Morgunblaðið - 29.12.1988, Side 5

Morgunblaðið - 29.12.1988, Side 5
L MORGUNBLAÐIÐ, VDDSKEPri/JQVlNNULlF FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1988 B 5 Í~ gagnvart jeni í stað og engin breyt- ing verður á hlutfallslegu verði bandarískrar og japanskrar fram- leiðsluvöru. Takmörk peningamálastj órnar Peningamálastefnan hefur var- anleg áhrif á verðbólgu, verðlag og gengi. Breyting á verðlagi leiðir af sér samsvarandi breytingu á gengi nema orsakaþættir utan við svið peningamálanna leiði af sér breyt- ingu á jafnvægisgildi raungengis- ins. Þess vegna gæti aukning á verðbólgu i Bandaríkjunum borið saman við verðbólgu í umheiminum leitt af sér langtíma lækkun á gengi Alþjóðlegur vaxtamunur oggengiá framvirkum markaði sýn- ir að það sé almenn skoð- un markaðs- þátttakenda að dalurinn lækki um 5% á næsta ári. dalsins. Aðalatriðið er að jafnvel varanleg breyting á gengi fýrir til- verknað breyttrar peningamála- stjórnar hefði engin varanleg áhrif á viðskiptajöfnuð Bandaríkjanna enda væru varanleg áhrif á raun- gengi dalsins engin. Málið horfið öðruvísi við gagn- vart skammtímaáhrifum peninga- málaaðgerða. Enda þótt aðgerðir á sviði peningamála geti ekki haft varanleg áhrif á raungengi dalsins geta áhrifin orðið umtalsverð um skamma hríð. Samdráttur í pen- ingaframboði í Bandaríkjunum leið- ir af sér hærri raunvexti um skeið og eignir skráðar í Bandaríkjadöl- um verða eftirsóknarverðari. Aukin alþjóðleg eftirspum eftir slíkum eignum leiðir til hækkunar á gengi dalsins þegar fjárfestar kaupa hann í auknum mæli. En þar sem áhrif peningamálaaðgerða á raunvexti vara aðeins um skamma hríð verða áhrifin á raungengi jafnframt skammvinn. Enda þótt aðgerðir á sviði pen- ingamála geti ekki haft áhrif á raungengi nema um nokkurra mán- aða skeið byggist hin eiginlega framkvæmd á að ná tilteknu við- miðunargengi einvörðungu á pen- ingaaðgerðum. Og það sem meira er, þar sem slíkar aðgerðir geta einungis beinst að einu markmiði í einu hefur sóknin að tilteknu við- miðunargengi í för með sér að pen- ingamálastjórnin beinist frá öðrum markmiðum. Þegar Seðlabanki Bandaríkjanna ákvarðar peninga- málastefnu m^ð það fyrir augum að hafa áhrif á verðgildi dalsin’á hverfur hann jafnframt frá stjórn á heildareftirspurn á innlendum markaði. Það leiðir af sér meiri verðbólgu eða meira atvinnuleysi en Seðlabankinn æskti væri pen- ingamálastjórninni ekki beint að verðgildi dalsins. Reynslan frá 1987 sýnir hættuna við að beina peningamálastjóm frá innlendri eftirspurn í viðleitni við að koma stöðugleika á gengi dals- ins. Seðlabanki Bandaríkjanna herti á peningamálastjórninni og hækk- aði vexti eftir að afskipti af gjald- eyrismarkaði höfðu reynst haldlaus við að koma á stöðugleikanum sem Louvre-samkomulagið kvað á um. Enda þótt þessar aðgerðir Seðla- bankans leiddu til þess að fall dals- ins var stöðvað um 6 mánaða skeið reyndust of aðhaldssöm peninga- málastjóm og uggur sem reis vegna óhagstæðrar þróunar í vöruskiptum við útlönd um að Seðlabankinn gengi enn lengra til að sporna gegn lækkun dalsins meginástæður fyrir verðbréfahruninu í september 1987. Hefði Seðlabankinn ekki horfið frá gengismarkmiðinu eftir hrun verð- bréfamarkaðarins og beint athygl- inni að innlendri eftirspurn hefðu Bandaríkin að líkindum hrokkið ofan í efnahagslægð á árinu 1988. í stuttu máli: Afskipti af gjald- eyrismarkaðinum hrífa ekki og að- gerðir á sviði peningamála til að ná tilteknu viðmiðunargildi dalsins kalla á að fórnað sé mikilvægum markmiðum til að ná skammtíma- áhrifum á gengi. Varanleg breyting á gengi