Morgunblaðið - 11.04.1989, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 11.04.1989, Qupperneq 4
4 B MORGUNBLAÐEÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1989 B 5 MORGUNBLAÐE) IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1989 ENGLAND uulí / vj.o. i c:r\ Glæsilegur lokasprettur hjá Faldo nOMV faém FOLK ■ GUÐMUNDUR Þorbjörns- son, knattspyrnumaður, hefur æft af krafti með meistaraflokki Vals að undanfömu og lék í fyrsta sinn að nýju með liðinu um helgina — æfingaleik gegn Víkingi. Guð- mundur lék fyrri hálfleikinn. Stað- an var 1:1 í hálfleik og lauk leiknum þannig. Guðmundur lagði skóna á hilluna fyrir tveimur ámm er hann kom heim úr atvinnumennsku frá Sviss. Á ámm áður lék Guðmund- ur í fremstu víglínu en á laugardag- inn var hann aftasti maður í vörn Vals. Heyrst hefur að margir að Hliðarenda vonist til að Guðmund- ur dragi keppnisskóna fram aftur og gefí kost á sér í liðið í sumar, en kappinn sjálfur vildi lítið um framhaldið segja á laugardaginn. „Ætli þetta endi þó ekki með ósköp- um!“ sagði hann við Morgunblaðið — og túiki nú fólk svarið að vild. ■ STEFÁN Aðalsteinsson, knattspyrnumaður úr Víkingi, varð fyrir því óláni að tvíkinnbeins- og ennisbrotna á æfingu hjá félaginu á dögunum. Hann er að skríða sam- an og ætti að vera búinn að ná sér fyrir fyrsta leik í íslandsmótinu. ■ PÉTUR Guðmundsson í HSK náði góðum árangri á móti í kúluvarpi sem fram fór í Reið- höllinni fyrir skömmu. Pétur kast- aði 19,39 m sem er persónulegt met. Pétur átti áður best 19,14 m. Bróðir hans, Andrés, bætti sig einnig, kastaði 17,20 m en átti best áður 15,47 m. ■ JÓHANNI Inga Gunnars- syni, þjálfara KR í handbolta, hefur verið boðið að kenna í danska hand- boltaskólanum sem starfræktur verður í sumar í Árósum. Þetta er í þriðja sinn sem Jóhanni er boðið, en engum erlendum þjálfara hefur verið boðið svo oft. Jóhann mun flytja fyrirlestra um ýmis efni, m.a. framtíð danska handboltans, þjálf- un markvarða, þjálfunarsálfræði ofl. ■ EYJÓLFUR Ólafsson, knatt- spymudómari, mun dæma leik Nor- egs og Kýpur í U-18, sem fer fram 12. apríl. Sama dag mun Óli P. Ólsen dæma leik Wales og A- Þýskalands í sömu keppni. Nick Faldo tryggði sér 10 millj. kr. og klæddistgrænajakkanum „STÓRI draumurinn rættis hér í Augusta. Það er æðsti draum- ur allra kylfinga að vinna U.S. Master og klæðast græna jakk- anum. Ekki skemmdi það spennuna að sigurinn vannst í bráðabana - það var stórkost- legt að sjá á eftir kúlunni renna að holunni og hafna ofan í henni,“ sagði Nick Faldo frá Englandi, sem vann Banda- ríkjamanninn Scott Hoch í bráðabana og tryggði sér 10 millj. ísl. kr í verðlaun. Faldo og Hoch léku 72 holumar á 283 höggum, en glæsilegur lokasprettur Faldo, sem var sex höggum á eftir Hoch þegar sex holur voru eftir á síðasta keppnis- deginum. Faldo lék átján holurnar á 65 höggum - sjö höggum undir pari vallarins og tryggði sér rétt til að leika bráðabana við Hoch. Báðir kylfíngamir léku einu höggi yfir pari á fyrstu holunni (nr. 10) í bráðabananum, en á elleftu holu náði Faldo átta metra pútti og lék á einu höggi undir pari. Þetta pútt dugði honum til sigurs. þetta var í annað sinn á þremur ámm sem U.S. Master vinnst á annari holu í bráðabana. Larry Mize vann 1987 á sömu holu ■ INTER Mílanó hefur nú slegið enn eitt metið. Aldrei áður í sögu ítölsku knattspym- unnar hefur efsta liðið náð 42 stigum í 24 leikjum og aldrei hefur