Morgunblaðið - 11.04.1989, Page 2

Morgunblaðið - 11.04.1989, Page 2
2 6 ÍÞRÖmR FOLK ■ INGEMAR Stenmark keppti á sínu síðasta skíðamóti í Salen í Svíþjóð um helgina. Stenmark, sem er 33 ára, ætlar að njóta lífsins í Mónakó. „Mér líður vel í Monte Carlo. Þar abbast enginn upp á mig í veðurblíðunni," sagði sænski skíðakappinn. „Hann var sá besti,“ sagði Italinn Alberto Tomba. „Það verður langt þangað til ein- hver annar verður á toppnum í 16 ár,“ sagði Gustavo Thoeni. H ÞRJÁR konur fóru holu í höggi á sama golfmótinu í Japan um helgina. Tu Ai-yo frá Taiwan og Yuko Moriguchi frá Japan náðu áfanganum á sömu holu, en Chihiro Nakajima lék leikinn öðru sinni. Stúlkurnar fengu tæplega 190.000 ísl. krónur hver. ■ SEVERIANO Ballesteros var sæmdur æðstu verðlaunum, sem íþróttamaður á Spáni, getur fengið, á dögunum. Spænski golfar- inn, sem sigraði á síðasta opna breska meistaramótinu, fékk verð- launin fyrir árangur á undanförnum árum. ■ HM í köríuknattleik 1994 verður í Belgrad í Júgóslavíu. ■ KRUN Ivanov, 16 ára gamall langstökkvari frá Búlgaríu féli nýlega á lyfjaprófi og var hann dæmdur í lífstíðar keppnisbann ásamt kraflyftingarstúlkunni Senka Asenova, sem er 21 árs. Þjálfari hennar á einnig yfir höfði sér sams konar bann. ■ SIEGFRIED Habrl, lands- liðsmaður Austurríkis í ísknattleik, féll á lyfjaprófi í b-keppninni í Nor- egi og var dæmdur í 18 mánaða keppnisbann. ■ HM í borðtennis 1993 verður í Mexíkó. Alþjóðasambandið kaus á milli Mexíkó og Novi Sad í Júgó- slavíu og féllu atkvði 55:37. HM 1991 verður hins vegar í Chipa í Japan. ■ JOHN Ngugi, heimsmeistar- inn í viðavangshlaupi frá Kenya, sigraði í fyrsta sinn í hálfmaraþoni nú um helgina. ■ DENIS Durnian stóð sig vel á opna golfmótinu á Jersey um helgina og þakkaði púttæfingum á hótelherberginu árangurinn. „Ég varð að skipta um hótel vegna þess að gólfteppið var of þykkt þar sem ég var,“ sagði Bretinn, sem slær 200 högg innanhúss á hveiju kvöldi. ■ STEFFI Graf sigraði Natalíu Zverevu frá Sovétríkjunum í úr- slitaleik á sterku móti í Suðui;- Karólínu um helgina. Graf, sem hefur aðeins tapað einni lotu á ár- inu, vann örugglega, 6:1 og 6:1. Flestir áttu von á að Martina Navratilova myndi mæta Graf í úrslitum en Navratilova tapaði óvænt fyrir Zverevu í undanúrslit- um. Þess má geta að Steffi Graf fékk 60.000 dollara (um þijár millj- ónir kr.) fyrir sigur í úrslitaleiknum sem tók 55 mínútur. ■ WAYNE Gretzky, einn besti leikmaður heims í ísknattleik, ætlar að leika með kanadíska landsliðinu í heimsmeistarakeppninni, sem hefst í Stokkhólmi í vikunni, ef Los Angeles Kings kemst ekki áfram í úrslitakeppni NHL. Staða Kings er ekki góð gegn Edmonton Oilers — liðið hefúr unnið einn leik og tapað þremur, en það lið, sem sigrar í fjórum leikjum af sjö, heldur áfram. Gretzky , sem er 27 ára, gerði einmitt garðinn frægan með Oilers og var maður- inn á bak við fjóra meistaratitla liðs- ins, en var seldur til Kings í fyrra fyrir níu milljónir dollara ( um 360 milljónir ísl kr. ). Ljóst er að hann myndi styrkja kanadíska liðið mjög á HM, en Sovétmenn eru almennt taldir sigurstranglegastir ásamt heimamönnum, sem hafa titil að veija. MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR •AGUR ií : ARRÍL 1989. KÖRFUKNATTLEjKUR / NBA-DEILDIN isiah Thomas meiddist á hendi í leik gegn Chicago og gæti misst af fyrstu leikjum úrslitakeppninnar. Isiah Thomas handarbrotinn? STÓRSTJARNA Detroit, bak- vörðurinn Isiah Thomas, meiddist á vinstri hendi í leik í Chicago á föstudagskvöld er hann lenti í slag við Bill Cart- wright í fyrsta leikhluta. Cart- wright ýtti við kappanum og áður en samherjar hans gátu áttað sig á hlutunum var hann kominn í hörkuslag við mið- herja Chicagoliðsins. Dómarar leiksins vísuðu báðum leik- mönnunum af leikvelli. Asunnudag var hendi Thomas enn mjög bólgin og ekki hægt að röntgenmynda hana. Læknar liðsins töldu þó að hún væri örugg- lega brákuð og e.t.v. Gunnar brotin. Fyrstu fréttir Valgeirsson benda til að kappinn skrífar munj missa af leikjum Detroit fram að úrslitakeppninni og einnig fyrstu vikuna þar á eftir. Þessi slagsmál koma sér illa fyr- ir Detroit, sem á í harðri baráttu við Cleveland um sigurinn í austur- deildinni. Á laugardag voru síðan leikmennirnir tveir sektaðir af NBA-deildinni. Cartwright