Morgunblaðið - 29.12.1988, Page 6

Morgunblaðið - 29.12.1988, Page 6
6 B MORG UNB LAÐIÐ, VIDSKEPTLXIVINNUIÍF FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1988 Iðnaður Þemadagar Iðntæknistofnunar Iðnaðurinn eygir enga möguleika ÓHÆTT ER að segja að þrátt fyrir slæma fjárhagsafkomu iðnað- arins séu forsendur fyrir aukinni iðnþróun mjög góðar þegar lit- ið er til reynslu og þekkingar þeirra sem starfa innan samkeppn- isgreina iðnaðarins. Þó rekstrarafkoma margra fyrirtælga sé bágborin er tíl staðar kunnátta á hinum ýmsu sviðum rekstrar- tækni og vöruþróunar auk mikils vilja sem ætti að gera okkur samkeppnisfæra við aðrar þjóðir ef ytri aðstæður leyfa. Þetta eru þær niðurstöður sem draga má af svokölluðum þema- dögum Iðntæknistofnunar íslands sem haldnar hafa verið á þessu ári með sjö mismunandi iðngrein- um, þ.e. málm-, fata-, tré-, plast-, efna-, umbúða- og matvælaiðnað- ur. Tilgangur fundanna var annars vegar að fá menn starfandi innan iðnaðarins og öðrum þeim sem tengjast iðngreinunum til að ræða núverandi stöðu og væntanlega þróun og hins vegar að koma auga á sameiginlegar leiðir til úrbóta. Fulltrúar frá um 30 til 70 aðilum voru samankomnir á hveijum fundi. Framtíð í matvælaiðnaði „Framleiðsla á gosdrykkjum hefur næstum tvöfaldast hér á landi frá árinu 1984, aðallega vegna breyttra umbúða," sagði Ragnar Birgisson, forstjóri Sanitas hf. í erindi hans kom einnig fram að gosdryklqaneysla hvers íbúa á íslandi á síðasta ári hefði verið 112 lítrar að meðaltali en á sama tíma hefði hver Danir að meðaltali drukkið 42 lítra, hver Svíi 40 lítra og hver Finni 32 lítra. í erindi sínu, sem fjallaði um vöruþróun, sagði Ragnar að þrátt fyrir mikla gosdrykkju og ölneyslu okkar hefði breyting á umbúðum úr glerflöskum í stórar plastflöskur og áldósir orðið til þess að sala hefði farið fram úr björtustu von- um framleiðenda. Árið 1980 var gosdrykkjafram- leiðsla hér á landi 18 milljónir lítrar og fór stigminnkandi til ársins 1984 eða í 16,6 milljónir lítra. Upp frá því hefur framleiðslan aukist stórum og er á þessu ári u.þ.b. 30 millj. lítrar. Þessi næstum helm- ings aukning á fjórum árum er að mestu leyti vegna breyttra um- búða. Á fundinum upplýsti Ragnar að ekki færri en 119 tegundir öl og gosdrykkja væru á boðstólum hér- lendis þegar taldar væru.með bæði tegundir og umbúðastærðir. Á þessu ári eru coladrykkir 69,7% allrar gosframleiðslu. Óg þegar gerður er samanburður á coladrykkju okkar og nágranna- eftir Bjama Sigtryggsson Stöð 2 mætir kreppueinkennum í viðskiptalífmu eins og svo mörg önnur fyrirtæki, með því að skera niður útgjöld. Þegar þannig stendur á geta menn valið um að gera slíkt á kostnað gæða (sem getur reynst álíka farsælt og að gleypa eitrað peð í skákinni) — eða draga úr umsvifum en viðhalda gæðum. Spamaður Stöðvar 2 er meðal annars fólginn í því að hætta að greiða þýðendum erlends efnis um- samin laun, heldur láta þýðendur bjóða niður þóknun sína með inn- byrðis keppni um lága þóknun. Afdrifarikur merkingarmunur Þetta er hvort tveggja íhugunar- efni fyrir útflutningsfyrirtæki, sem þjóðanna kemur í ljós að meðaltal okkar neyslu var 71 lítri á mann árið 1987, 16 lítrar hjá Dönum og 12 lítrar hjá Svíum. Theódór S. Halldórsson, fram- kvæmdasljóri Sölustofnunar lag- metisins, ræddi á fundinum um möguleika á útflutningi tilbúinna matvæla. Theódór taldi möguleika til út- flutnings á fískafurðum sem eru tilbúnir til hins endanlegra neyt- anda vera mjög bjarta og ekki síður nauðsynlega vegna þess að draga þurfí úr veiðum á helstu nytjafísk- um okkar og þar með þurfi að auka verðmæti fisksins með frek- ari vinnsiu. „Við þurfum að hafa stöðugt framboð af vörunni allt