Morgunblaðið - 15.04.1989, Síða 3

Morgunblaðið - 15.04.1989, Síða 3
< 'MORÓIJNBIAÐÍÐ LAUGARDAGtH? ‘l5Í APRÍL l’ésg B 3 sem verið er að staglast á hér uppi á einangruðu útskerinu til að rétt- læta kaupin, hefur næsta lítið að segja miðað við sjálfan alþjóðlega markaðinn og hann er skýr en afar flókinn og ber ekki að einfalda hér, þar sem næsta lítil festa er á honum. - O - skuldbundu félagar sig til þess að gefa safninu reglulega verk eftir sig og þannig hafa verk eftir íjölmarga listamenn, innlenda og erlenda, áskotnast safninu.í gegnum árin. Nýlistasafnið er sjálfseignarstofnun og félagar þess nú eru um 80. Frá Annað, sem lítil festa er í hér á landi, eru sýningarmálin, en það er langt síðan tekist hefur að setja upp markverða opinbera sýningu á verk- um lifandi listamanna, sem hefur haft aðdráttarafl og vakið óskipta athygli almennings. Jafnvel virðist ekki leitað eftir því, heldur reynt að miðstýra ákveðnum skoðunum til fólksins, sem er eitur í beinum þess, og næsta úrelt fyrirbæri erlendis, ef Norðurlöndin eru undanskilin (sbr. norrænu listamiðstöðina í Svíaríki.) í byrjun þessa áratugar eða jafn- vel fyrr sagði ég í einum pistla minna frá þeirri spá nafnkunnustu örtölvu- fræðinga heimsins, að þessi áratugur ætti eftir að verða áratugur skap- andi lista og vægi þeirra aukast stór- lega. Og þessi spá hefur einmitt gengið eftir, því að aðstreymið að söfnum og sýningum hefur marg- faldast hvað myndlistina snertir og nýjum safnbyggingum og risastórum menningarmiðstöðvum hefur skotið upp um allan heim auk þess, sem stærstu söfn í heimi eru farin að skila hagnaði og það jafnvel nútíma- listasöfn! Hér koma Norðurlandabúar upp um nokkra einangrun hjá sér, en engir eins og við íslendingar, en hér hefur frekar dregið úr aðsókn en að hún hafi stóraukist. Listasafn Islands væri t.d. fjarlægur draumur hefðu ekki einstaklingar komið til með höfðinglegar gjafir og því meg- um við alls ekki gleyma. Opinberar spo’rslur til myndlistarmanna teljast ölmusur og listskreytingarsjóður er geymdur undir rassi ráðamanna og nást einungis skildingar úr honum. Væri kannski ráð að virkja hann til fulls og byrja á því að dreifa lykil- verkum lifandi listamanna um landið, í skóla, félagsheimili og opinberar stofnanir, í stað þess að láta þau rykfalla í geymslum þeirra sjálfra. Bíða eftir að listamennirnir burtkall- ist og verkin verði margfalt dýrari en þau eru fáanleg á í dag. — Það er og ekki einhlítt að skella skuld- inni á fjölgun myndlistarmanna, list- húsa og þar með sýninga, því að góðár sýninga ættu að standa vel undir sér eins og fyrrum. Þetta skeður á tímum, er við erum einmitt fljótari öðrum þjóðum að til- einka okkur sjálfa tölvumenninguna og hér er rokkið, aulafyndnin og poppið stærri þáttur í þjóðlífinu en annars staðar, sem ég þekki til. Það vantar og mikið á, að sjónvarp sinni almennri upplýsingaskyldu hér, hvað þá að fara fram úr henni, og sé það gert er gjarnan skussinn settur við hlið alvarlegs listamanns og hefur hér myndlistin mikla sérstöðu. Dæmi um undarlega miðstýringu í sýningarmálum eru sýningar Lista- safns