Morgunblaðið - 29.12.1988, Side 8

Morgunblaðið - 29.12.1988, Side 8
 STánn |r PENINCASKÁPAR f e* ETH MA THIESEN HF s S. 91■ 65 10 00 * ZJ ... VIÐSKIPTIAIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1988 Fyrirtæki Eigum fulltífangi með aukin umsvif * Rætt við Agúst Einarsson, framkvæmdastjóra Lýsis hf. m.a. um stóraukin umsvif fyrirtækisins í útflutningi, nýja fram- leiðslu og sameiningu Hydrol við móðurfyrirtækið SÍÐUSTU þijú ár hafa verið góð fyrir Lýsi hf. og velta þess liðlega þrefaldast. A þessum tíma hefúr Ágúst Einarsson, framkvæmda- stjóri, setíð við stjórnvölinn en hann er mörgum kunnur úr sínu fyrra starfi sem hagfræðingur LÍÚ. Fyrirtækið hefúr hafið útfiutn- ing til Norðurlandanna á meðalalýsi undir eigin vörumerki en einn- ig hefúr framleiðsla á loðnulýsi vaxið mikið bæði til útflutnings og fóðurframleiðslu fyrir laxeldi og loðdýraeldi. Um áramót verður dótturfyrirtæki Lýsis, Hydrol, sameinað móðurfyrirtækinu og einnig eru uppi áform um að byggja nýja lýsisverksmiðju inn við Sunda- höfio. Ágúst Einarsson kemur m.a. inn á þessi atriði í eftirfarandi viðtali. — Hver voru tildrögin að stofnun fyrirtækisins? „Fyrirtækið var stofnað árið 1938 af Tryggva Ólafssyni eftir að bandarískt lyflafyrirtæki, Upjohn, óskaði eftir að kaupa af honum lýsi til framleiðslu á vítamínþykkni. Það innihélt hátt hlutfall á A og D vítamíni en á þeim tíma var ekki búið að finna upp þá aðferð sem núna er viðhöfð við framleiðslu á vítamínum. Þetta var gífurleg lyfti- stöng fyrir fyrirtækið í mörg ár allt til ársins 1956 þegar tókst að framleiða gervivítamín í fyrsta skipti en þá lagðist framleiðslan á vítamínþykkninu niður. í kjölfarið á þessum velsældarárum fyrirtæk- isins komu erfiðir tímar. Til að treysta stoðir fyrirtækisins var far- ið út í umboðsviðskipti með síldar- lýsi, mjöl, skeið o.fl. og var fyrir- tækið mjög stórt á því sviði í mörg ár. í dag erum við hins vegar alveg hættir þeirri starfsemi enda nógir um að bítast um hana. Við höfum einbeitt okkur að eigin framleiðslu." Lýsi og Hydrol sameinuð — Nú hefur komið fram að þið hyggist sameina Lýsi hf. og Hydrol hf. Hvaða hag munuð þið hafa af því? „Starfsemi fyrirtækjanna er orð- in mjög samtvinnuð vegna þess að við erum meira og meira að hasla okkur völl í vinnslu á loðnulýsi til útflutnings og til nota hér heima í fyrst og fremst í framleiðslu á loð- dýra- og laxafóðri. Jafnframt þeirri framleiðslu hefur Hydrol með hönd- um framleiðslu á harðfeiti til smjörlíkis- og fóðurgerðar. Við höf- um unnið töluvert af loðnulýsi fyrir niðursuðuiðnaðinn í Noregi og þessi framleiðsla farið fram í báðum verksmiðjunum. Okkur fannst tími til kominn að sameina fyrirtækin og jafnframt þegar samvinna fyrir- tækjanna er orðin svo mikil náum við verulegri hagræðingu með betri og aukinni samnýtingu starfs- manna. Við flytjum starfsmenn á milli eftir því hvemig álagspunktar eru á hvorum stað. Þetta er líka ein leiðin til að bregðast við þeim ógöngum sem íslenskt efnahagslíf er komið í og þeim erfiðleikum sem íslensk fyrirtæki almennt standa frammi fyrir." — Nú er Lýsi og Mjöl hf. einnig dótturfélag ykkar. Hvemig er þeirri starfsemi háttað? „Lýsi átti mikinn meirihluta í Fóðurblöndunni hf. og var það rek- ið héðan sem dótturféiag. Árið 1983 er það fyrirtæki selt