það haft 7 stiga for- ystu eins og Inter í ár. Brynja Tomer ■ WALTER Zenga, mark- skrífarfrá vörður Inter Mílanó, hefur ltalíu líka slegið met. Hann hefði ekki fengið á sig mark í fimm leikjum í röð, fyrir leik gegn Cesena á laugar- daginn (2:1). Hann hélt markinu hreinu 1512 mínútur, og það sem af er tímabilinu hefur hann fengið á sig 11 mörk. Reginato átti fyrra metið, en hann hafði fengið á sig 12 mörk eftir 23 leiki. ■ GIANNI Agnelli, forstjóri Fiat og aða- leigandi Juventus sá ekki leik Juve og Nap- ólí um helgina þegar Juve tók Napólí í kennslustund. Hann var í skíðafríi í St. Mo- ritz í Sviss, en ákvað hins vegar á síðustu stundu að láta fljúga með sig í einkaþyrlu sinni til Milanó til að fylgjast með tilvonandi Ítalíumeisturum, Inter Mílanó, leika gegn Como. Eftir leikinn fór hann í búningsher- bergi leikmanna Inter og óskaði þeim til hamingju. „Ótrúlega góðir, strákamir, þeir minna mig á Juventus fyrir nokkrum árum,“ tautaði hann fyrir munni sér þegar hann kom út úr búningsherbergjum meistaranna. ■ NAPÓLÍ mun hafa boðið í Butragueno hjá Real Madrid fyrir skömmu. ítalskir fjöl- miðlar tala um tíu milljón dollara, sem er ótrúlega há upphæð. En Napólí hefur ekkert með Butragueno að gera, þar sem Mara- dona og Careca eru einstakir saman og ólík- legt að Butragueno nái sama árangri með öðrum hvorum þeirra. Hins vegar er trúlegt að Napólí hafi boðið slíka upphæð til að halda verðinu háu, svo ekkert annað ítalskt lið bjóði í Spánveijann. Juventus veitti til dæmis ekkert af að fá svo sterkan sóknar- mann, en meðan tilboð Napólí stendur er líklegra að Juventus-menn leiti til Rússlands vegna kaupa á nýjum leikmanni. ■ ALBERTO Marchi þjálfari nafna síns Tomba á nú í hörkudeilum við Tomba-fjöl- skylduna. Hann er ekki lengur þjálfari og besti vinur nafna síns, og fer nú fram á að Tomba-fjölskyldan greiði honum þær 30 milljónir ísl. króna sem honum beri vegna samninga sem hann hafi útvegað skíðakapp- anum. „Ég hef á síðustu árum útvegað honum alla auglýsingasamninga sem hann hefur nema einn, og { samningi mínum og Tomba stendur skýrt og greinilega að ég eigi rétt á 15% umboðslaunum. Morgunblaðið/KGA ÍÞRÚmR FOLK ■ GUÐMUNDUR Haraldsson verður dómari í leik Skotlands - Kýpur, sem fer fram á Hampden Park 26. apríl. Leikurinn er í heimsmeistarakeppninni. Sveinn Sveinsson og Bragi Bergmann verða línuverðir. ■ ÞRÍR nýir dómarar hafa tekið sæti í tuttugu manna hópi lands- dómara A. Það eru þeir Ágúst Guðmundsson, Fram, Gunnar Ingvarsson, Þrótti og Gylfi Orra- son, Fram. ■ ÞRÓTTARAR á Neskaups- stað hafa fengið liðsstyrk fyrir knattspymuvertíðina, sem senn hefst. Þorlákur Árnason úr KR hefur ákveðið að ganga til liðs við Þrótt, einnig Heimir Þorsteinsson úr Súlunni á Stöðvarfirði og Steinn Einarsson, sem lék með 2. flokki Stjörnunnar í Garðabæ. ■ BÖRKUR Ingvarsson, sem lék með Árvakri í knattspyrnunni og áður með KR, hefur gengið til liðs við Þrótt Reykjavík sem leikur í 3. deild í sumar. í einvígi sínu gegn Greg Norman. „Mér líður stórkostlega," sagði Faldo, 31 árs, sem lék stórkostlega í Augusta. Hann er annar Bretinn til að vinna U.S. Master. Skotinn Sandy Lyle vann í fyrra. ■ Úrslit/B7 Ragnheiður og siKurhafi frá Seoul unnu bestu afrekin D-lið TBR sigraði D—LIÐ TBR sigraði í deilda- keppninni í badminton sem fram fór t Laugardalshöllinni um helgina. Úrslitin eru þó ekki jafn óvænt og þau hljóma því öll fjögur lið TBR voru