íslands og Kjarvalsstaða á SÚM-hópnum, sem þó er alls góðs maklegur. Eftir stóra sýningu í Lista- safni Islands á verkum SÚM í eigu Nýlistasafnsins, og sem það hefur sjálft fest sér undanfarin misseri, þá eru sumar myndanna fluttar beint á Kjarvalsstaði á nýja fímm vikna sýn- ingu við hóflega almenna hrifningu og blasir t.d. „Hjarta" Jóns Gunnars við gestunum er inn er komið, en það skipaði einnig veglegan sess á listasafninu! Slíkt tíðkast ekki einu sinni í millj- ónaborgum úti í hinum stóra heimi og er vissulega hálf vandræðalegt hér í fámenninu. Er hér ekki komið dæmi um vanhugsað ofurkapp ýmissa aðila við að lyfta undir ákveðna hluti á kostnað annarra og þá einkum fyrir misskilda þegn- skyldu við útlend viðhorf? Hér er ég hvorki að dæma félags- skapinn né verkin, en spyr bara í einfeldni minni, hvort þetta sé ekki full stór skammtur í einu, í jafn litlu samfélagi? Og hér spyr ég einnig, hvort þetta eigi að vera í stíl við „kvennaathvarfið“ í Svíavirki, Suom- enlinna? Þar eru og einnig skipulagð- ar farandsýningar á nýjustu fréttun- um frá Köln og New York og höfund- arnir norræn ungmenni, nýútskrifuð úr listaskólum í þessum löndum, sem iðulega eru sótthreinsuð, bólusett og heilaþvegin af listsögufræðingum og listhúsum heimsborganna. Og mætti jafnvel segja að aðallega séu það flugurnar, sem rata inn á slíkar mið- stýrðar sýningar og fuglahræður Þetta er mólverkið sem olli verð- sprengingunni ó myndverkum Svnvars Guðnasonar í september 1986, er Listasafn íslands keypti það ó 183.000 kr. danskar að viöbættum 127.%. væri óþarfí að setja á tún eða garða í nágrenninu stundi starfsfólkið þá iðju að rækta garðávexti til að hafa eitthvað fyrir stafni á meðan beðið er eftir mannfólkinu. Auðvitað er unga fólkið alls góðs maklegt, en það er hreint túlkunarat- riði en ekki sköpun, að taka þannig upp hugmyndir annarra og gera að alþjóðlegu hópefli og það meira að segja með gæðastimpli frá söfnun- um. Þannig er fijálslyndið jafnvel orðið að íhaldssömum akademisma á borð við hina viðurkenndu „salon“- myndlist síðustu aldar í París, og hefur þá hugtakið snúist um sjálft sig. T.d. sjá menn nær sömu núlista- verkin á söfnum um þvera Evrópu, sem gera þau minna forvitnileg. í Kóngsgarðinum í Kaupmanna- höfn (Kongens Have) sá ég sl. sumar heilmikla höggmyndasýningu, sem fór mjög vel í mig, og 'mér fannst ég kannast vel við — minnti mig á útisýninguna á Dokumenta í Kassel, nákvæmlega 20 árum áður og svo á fjölmarga heimskunna núlistamenn — en er ég fór að athuga nöfnin uppgötvaði ég, að þau voru víst mörg hver eina nýjungin! Sem sagt sömu form en önnur nöfn og í stað þess að slík fréttamennska sé ein- angrað fyrirbæri fólks að þreifa fyr- ir sér eða smálistahópa eins og t.d. Tíu myndlistarmenn halda sídustu sýninguna í Nýlistasafninu því 1980 hafa á þriðja hundrað sýn- ingar og aðrir listviðburðir farið fram í sýningarsal safnsins þannig að mik- ilvægi þess í listalífí borgarinnar verður seint ofmetið. „Hér hafa margir af okkar þekktari listamönn- um af yngri kynslóðinni stigið sín fyrstu skref á listabrautinni og einn- ig