Holtabús- bræðrum en verksmiðrjan í Hafnar- firði, Lýsi og mjöl hf., keypt. Ástæð- umar fyrir því vora margvíslegar. I harðfeitina notum við mikið magn af lýsi þannig að við höfum sjálfir með höndum töluverða framleiðslu á því loðnulýsi og búklýsi sem við notum en þó þurfum við að kaupa verulegt magn af loðnulýsi á mark- aðnum hér. Það lætur nærri að notkun okkar á næsta ári verði um 3000 tonn af loðnulýsi þannig að við eram orðnir tiltölulega stórir kaupendur af hrálýsi innanlands. Þegar verksmiðjan hafði verið keypt var ráðist í að kaupa nýja þurrkara í og voram við þeir fyrstu hér á landi sem komum okkur upp þurrkara með óbeinni þurrkun. Frá því þurrkarinn var keyptur hefur hann komið að miklum notum vegna þessara möguleika að fram- leiða hágæðamjöl. Árið 1986 réð- umst við í að breyta starfseminni í Hafnarfirði og hófum framleiðslu á laxamjöli. Nú sjáum við nokkram laxeldisstöðvum í Reykjavík og næsta nágrenni fyrir fóðri.“ Neysla lýsis Qórfaldast frá 1982 Hvemig hefur framleiðsla og sala ykkar með lýsi sem neytenda- vöru þróast gegnum árin? „Á undanfömum áram hefur orð- ið mikil áherslubreyting hjá fyrir- tækinu í neytendavöra. Við eram orðnir tiltölulega stórir á heilsu- markaðnum hér innanlands. Ég mundi ætla að íslendingar neyttu um 100 tonna af þorska- og ufsa- lýsi hér innanlands. Neyslan frá 1982 hefur ríflega ijórfaldast og okkar sala á þessu ári er um 450 þúsund flöskur. Það hefur verið ráðist í að bragðbæta lýsi sem jók við markaðinn en langsamlega flestir taka óbragðbætt þorskalýsi. Ég hygg að ástæðan fyrir því að menn hafa meira snúið sér að þor- skalýsi sé sú að það er mun vítamín- minna. Fólk er ekki að leita að vítamínum heldur hinum jákvæðu áhrifum fyrir æða- og hjartakerfi. Á tveimur áram hefur orðið mikil breyting hvað varðar útflutning á þorskalýsi. Við höfum lagt mikla vinnu í að markaðssetja eigin vöra- merki og einbeitt okkur að ná- grannaþjóðunum. Við fengum fyrstir að skrásetja lýsi sem nátt- úrumeðal í Svíþjóð sem gerði okkur kleift að heíja sölu á því en áður hafði Iýsissalan einvörðungu farið fram í apótekum. Okkur hefur vegnað ágætlega á danska, fínnska og sænska markaðnum. Svíar era að vísu nokkram áram á eftir en umræðan er byijuð þar um hollustu lýsis. Dreifing í Finnlandi er í hönd- um eins stærsta lyfjafyrirtækis í Finnlandi og við eram núna þar að selja í fyrsta skipti undir okkar eig- in vöramerki í hefðbundnu íslensku pakkningunum." Þreföldun veltu frá 1985 — Hvað hafa umsvif ykkar auk- ist mikið á undanfömum árum? „Það hefur orðið mikil aukning á umsvifum en ekkert I líkingu við þær tölur sem birtust nýlega í Fijálsri verslun. Veltan hér árið 1985 var 139 milljónir, 181 miHjón 1986 og í fyrra var veltan 316 milljónir. Á þessu ári verður veltan líklega um 440 miHjónir þannig er hér er um þreföldun að ræða frá 1985 til 1988. Hér er um útflutn- ingsfyrirtæki að ræða og það liggur við að við höfum verið að vinna á sama gengi öll þessi ár. Aukin velta á sér því einkum skýringu í auknum umsvifum en ekki f breytingu á gengi nema að mjög takmörkuðu leyti. Afkoman hefur verið mjög góð síðastliðin 3 ár. Vaxtarbroddurinn hjá okkur hefur verið á tveim svið- um þ.e. í neytendapakkningum og hollustuvöru en síðast en ekki síst er um mjög mikla aukningu í fram- leiðslu