Morgunblaðið - 14.03.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.03.1989, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐH) IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1989 ÍÞR&mR FOLK ■ BRANISLA V Pokrqjac, fyrr- um landsliðsþjálfari Júgóslavíu, sem var þjálfari bandaríska lands- liðsins á Olympíuleikunum í Seoul, hefur verið ráðinn FráAtla landsliðsþjálfari Hilmarssyni Spánverja í hand- áSpáni knattleik. Pokrajac fær það hlutverk að byggja upp nýtt landslið fyrir ÓL í Barcelona 1992. I ZLATKO Portner, landsliðs- maður Júgóslavíu og leikmaður með Metaloplastica, mun að öllum líkindum ganga til liðs við Barcelona og taka stöðu landa síns Milan Kalina hjá félaginu næsta vetur. ■ INTER Mílanó vann sinn fyrsta sigur í Róm í níu ár, þegar félagið lagði Roma, 3:0, á sunnu- daginn. Lothar Matth&us, Aldo Serena og Ramon Diaz skoruðu mörk Inter, sem er með þriggja stiga forskot á Napolí. AC Milanó vann stórsigur, 4:0, á Juventus. Nítján ára nýliði, Graziano Mann- ari, skoraði tvö mörk fyrir Mílanó- liðið. ■ BRA SILÍUMAD URINN Baltazar de Morais, sem er marka- hæsti knattspymumaður Evrópu, með 24 mörk, skoraði eitt mark fyrir Atletico Madrid gegn Mala- ga, 3:0, á Spáni. Mexikaninn Hugo Sanches skoraði tvö mörk fyrir Real Madrid, sem vann Zaragoza, 4:1. Bernd Schuster, sem skoraði mark beint úr auka- spymu, lagði upp hin þrjú mörkin og átti snilldarleik. Barcelona vann Real Sociedad með sömu marka- tölu. Gary Lineker skoraði eitt af mörkum Barcelona. ■ AJAX vill fá Rinus Michels, þjálfara Bayer Leverkusen til sín og er hollenska félagið tilbúið að kaupa upp samning þjálfarans hjá Leverkusen. HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD Sannaiörn úrslit STJARNAN heldur enn f vonina um Evrópusæti eftir jafntefli gegn KA á sunnudag. Leikurinn endaði 23:23, þar sem Stjörn- unni tókst ekki að knýja fram sigur þrátt fyrir að leika einum fleiri síðustu tvær mínúturnar. KA leiddi í leikhléi 15:13. Norðanmenn byijuðu leikinn vel og höfðu yfirhöndina framan af. Stjaman komst smám saman betur inn í leikinn, og stærstan ■■■■■■■I hluta síðari hálfleiks Katrín var jafnt á öilum Fríðriksen tölum — jafntefli því skrifar sanngjöm úrslit þegar upp er staðið. Vamarlega séð var mikið um mistök hjá báðum liðum, og mark- varslan eftir því. Sóknarleikurinn naut þessa hins vegar og var mikið um glæsileg mörk. Hjá Stjömunni skoraði Sigurður Bjamason mörg falleg mörk með langskotum og Skúli Gunnsteinsson var iðinn á línunni og auk þess sterkur í vöm. Erlingur Kristjánsson var atkvæða- mikill hjá KA í fyrri hálfleik. Þá gladdi línuspii KA-manna oft augað og Sigurpáll Aðalsteinsson var at- Stjaman — KA 23 : 23 íþróttahúsiö f Digranesi, íslands- mótiA f handknattleik — 1. deiid karia, sunnudaginn 12. mars 1989. Gangur leiksins: 0:3, 3:5, 6:7, 9:9, 11:10, 11:13, 13:15, 14:16, 16:16, 19:18, 22:21, 23:23. Stjaraan: Sigurður Bjamason 7, Skúli Gunnsteinsson 6, Gylfí Birgisson 6/3, Hafsteinn Bragason 3, Axel Bjömsson 1, Magnús Eggertsson, Siguijón Bjamason, Einar Einarsson, Þóroddur Ottesen, Hilmar Hjaltason. Varin skot: Brynjar Kvaran: 7, Halld- ór Kjartansson. Utan vallar: 8 mínútur. KA: Erlingur Kirstjánsson 6, Sigurpáll Aðalsteinsson 6, Guðmundur Guð- mundsson 4, Pétur Bjamason 3, FVið- jón