Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988 ílistsköpun eigum við möguleika á að nálgast okkar innsta kjarna að má strjúka þær. Það á að koma við þær. Finndu bara . . . flauel, silki, leður, bómull, mannshár, hrosshárog perlur. Ég erekki myndlistarlærð. En ég hef augu. Þetta er gömul list, ein elsta listgreinin sem til er. Gagnrýnendursetja oft upp svip, vilja kalla það kvennalist, eða bara handavinnu. Frá því maðurinn fór að búa til klæðnað úrefnum hefur hann sett listsína í klæðin. Skilning sinn og skynjun á lífinu. Á hverri öld hafa orðið framfarir í þessum efnum en nú á tímum fjöldaframleiðslu er þessi list í hættu. Mig langartil að opna augu fólks með aðferð minni og þróa hana áfram. Sumir segja: Afhverju málarþú ekki. En þetta er einfaldlega mitt form, sem ég vil endurvekja. Mér finnst að konur geti vaknað íþessari list, já . . . og afhverju ekki karlar líka. Ég er á móti því að kalla eitthvað konu- eða karlalist. En ég set tilfinningar mínar í verkin og vil að fólk lesi út úr þeim og ráði gátuna. í stórum dráttum er ég að fjalla um lífið, landið og lifnaðarhætti." VIÐTAL: Elísabet Kristín Jökulsdóttir Heimili Alexöndru Kjuregej er einsog leikhús. Líkt og allt j)ar inni geti skyndilega lifnað við. A einum vegg eru ísbjarnarfeldur og skinn af gaupu. Brúður og þurrkuð blóm, púðar og teppi, allt listilega saumað og fallegar bækur. Stór kistill fullur af leyndarmálum og andrúmsloftið fullt af tónlist og litum. Andlit Kju- regej endurspeglar sterkar tilfinn- ingar, augu hennar gneista þegar henni er mikið niðri fyrir, og þegar hún hlær fer lífsgleðin langar leið- ir. Alexandra saumar myndir sínar. Þær vilja láta snerta sig, ögra hönd- unum. Konur, hestar, hvalir, fiskar, fossar, Qöll og landslag úr innlönd- um hugans. „Þetta eru alltsaman efni sem anda. Anda og breytast við mis- munandi birtu. Ég teikna fyrst, færi svo á pappír, sníð og sauma. Stundum græt ég við saumavélina, en ég syng líka. Ég nota fimm og 10 ára gamlar skyssur. Þær verða skýrari með tímanum og ég verð gagnrýnni. Á auðveldara með að strika út eða bæta við. Ég vil láta efnið og litinn tala.“ Og þú sækir myndefni til heimalands þíns, Yakútíu, — segi ég og á við kraftmikla töfra- konu, sem slær trommu og er með æðisgengið hár. „í bemsku minni bjó ég til öll leikföng mín sjálf. Tálgaði, bjó til úr pappír, eldspýtustokkum og öllu sem til féll. Eg dundaði ein með mömmu minni og var langyngst af systkinum mínum. Ég var með augnsjúkdóm á þessum árum, sem varð til þess að ég lifði alveg í mínum heimi. Það var einsog ég væri inní vemduðum glerhjúp. Og hlýt að hafa verið stilltasta bamið í allri Yakútíu. En ég söng hátt. Systir mín sagði við mömmu: Hún syngur svo hátt, og ég man að móðir mín svaraði: Já, hún syngur og sofnar. Pabbi minn dó í stríðinu. Ég man lítið eftir honum, en þegar ég var innan við 1 árs, þjáðist ég af exemi og þá slátraði pabbi síðasta kálfinum á bænum, vafði mig inn í skinnið og fór með mig á næsta spítala. En í stríðinu var mikið hungur og vesöld. Hermenn- imir frá Síberíu vom afburða dýra- skyttur, en kunnu ekki að skjóta menn. Þeir vom sendir í fremstu víglínu og stráfelldir. Fjölskyldan flosnaði upp eftir stríð og ég var 16 ára þegar móðir mín lést, þá var hún langt leidd af þunglyndi sem átti rætur að rekja til stríðsins.