árið, jafn- vel þó t.d. síldarvertíðin sé einung- is þrír mánuðir ár hvert. Ef tíma- bundinn skortur er á einhverri vörutegund í verslanir er einhver önnur vara tekin inn í staðinn og nóg er framboðið," sagði Theódór. Endurbæta þarf flutninga á er- lenda markaði. Vörukaupendur setja okkur þau skilyrði að fá vör- una á nákvæmlega þeim tíma sem um er samið annrs er næsta víst að ekkert verði af viðskiptunum. Flutningar með flugi eru mikilvæg- ir í þessu sambandi vegna fjar- lægðar landsins frá viðskiptavin- unum en því miður hafa fögur fyr- irheit um fraktflug brugðist hingað tiL Til að mæta þessum vanda hefur Sölustofnun lagmetisins komið upp vörulagerum erlendis, sem hægt er að afgreiða úr með skömmum fyrirvara. Markaðssvæði SL skiptist þann- ig að 60% afurðanna fer til V- Evrópu, 25% til A-Evrópu, 12% til Bandaríkjanna og 3% til annarra landa. „Hver markaður hefur sínar venjur. Þýskaland vill rækjuna í pappaöskju, Frakkinn vill hana í áprentaðri dós, ítalinn vill hana í glasi og Bretinn vill hana gefíns." Þannig hefur hvert land sínar venj- ur sem framleiðendur verða að koma til móts við. Að lokum nefndi Theódór nokk- ur dæmi um möguleika til útflutn- ings sem við látum ónýtta í dag en gætu orðið arðvænlegir í fram- þurfa mikið að nota þýðingar úr íslensku yfír á erlend mál. Spamað- ur á því sviði getur reynst mörgum dýrt spaug, eins og dæmi um danskt fyrirtæki sýnir glöggt. Það þurfti að greiða hollensku umboðsfyrir- tæki sínu jafnvirði 17 milljóna króna vegna ágreinings um merk- ingu enska orðsins „finally“. Rang- túlkun orðsins hafði afdrifarík áhrif á viðskipti fyrirtækisins. Danimir töldu það merkja „um síðir“, eða „hugsanlega", en hollenska fyrir- tækið túlkaði það réttilega sem „að lokum“. Með réttu hefði átt að skrifa enska orðið „eventually" í sölubæklinginn. Skiljið hugsunarháttinn í allri útflutningsstarfsemi skipt- ir verulegu máli að seljendur temji tíðinni. Fyrst er til að taka innmat úr físki, t.d. lifur. „Vandamálið liggur í því að erfiðlega reynist að fá menn til að hirða lifrina, henni er kastað, keppnin um að ná inn sem mestum afla leiðir til þess að fiskurinn sem upp kemur nýtist ekki sem skyldi, þó er ekki greitt minna en þorskverð fyrir lifrar kg.“ Annað dæmi um útflutnings- möguleika á innmat úr fiski eru hrogn sem hægt er að reykja og pakka í lofttæmdar umbúðir. „Skelfískur er í tísku," sagði Theódór og benti á fjölmarga möguleika til betri vinnslu á rækju, hörpudisk og ýmsum krabbateg- undum. „Síldveiðar eru að aukast. Við lagmetismenn notum yfír 4.000 tonn af síld upp úr sjó á ári í okk- ar framleiðslu." En framleiðendur neyðast til til að kaupa ódýrt hrá- efni sem bitnar á gæðunum. Mikl- ir möguleikar eru fyrir hendi í vöruþróun síldarvinnslunnar. „Fiskeldi er í uppgangi hér og skapar möguleika til frekari vinnslu. Með því að hafa fylgst með því á sýningum erlendis sl. ár sér maður hversu mikið laxaaf- urðir hafa þróast, fyrst frá því að vera heill fískur ísaður í það að sér hugsunarhátt kaupenda. Til þess verða þeir að skiljá menningu þeirra, og umfram allt tungumál. Það er ódýr leið í þessum efnum eins og öðrum, að sniðganga sér- þekkinguna og fela frændanum að þýða bæklinginn eða dótturinni að hanna umbúðimar. Það getur orðið á kostnað gæðanna og þar af leið- andi kostað útflutningsfyrirtækið viðskiptin sjálf. Þegar samdráttar gætir á mörk- uðum eða ef kostnaður heima fyrir fer úr böndunum er viturlegast að slá skjaldborg um þann vaming eða þá afurð, sem sterkust stendur og slaka þar ekki á gæðunum. Nýir möguleikar — nýtt heimanám Eins er ráðlegt að halda áfram að verja fé til að afla sér þekkingar úr honum era í dag búin til lista- verk.