Morgunblaðið - 18.03.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.03.1989, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLA.ÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARZ 1989 Rýmid skapar tilfinningar háir mér oft að geta ekki talað móðurmál mitt, bæði þegar ég er að vinna með fólki og svo til þess að tala um það sem ég er að gera. Hvemig byijaði þetta? Af hveiju leiddistu útí leikmyndagerð? — Það er nú saga að segja frá því. Pabbi vildi að ég færi útí ein- hvers konar „alvörunám" eins og hann kallaði það svo ég fengi gott starf. Hann var sjálfur prentari og vildi ekki að ég væri í eilífu basli. Það eru bara eðlileg foreldravið- brögð. Honum leist best á að ég færi í verkfræði. Mér tókst að sveigja það til aðeins og hafnaði í arkitektúr. Ég lauk semsagt fyrst námi í arkítektúr frá hinum þekkta Ion Mincu-ríkisskóla í Búkarest. En ég var samt aldrei ánægður með nám- ið þó svo að þekking mín á arkítekt- úr hafí mjög oft komið sér vel síðar meir. Eftir lokapróf í arkítektúr fór ég í Listaakademíuna og lauk þaðan námi árið 1967. Kvikmyndavinna Svo er það fyrir hreina tilviljun þegar ég er að svipast um eftir vinnu að námi loknu að einn besti leikmyndahönnuður Rúmena, Ion Oroveanu að nafni, réð mig sem aðstoðarmann sinn í kvikmynd. Dásamleg mynd. Ævintýramynd. Þannig lenti ég inná kvikmynda- brautinni og vann sem leikmynda- hönnuður í kvikmyndum næstu fímmtán árin. Ég gerði leikmyndina í einum tuttugu kvikmyndum. Hins vegar fékk ég síaukinn áhuga á leik- myndagerð fyrir ballett, leikhús og óperur. Kvikmyndavinnan fannst mér til lengdar dálítið þrúgandi. Bæði er umfangið gífurlegt og iðn- aðarlegt og svo er maður ofurseld- ari auga leikstjórans og hans manna, tökumanna og annarra. í leikhúsinu er enginn milliliður milli hins mannlega auga og verksins sem er að þróast á sviðinu. Það er enginn tæknilegur milliliður eins og kvikmyndavélin. Það er alveg ótrúlega mikill munur á kvikmynd- um og leikhúsi. Miklu meiri en menn halda. í kvikmyndunum kom sér afar vel fyrir mig þekking mín á arkítektúr. Eitthvert skemmtileg- asta verkefni sem ég vann við í kvikmyndum var þegar ég var að- stoðarmaður meistarans Wakhew- itz í mynd René Clair, Les Fétes Galantes, sem var tekin í Rúmeníu kringum 1965. Þar voru mikið not- aðar falskar dýptarmyndir. Sér- staklega í bakgrunnana. Falskar dýptarmyndir Menn halda stundum að falskar dýptarmyndir séu ekki notaðar í kvikmyndum þó þær séu auðvitað einkum tengdar leikhúsi. Mér dett- ur þetta í hug núna af því ég nota svona dýptarblekkingar í Fígaró. Mér hefur alltaf þótt mjög gott skipta um starfsvettvang og vinna með nýjum og nýjum leikstjórum, vinna á nýjum stöðum. Hver ein- asti nýr leiksljóri veitir mér nýjan skilning á möguleikum míns eigin starfs. Meðan ég var enn í Rúm- eníu vann ég í Júgóslavíu og víðar. Undir það síðasta á ferli mínum, þar vann ég með danshöfundinum Oleg Danowsky. Afburðamaður. Ég var ágætlega settur, kenndi við leik- myndadeild Listaháskólans, fékk verðlaun og viðurkenningar og næg verkefni. En samt var ferli mínum brátt lokið í Rúmeníu ... Ég var staddur erlendis á leikför með rúm- enskum ballett og ákvað þá að snúa ekki aftur heim til Rúmeníu og sett- ist að í París 1981. Að fara