Morgunblaðið - 27.09.1988, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ,
ÓLYMPÍULEIKARNIR
I SEOUL ’88 ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1988
HANDKNATTLEIKUR
Sigur í
sjónmáli
enþakka
máfyrir
jafnteflið
KARL Þráinsson stóð svo
sannarlega fyrir sínu í leiknum
gegn Júgóslövum í gærmorgun
að kórönskum tíma. Karl hvfldi
fyrstu þrjá leikina, en kom nú
inn fyrir Bjarka Sigurðsson,
átti góðan leik, gerði fimm
mörk í sex tilraunum og jafnaði
19:19 úr hægra horninu á
síðustu sekúndu eftir góða
sendingu frá Kristjáni Arasyni.
Tæpara mátti það ekki standa
og íslensku leikmennimir fögn-
uðu gífurlega. Þegar rúmar fimm
mínútur voru til leiksloka blasti sig-
ur við Júgóslövum,
sem voru þremur
mörkum yfir. Mun-
urinn var tvö mörk,
er rúmar tvær
mínútur voru eftir, en strákamir
sýndu sitt rétta andlit það sem eft-
ir var og með krafti, réttu skapi
og dugnaði tókst þeim að jafna.
Sveifiur
Steinþór
Guðbjartsson
skrifar
fráSeoul
Þetta var besti leikur beggja liða
í keppninni til þessa. Jafnt var á
öllum tölum fyrstu 24 mínútumar,
staðan 7:7, en næstu 10 mínútur
kom mjög góður kafli hjá íslenska
líðinu og virtist sem heims- og
ólympíumeistarar Júgóslavíu væm
á góðri leið með að tapa sínum
öðmm leik.
En íslenska liðið nýtti sér ekki
meðbyrinn, góð tækifæri fóm for-
görðum og í stað þess að ná afger-
andi forystu sigldu mótheijamir
fram úr
Tilþrff
Baráttan var loks í lagi hjá
íslenska liðinu, en herslumuninn
vantaði. Júgóslavar léku 6-0 vöm
eins og öll liðin hafa gert gegn Is-
lendingum, en þeir eiga greinilega
í erfiðleikum með hana. Samt sýndu
þeir oft skemmtileg tilþrif og dæm-
ið gekk upp. Þeir áttu iokaorðið í
báðum hálfleikjum og var mark
Kristjáns beint úr aukakasti eftir
að leiktími fyrri hálfleiks var liðinn
sérlega glæsilegt. Hann tók auka-
kastið strax eftir að dæmt var og
knötturinn hafnaði uppi í horninu
Qær. Dómaramir létu endurtaka
aukakastið, Júgóslavar stilltu sér
allir upp í vegg, en Kristján gerði
sér lítið fyrir og þmmaði knettinum
á sama stað og áður.
Mistök
Leikurinn var mjög spennandi,
en bæði lið gerðu afdrifarík mistök.
Vujovic gerði fjögur mörk og var
snöggur í hraðaupphlaupunum, en
hann átti einnig stóran þátt í að
íslendingar jöfnuðu, átti skot út í
bláinn, missti síðan knöttinn og
kórónaði mistök sín síðustu tvær
mínútumar með mddaskap og var
vikið af velli.
íslenska liðinu gekk illa að skora
fyrir utan og þegar ekki tókst að
opna vöm mótheijanna varð leikur-
inn oft ráðleysislegur. Bráðlæti kom
í veg fyrir að liðið náði að skora í
byijun seinni hálfleiks, er þrír Júgó-
slavar vom utan vallar, en skyttum-
ar vom auk þess óheppnar með
skot.
Lélegir dómarar
Hollensku dómaramir vom væg-
ast sagt lélegir og höfðu engin tök
á leiknum. Þeir vísuðu mönnum út
af í tvær mínútiir í tíma og ótjma
án sjáanlegrar ástæðu. Þorgils Ótt-
ar fékk til að mynda b'ær mínútur
fyrir að setja á sig annan skóinn
inni á vellinum! Enginn aðspurður
hafði fyrr verið vitni að slíkum
dómi. Þá skoraði Alfreð Gíslason
tvívegis af mikilli harðfylgni, en
dómaramir dæmdu aukakast í bæði
skiptin.
AIKopið
Nær allt getur enn gerst í riðlin-
um og staðan verður ekki Ijós fyrr
en á morgun, er síðustu leikimir
fara fram. I versta falli leikur
íslenska liðið um 7. sæti, en fræði-
legur möguleiki er á leik um þriðja
sæti.
Reuter
Guðmundur Guðmundsson í baráttu við Júgóslavann Zlatko Portner. Guðmundur er þama í vamarhlutverki, en
Portner þessi var einmitt markahæstur í júgóslavneska liðinu.
„Einar bjargaði
okkur frá tapi“
„VIÐ getum þakkað Einari Þor-
varðarsyni fyrir að við náðum
jafntefli gegn Júgóslövum.
Hann varði frábærlega undir
lokin - sérstaklega línuskotið
frá Portner og langskotið frá
Vujovic undir lok leiksins,"
sagði Sigurður Sveinsson.
sex mín. leiksins, en
hafði aðeins varið
eitt skot fram af því
í seinni hálfleiknum.
Aftur á móti varði
hann mjög vel í fyrri hálfleik - fímm
langskot, eitt skot úr homi og eitt
vítakast.
SigmundurÓ.