“ Auka þarf skilning neytenda á gæðum íslenskrar málningar og sápu Á þemadegi í efnaiðnaði var rætt um stöðu íslensks efnaiðnaðar og framtíðarmöguleika, sérstak- lega með tilliti til málningariðnaðar og sápuframleiðslu. Páll Kr. Pálsson, forstjóri Iðn- tæknistofnunar íslands, ræddi fyrst um nauðsyn samstarfs og samruna íslenskra efnafyrirtækja. Hann taldi þann fjárhagsvanda sem íslensk iðnfyrirtæki standa frammi fyrir ætti jafnvel eftir að vara næstu tvö árin til viðbótar. „Ein meginleiðin úr vandanum er samstarf og samruni fyrirtækja innan sömu iðngreinarinnar,“ sagði Páll. Fyrirtæki í slæmri rekstrarað- stöðu þurfa helst á aukinni sam- vinnu að halda. Helstu spamaðar- kostir sem þetta hefði í för með sér era t.d. á sviði tækjanota, dreif- ingar, rannsóknar- og þróunar- starfs, birgðahalds og ýmissa rekstrartæknilegra þátta. um kaupenduma sjálfa og menn- ingaramhverfi þeirra. Nú þegar Flying Tigers era að heíja millilend- ingar hér á leiðinni milli Japans og Mið-Evrópu skapast möguleikar á auknum útflutningi héðan til Jap- ans. Þeir sem huga að slíku gerðu vel í að undirbúa sig undir þá mark- aðssókn með því að leita til þeirra íslendinga, sem búið hafa í Japan, til að læra heima um siði og háttu væntanlegra viðskiptavina sinna, áður en lagt er af stað í austurátt. Það gildir nefnilega það sama í útflutningsstörftim og í skólanámi, að það borgar sig að læra heima, ekki síst að lesa vel fyrir próf. Höfundur er markaðsfræðingur að mennt og mun skrifa að stað- aldri pistla um markaðsmál. Óskar Maríusson, framkvæmda- stjóri í Málningu hf., rakti í fróð- legu erindi þróun og stöðu iðn- greinarinnar og spáði út frá stöð- unni í framtíðarhorfur. Fram kom að hlutdeild íslenskr- ar framleiðslu á innanlandsmark- aði í málningu, lakki, lími og hlið- stæðum vörum hefðj, lækkað úr 85% árið 1954 í um 50% árið 1987. „ísland gengur í EFTA árið 1970 með 10 ára aðlögun, þ.e. niðurfell- ingu tolla í áföngum til ársins 1980 og samningum við EBE 1972. Þetta kemur fram í hlutdeild inn- lendra málningaframleiðenda, sem fellur í um 65% á aðlögunartímabil- inu. Eftir 1980 hefur jafnt og þétt sigið á ógæfuhliðina og hlutdeild íslenskrar framleiðslu er komin niður fyrir 50% árið 1987. Ekki era sambærilegar tölur til- tækar fyrir þvotta- og ræstiefna- iðnaðinn, en markaðshlutdeild inn- lendra framleiðenda af heildar- markaði í þeirri grein árin 1978—87, gefur ljóslega til kynna, að hún er nokkuð í takt við hlut- deild málningaframleiðenda það tímabil." Varðandi tækniþróun í þessum iðngreinum kvað Óskar ekki ástæðu til að ætla mikilla breyt- inga á næstunni í framleiðsluað- ferðum og sjálfvirknivæðingu vegna smæðar markaðsins og ^ölda innlendra framleiðenda. Fremur verður leitast við að gera ákveðna þætti framleiðslunnar sjálfvirka og halda þeim tíma í lágmarki, sem fer í að skipta úr einni framleiðslutegund í aðra. Að sögn Óskars hefur hráefni og hráefnavinnsla tekið miklum breytingum á undanfömum árum og búast má við áframhaldandi þróun sem gerir framleiðsluna bæði auðveldari og hraðvirkari. „Dæmi eru um vöru sem tók vikur að framleiða á 7. áratugnum en vinnst nú á einum degi. Einnig má fínna dæmi um þreföldun á framleiðni innlendra fyrirtækja í þessum greinum, þegar þessir tímar era bomir saman. Búast má við því, að þessi þróun haldi áfram, forvinnsla fari í auknum mæli fram erlendis, en lokastig og aðlögun framleiðslunnar fari fram hér á landi. Þess eru einnig dæmi að innlendir framleiðendur láti er- lenda aðila framleiða fyrir sig til- búna vöra, sem þeir síðan setja í innlendar notendaumbúðir. Þá fæ- ÁMARKAÐI Það borgar sig að læra heima

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.