krefst breytinga á skatta- og ijárlagastefnu sem knýr fram breytingu á sparnaði þjóðarinnar og fjárfestingu. Hagfræðijafhan sem skiptir máli Það samband milli hagstærða sem mestu máli skiptir í alþjóðahag- fræði er jafnan sem kveður á um að mismunur spamaðar (S) og fjár- festingar (I) sé jafn mismuni út- flutnings (X) og innflutnings (M). Þetta samband er skrifað: S-I= X-M. Hér er um að ræða bókhalds- jöfnu, sem ekki verður um deilt. í henni felst að þjóð sem sparar meira en hún fjárfestir búi við afgang sem endurspeglast í útflutningi umfram það sem flutt er inn. Það er einkum fýrir tilverknað gengisins sem aukning spamaðar leiðir til aukn- ingar í útflutningi umfram innflutn- ipg. Aukning sparnaðar í'Banda- ríkjunum (eða lækkun þeirrar fjár- festingar sem æskt er) þrýstir raun- vöxtum niður og eignir skráðar í Bandaríkjadölum verða ekki eins fýsilegar og áður. Lækkun dalsins sem af þessu leiðir styrkir sam- keppnisstöðu bandarískrar útflutn- ingsvöm og dregur úr innflutning- seftirspurn í Bandaríkjunum. Nú jafngildir sparnaður þjóðar- innar sparnaði einkaaðila að frá- dregnum ríkishallanum. Þess vegna má auka sparnað annaðhvort með því að draga úr ríkishallanum eða með því að hvetja til aukins sparn- aðar einkaaðila með skattaaðgerð- um. Hins vegar væri ekki réttlætan- legt að fallást á óveijanlegan ríkis- halla eða raska skilyrðum til spam- aðar og ijárfestingar með það eitt fyrir augum að ná tilteknu viðmið- unargildi dalsins. Það sem mest ríður á að gera í Bandaríkjunum um þessar mundir gengur þvert á þá útbreiddu skoðun að aðgerða sé þörf til að stöðva eða hægja á lækkun dalsins. Enda þótt margir geri ráð fyrir að lækkun ríkishallans styrkti dalinn á hið gagnstæða að líkindum við. Viðvar- andi lækkun ríkishallans yki þjóðar- sparnað, lækkaði raunvexti og gerði dollaraeignir síður fysilegar en áð- ur. Raungildi dalsins mundi þess vegna lækka hraðar væri dregið úr ríkishallanum en ef hann væri látinn óhreyfður. Þetta er það sem gerðist eftir að spár um ríkishalla í framtíðinni fóm niður á við 1985. Önnur brýn aðgerð er að breyta bandarískum skattareglum í því skyni að auka hinn afspyrnu lága sparnað einkaaðila. Enda þótt auk- inn sparnaður leiddi til lægra geng- is á dalnum em kostir aukins sparn- aðar langtum meiri en sá ávinning- ur sem sagður er hljótast af því að viðhalda raungildi dalsins. Þeir sem nú hvetja til að beitt sé fjármálaað- gerðum til að styrkja stöðu dalsins verða að leggja til aukinn ríkis- halla, minni sparnað einkaaðila eða aukningu í fjárfestingu fjármag- naðri með innstreymi fjár frá út- löndum, þ.e. aukna erlenda skulda- söfnun. Ríkishallinn Þeir sem á ámnum 1983 og 1984 hvöttu til þess að stemma stigu við hækkun dalsins lögðu með réttu til að dregið yrði úr ríkishallanum. Forsetinn og fjármálaráðherrann voru hins vegar ekki þeirrar skoð- unar að samband væri milli ríkis- halla og gengis dalsins. Ábyrgðinni á að lækka dalinn hefði verið vísað til Seðlabankans með slökun á pen- ingamálastefnunni. Bankanum kynni að hafa tekist að halda gengi dalsins niðri, en eftir skamma hríð sæi engra breytinga stað í raun- gengi dalsins — en verðbólga hefði verið á uppleið. Það var lán fyrir Bandaríkin (og heiminn allan) að krafan um stöðugleika í gengi dals- ins leiddi ekki til aðgerða af þessu tagi. Munurinn á skráðu gengi og raungengi undirstrikar að það að viðhalda stöðugleika dalsins á al- þjóðlegum gjaldeyrismarkaði er ekki það sama og að viðhalda kaup- mætti dalsins heima fyrir. Enda þótt verðbólguhvetjandi peninga- stefna geti bæði leitt af sér verð- bólgu