á loðnulýsi. Við eram byijað- ir að selja loðnulýsi til fóðuriðnaðar í laxeldi, álarækt og til rækjufram- leiðenda í mörgum löndum. Við vinnslu á loðnulýsinu verður veruleg verðmætisaukning og í framtíðinni hyggjumst við leggja mikla áherslu á þetta svið. Við eigum fullt í fangi með að fylgja þessari aukningu á umsvifum fyrirtækisins eftir. Við eram komnir í samband við mjög stóra aðila sem nota þúsundir tonna af lýsi til fóðurgerðar á ári hveiju. Síðast komumst við í samband við fóðurfyrirtæki í Thailandi og fyrsta sending fer til þeirra í janúar." — Hvað hefur að þínu áliti gert ykkur kleift að auka útflutning fyr- irtækisins? „Það er í mínum huga fyrst og fremst að við höfum mjög góðum tækni- og vísinda mönnum á að skipa. Hjá þeim fyrirtækjum sem við okkur skipta er mikil áhersla lögð á greiðan aðgang að upplýsing- um og að gæðaeftirlit í svona fyrir- tækjum sé þannig að það uppfylli þeirra kröfur. Þetta hefur tekist í gegnum okkar tæknimenntaða fólk. Hér starfa fimm háskólamenntaðir raunvísindamenn þ.e. verkfræðing- ur, efnafræðingur, lyfjafræðingur, lífeðlisfræðingur og matvælafræð- ingur. Við höfum því getað í gegn- um þetta unga og áhugasama fólk fengið tiltrú þessara aðila sem skipta við okkur. Vitneskja sem hér er til staðar um fítu er á mjög háu stigi hvar sem litið er til í heimin- um. Þetta hefur aukið traust við- skiptaaðila okkar á því að hér geti þeir fengið tæknilegar upplýsingar hveiju sinni og geti treyst því að framleitt sé undir ströngu gæðaeft- irliti og af fólki sem hefur nauðsyn- lega þekkingu til áð bera. Verðmætum kastað í sjóinn — Það hafa heyrst kvartanir frá Morgunblaðið/Júlíus LÝSI HF.— Ágúst Ein- arsson, forsljóri Lýsis hf. Hann segir að ekki berist næg lifur á land og erfitt sé að útskýra hvers vegna sjómenn á dag- róðrabátum hirði ekki lifrina. Fyrirtækið hafi því þurft að kaupa lifur frá stöðum utan hinna hefðbundnu verðtíðar- svæða þ.e. frá Norður- og Aust- urlandL ykkur um hráefnisskort. Hvemig hefur fyrirtækinu gengið að útvega lifur til lýsisframleiðslunnar? „Ástæðan fyrir því að ekki berst næg lifur á land til lýsisframleið- enda er fyrst og fremst sú að geng- ið hefur verið illa um þorskstofninn með gegndarlausu smáfískadrápi. Frá hinum stóru vertíðarplássum á Suðumesjum er nú verið að selja hvem bátinn á fætur öðram — oft einvörðungu til þess að frystitogar- ar geti nýtt sér kvóta þeirra. Það er Ijóst að þetta ástand á eftir að versna mjög mikið. Það era tveir sæmilega góðir þorskstofnar að koma inn í vertíðarveiðina á þessu ári og árið 1990. í framhaldi af þessum tveimur árgöngum koma mjög lélegir árgangar. Eg spái þvi að hér eigi eftir að verða mikill samdráttur í þorskveiðum í upphafi næsta áratugar. Það er skijjanlega mjög slasmt fyrir okkur eins og önnur fyrirtæki sem era í vertíðar- fiski. Ástand vertíðar- eða hrygn- ingastofnsins endurspeglast í því magni sem við fáum. Við höfum reynt að mæta þessu með ýmsu móti og eram byijaðir að kaupa lif- ur frá stöðum á Austurlandi og Norðurlandi. Ég verð var við mikla ánægju með þessi viðskipti hjá út- gerðarmönnum og fískverkendum á þessum stöðum og er áhugi þeirra að aukast. Einnig höfum við keypt hrálýsi frá lifrarbræðslum víðsveg- ar um landið og fullunnið það hér.