Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988
Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur um leikrit sitt HÚÐIR SVIGNASKARÐS
SNORRI
- fyrsti íslenski
friöarsinninn
Það hefurlöngum vakið athygli þegarnýtt skáldverk hefurkomið
frá hendi Indriða G. Þorsteinssonar rithöfundar. Á síðasta haustisendi
Indriði frá sérskáldsöguna KEIMURAFSUMRI, og nú árisíðarkemur
undan penna hans leikritið, HÚÐIR SVIGNASKARÐS, þarsem
viðfangsefnið erekki afrisminna taginu; maðurinn og sagnfræðingurinn
Snorri Sturluson, rit hans Heimskringla og viðskipti Snorra við
samtíðarmenn á Sturlungaöld.
Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur.
Indriði G. Þorsteinsson á að baki
drjúgan feril á ritvellinum; höf-
undur skáldsagna og smásagna hef-
ur hann verið mikilvirkur, ævisögur
og fræðirit fylla einnig langa rita-
skrá hans. Húðir Svignaskarðs er
þó fyrsta leikritið frá hendi Indriða
og því hófum við samtal okkar á þá
leið hvers vegna hann hefði kosið
að skrifa um Snorra og hvers vegna
í leikritsformi.
„Mér fannst eðlilegt að setja þetta
í leikrit vegna þess að þetta eru stór-
kostlegar myndir sem Sturla Þórðar-
son bregður upp um Snorra frænda
sinn. Þá eru þær ekki síðri myndim-
ar sem sagnfræðingurinn Snorri
Sturluson bregður upp af ribböidum
f Noregi sem töldu sig handgengna
Jesú Kristi. Það hefur nú löngum
verið sagt að smásagan og leikritið
séu lík í eðli sínu. Ég hef skrifað á
milli 50 og 60 smásögur um ævina
og er því ekki feiminn við leikrits-
formið. Ég fann heldur ekki á þessu
annað form. Annars tók ég upp á
því fyrir nokkrum árum að lesa
Heimskringlu á nýjan leik. Ég hafði
þá ekki lesið hana síðan á unglings-
árum — þá las maður þetta einsog
reyfara og gerði sér enga grein fyr-
ir Snorra. Eg gerði mér einníg far
um að lesa um Snorra og því laust
niður í mig hversu margt er l(kt í
póljtjk með 13. og 20. öldinni.
í öðru lagi var ég heillaður af því
hversu nútímalegt málið á Heims-
kringlu er. Mér var því mikið
ánægjuefni að vera samvistum við
Snorra Sturluson, þennan fyrsta
nútímaíslending. Ég hefði gaman af
því ef fleiri myndu lesa Heims-
kringlu sem lásu hana sem ungir
menn og fundu þá ekki allt það
púður sem í henni er.“
— Attu von á því að leikritið verði
sýnt í íslensku leikhúsi?
„Nei, ég reikna ekki með því að
verkið verði sett upp í leikhúsi. Ég
lét einhveija líta á það á fyrri stigum
þess og varð ekki var við miklar
undirtektir. Hins vegar fannst mér
sjálfsagt að ljúka við það og gerði
það í vor sem leið. Maður vill koma
því frá sér sem maður setur saman.
Leiklist hér á Islandi er lokaður
heimur sem menn þurfa að hafa ein-
hver fullnaðarpróf í til að fá aðgang
að. Ég reikna því ekki með undir-
tektum úr þeirri átt.“
— A titilsíðu segir að bókin sé
gefín út í tilefni þess að liðin eru
750 ár frá Orlygsstaðabardaga í
Skagafirði, þeim atburði er mestu
réði um endalok þjóðveldisins. Samt
eru Örlygsstaðabardaga aðeins gerð
skil í munnlegri frásögn Sturlu Þórð-
arsonar?