burt... Viltu greina frá ástæðunum nán- ar? Dragan lækkar róminn. Það er eins og hann fari óafvitandi að tala í hálfum hljóðum. Hann lagfærir aðeins fínleg gleraugun og segir með alvörusvip. — Þú getur tæplega ímyndað þér hvað það er að fara í útlegð og skilja við allt. Ég setti punkt aftan við starfsferilinn. Ég þurfti að byrja frá grunni á nýjum stað. Ég kunni ekki orð í frönsku. Hafði engin nauðsynleg sambönd. Pjölskylda mín er austur frá. Ég vil ekkert gera sem getur komið sér illa fyrir hana. Með því að fara veldur maður fjölskyldunni mikilli sorg. Það er nóg að gera það einu sinni. Ég verð að reyna að gæta hagsmuna fjölskyldunnar. Þess vegna hef ég alltaf neitað að gefa út einhveijar pólitískar yfírlýsingar. Ég hef ekki áhuga á pólitík. Engan. í raun kast- ar maður öllu frá sér þegar maður yfírgefur föðurland sitt. En ég gat ekki verið lengur. Þú lest blöðin er það ekki? Þú getur lesið um ástand- ið. Mér þótti mjög vænt um að gefa fengið foreldra mína í heim- sókn til Parísar fyrir nokkru. Þau eru orðin mjög öldruð. Voru þau ekki hissa á París? — Hvort þau voru! Alveg furðu lostin. Annars var Búkarest mjög opin, falleg og skemmtileg borg fyrir síðara stríð. Hún var kölluð litla París. Foreldrar mínir þekktu hana náttúrulega þá en voru búin að gleyma henni. Gamla Búkarest riíjaðist upp í París. Þau endurlifðu andrúmsloft æsku sinnar. Annars voru þau alltaf að furða sig á því hveijir gætu keýpt allt sem er á boðstólum; hvar allt þetta fólk væri! Þeim fannst svo ótrúlegt úrval og magn af öllu. Til íslands Þú ert sem sagt búinn að vera í París aðallega frá 1981. Hvemig kom það til að þú fékkst verkefni á íslandi? — Ég var búinn að þekkja Alex- ander Vassiliev, þann sem gerir búningana í Fígaró. Hann var búinn að vinna hér áður. Gerði leikmynd- ina í Villihunangi í Þjóðleikhúsinu og það varð úr að við unnum Ævin- týri Hoffmanns saman í Þjóðleik- húsinu. Ég gerði leikmynd og hann búningana. Mér skilst að hafí orðið umræður um hvað leikmyndin í Hoffmann var dýr. Það fer eftir því við hvað er miðað. Hins vegar langar mig til þess að geta þess að það er aldr- ei íjármagn sem býr til leikmynd, það er alltaf leikmyndahönnuðurinn og það sem hann getur og kann. Ég var mjög heppinn að fá mjög góðan samstarfsmann í Þjóðleik- húsinu, Gunnar Bjamason. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka honum opinberlega. Hann kenndi Nicolai Dragan leikmyndahönn- uður. Stoltastur af Fígaró í íslensku óperunni mér á húsið og starfshætti þess. Það er alltaf mjög nauðsynlegt að læra fljótt á þess háttar, annars getur maður eytt miklum tíma til einskis. Hann var afburða sam- vinnuþýður. Hann ber virðingu fyr- ir vel gerðum hlutum. Það er kannski ekki alltaf auðvelt að vinna með mér. Ég er mjög strangur varð- andi smáatriði og blæbrigði. Ætli kvikmyndavinnan hafi ekki spillt mér svona! Oft fínnst mér erfítt að skýra fyrir öðmm af hveiju til dæmis mér fínnst bráðnauðsynlegt að bæta aðeins gráum tónum á græna litinn sem verið er að vinna með. Ég get ekki alltaf gefið skyn- semdarskýringu á því. Það bara verður að vera svóna! Ég er mjög ákveðinn með smáatriði og blæ- brigði. Fallegt hús en tæknilega frumstætt Ég hef mikla þörf fyrir að takast á við eitthvað nýtt; það er mér