heima fyrir og lækkun dals- ins, getur raungengi dalsins lækkað jafnvel þótt verðlag í Bandaríkjun- um sé st’öðugt. Skynsamleg pen- ingamálastjórn felur í sér lykilinn að stöðugleika í verðlagsmálum. Jafnvel þótt lækkandi raungengi dalsins leiði af sér þrýsting á verð- lagið í Bandaríkjunum hefur Seðla- bankinn á valdi sínu að koma í veg fyrir aukningu í verðbólgu. Talsmenn sterks dals hafa nýlega tekið upp þá röksemd að lággengi dalsins hvetji erlenda fjárfesta til að „kaupa Ameríku“ með því að lækka verð á landi og fasteignum í mörkum eða jenum talið. Án þess að fara nánar út í þá sálma er rétt að benda á að lággengi dalsins lækkar einnig rentu eða hagnað af þessum eignum í mörkum og jenum og leiðir ekki til hærri ávöxtunar á slíkum fjárfestingum. Og lágt gengi dalsins dregur úr halla í vöruskipt- um og á viðskiptajöfnuði og fækkar fjárfestingarkostum útlendinga í dollaraeignum. Eðlilega liggja réttmætar ástæð- ur til þess að æskja þess að hægja á óumflýjanlegri lækkun dalsins. Vegna þess hvað framleiðsluþættir eru vel nýttir um þessar mundir leiðir aukin erlend eftirspurn eftir bandarískri framleiðslu vegna lág- gengis dalsins til verðbólguþrýst- ings í hagkerfinu. Hægari lækkun dalsins skapar möguleika á að auka framleiðslugetu með nýjum fjár- festingum. Og þar sem lækkun dalsins leiðir af sér minni vöru- skiptahalla og minna innstreymi erlends fjár munu vextir hækka í Bandaríkjunum og fjárfesting drag- ast saman nema dregið verði úr ríkishallanum eða spamaður einka- aðila aukinn. Hægfara lækkun dals- ins skapar aðgerðum, sem miða að Feldstein var- ar við afskipt- um stjórn- valda af gjald- eyrismarkað- inum. Hann býst við að enn eigi nokkur lækk- un eftir að koma fram. Því að draga úr ríkishallanum og auka sparnað, tíma til að hafa áhrif. En ekki mæla öll rök með hæg- fara lækkun dalsins. Skjótari lækk- un hvetur bandarísk fyrirtæki til að leggja í fjárfestingar í fram- leiðslugetu og markaðssetningu sem ekki virðast ágóðavænleg standi dalurinn í stað. Þegar jafn- framt er haft í huga að horfur eru á hægari vexti í innlendri eftirspurn kann að vera nauðsynlegt að fá fram aukningu í útflutningi og sam- drátt í innflutningi með lækkun á gengi dalsins í því skyni að koma í veg fyrir efnahagslægð seint á árinu 1989 eða 1990. Fánýtt er að reyna að fínstilla einhvern réttan hraða á lækkun dalsins. Hagfræðingar búa einfald- lega ekki yfir þeirri þekkingu sem gerir mögulegt að ákvarða hversu hratt dalurinn eigi að lækka til að hagkerfínu famist sem best. Talsmenn hægfara lækkunar dalsins halda fram stefnu sem getur ekki borið árangur ef hún er á al- mannavitorði. Hugsanlegir kaup- endur eigna sem skráðar em í Bandaríkjadölum kæra sig ekki um slíkar eignir búist þeir við því að dalurinn lækki meira en svarar til munarins á vöxtum i Bandaríkjun- um og vöxtum á skuldabréfum skráðum í öðrum gjaldmiðlum en dalnum. Vaxtamunurinn á verð- bréfum skráðum í dölum og verð- bréfum í jenum svarar um þessar mundir nákvæmlega til munarins á verðbólgu í Bandaríkjunum og Jap- an. Ef búist er við að dalurinn lækki um t.d. 4% að raungildi á ári borg- ar sig því aðeins að eiga verðbréf í dölum að þau beri 4% hærri vexti en þau bera nú. Því aðeins er unnt að telja alþjóðlega fjármálajöfra á að halda áfram að kaupa og eiga verðbréf í dölum á gildandi vöxtum að jafnframt sé afneitað markmið- inu um sígandi raungengi dalsins. Stefna sem þarf á því að halda að breitt sé yfir eiginlegt markmið hennar stenst ekki lengi á þróuðum fjármagnsmarkaði heimsins. Þetta hefur ljósar afleiðingar fyr- ir þá sem