Jónsson 2. Jakop Jónsson 2, Bragi Sigurðsson, ólafur Hilmarsson, Karl Karlsson, Jóhannes Bjamason. Varið: Axel Stefánsson 7, Bjöm Bjömsson 5/1. Utan vallar: 12 mínútur. Áhorfendur: 99 Dómarar: Guðjón Sigurðsson og Rögnvald Erlingsson dæmdu ágætlega. kvæðamikill í vinstra hominu. ■ Staðan/B 6. BLAK / URSLITAKEPPNIN KA á sigurbraut KA er enn taplaust í blak- keppni vetrarins. Liðið sigraði HK örugglega, 3:0, í úrslita- keppninni á Akureyri um helgina. Norðanmenn hafa því unnið §óra leiki f úrslitakeppninni, en eiga tvo eftir. Þeir unnu allir hrinumar næsta auðveldlega gegn HK, 15:3, 15:8 og 15:10. Þróttarar áttu ekki í neinum erfíðleikum með lið Stúdenta f Hagaskólanum á sunnudaginn. í lið IS vantaði Sigfús Viggósson sem er meiddur og leikur ekki meira með í vetur. Þróttur vann í þremur hrinum. Þá fyrstu unnu þeir 15:3 og tvær næstu 15:10. IS komst í 0:4 í þriðju hrinu en Þróttur jafnaði 8:8 og eftirieikur- inn var auðveldur. í kvennaflokki voru tveir leikir. Víkingur brá sér austur á Nes- kaupstað og eins og vænta mátti unnu þær auðveldiega í þremur hrinum, 15:4, 15:5 og 15:8. ÍS og Breiðablik áttust síðan við f Hagaskóla og þar þurfti einn- ig aðeins að leika þijár hrinur. Stúdínur unnu í slökum leik 15:11, 15:7 og 15:13. SKJALDARGLIMA ARMANNS Ólafur sigraði í sjötta skipti ÓLAFUR Haukur Ólafsson, KR, vann allar sínar glímur, fókk fimm vinnlnga og sigraði í skjaldarglfmu Ármanns í sjötta sinn, en keppnin fórfram um helgina. KR-ingar höfnuðu í fimm efstu sætunum. Helgi Bjamason varð í 2. sæti með 4 vinninga, Ás- geir Víglundsson fékk 2 vinninga, Jón B. Valsson og Orri Bjömsson einn og hálfan vinning hvor og Al- fons Jónsson, Armanni, einn vinn- ing. Ólafur vann Asgeir á vinstri fót- ar klofbragði, Jón Birgi á utanfótar hælkróki á vinstri, Orra á mjaðma- hnykk með vinstri, Helga á leggjar- bragði með vinstri fæti og Alfons SKÍÐI Anna María vann tvöfalt Akureyringar hrepptu þrenn gull- verðlaun af fjórum sem í boði voru á bikarmótum SKÍ f alpagreinum um helgina. Keppt var á Dalvík í blfðskaparveðri. Tvívegis var keppt í stórsvigi karla og kvenna. Anna María Malmquist vann tvöfalt í kvenna- flokki, en Valdimar Valdimarsson, Akureyri, og Helgi Geirharðsson, Reykjavík, skiptu með sér sigrunum í karlaflokki. Röðin þriggja efstu í kvennaflokki var eins báða dagana: Anna María fyrst, María Magnúsdóttir önnur og Margrét Rúnarsdóttir þriðja. Hjá körl- unum vann Valdimar Valdimarsson á laugardag en Helgi Geirharðsson úr Reykjavík á sunnudag. Helgi varð annar í fyrri keppninni en Valdimar í þeirri síðari. Þriðji báða dagana var Daníel Hilmarsson. ■ Úrsllt/B 6. Anna Marla. KÖRFUBOLTI / ÚRSLITAKEPPNIN Morgunblaöiö/Einar Falur Jón Kr. Gíslason skoraði grimmt og var besti maður vallarins. Hér á hann í höggi við Valsmanninn Bjöm Zoega „Ætlum ekki að láta slá okkur út þriðja árið í röd“ - sagði Jón Kr. Gíslason þjálfari og leikmaður ÍBK eftir sigurinn gegn Val Við ætlum að ljúka þessu dæmi og sigra Valsmenn í næsta leik, því við ætlum ekki að láta slá okkur út úr úrslitakeppninni þriðja Bjöm Blöndal skrifarfrá Kefíavik árið í röð,“ sagði Jón Kr. Gíslason þjálfari og leikmaður ÍBK eftir sigurinn gegn Val í Keflavík á sunnudagskvöldið. Liðin leika aftur að Hlíðarenda í kvöld og sigri Keflvíkingar halda þeir