lífsnauðsyn. Ný verkefni, nýir leik- stjórar, ný leikhús. Mér finnst þ_að óskaplegt gott og nauðsynlegt. Ég hugsa að þessi eiginleiki hafi verið nauðsynlegur þegar ég tók að mér að gera leikmynd fyrir íslensku óperuna. Ég hef aldrei unnið fyrir jafn óvenjulegt hús. Þjóðleikhúsið t.d. er mjög „venjulegt“ leikhús. Það er ekkert venjulegt við íslensku óperuna. Hún er svo tæknilega fí-umstæð en þetta hús er mjög fal- legt. Mjög fallegt og sérstætt. Mér finnst það í rauninni henta mjög vel fyrir Mozart. Ég geng mjög ákveðið út frá eig- inleikum hússins í leikmyndinni fyr- ir Brúðkaup Fígarós. Ég nota mikið falskar dýptarmyndir og kem með tilvitnanir í skreytingar og annað í salnum inni í leikmyndina. Salurinn í óperunni er mjög skrítinn að því leyti að öðrum megin ertu með massívan þungan vegg og hinum megin mikla opnun með svölum. Eitt af grundvallaratriðunum ef maður vinnur fyrir þennan sal er að finna rétta lausn á þessu mis- ræmi í salarrýminu, fínna nýtt jafn- vægi. Kraftaverkaandrúmsloft Svo byijar ballið fyrir alvöru þeg- ar á að fara að skipta um svið! Eg hef aldrei lent í öðru eins. Það er engin tækni á þessu sviði til þess að skipta um svið á venjulegan máta. Ég fann ákveðnar lausnir sem byggjast á því að bijóta saman leikmyndina. Ég er nokkuð sáttur við þær lausnir og ef ég væri spurð- ur hvaða Ieikmynd ég væri stoltast- ur af á ferli mínum þá er það þessi. Fígaró í Islensku óperunni. Mér var sagt að ATda hafi verið sviðsett þama. Ég trúði því ekki fyrr en ég sá myndband af sýning- unni. Það er illskiljanlegt. En ég fann að vísu fyrir þessu krafta- verkaandrúmslofti strax og ég kom inn í húsið. Það er líka þessi sterka ijölskyldustemmning. Hjálpsemi og sterk tilfinning fyr- ir samábyrgð. Því miður vantar allt- of oft í stóru leikhúsin og óperurn- ar þessa tilfinningu fyrir sameigin- legu átaki að samá markmiði. Eitt- hvað sem kemur öllum við eins og allir séu af sömu fjölskyldu. Ég fínn þetta svo sterkt þarna. Fólk vill vinna vel og fara fram úr sjálfu sér. Það kann ég að meta. En ég held að þyrfti samt að bæta aðeins tækniaðstöðuna á sviðinu. Það þarf ekki að kosta nein ósköp. AIls ekki. Ég vona innilega að Óperan fái sem flesta og sem íjársterkasta styrktaraðila. Ég legg áherslu á þetta: þau eiga það svo sannarlega skilið. Fígaróleikmyndin En ég er líka stoltur af þessari Fígaróleikmynd minni vegna þess að nú sjá menn vonandi að það er ekki fjármagn sem býr til leikmynd- ir heldur leikmyndahönnuður og það sem hann getur og kann. Það er náttúrulega alltaf það sem máli skiptir á endanum. Menn geta blekkt aðra dálítinn tíma, nokkur ár en svo ekki meir. Til dæmis í Frakklandi byggist allt á sambönd- um og gífurlegri sýndarmennsku sem ég kann ekkert á. En þegar öllu er á botninn hvolft skiptir þetta minnstu máli. Spurningin er alltaf hvað viðkomandi getur. Ef menn hafa komist áfram á samböndum og sýndarmennsku eingöngu þá gengur það í nokkur ár. Svo eru þeir búnir. íslensk náttúra Hvað fannst þér einkennilegast þegar _þú komst fyrst til íslands? — Ég varð strax furðu lostinn á leiðinni frá Keflavík til Reykjavík- ur. Ég er vanur ýmiss konar lands- lagi og náttúrufari frá föðurlandi mínu og öðrum löndum en þetta var einhvem veginn alveg ný teg- und af