„Þungamiðjan í verkinu er þau
örlög sem Snorra eru ráðin. Þegar
að Órlygsstaðabardaga kemur er
leikritið komið það nærri Snorra að
engin ástæða er til að víkja frá hon-
um. Ásælni Noregskonungs á íslandi
sprettur upp af aðgerðum manna
sem ólu Snorra upp. Það lendir á
Snorra á semja við Hákon konung,
augljóslega gegn því að Snorri verði
hans maður.
Ég býst við að Snorri hafi tekið
því vel að fara til Noregs og fá inn-
rás Hákons konungs afstýrt. Eftir
það er hann leiksoppur atburðarásar
sem hann ræður ekkert við. Að lokn-
um Örlygsstaðabardaga má á honum
skilja að honum finnist sem nú sé
komið að skuldadögum vegna af-
skipta hans af málum. Hann gengur
inn í vopnabrakið og kemst ekki út
úr því aftur.
Snorri fékk menntun sina í Odda
og gott uppfóstur og þaðan höfum
við sagnfræðinginn í honum. Við
megum þakka Oddaveijum hluta af
því en fósturlaunin kostuðu Snorra
lífið. Höfuðástæðan að atburðir
gerðust svona hratt á Sturlungaöld
stafa af ólmandaganginum í Sturlu
Sighvatssyni annars vegar og hins
vegar vegna þeirrar ákvörðunar
Hákons konungs að hefna dráps á
Björgvinjarkaupmönnum. Það voru
Oddaveijar sem drápu kaupmenn
vegna þess að Sæmundur í Odda
taldi að Páll sonur hans hefði verið
drepinn í Björgvin. Sturla Sighvats-
son er einn af þessum íslendingum
sem svo mikið er af í dag. Hann er
montinn og sjálfsánægður. Nú hang-
Sigurður sýr stendur á miðju sviði
og tveir menn hjá honum Hann er
í bláum kyrtli og bláum sokkum,
háum skóm og bundnum við legg, í
grárri kápu á öxlum og með gráan
hött, staf í hendi og á silfurhólkur.
Sendiboði kemur hlaupandi og er
móður.
Sendiboði:
Þau orð ... bað Ásta að bera ...
yður, að nú þætti sér allmiklu skipta
að yður tækist stórmannlega.
Sigurður sýr:
(Lítur af sendimanni og grettir
sig.) Minna lét hún þegar maður
hennar var inni brenndur. Engan
bað hún þá að láta stórmannlega.
Enda til lítils að ætla að etja kappi
við Sigríði stórráðu út af bónorðs-
karpi Haraldar grenska. Leiðir voru
henni biðlamir.
Sendiboði:
Þetta voru bein fyrirmæli Ástu
drottningar.
Sigurður sýr:
Er Ólaftir Haraldsson, sonur
hennar, í sjónmáli?
Sendiboði:
Hann siglir inn voginn.
Sigurður sýr:
Og nú skal láta mikinn, þegar
3. atriði
þessi reyfari snýr að vorum garði.
Sendiboði:
Ásta býst við heima fyrir. Fjórar
konur hafa tekið búnað stofunnar
og búið skjótt með tjöldum og um
bekki.
Sigurður sýr:
(Óðamála.) Tveir karlar hafa bor-
ið hálm á gólfin, tveir sett trapisuna
og skapkerið, tveir sett borðið ...
Sigurður sýr:
(Snýr sér snöggt að sendiboða og
lyftir hendi til að stöðva málæðið.)
Hér bíðum vér aðeins þess að komið
komist í hús.
Sendiboði:
Tveir báru inn öl. Aðrir hafa geng-
ið út 5 garðinn að bíða komu kon-
ungs.
Sigurður sýr:
(Enn óðamála.) Yður hefur verið
sendur hestur og hinn gyllti söðull,
hjálmur og sverð. Ásta vill að þér
ríðið skartbúinn í hlað utan af akrin-
um.
Sigurður sýr:
Búandmaður er ég meiri en kon-
ungur. Svo hefur verið um fleiri
konunga í þessu landi. Þótt ég eigi
gylltan söðul er ég enn með
Kfsmarki.