óttast að nokkur lækkun á gengi dalsins gæti farið úr bönd- unum og leitt til þess að dalurinn lenti í „frjálsu falli“. Vitaskuld er ógerningur að spá fyrir um ná- kvæmlega hvað gæti leitt til slíks áhlaups á dalinn eða að meta líkind- in til að dalurinn skyti yfir markið framhjá jafnvægisgildi. En hrein- skiptið mat á þeirri tiltölulega hóf- legu lækkun sem enn á eftir að eiga sér stað gæti frekar leitt til jafnvægis en falskt yfírlýsingaflóð um að unnt sé að halda skráðu gengi dalsins í verðgildi sem ekki fær staðist. Það er kominn tími til að hverfa frá því að reyna að halda gengi dalsins við tiltekin viðmiðunargildi. Stjórnmálamenn ættu að skilja það sem markaðurinn veit: afskipti af markaðinum eru haldlítil, beiting peningamálaaðgerða til að breyta gengi um skeið felur í sér var- hugavert fráhvarf frá öðrum mark- miðum, og staðföst beiting heil- brigðrar peningamála- og ríkisfyár- málastefnu er vísasti vegurinn til að komast hjá meiriháttar sveiflum í gengi dalsins. í stað þess að lofa afskiptum eða rykkjum í peninga- málastjóm er miklu betra að taka mið af viðbrögðum Nicholas Brady, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sem sagði þegar dalurinn lækkaði fyrir skömmu: „Markaðir sveiflast upp og niður.“ Fjármála- og pen- ingamálastjórn á að beita til að ná markmiðum heima fyrir, og láta markaðinum eftir að ákvarða gengi dalsins. Hvað má álykta af framansögðu? Hvorugur þeirra Feldsteins og Brittans gerir ráð fyrir stökkbreyt- ingum í gengi dalsins. Meginboð- skapur Feldsteins er sá að hvetja til þess að horfið verði frá því að streitast við að halda uppi gengi dalsins. Hinn alþjóðlegi gjaldeyris- markaður er að dómi hans hinn rétti vettvangur til að ákvarða gengi hans. Feldstein telur nokkra lækkun á gengi dalsins enn eiga eftir að koma fram en tiltekur ekki hversu mikla lækkun um er að tefla í því sambandi. Brittan er í meginat- riðum sammála þessu. Hann telur að enda þótt ekki megi útiloka að dalurinn sé þegar í of lágu verð- gildi megi með hliðsjón af alþjóðleg- um vaxtamun og gengi á fram- virkum markaði álykta að markað- urinn hafi fyrir sitt leyti kveðið upp úrskurð um að dalurinn skuli lækka um 5% á næsta ári. Að öllu samanlögðu væri afar varasamt að setja traust sitt á að dalurinn styrkist á næsta ári. Ólaíur ísleiisson hagfrædingur tóksaman ISLANDS AMERIKA NEW YORK Skógafoss Reykjafoss PORTSMOUTH Skógafoss Reykjafoss HALIFAX Skógafoss BRETLAND/ MEGINLAND HAMBORG 31.des. 15. jan. 2. jan. 17. jan. 5. jan. Bniarfoss 2. jan. Laxfoss 9. jan. Brúarfoss 16. jan. ANTWERPEN Brúarfoss 4. jan. Laxfoss 11. jan. Brúarfoss 18. jan. ROTTERDAM Brúarfoss 5. jan. Laxfoss 12. jan. Brúarfoss 19. jan. IMMINGHAM Brúarfoss 6. jan. Laxfoss 13. jan. Brúarfoss 20. jan. IMMINGHAM* Bakkafoss 8. jan. Alcyone •ÚTFLUTNINGUR 15. jan. NORÐURLÖND/ EYSTRASALT ÁRÓSAR Alcyone 3. jan. Bakkafoss 10. jan. Alcyone 17. jan. GAUTABORG Alcyone 4. jan. Bakkafoss 11. jan. Alcyone 18. jan. HELSINGBORG Alcyone 5. jan. Bakkafoss 12. jan. Alcyone 19. jan. KAUPMANNAHÖFN Alcyone 5. jan. Bakkafoss 12. jan. Alcyone 19. jan. FREDRIKSTAD Alcyone 6. jan. Bakkafoss 13. jan. Alcyone 20. jan. VESTMANNAEYJAR Bakkafoss 5. jan. Alcyone 12. jan. UMEAA Dettifoss 15. jan. HELSINGBORG Dettifoss 18. jan. LENINGRAD Dettifoss 20. jan. GDYNIA Dettifoss 23. jan. Áætlun innanlands. Vikulega: Reykjavík, ísafjörður, Akureyri, Dalvík, Húsavík. Hálfsmánaðarlega: Siglu- fjörður, Sauðárkrókur og Reyðarfjörður. Vikulega: Vestmannaeyjar. EIMSKIP Pósthússtraati 2. Sími: 27100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.