Morgunblaðið - 30.10.1988, Síða 33

Morgunblaðið - 30.10.1988, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1988 33 Brúðkaup Héðins Valdimarssonar og Gyðu Briem í Viðey. 1926. A myndinni eru talið frá vinstri: Nr. 1 og 2 þekkjast ekki, 3. Jón Hermannsson, 4. Jón Baldvinsson, 5. Júlí- ana Guðmundsdóttir. 6. Asta Hermannsson, 7. Ólafúr Johnson, 8. Halla Briem, 9. Eg- gert Briem, 10. ?, 11. séra Bjarni Jónsson, 12. Áslaug Ágústsdóttir kona Bjarna, 13. Pétur Thorsteinsson, 14. Ásthildur Briem, 15. og 16. óþekkt, 17. Haraldur Guðmunds- son, 18. Laufey Valdimarsdóttir, 19. Ást- hildur Thorsteinsson, 20. Bríet Bjarnhéð- insdóttir, 21. Eiríkur Briem, 22. Gyða Bri- em, 23. Héðinn Valdimarsson, 24.?, 25. Sverrir Briem, 26. líklega Katrín Gunn- laugsdóttir, 27. Borghildur Björnsson, þá börain fremst: 28. Guðrún Briem, 29. Eirík- ur Briem, 30. Pétur Thorsteinsson. Reykjavíkur og setti upp fyrstu mjólkurbúðina í Reykjavík í Upp- salakjallaranum við Aðalstræti. En þegar hann kom aftur út í Viðey, tók hann það ráð að flytja kýrnar í land og hafði þær þar í Bríems- fjósi sem kallað var við Njarðargöt- una yfir veturinn og þangað gátu bæjarbúar sótt mjólkina. En á sumrin voru kýrnar í Viðey og mjólkin flutt í land. Einnig þurfti að flytja heyið í land á haustin. Kveðst Eiríkur muna vel eftir þess- um flutningum, en hann hafði aldr- ei sem strákur neinn áhuga á kún- um eða búskap yfirleitt. Kom aldrei í Bríemsfjós meðan hann var í skól- anum í Reykjavík. Köllin heyrðust milli eyja „Mjólkin var flutt í land upp á Klett, sem kallað var, en hann var í landi á móts við Skarfaklett. Þar bjó á þeim árum gamall karl sem bræddi grút. Bátamir voru smíðað- ir í Engey, með lagi Péturs í Eng- ey, sem var langafi Péturs Bene- diktssonar, sendiherra. Þetta voru engar flatbyttnur, heldur bátar sem skáru ölduna. Bjami og Brynjólfur hétu karlarnir í Engey, sem fengn- ir vom til að smíða bátana fyrir okkur, en þeir bjuggu á þriðjungi eyjarinnar á móti Engeyjarættinni. Þessir tveir menn vom svo háværir að í vissu veðri gátum við heyrt alla leið út í Viðey til þeirra þegar þeir vom að tala saman í Engey. Seinna leigðum við svo mótorbáta." „Bátasmiðirnir Bjarni og Brynj- ólfur hreinsuðu líka fýrir okkur dúninn og fengu mótekju í Viðey í staðinn," segir Eiríkur Briem. „Þar hefur áður fyrr verið einhver viður, tré sem Viðey hlaut nafn af. Það hefur verið rekaviður frá Mexíkó- flóa, sem hlýtur að hafa verið geysi- mikill á fyrri öldum, áður en farið var að höggva og nýta skóginn á ströndinni og trén lentu í sjónum af eðlilegum ástæðum. En þegar við vomm þar var enginn rekaviður lengur að gagni í eynni. Dúntekja? Hún var aldrei mikil, minni en í Engey. Á fyrri búskaparámm pabba í Viðey var æðarfugl austur á eynni. En þar settist Milljónafé- lagið að með öllu sínu brambolti. Á seinni búskaparárum hans var æðarvarpið á Vestureynni. Pabbi passaði æðvarvarpið vel. Maður fékk atdrei að stela kríueggi, því krían ver varpið fyrir varginum. Annars vom reglumar þær að búið mátti taka eitt egg úr hverju fugls- hreiðri." Eiríkur kveðst hafa haft hugann við allt annað en búskapinn og kom það fljótt í ljós. „Ég var líklega sjö ára gamall þegar Muggur, Guð- mundur Thorsteinsson, móðurbróð- ir minn, kom út í Viðey. Hann var að sauma krosssaum í geysistóran dúk. Ég vildi fara að sauma kross- saum líka og fékk það. Svo saum- aði ég heilmjkið, baldíraði meira að segja í upphlut. Ég var þó ekkert laghentur. Að lokum var ég farinn að knipla, en það var ekki eins gott, því ég smíðaði valsinn sjálfur og hann var langt frá því að vera sívalur. Síðan átti að fara að láta mig sauma til gagns, stoppa í sokka og slíkt, en þá datt áhuginn niður." Nú dregur Maja Greta kona Eiríks fram nokkra undirdúka á diska sem hann hafði saumað í með kontórsting bláar mávamyndir, og má.sjf hve v^l þetta er gert. Og við skoðum líka fallega flatsaumaða stafi á dúkum úr búinu sem Eggert faðir hans hafði teiknað fyrir Höllu konu sína, svo auðséð er að hand- lægni hefur verið mikil í ættinni, þótt tónlistarfólk væru þeir ekki Briemarnir, eins og Eiríkur segir. Þótt ekki hefði hann