verð vonandi orðinn góður fyrir leikinn við Barcelona á miðvikudaginn," sagði Viðar. ■ GUÐJÓN Þórðarson þjálfari KA kom inn á þegar fímmtán mín. vora eftir af leiknum. En hann staldraði ekki lengi við — Gísli dómari sýndi honum rauða spjaldið á 85. mín. Guðjón var því aðeins tíu mín. inni á. ■ ÞAÐ gerist ekki á hveijum degi að tveir leikmenn úr sama lið- inu eru reknir útaf. Hvað þá á sömu mínútunni. Það gerðist þó á laugar- daginn því innan við mínútu eftir að Guðjón fékk að líta rauða spjaldið var Jón Kristjánsson einri- ig rekinn út af fyrir að slá Guð- mund Steinsson. ■ EITTHVAD hafði Jón Krisíj- ánsson áður einnig fengið að kenna á Frömurum — hann fékk skurð á augabrún og þurfti að sauma nokkur spor í hann eftir leikinn. ■ RAUÐA spjaldið var reyndar „sýnt“ í þriðja sinn í leiknum. Gísli * dómari Guðmundsson tók á sprett undir lok leiksins, dæmdi á Frið- finn Hermannsson KA-mann og ætlaði að sýna honum gula spjald- ið. Sem hann og gerði reyndar, en áttaði sig á því um leið að rauða spjaldið vantaði. Það hafði fokið upp úr vasa dómarans er hann tók á rás. Bjarni Jónsson KA-maður sá það, tók spjaldið upp af vellinum og „sýndi“ dómaranum það! ■ BIRKIR Kristinsson þurfti tvívegis að horfa á eftir knettinum í netið gegn KA. Fram að leiknum hafði hann aðeins fengið á sig þijú mörk í sumar, þannig að í gær fékk hann á sig 40% þeirra marka sem skorað hafa verið hjá Fram í sum- ar. KA hefur reyndar gert 60% þeirra marka því liðið gerði eitt mark gegn Fram fyrir norðan! MGUÐMUNDUR Steinsson skor- aði sitt 60. 1. deildarmark, þegar hann skoraði gegn KA. Guðmund- ur hefur þar með jafnað markamet Kristins Jörundssonar, sem skor- aði skoraði sextíu 1. deildarmörk fyrir Fram. Þeir hafa skorað flest deildarmörk fyrir félagið. I ÓMAR Torfason skoraði sitt 35. deildarmark, þegar hann skor-^ aði annað mark sitt fyrir Fram gegpi KA. Ómar, sem skoraði nítján deildarmörk fyrir Víking, hefur skorað sextán mörk fyrir Fram. ■ ÓLAFUR Gottskálksson, markvörður Skagamanna, mun ekki leika körfuknattleik með Keflavíkurliðinu í vetur. Hann hefur ákveðið að fara til sjós.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.