fékk 2.500 dala sekt (um 125 þúsund krónur) og eins leikja bann og Thomas var sektaður um 5.000 dali (um 250 þúsund krónur) og fékk tveggja leikja bann. Þá var einkavinur Thomas, Mark Aguirre, sektaður um 2.000 dali (um 100 þúsund krónur) fyrir að skipta sér of mikið af handalögmálum þeirra félaga. Nú eru einungis tvær vikur eftir af keppnistímabilinu í deildinni áður en úrslitakeppnin hefst. Í vestur- deildinni er Phoenix komið á hæla Los Angeles Lakers í keppninni um fýrsta sætið, en Lakers eiga auð- veldari leiki eftir og ættu að vinna deildina enn eina ferðina. Onnur lið sem komast næsta örugglega áfram úr vesturdeildinni eru Utah, Den- ver, Golden State, Houston, og Seattle. Þá heyja Portland og Dall- as nú harða keppni um áttunda og síðasta sætið. í austurdeildinni beijast Detroit og Cleveland um sigurinn en New York, Milwaukee, Chicago, Atlanta og Philadelphia komast öll átaka- laust áfram í úrslitakeppnina. Um áttunda sætið beijast Boston og Washington Bæði þessi lið hafa leikið vel undanfarið. Því má bæta við að Larry Bird mun ekki leika meira með Boston á þessu keppnistímabili. Hann er enn ekki kominn í leikhæft ástand eftir uppskurð í haust. Þá er James Worthy hjá L.A. Lakers meiddur á hendi, en talið að hann verði orðinn I góður þegar úrslitakeppnin hefst. HANDKNATTLEIKUR Carien frá Granollers? Per Carlen, sænski landsliðs- maðurinn hjá Granollers, hefur ekki gert upp hug sinn - hvort að hann verði áfram hjá ■■■■■■ félaginu, eða fari FráAtla aftur til Svíþjóðar. Hilmarssyni „Fjölmörg félög í aSpam Svíþjóð hafa haft samband við mig. Það er mjög freistandi að fara aftur heim, en ég hef verið fjögur ár á Spáni,“ sagði Carlen í stuttu spjalli við Morgunblaðið. Carlen sagðist hafa áhuga á að taka þátt í undirbúningi sænska landsliðsins fyrir HM í Tékkóslóvakíu 1990 á fullum krafti. „Sænska landsliðið tekur þátt í mörgum mótum og hef ég mikinn hug á að Ieika með því í Super Cup í V-Þýskalandi.“ „Nei, það verða ekki miklar breytingar á sænska landsliðinu frá Ólympíuleikunum í Seoul. Það er spurning um hvort að bræðurn- ir Per og Björn Jilssynir verða með. Þá eru nokkrir ungir leik- menn að banka á dyrnar, þannig að menn þurfa að leggja sig alla fram til að halda landsliðssætum sínum," sagði Carlen. Stefan Edberg lék mjög vel fyrir Svía gegn Austurríkismönnum og bætti fyrir mjög slaka frammistöðu Mats Wilanders. Meistar- arnirí vandræð- um með varalið Tékka VESTUR—ÞJÓÐVERJAR, sigur- vegarar í Davis-bikarnum í fyrra, áttu í mestu vandræðum með varalið Tékka í 8-liða úr- slitum Davis-bikarsins um helgina. Vestur-Þjóðverjar mörðu þó sigur 3:2, eftir að hafa verið undir 1:2. Önnur úrslit voru eftir bókinni: Svíar sigruðu Austurríkismenn, Bandaríkjamenn Frakka og Júgóslavar unnu Spánverja. estur-Þjóðverjar áttu von á auðveldum sigri gegn Tékkum sem voru án sinna bestu manna, m.a. Miloslav Mecir. En Þjóðveijar þurftu að hafa fyrir sigrinum. Bor- is Becker vann fyrsta leikinn en í kjölfarið fylgdu tveir tapleikir. En Carl Uwe Steeb sigraði Karel Novacek, sem kom inn í liðið í stað Mecir. Boris Becker tryggði Þjóð- veijum svo sigur í síðasta leiknum gegn Milan Srejber. Edberg í stuði Svíar þurftu einnig að hafa fyrir sigri sínum gegn Austurríkismönn- um, 3:2. Mats Wilander, einn besti tennisleikari heims, hefur leikið illa að undanfömu en kom þó á óvart með slakri frammistöðu; tapaði báð- um leikjum sínum í einliðaleik. Fé- lagi hans Stefan Edberg var hins- vegar í miklu stuði og sigraði í tveimur viðureignum í einliðaleik og einni í tvíliðaleik. McEnroe sjaldan betri? Bandaríkjamenn sigruðu Frakka mjög örugglega. John McEnroe lék mjög vel og segja margir að hann hafi sjaldan verið betri. Andre Ag- assi sýndi einnig mikið öryggi í leikjum sínum. Júgóslavar sigruðu Spánveija, 4:1. Slobodan Zivojinovic, einn besti tennisleikari heims og örugglega sá latasti, sigraði í öllum Ieikjum sínum. Zivojinovic er af mörgum talinn einn af fimm bestu tennisleik- urum heims. Hann hefur hinsvegar hvorki áhuga né þolinmæði til að æfa á hveijum degi og hefur því oft tapað á úthaldsleysi á stórmót- um. í undanúrslitum mæta Banda- ríkjamenn Vestur-Þjóðveijum en Júgóslavar mæta Svíum. ■ Úrslit/B6 TENNIS / DAVIS-BIKARINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.