Sendiboði:
Menn hafa verið sendir Ijögurra
vegna um byggðina til að bjóða stór-
mennum að þiggja veislu. Ásta ger-
ir fagnaðaröl í móti syni sínum.
Sigurður sýr:
Eftirsjá er mér í að hverfa frá
komi mínu. Ekki skortir konunga í
Noregi. Og enn er lítil friðarvon í
landi.
Sendiboði:
Ásta bað mig að brýna fyrir yður
að meir skylduð þér líkjast Haraldi
hárfagra að skaplyndi en Hrana
mjónef, móðurfóður yðar, þótt hann
hafi verið spekingur mikill.
Sigurður sýr:
Tíðindi ber þú ákaflega.
Sendiboði:
Drottningunni er það brýnast
mála að þér komið heim af akrinum
hið fyrsta.
Sigurður sýr:
Svo líst mér að þeir sem veðsetja
sig í þetta mál muni ekki hafa lang-
ar sögur að segja af Ólafi Haralds-
syni. Og leið svo til hestinn.
Við birtum hér hluta úr 3. atriði
leiksins með góðfúslegu leyfi höf-
undar.
ir allt uppi af monti og drýgindum.
Svo endar allt með skelfíngu."
— Stór hluti leikritsins er helgað-
ur sviðsetningu þeirra atburða er
Snorri lýsir í Heimskringlu, t.d.
Stiklastaðaorustu og kvonbænum
Noregskonunga?
„Þetta geri ég til að undirstrika
þau megineinkenni Heimskringlu og
Snorra Sturlusonar að hann fyrirleit
manndráp og þessa stöðugu áráttu
landlítilla manna, þ.e. Noregskon-
unga, að sækja fram til valda af
ofurágimd og ásælni þeirra í aukna
frægð af mannvígum. Vegna þessa
er uppriijunin í leikritinu á atburðum
sem lýst er í Heimskringlu nauðsyn-
leg. Þetta er einnig nauðsynleg und-
irstrikun á þeirri skapgerð sem
Snorri hafði. Prásögn Snorra af
Noregskonungum er okkur nútíma-
mönnum hlægileg af því að Snorri
vildi hafa hana þannig. Það sem
gerir Snorra að heimsrithöfundi á
13. öld er að frásagnir af bardögum
segir hann einsog normal maður en
ekki af þeim ákafa og upphafningu
sem kemur síðar fram í riddarasög-
um miðaldanna. Snorri narrast að
þessum fátæku smákonungum sem
hann segir frá. Ég bendi á söguna
af Sigríði stórráðu þar sem hún
brennir inni tvo biðla sína.“
— Er þá skoðun þín á Snorra sú
að hann hafí haft óbeit á veraldar-
vafstri?
„Veraldarvafstur í þeim skilningi
að fara fyrir flokki manna og drepa
aðra menn var Snorra hvimleitt.
Hann hafði óbeit á manndrápum.
Þess sér merki á Heimskringlu að
maðurinn sem skrifar hana gæti
ekki sett slíkan andblæ á frásögn
sína nema hann sé áhorfandi að hlið-
stæðum atburðum í samtíma sínum.
Snorri bar aldrei vopn á nokkum
mann og reið frá Bæjarbardaga eins
hratt og hann komst. Hann var síðan
talinn bleyða fyrir vikið.
Mér finnst Snorri merkilegastur
manna fyrir hvað hann var allt öðru
vísi innréttaður en samtímamenn
hans. Maður getur rétt ímyndað sér
hvaða kjark þurfti til að bera ekki
vopn á nokkum mann þegar allir
voru að beijast sér til frægðar. Það
er makalaust að lifa á öld einsog
Sturlungaöld og hafa ekki löngun
til að drepa mann. Snorri er í raun-
inni fyrsti fslenski friðarsinninn.
Þetta er mjög ákveðin mannlýsing
sem er mjög merkilegt að rekast á
á þeim tíma sem er mesta vopnaöld
á íslandi. Þetta er líka lýsing á
mesta sagnfræðingi sem ísland hef-
ur aiið.