svip- uð að styrkleika og röðuðu sér í fjögur efstu sætin. KR-ingar leika í 1. deild að ári eftir sigur í 2. deild og UMSB færist upp í 2. deild en liðið sigraði í 3. deild. JT Isigurliði TBR voru Þorsteinn Páll Hængsson, Sigfús Ægir Árnason, Friðrik Arngrímsson, Friðrik Þór Halldórsson, Þórdís Edwald og Anna Steinsen. D-lið TBR sigraði í öllum leikjum sínum og hlaut því 8 stig. B-liðið kom næst með 6 stig, A-liðið með fjögur og C-liðið með tvö stig. Lið ÍÁ var í 'neðsta sæti, án sitga. Ekkert lið fellur úr deildinni því Skagamenn áttu að vera með tvö lið en mættu aðeins með eitt. A-lið KR tryggði sér sæti í 1. deild með sigri í 2. deild. Liðið var með jafn mörg stig og Víkingur en betri árangur. Víkingar sitja því eftir í 2. deild en þetta er í fjórða sinn sem liðið verður að sætta sig við 2. sætið í 2. deild. UMSB tryggði sér sæti í 2. deild, en liðið sigraði B-lið KR I úrslita- leik um efsta sæti 3. deildar, 6:2. Margir af sterkustu leikmönnum landsins gátu ekki tekið þátt í mót- inu. Broddi Kristjánsson er hand- leggsbrotinn og Ármann Þórðarson og Árni Þór Hallgrímsson eru ólög- legir í deildinni en þeir hafa leikið með norsku liði. ■ Úrsllt/B6 Morgunblaðið/Árni Sæberg D-llð TBR, sem sigraði í 1. deildinni um helgina. Frá vinstri: Þorsteinn Páll Hængsson, Þórdís Edwald, Sigfús Ægir Ámason, Anna Steinsen, Friðrik Arngrímsson og Friðrik Halldórsson. Valdimar stóðsig bestís- lendinganna VALDIMAR Valdimarsson frá Akureyri nældi sér í ein gull- verðlaun og ein silfurverðlaun um helgina á alþjóðlega skíða- mótinu í Hlíðarfjalli. Keppt var í svigi á laugardag og sunnu- dag, Valdimar fékk guli fyrri daginn og silfur þann síðari. Norðmaðurinn Sverre Melby, sem er punktalægstur allra keppenda í svigi, datt á laugardag- inn. Ömólfur Valdimarsson hafði ■■■I^B bestan tima eftir FráBeyni fyrri ferð, en Valdi- Eiríkssyni mar var annar. Örn- áAkureyn ólfur óatt { seinni ferðinni, Valdimar keyrði af öryggi og tryggði sér sig- ur. Norðmaðurinn Melby vann síðan svigið á sunnudagin — mjög naum- lega þó, því Valdimar var aðeins 1/100 úr sekúndu á eftir honum. Daníel Hilmarsson frá Dalvík var með bestan tíma eftir fyrri ferð, Valdimar og Örnólfur komu næstir en Norðamaðurinn var fjórði. Hann keyrði hins vegar mjög vel i seinni ferðinni og sigraði sem fyrr segir. Keppt var í stórsvigi í Hlíðar- fjalli í gær og voru íslensku kepp- endurnir frekar aftarlega. Aust- urríkismaðurinn Michael Lichteneg- ger varð fyrstur. Örnólfur Valdi- marsson var fremstur Islending- anna - í 7. sæti. Það kom greini- lega fram eftir stórsvigið að Islend- ingar eru lakari í stórsvigi og hefur það verið þannig í gegnum árin. Keppni verður haldið áfram í dag í Hlíðarfjalli, þá verður keppt í stórsvigi. Á föstudag og laugardag verður síðan keppt í svigi í Bláfjöll- um. Keppendur á mótinu eru um 60. Mótshaldið hefur gengið mjög vel í alla staði, og eru útlendingarn- ir allir mjög sáttir. Veðrið lék við Reuter Nick Faldo lék af miklu öryggi á lokadegi U.S. Master og náði stórkostlegu pútti í bráðabana. faám Everton vann Everton sigraði Charlton, 3:2, í ensku 1. deildinni í gærkvöldi. Þessi leikur átti að fara fram 15. apríl en var færður fram. RAGNHEIÐUR Runólfsdóttir frá Akranesi bætti enn einni rósinni íhnappagatiðá Ulster- leikunum í sundi um helgina. Hún vann besta kvennaafrek mótsins ásamt sovésku sund- drottningunni Elena Dende- berova, sem m.a. vann