áfram, en sigri Valsmenn þarf þriðji leikurinn að fara fram og verður hann þá í Keflavík á fimmtudagskvöldið. Leikur liðanna var oft á tíðum vel Ieikinn og hin ágætasta skemmtun. Valsmenn voru sterkari framan af en Keflvíkingar gáfust ekki upp. í síðari hálfleik hélt sama barátt- an áfram og liðin skiptust á um að halda forystunni fyrstu 10 mín- útumar. En þá for að draga af Valsliðinu og Keflvíkingar náðu að breyta stöðunni úr 65:68 í 73:68. Þetta virtist setja Valsmenn úr jafn- vægi, þeir hættu að hitta og eftir- leikurinn var auðveldur hjá Keflvík- ingum sem óneitanlega standa vel að vígi eftir þessi úrslit. Jón Kr. Gfslason þjálfari og leikmaður ÍBK var besti maður vallarins að þessu sinni, átti margar gullfallegar send- ingar og skoraði mikið. Þá var ÍBK-Valur 99 : 86 íþróttahúsið f Keflavfk, úrslitakeppn- in/undanúrslit f íslandsmótinu f körfu- knattleik, sunnudaginn 12. mars 1989. Gangur leikslns: 3:0, 3:6, 15:14, 16:25, 19:29, 25:29, 35:39, 43:42,47: 49,51:51, 59:59, 61:66, 65:68, 73:68, 82:75 89:79, 92:79,99:86. Stig IBK: Jón Kr. Gíslason 27, Guðjón Skúlason 23, Axel Nikulásson 17, Magnús Guðfinnsson 10, Sigurður Ingimundarson 9, Albert Óskarsson 6, Nökkvi M. Jónsson 4 og Falur Harðar- son 4. Stig Vals: Hreinn Þorkelsson 22, Matt- hías Matthíasson 18, Tómas Holton 15, Bjöm Zoega 11, Reynir Þór Jóns- son 10, Bárður Eyþórsson 7 og Ari Gunnarsson 3. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Helgi Bragason og dæmdu vel. Áhorfendur: 500. Guðjón Skúlason góður í síðari hálf- leik, en þeir félagar skoruðu 50 stig í leiknum. Axel Nikulásson var sterkur að vanda og skoraði mörg mikilvæg stig. Þremenningamir Hreinn Þor- kelsson, Matthías Matthíasson og Tómas Holton voru aðalmennimir í Valsliðinu, en náðu ekki að halda sínu striki út leikinn. Ólafur H. Ólafsson. BIKARINN ÍBVvann HK Vestmanneyingar sigruðu efsta lið 2. deildar HK, 29:28, eftir framlengingu í 16-liða úrslitum bik- arkeppni HSÍ á laugardag. Leikið var í Digranesi, heimavelli HK. Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn, 24:24. á leggjarbragði. Helgi vann Ásgeir á vinstri fótar klofbragði, Jón Birgi á utanfótar hælkróki vinstri á hægri, Orra á hælkróki hægra megin utan fótar og Alfons á leggjarbragði. Ásgeir vann Orra á hælkróki aftur fyrir báðar tekið með hægri fæti og Alfons á utanfótar hæl- króki. Jón Birgir vann Ásgeir á vinstri fótar klofbragði. Orri vann Alfons á sniðglímu niðri hægra megin. Alfons vann Jón Birgi á sniðglímu. FIMLEIKAR / ISLANDSMÓTIÐ Linda og Guðjón með forystu Islandsmótið í fimleikum hófst um helgina með keppni í skylduæfingum, en um næstu helgi lýkur mótinu er keppt verð- ur í fijálsum æfmgum. Islands- meistararnir frá því í fyrra, Linda S. Pétursdóttir og Guðjón Guð- mundsson hafa þegar tekið for- ystu á mótinu. Linda, frá Björk { Hafnarfirði, hlaut 36,30 stig fyrir skylduæf- ingar sínar. í öðru sæti er Bryndis Guðmundsdóttir, Ármanni með 35,19 og þriðja er Fjóla ólafs- dóttir, Ármanni, sem hlaut 34,45 stig. Guðjón, sem keppir fyrir Ár- mann, leiðir karlakeppnina sem fyrr segir. Fékk 54,36 stig. Annar er Jóhannes Níels Sigurðsson, sem einnig er úr Ármanni, með 62.65 stig og þriðji Guðmundur Þór Brynjólfsson, Gerplu með 44.45 stig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.