áhuga á búskapnum, þótti Eiríki alltaf ógur- lega gaman þegar verið var að taka slátur á haustin. Í Viðey var ekki flárbú og sláturafurðir því aðflutt- ar. „Þá var líka sóttur til að loka kæfudósunum Þorgrímur í Laugar- nesi, sem var mikill karl. Kæfan var látin í blikkdósir og lokið lóðað á þær. Þorgrímur skildi alltaf eftir svolítið gat á hveiju loki. Þegar búið var að hita dósimar og loftið farið úr þeim út um gatið, þá smellti hann fimlega dropa á gatið til að loka þeim. Sjálfum þótti mér mest gaman að fá að verka garnirn- ar í lundabaggana. Þorgrímur var hagyrðingur. Eitt sinn kom hann út í Viðey snemma og húsfreyja var ekki komin á fætur. Þá sagði hann: Heyrðu góða Halla mín, haf þú á þér gætur. Bóndalausri baugalín best er að koma á fætur. „Pabbi hafði hesta og flutti þá á beit í Kaldaðarnes á sumrin. Vom þá um 30 hross rekin á sundi yfir í Gufunes. Teymdir 2-3 hestar aftan í báti og hópurinn fylgdi á eftir. Það var mjög gaman.“ Synti í sjónum „Eitt sinn á fjöru stalst ég til að synda sjálfur yfir í Gufunes og fékk fyrir rokskammir hjá pabba. Þama er mikill straumur, en ég hefi sjálfsagt verið svo heppinn að fyra, á ládeyðu. Ég hafði snemma lært að synda. Þá var farið með mig með mjólkinni yfir á Klett á mótorbátnum. Engin byggð var þama og ég hljóp yfir holtið í Sundlaugamar. Jón Pálsson kenndi sund þar. Báturinn beið eftir mér á meðan. Svo fór ég að synda í sjónum. Einkum á haustin, þegar hann er hlýjastur, og á flóðinu við sandana. Ásta mágkona mín synti Viðeyjarsund og þótti heilmikið afrek. Það var mjög þægilegt að búa í Viðey. Búð var austur á eynni. Og nóg fiskmeti á staðnum. Á Stöðinni var alltaf geysimikið líf. Þar vom 100 manns að staðaldri og miklu fleira á vertíðinni. Á vertíðinni kom urmull af kvenfólki og þar var verið að breiða og þurrka fisk. Þegar togaramir komu í land var slegið upp balli. Og svo komu dönsku varðskipin, sem höfðu þarna kolabirgðastöð. Ég man að boðið var til veislu yfirmönnunum á Fyllu og fínu fólki úr Reykjavík. Mig gmnar nú að það hafi pabbi gert fyrir beiðni úr Reykjavík. Fólk vildi fá tækifæri til að hitta þessa menn. Þetta vom fínar matarveislur og gestirnir komu uppdressaðir, dömurnar skiptu stundum um föt eftir sjóferðina. Mér er líka mjög minnisstætt brúðkaup Gyðu systur minnar og Héðins Valdimarssonar 1926. Þá komu margir gestir. Einn þeirra, Bríet Bjarnhéðinsdóttir, datt í sjóinn þegar hún var að koma úr bátnum í vörinni. Á jólunum var ekki mikið um aðkomufólk. Komið var með stórt jólatré. Ekki mátti spila vegna séra Eiríks, en á gamlárskvöld var spilað púkk með .. >WWí SWtyfý ÁsMpsfeþi þótti afskaplega gaman að spila. Hann kom stundum út í Viðey til að messa. Bræðumir Þorsteinn Magnússon og Borgþór Magnússon frá Mosfelli, sem voru þama í vinnu, sungu gjaman ásamt þriðja manni sem hét Þórður og var forsöngvari. Söngurinn gekk út á það að hafa sem allra hæst. En svo varð það bara þriðji bróðinn Ólafur Magnússon sem varð stórsöngvari. Auðvitað vom alltaf mikil læti þar sem svo margt fólk var í heimili. Oft kveðist á og farið í leiki úti. Ég man eftir skemmtiferð sem efnt var til og gengið á Esju. Ég var þá sex ára gamall og prílaði þetta. En það var víst farið á vitlausum stað upp og steinn var næstum lentur á höfði einnar stúlkunnar. Pabbi hafði þá reglu að hver vinnukona átti samkvæmt ráðningarsamningi að sjá um einn vinnumann. Það kom þó nokkmm sinnum fyrir að úr því urðu hjónabönd. Ekki féll þó alltaf jafn vel á með vinnumanni og kaupakonu. Ég man eftir því að einu sinni við töðugjöldin fann ég eina stúlkuna, Önnu, uppi á lofti þar sem hún hafði falið sig vegna ágengni eins vinnumannsins, sem hún vildi ekki þýðast og hótaði hann að fyrirfara sér. Nóg var af sjálfboðaliðum til hjálpar og lá við að piltarnir hentu aumingja manninum í sjóinn. Vom að hífa hann upp þegar pabbi stöðvaði leikinn. Töðugjöldin vom alltaf mikil hátíð á haustin og var slegið upp balli. Pabbi efndi til þeirra. Jú, á töðugjöldum höfðu menn einhver ráð með að ná sér í vín, höfðu SJÁ BLS. 36. Jtvrnd go yeöi / • eop HdJe. Jg gyd

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.