“ En myndirnar? Eru þær fram- hald á bernskuleikjunum? „Ég er mjög bjartsýn og lífsglöð. En ég er líka kvíðin. Ég kvíði framtíð bamanna minna, að heim- urinn verði tekinn frá þeim. Það er mikil mengun í heiminum og mengun í samskiptum okkar. Við lifum of hratt og of hrátt. Það er ekkert tillit tekið til manneskjunn- ar. En ég held samt að myndir mínar spegli lífsgleði. Það er ef til vill meiri abstrakthugsun í þeim, og draumur og kraftur. Í list á fólk möguleika á að nálgast sinn innsta kjama. Það er líka meira jafnvægi í myndunum en áður. Ég held að ég sé bæði rómantískari og erótísk- ari. Mér finnst mjög gaman að vera til. Ég hef fundið sjálfa mig betur. Ég elska bömin mín og mennina sem ég hef lifað með. Eg hef líka sigrast á heimþrá, sem ég þjáðist af í mörg ár. En er mjög háð vinum mínum hér á íslandi og vinátta skiptir mig miklu máli.“ Þú segist vera ein núna. Og það sé meira jafhvægi í myndun- um. Heldur þú að ástarsamband geti haft truflandi áhrif á list- sköpnn? „Ást er svo abstrakt. Ef maður er ástfangin sveiflast maður. Ég get einbeitt mér betur eftir að ég varð ein. En ástin getur bæði flækt málin og verið örvandi. Ástin er hluti af tilfinningalífinu og við setj- um ekki ástina á hilluna og förum að skapa list. Listin gefur gleði og hamingju, ég er orðin þreytt á þessu neikvæða. Ef maður elskar lífið, vill maður skapa eitthvað sem gefur gleði. En lífið er svo stutt. Oft njót- um við ekki augnabliksins, en sjáum svo seinna, hvemig við gátum lif- að.“ María guðsmóðir er áberandi módel lijá þér? „Ég er ekki trúuð í þeim skiln- ingi, en ég trúi því að í öllúm mönn- um sé einhver guðdómlegur neisti. Það er rödd í sál minni sem kallar á mig stundum. Segir mér að slaka á. Oft þegar ég fer til útlanda fer ég í kirkjur, bæði til að skoða list sem kirkjur geyma og fá styrk frá þeim anda og kyrrð sem þar ríkir. Það er líka alltaf verið að hampa karlpostulunum. María hlýtur að vera kvenpostuli. Magnús trúði á framhaldslíf og auðvitað ætla ég að hitta hann í hinu lífinu.“ Sýning þín er tileinkuð fyrri mann þínum, Magnúsi Jónssyni. Viltu segja mér eitthvað frá hon- um? „Við kynntumst í listaháskóla í Moskvu, þar sem við vorum bæði við nám. Magnús var stórkostlegur maður og búinn góðum hæfileikum, en var ekki nógu vel metinn af samtíð sinni og ekki nógu vel styrktur í sinni listsköpun. Hann var kvikmyndaleikstjóri heimilda- mynda og gerði nokkrar slíkar, flestar leiknar. Og hann var rithöf- undur og leikritaskáld. Eftir hann liggja m.a. sjónvarpsleikritið „Skeggjaður engill“ og „Ég er afi minn“, sem var fyrsta verkið sem Gríma setti upp. Einnig samdi hann „Um fijálst framtak Steinars Ólafs- sonar í veröldinni". Þegar við kom- um heim frá námi með elsta bam okkar, dóttur, sem fæddist úti, voru hér erfiðir tímar. Magnús gerðist blaðamaður á Þjóðviljanum, og varð svo seinna leikhússtjóri á Akureyri og þar bjuggum við í nokkur ár. Mér fannst sorglegt að hann skyldi ekki fá nein tækifæri í stóra leik- húsunum. Svo eignuðumst við þijá syni. En það bóhemalíf, sem var í tísku meðal listamanna á þessum áram, gerði honum líka erfitt fyrir. Lífið var stundum skrautlegt. Mér finnst þetta ekki eins áberandi meðal listamanna í dag, en t.d. í París á þessum áram sköpuðu lista- menn oft undir áhrifum, og viss anísdrykkur var mjög vinsæll. En með því að skapa í tilbúinni vímu era menn að skapa í gerviheimi, bara fyrir sjálfan sig. En með þess- ari sýningu vildi ég heiðra minningu Magnúsar. Ég vil ekki að hann gleymist. Það var sett á laggimar, sérstök Magnúsamefnd, sumt skólasystkin hans, sem hafa aðstoð- að mig á margan hátt og ég er að sjálfsögðu mjög þakklát þeim.