Maður þekkir höfundarskap nægi-
lega vel til þekkja hvenær Snorri
tengir sjálfan sig við þær persónur
sem hann lýsir. Mér finnst ég sjá
Snorra sjálfan í hlutverki Sigurðar
Sýrs þar sem Sigurður segin „Ann-
ara er mér um akra en áreiðar land-
lausra manna." Og á Sigurður þar
við Ólaf helga Haraldsson."
— Er hægt að tala um að Sturl-
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ungar hafi svikið föðurlandið í hend-
ur erlendum konungi?
„Misskilningur nútímamanna er
sá að á Sturlungaöld var föðurland
ekki til. Nú á tímum er föðurlandið
einnig veik mynd. Á Sturlungaöld
var nýlega farið að tala um hluti og
menn sem íslenska. Það bendir til
þess að orðið íslendingur hafi ekki
haft jafn djúpa merkingu og síðar.
Nítjánda öldin var öld föðurlandsins.
Sturlungar hefðu sjálfsagt kennt
föðurlandsást við þjóðrembu einsog
nú tíðkast. Baráttan á Sturlungaöld
sneristekki um föðurlandsást einsog
þekkist í dag. Heldur eignaást og
forráðaást — forræði yfir héruðum.
Þessi forræði voru ekki gefin upp
fyrr en allt var komið í rúst og eng-
in átök voru lengur möguleg — það
voru hreinlega allir dauðir."
— Hvað heillar við Sturlungaöld-
ina?
„Þó langt sé um liðið og við tölum
um persónumar sem fomaldarmenn
þá er margt líkt með þessu fólki og
nútímaíslendingum. Það er líka er-
indi þessa leikrits. Sturlungaöldin
er öld algjörs frelsis til allra hluta —
skipulagslaus og sýnir okkur í dag
hvað frelsið er varhugavert. Sturl-
ungaöld höfðar mjög til samtímans
varðandi þetta algjöra frelsi og þess
sem slíkt leiðir af sér. Tungan á í
vök að veijast vegna þess að fólk
er orðið ofurfrjálst og á bara ekki
neitt að veija lengur nema verðbréf
og innistæður sínar í bönkum."
— Er hægt að ráða það af þróun
mála á Sturlungaöld að atburðarásin
hefði getað orðið önnur?
„Það má vel reikna með því, þó
atburðarás hefði orðið önnur en
reyndist á Sturlungaöld, að kuldar
og mannfæð vegna drepsótta hefðu
ieitt okkur til umsóknar um vemd
sterkari aðila. Hvomgt var komið
til á Sturlungaöld. Veðurfar fór ekki
að kólna fyrr en um miðja 14. öldina
og fyrsta drepsóttin kom ekki til
landsins fyrr en 1402. Kuldinn fór
verst með íslendinga og hrakti þá
sífellt lengra inn í torfbyggingamar.
Sólin fór ekki skína aftur fyrr en á
19. öldinni."
— Leikritið útheimtir nokkum
mannfjölda við uppsetningu. Held-
urðu að það dragi ekki úr leikhús-
fólki að ráðast í uppfærslu á verkinu?
„Það hefur tíðkast um sinn að
setja upp fámenn leikrit. Þó hafa
verið settar upp svo mannmargar
óperur að við liggur að þurft hafi
að taka húsin og smíða þau upp á
nýtt. Það kemur nokkur mannfjöldi
við sögu í leikritinu en útaf fyrir sig
setti ég ekkert í verkið sem ekki er
hægt að framkvæma f stærri leik-
húsum með sæmilegan tæknibúnað.
Það er hins vegar ekkert félagsmála-
þras og ekkert sex í þessu verki svo
að maður reiknar ekkert með því
að félagsfræðingar leikhúsanna hafi
áhuga á því að sviðsetja sögu Snorra
Sturlusonar."
H. Sig.