Steinarsson
skrifar
frá Seoul
Einar átti stórkostlegan lo-
kakafla í leiknum, en hann
varði alls þijú langskot, eitt skot
úr homi og eitt af Iínu á síðustu
„Sóknarieikurinn brást“
„Við áttum að fá tvö stig út úr
þessum leik, en því miður gekk
sóknarleikurinn ekki upp hjá okkur.
Vömin var aftur á móti góð, eins
og hún hefur verið í leikjum okkar
hér á ÖL,“ sagði Einar Þorvarðar-
son eftir leikinn. Hann varði alls
13/1 skot í leiknum.
„Hreykinn af strákunum"
„Einar stóð sig mjög vel í leikn-
um. Ég er hreykinn af strákunum,
sem áttu að vinna þennan leik.
Þeir sýndu geysilega baráttu undir
lok leiksins og náðu að vinna upp
þriggja marka forskot Júgóslava,"
sagði Jón Hjaltalín, formaður HSÍ.
„Við vorum með unninn leik“
Við vomm með unnin leik í hönd-
unum þegar staðan var 12:10,
og aðeins þrír Júgóslavar inni á
vellinum," sagði Páll Ólafsson, eftir
leikinn gegn Júgóslövum.
Páll sagði að hollensku dómarar
leiksins hefu þá leift Júgóslövum
að halda knettinum í eina mínútu,
án þess að flauta á þá töf. „Ef allt
hefði verið með feildu, þá hefðum
við átt að ná fjögurra marka for-
skoti á þeim tveggja mínútna kafla
sem Júgóslavarnir vom aðeins þrír.
í staðinn misstum við menn af velli
og Júgóslavar fengu sína menn inn
á, án þess að við næðum knettinum
frá þeim'til að skora,“ sagði Páll
Ólafsson, sem er afar óhress með
að hafa ekki fengið að spreyta sig
meira á ÓL. Hann hefur annað
hyort hvílt eða setið á bekknum.
„Ég myndi sætta mig við að vera
fyrir utan, ef sóknarleikurinn hefði
gengið upp, en svo gott er það ekki.
Sóknarleikurinn hefur verið höfuð-
verkur okkar hér. Það var sárt að
geta ekki lagt Júgóslava að velli,
því að lið þeirra er ekki sterkt um
þessar mundir," sagði Páll.
„Var ákveðinn að nýta tækrfæríð"
- sagði Karl Þráinsson, sem skoraði jöfnunarmark Islands einni sek. fyrir leikslok
KARL Þráinsson kom svo sann-
arlega, sá og sigraði þegar ís-
lendingar og Júgóslavar gerðu
jafntefli, 19:19. Karl lék sinn
fyrsta leik á Ólympíuleikunum.
Hann þakkaði fyrir það með
því að skora fimm mörk og
þýðingamesta markið - tyggði
Islandi jafntefli, með því að
skora úr horni þegar aðeins
ein sek. var til leiksloka.
Eg var ákveðinn að nýta þetta
tækifæri - þegar ég fékk það.
Og lagði mig allan fram. Það var
stórkostlegt að sjá knöttinn rata
BÉMMBi rétta leið,“ sagði
SigmundurÓ, Karl, sem skoraði
Steinarsson fímm mörk - tvö eft-
sknfar jr hraðupphlaup og
fráSeou , ., . ,rr . , °
þr)U ur horni, ur sex
skottilraunum.
43,1% sóknamýting
■Sóknamýting íslenska liðsins var
43.1% í leiknum. Nítján mörk voru
skoruð úr fjörutíu og fjórum sókn-
arlotum. I fyrri hálfleiknum voru
skoruðu 10 mörk úr 23 sóknum,
eða 43.4% nýting. í seinni hálfleik
var nýtingin minni, eða 42.8%. Níu
mörk voru þá skoruð úr 21 sóknar-
lotu.
■ Karl skoraði eins og áður sagði
fimm mörk úr sex skotum. Eitt
skot var varið. Hann missti knöttinn
einu sinni og fískaði eitt víti.
■Alfreð Gíslason skoraði 5/2
mörk úr níu skotum. Fiskaði eitt
víti, en missti knöttinn þrisvar sinn-
um.
■Kristján Arason skoraði þijú
mörk úr sex skotum. Hann missti
knöttinn þrisvar.
■Atli Hilmarsson skoraði tvö
mörk úr fimm skotum.
■Þorgils Óttar Matthiesen skor-
aðu tvö mörk úr þremur skotum.
Hann missti knöttinn einu sinni.
■Guðmundur Guðmundsson
náði 100% nýtingu - skoraði eitt
mark úr einni skottilraun. Þá fískaði
hann eitt vítakast.
■Jakob Sigurðsson náði sömu
nýtingu - skoraði eitt mark.
■Sigurður Gunnarsson, sem átti
tvær línusendingar sem gáfu mark,
náði ekki að skora úr þeim þremur
skotum sem hann skaut að marki
Júgóslava. Þá missti hann knöttinn
einu sinni.
■Geir Sveinsson missti knöttinn
tvisvar sinnum í leiknum. Einu sinni
var dæmd töf á íslenska liðið.
■Mörk ísiands voru þannig skor-
uð: Fimm með langskotum, fjögur
úr homi, fjögur eftir hraðupphlaup,
þijú af línu, tvö úr vítaköstum og
eitt eftir gegnumbrot.
■Júgóslavar skoruðu sex með
langskotum, fjögur af línu, þijú
eftir hraðupphlaup, þijú úr víta-
köstum, tvö úr horni og eitt eftir
gegnumbrot.