náttúru. Það verkar kannski svona nýtt af því að vantar svo margt úr nátt- úrunni, sérstaklega trén auðvitað og svo margt sem maður er vanur að telja til náttúrunnar sem bara er alls ekki á staðnum. Það er eins og sé búið að klæða náttúruna úr. Hún stendur nakin eftir. Svo er birtan ótrúleg. Ég kom í fyrsta skipti í ágúst í fyrra og var frammí október og kom svo aftur núna í janúar. Mér finnst svo sterk andstæðan milli ljóss og skugga hérna. Mér fínnst ljósið hér á Is- landi eins og slípaður demantur. Skuggamir em álíka afdráttarlaus- ir. Reyndar er allt svolítið öfgakennt héma. Þegar rignir, þá er rigning! Það er ekki hægt að horfa fram hjá því. Liturinn á himninum í heiðskíru veðri er ótrúlega blár! Þegar snjóar, þýðir ekki að neita því að það er snjókoma. Ég sé ekki betur en þessir eiginleikar hafi mótað persónuleika ykkar. Nýir o g nýir staðir Hvert ferðu héðan núna? — Til Atlanta í Bandaríkjunum að vinna með gömlum vini mínum, ballettstjörnunni Rotaru. Hann er flóttamaður frá Rumeníu eins og ég- Svo kem ég hingað rétt fyrir frumsýninguna á Fígaró og fer svo til Parísar. Annars langar mig ekk- ert sérstaklega að vinna þar. Ekki eingöngu a.m.k. Ég hef ekki tíma til að standa í þessari samkeppni sem þar er og ég hef ekki þau sam- bönd sem þarf til þess. Stundum finnst mér eins og ég sé í dýragarði í París. Borgarlífið er allt eitt leik- svið. En auðvitað hefur skapast þar fyrir löngu ein helsta miðstöð lista í öllum heiminum. Vissulega hafa það alltaf verið útlendingar sem hafa staðið fremstir í flokki en París er eigi að síður miðstöð sem á engan sinn líka. En mér fínnst líka gott að vinna á nýjum og nýjum stöðum. Mér fannst t.d. mjög gott að vinna í Finnlandi. Ég dáist mjög að finnsk- um arkítektúr og Alvar Aalto öðrum fremur. Norræna húsið héma er algjör arkítektúrperla. Eg er líka mjög heillaður af Jap- an og öllu japönsku. Það var einu sinni dulfróð kona heima í Rúmeníu sem sagði mér að ég hafi verið Japani í fyrra lífi. Hún hélt þessu fram konan. Ég veit það ekki. Ann- ars er svo margt sem heillar mig. Ítalía til dæmis. ítölsk tíska finnst mér til dæmis fremri þeirri frönsku. Besti leikmyndahönnuður_ í heimi finnst mér vera Peduzzi. Án nokk- urs vafa. Það er svo merkilegt með Ítalíu; það fer ekki fram hjá mánni að Endurreisnin var ítölsk. Og það er í gangi stöðug Endurreisn á It- alíu. Maður finnur það strax. Rýmið skapar tilfinningar En þrátt fyfir allt þetta kann ég eiginlega betur við lífíð hér í norð- lægari löndum. Ég kann vel við að vera inni eins og menn verða að vera hér. Ég kann svo vel við þessa þlýju í rýminu, þessa mannlegu eig- inleika húsanna. Ég fór til Þing- valla og mér fannst kirkjan þar dásamleg. Alveg dásamleg. Hún minnti mig svo á margar kirkjur heima. Við erum grísk-orþódox. Hjá rómversk-kaþólskum finnst mér guðshúsin, dómkirkjurnar, oft svo kaldar og rýmið miðar að því að gera manninn lítinn. Ekki hjá okkur og ekki hér. Ekki í Þingvallakirkju. Þannig guðshús mynda svo sterk tengsl milli þín og trúarinnar. Þann- ig getur rýmið skapað tilfinningar. Það er að segja rýmið skapar alltaf tifinningar. Vissulega er sú stað- reynd kjaminn í starfi leikmynda- hönnuður. Viðtal: Sigurður Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.