til silfur- verðlauna á Ólympíuleikunum í Seoul. ísienska sundfólkið stóð sig með prýði — þrjú ís- landsmet voru sett og tvö stúlknamet. Hópurinn vann til tveggja gullverðlauna, fékk sjö silfur, 12 brons og hafnaði í þriðja sæti í stigakeppninni á eftir írlandi og Wales en á und- an Sovétríkjunum. Ragnheiður sigraði í 100 m bringusundi á 1:11.07. Dende- berova sigraði hins vegar í 400 m fjórsundi og fengu þær jafn mörg stig, sem var um leið besta afrek kvenfólksins. Ragnheiður bætti auk þess íslandsmet sitt í 200 m fjór- sundi, synti á 2:20.56 (fyrra metið var 2:21.07) og hafnaði 5 2. sæti, og var ásamt Elínu Sigurðardóttur, Eygló Traustadóttur og Helgu Sig- urðardóttur í sveitinni, sem setti íslandsmet í 4x100 m fjórsundi, 4:24.25, er nægði í 2. sætið. Þá fékk Ragnheiður silfurverðlaunin { 200 m bringusundi, synti á 2:32.39. Helga Sigurðardóttir sigraði í Örnólfur Valdlmarsson keppendur á laugardag, það var ekki eins eins gott sunnudag en þó ekkert til að kvarta yfir og í gær var veður ágætt. Valdimar Valdlmarsson 100 m skriðsundi (58.41) og varð þriðja i 200 m skriðsundi (2:06.15). Elín Sigurðardóttir bætti éigin telpnamet í 100 og 200 m bak- sundi. Hún hafnaði í 3. sæti í 100 m sundinu (1:07.63) og 4. sæti í 200 m (2:30.09). Þá fékk hún brons í 400 m fjórsundi (4:49.81). Islenska karlasveitin setti Is- landsmet í 4x100 m skriðsundi (3:38.45) og hafnaði í 3. sæti. í sveitinni voru Magnús Már Ólafs- son, Eyleifur Jóhannesson, Svavar Þór Guðmundsson og Arnþór Ragn- arsson. Magnús Már Ölafsson fékk silf- urverðlaun í 100 m skriðsundi (51.93) og 200 m skriðsundi (1:54.18) og brons í 200 m flug- sundi (2:12.96). Arnþór Ragnarsson fékk silfur í 100 m bringusundi (1:05.05) og brons í 200 m bringusundi (2:23.11) og 200 m fjórsundi (2:13.94). Eyleifur Jóhannesson varð þriðji i 200 m baksundi (2:13.94) og 100 m baksundi (1:01.55). Eygló Traustadóttir fékk brons í 200 m flugsundi (2:31.15) og Ingi Þór Einarsson í 100 m flugsundi (59.59). Þá fékk íslenska kvenna- sveitin (Elín, Birna Björnsdóttir, Helga og Ragnheiður) silfur í 4x100 m skriðsundi og karlasveitin (Ey- leifur, Arnþór, Ingi Þór og Magnús Már) brons í 4x100 m fjórsundi. SKÍÐI / ALÞJÓÐAMÓTIÐ Á AKUREYRI SUND / ULSTERLEIKARNIR BADMINTON / DEILDAKEPPNIN VIÐAVANGSHLAUP ISLANDS Þriðji sigur Más MÁR Hermannsson, UMFK, sigraði þriðja árið I röð f Viðavangshlaupi íslands, er það fór fram um helgina. í kvennaflokki sigraði Martha Ernsdóttir, FH. Sigur Más i' karlaflokki var öruggur, hann kom { mark um 22 sekúndum á undan næsti manni, Jóhanni Ingibergssyni úr FH. Martha hafði enn meiri yfir- burði í kvennaflokknum — tími hennar var um 50 sekúndum betri en Fríðu Rúnar Þórðar- dóttur, sem varð í öðru sæti. Keppt vaf í átta flokkum, og í sveitakeppni. ■ Úrslit/B6. Ragnheiður Runólfsdóttir BLAK Sigur ogtapí Luxem- burg Islenska unglingalandsliðið í blaki, skipað leikmönnum yngri en 18 ára, lék tvo leiki gegn Luxemburg sl. viku. ís- lendingar sigruðu í fyrri leiknum en töpuðu þeim síðari en leikim- ir fóru fram í Luxemburg. Fyrri leiknum lauk með sigri íslendinga, 3:2. (13:15, 15:7, 2:15, 15:10, 15:9.) Heimamenn sigmðu svo í síðari leiknum, 3:2. (16:14, 15:10, 3:15, 12:15, 12:15.) Þráinn Haraidsson frá Þrótti Neskaupstað og Stefán Sigurðs- son frá HK, léku mjög vel og Kári Kárason frá Þrótti Nes. stóð sig einnig vel. !

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.