Morgunblaðið - 22.02.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.02.1989, Blaðsíða 1
LEIKHORNH) Lengd striksins Stór pappírsörk er hengd á vegginn. Síðan teiknið þið til skiptis strik með litum. í hvert skipti sem nýtt strik hefur verið teiknað eiga allir að geta uppá hve langt allt strikið er orðið. Því næst er línan mæld og sá sem kemst næst , því að geta uppá réttri lengd vinnur og hættir keppni en hinir halda áfram. Skugginn Þetta er skemmtilegur leikur sem þið getið verið mörg í, því fleiri því skemmtilegri verður leikurinn. Einn er valinn til að vera hann fyrst. Hann sest og nýr sér að veggnum. Síðan hafið þið lampa sem lýsir á vegginn fyrir framan hann. Eftir röð stillið þið ykkur fýrir framan lampann en fyrir aftan þann sem er hann. Nú á hann að geta uppá hvers skugga hann sér á veggnum. Til að gera þetta erfiðara gætuð þið rétt upp hendumar eða fett ykkur og brett þannið að ekki sé eins auðvelt að þeklcja ykkur. Þegar sá sem er hann þekkir skugga einhvers þá skipta þeir um pláss og leikurinn heldur áfram þar til allir eru þekktir. VOR Einu sinni var stelpa sem hét Lára Kata. Einu sinni sagði mamma. Það er fyrsti dagur vorsins. Þá hrópaði Lára Kata vor, vor, vor. Lára Kata fór út að tína blóm gul, rauð, græn og blá. Endir. Ingunn Guðjónsdóttir, Þvergötu 5, ísafirði, sendi þessa sögu. VINIR Einu sinni var stelpa sem hét Cecelía. í dag ætluðu Cecelía og Tommi vinur hennar út úr þorpinu og tína skeljar, kuðunga og margt fleira. Klukkan 7 kom Stína að spyija eftir Cecelíu, en Cecelía sagðist ekki geta leikið núna. í sama augnabliki kom Tommi og sagði að Stína mætti alveg koma með og Stína fór heim að ná í poka og nesti. Síðan kom Stína, þau lögðu af stað og fundu fullt af kuðungum, skeljum og fullt af fallegum steinum. Þegar þau fóru heim ákváðu þau að hittast heima hjá Cecelíu og búa til þijár stórar myndir. Eftir matinn komu Stína og Tommi. Þau byrjuðu á Tomma svo Stinu loks Cecelíu, síðan límdu þau þetta á blaðið. Cecelía sagði að sitt væri ljótast og Tomma og Stínu miklu flottara en sitt. Stína og Tommi sögðu að sitt væri ljótt og Cecelíu væri flottast. Síðan fóru þau Stína og Tommi að rífast um hvað væri ljótara. Svo komust þau að samkomulagi um að myndirnar væru jafn ljótar. Endir. Soffia Ösp Bæringsdóttir, Sæbóli 35, Grundarfirði, sendi þessa sögu. PENNAVINIR Hildur Arsælsdóttir, Asvallagötu 71, 101 REYKJAVIK. Hildur er 8 ára og vill eignast pennavini á öllum aldri. Hún lofar að svara öll- um bréfum sem hún fær. Rúnar Pálmarsson, Sæbóli 30, 350 GRUNDARFIRÐI. Rúnar vill eignast penna- vini á aldrinum 10-12 ára, bæði stelpur og stráka. Rúnar ætlar að svara 12 fyrstu bréfunum sem hann fær. Aðalheiður Hanna Björns- dóttir, Leynisbraut 9, 240 GRINDAVÍK. Aðalheiður Hanna er 12 ára og vill eignast penna- vini, bæði stelpur og stráka, á aldrinum 12 og 13 ára. Aðalheiður ætlar að reyna að svara öllum bréfum sem hún fær. Olga Sif Guðgeirsdóttir, Elliðavöllum 17, 230 KEFLAVÍK. Olga Sif er að verða 13 ára og vill skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 11-13 ára. Áhugamál: Skíði, körfubolti og margt fleira. Kristjana E. Birgisdóttir, Hlíðarvegi 31, 400 ÍSAFJÖRÐUR. Kristjana er 11 ára og vill eignast pennavini á öllum aldri, bæði stelpur og stráka. Áhugamál hennar eru margvísleg. Mynd fylgi fyrsta bréfi og Kristjana ætlar að svara öllum bréfum. Ragnhildur Guðmunds- dóttir, Breiðvangi 28, 220 HAFNARFIRÐI. Ragnhildur er 12 ára og vill eignast pennavini á aldr- inum 11-13 ára, bæði stelpur og stráka, þó helst stráka. Áhugamál: lþróttir og margt fleira.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.