“ Nú notar þú Ííka ísland mikið í myndum þínum. „Island er stórkostlegt land, mik- ill kraftur hér, svipir og sveiflur. En mér fínnst hvorki nógu heitt, né nógu kalt. Ég er fædd í fram- skóginum, enda vil ég búa í timbur- húsi. Get ekki hugsað mér að lifa í steinhúsi. Timburhús hafa hljóð. Þau hreyfast. Ég sæki í íslenska náttúru til að fá kraft og endumýj- ast. Ég er oft boðin í hús á Eyrar- bakka, þar vann ég að fyrstu högg- mynd minni og fer oft í fjörana þar. Ég vil klifra og ganga upp á fjöll. Vil öskra og dansa úti í náttúr- unni. Tína steina og sveppi. Ég kenni líka sjúklingunum mínum að íslenskt listakvöld — áheyrendur hrifust með... annig var fyrirsögn í blaði einu í Dalama í Svíþjóð og einnig vora birtar nokkrar myndir af listafólkinu. Þama vora á ferð- inni Ingveldur Hjaltested, söng- kona, Jónína Gísladóttir, píanó- leikari, og Torfí Jónsson, mynd- listamaður. ... Þau höfðu lagt land undir fót nú í september og komið fram í Dalama Museum, sem er lista- miðstöð í borginni Falun. Einnig komu þau fram í Borlánge, Sand- viken og í Gávle. Þá heimsóttu þau listaskóla, þar sem þau vora með tónleika og fyrirlestur um íslenska myndlist. Ummæli í blöðum vora lofsam- leg og era hér nokkrir útdrættir: „Ingveldur Hjaltested hefur mikla og blæbrigðaríka rödd og næma tilfinningu fyrir stíl. Hún söng lög eftir Schubert afbragðs- vel: „An die Musik“ með einföld- um og fögrum virðuleika, „Die junge Nonne“ með innblásinni túlkun. „Ewige Liebe“ eftir Brahms var flutt eins og best verður á kosið. Lög eftir Ture Rangström og Sibelius voru einnig á efnis- skránni. í „Söng til mánans" eftir Dvorák sýndi Ingveldur Hjalt- ested að hún er framúrskarandi óperasöngkona. Minnisstæðust era samt íslensku þjóðlögin. Ingveldur Hjaltested flutti ljóðin með djúpri innlifun, næmleika og látleysi, sem minna á hinn orðfáa stíl Njálu og innihalda djúpstæða alþýðu- speki. Laglínan benti á skyldleika við önnur Norðurlönd, en andstæður angurværðar og gleði og hið sterka norræna hljómfall gerir þjóðjögin einstök. Það er augljóst að ísland á í þjóðlögum sínum mikinn fjársjóð. Einstaklega náin samvinna kemur fram í undirleik Jónínu Gísladóttur. Bertil Linderoth ... Ingveldur Hjaltested túlk- aði skínandi fallega íslensk þjóð- lög og sönglög og einnig sýnis- hom af hefðbundinni ljóðasönglist — Schubert, Brahms, Sibelius og Ture Rangström. „Báttre kan knappast sánger sjungas". Einstök raddfegurð Ing- veldar og næm túlkun við frábær- an undirleik Jónínu Gísladóttur. Torfi Jónsson sýndi afburða góðar vatnslitamyndir málaðar á japanskan ríspappír. Einnig sýndi hann leturblöð, sem eru list á heimsmælikvarða. Bengt Lundblad 1—ærdómsrit Bókmenntafélagsins komu fyrst út árið 1970. Síðan hafa tuttugu merkisrit fylgt á eftir. Þau bera merki um metnað og stórhug þeirra sem hafa unnið að ritunum og hafa ávallt vakið athygli fyrir vandaðar þýðingar og merkar inngangsritgerðir um flókin viðfangsefni. Ritstjóri Lærdómsritanna hefurfrá upphafi verið Þorsteinn Gylfason og tók hann vel í þá málaleitan Morgunblaðsins að skýra frá hvaða rit væru í bígerð. Eftir Guðrúnu Nordal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.