“ Það er hins vegar erfitt að út- skýra það hvers vegna dagróðrabát- ar sem koma að landi daglega hirða UM HELMINGUR þeirra jól- atrjáa sem seldust fyrir þessi jól voru íslensk, samkvæmt upplýs- ingum frá Sigurði Blöndal skóg- ræktarstjóra. Höggvin voru um 15.000 tré hér á Iandi og seld fyrir jólin, og annað eins magn var flutt inn, aðallega frá Nor- egi. Ekki er hægt að draga upp nákvæma heildarmynd af jóla- tijásölu fyrir jólin, þar sem nið- ekki lifrina. Það fær mig enginn til að taka undir barlóm í sjómönnum fyrr en þeir byija á því. Þama er um veraleg verðmæti að ræða sem kastað í sjóinn. Vegna þessa sam- dráttar í lifrarmagni höfum við ver- ið að umbreyta fyrirtækinu til ann- arra hluta, færa okkur á önnur svið og þannig mæta samdrættin- um.“ Ný lýsisverksmiðja við Sundahöfn — Það hefur komið fram að þið hyggist í kjölfar sameiningar Hyd- rol og Lýsis byggja nýja verk- smiðrju. Hvað líður þeim áformum? „Verksmiðjan hér er orðin gömul og í mjög óhentugu húsnæði. Hér hefur verið pijónað við hvert húsið á fætur öðru. Við sameiningu á fyrirtækjunum skapast möguleiki á að setja þau undir sama þak og setja upp fullkomnar vinnslurásir annars vegar fyrir þorskalýsi og hins vegar loðnulýsi. í þriðja lagi eram við á stórri og dýrri lóð sem er á ir\jög eftirsóttu svaeði til íbúða- bygginga. Við eram komnir í mikla nálægð við íbúðabyggðina og því er ekki að leyna að okkur getur fylgt mikil uniferð af flutningabíl- um. Þar fyrir utan þurfum við að kynda katla sem getur valdið óþrifnaði. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að þegar hér verður allt fullbyggt í kringum okkur fer að þrengja svo að okkur að við þyrftum að fara. Við eigum talsvert stóra lóð við Sundahöfn þar sem Hydrol er. Það yrði mjög heppilegt fyrir okkur að flytja þangað þar sem við flytjum út þúsundir tonna gegnum höfnina. Þannig losnum við einnig við ferðir gegnum miðbæinn. í okkar huga er það óyggjandi að með því að byggja nýja verksmiðju fyrir þessa starfsemi og setja undir sama þak yrði hægt að ná veralegri hagræð- ingu. Það yrði byijað á að færa fram- vinnsluna hér í burtu en um nokk- urt skeið yrðu hér skrifstofur og pökkun. Við ætlum ekki að ráðast í of mikið í einu og það verður far- ið mjög varlega. Hitt er svo annað mál hvernig fer um þennan atvinnu- rekstur ef á að ganga svo nærri fyrirtækjunum eins verið er að gera í dag. Það er með ólíkindum þetta ástand sem yfirvöld hafa skapað atvinnurekstrinum hvert sem litið er. Jafnvel sterkustu fyrirtæki kikna að lokum undan þessu. Dag- inn sem ég byijaði héma fyrir ríflega þremur áram var gengið á bandaríkjadalnum 42,80 en í dag er gengið 45,40. Á sama tíma hefur allur launakostnaður og allur annar tilkostnaður hækkað um á annað hundrað prósent. Jafnvel sterkt fyr- irtæki eins og Lýsi hf. stendur ekki undir þessuin ósköpum til lengri tíma,“ sagði Ágúst Einarsson. urstöðutölur um sölu liggja ekki fyrir. Sigurður sagði, að Skógrækt ríkisins seldi um og yfir 11.000 jóla- tré í heild- og smásölu um hver jól, en þó væri salan misjöfn milli ára. Það væra hins vegar ýmsir minni aðilar sem seldu afganginn af íslensku tijánum. Sigurður taldi, að heildarárssala jólatijáa hérlendis væri um 30.000 tré. Verslun Um helmingurjóla- tijáa um þessijól íslensk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.