hafa listamenn oft átt hér innan- gengt þegar aðrir sýningarsalir hafa ekki staðið þeim til boða. Hér hefur mikil áhersla verið lögð á að kynna innlenda og erlenda nútímalist og hefur Nýlistasafnið verið einn aðal- ....... vettvangur framsækinna ungra myndlistarmanna sem farið hafa ótroðnar slóðir í listsköpun sinni,“ sagði Kristján Steingrímur. „Útlendingar verða yfirleitt mjög hissa þegar þeir heyra að Nýlistasaf- nið er rekið af listamönnunum sjálf- um. Erlendis tíðkast þetta ekki vegna þess að þar er eftirspum listasafna SÚM forðum, eða leitað sé enn lengra aftur, Septembersýningarmanna, þá er þetta orðið hópefli og jafnvel kennt í listaskólum. Það er líkast því sem menn nenni ekki lengur að leggja alla þá vinnu og baráttu á sig, sem þarf til að skapa upprunalega list, en að aðalat- riðið sé að vera með og láta fjar- stýra skoðunum sínum. Og þó allt virðist hafa verið fund- ið upp, sem mö^ulegt er að fram- kvæma í myndlist, eru þó jafnan nýir einstaklingar að koma fram með persónuleg einkenni og skera sig úr, því að hér gilda sömu lögmál og í náttúrunni, sem stöðugt er að end- urnýja sig. Þegar ég skoða svona sýningar og rekst svo á eitt „akademískt" verk, þá léttir mér jafnvel og finnst það nútímalegt — verð hræddur um, að ég sé að verða íhaldssamur karl- fauskur, en uppgötva svo, að starfs- bræðrum mínum um víða veröld og á öllum aldri er svipað innanbijósts! Og hér skal koma fram, að bygg- ingarstílar fortíðarinnar eru jafnvel komnir í tísku aftur og fjölskrúðugur íburðarmikill stíll „Belle Éqoque", sem rifinn var niður af fylgjendum hreina forma „funkis-stefnunnar“, er „æðið“ í dag og þangað leitar fólk. Hver vildi t.d. ekki fá aftur inn- réttingarnar í Hótel Borg eins og þær voru, þegar það var byggt, eða sígilda rakarastofu eins og Valda rakara á Laugaveginum? Einmitt á slíka staði stímar fólk í dag og þá ekki síst núlistamenn! Heitir víst aft- urhvarf til náttúrunnar. - O - Eitt af því skemmtilegasta, sem ég veit, er að skoða svipmiklar og vel upp settar núlistasýningar, en Morgunblaðið/Emilla Kees Visser og Pétur Magnússon myndlistormenn, tveir þeirra sem sýna á samsýningu Nýlistasafnsins er opnuö veröur i dag. eftir nútímalistaverkum miklu meiri en hér er,“ sagði Kees Visser. Aðspurður um hvort hætta væri á því að Nýlistasafnið lognaðist útaf við þær breytingar sem framundan eru sagði Kristján Steingrímur að það væri auðvitað mjög slæmt ef svo færi, „því þetta hefur nánast verið eini vettvangurinn fyrir unga nútí- malistamenn að koma verkum sínum á framfæri. Undanfarin ár hefur rekstur Nýlistasafnsins nánast byggst á velvild Alþýðubankans, því húsnæðið hér við Vatnsstíginn er í eigu bankans og safnið hefur notið mjög góðra leigukjara. Nú telur bankinn sig þurfa að nota húsnæðið og það er ekkert við því að segja, en þá liggur beinast við að opinberir aðilar sinni þessu máli. Safnið er orðið tíu ára gamalt og hefur löngu sannað tilverurétt sinn. Ég óttast líka að ef safnið hverfur geti komið aftur- kippur í þróun íslenskrar nútímalist- ar.“ „Það er líka sárt að missa þetta húsnæði hér við Vatnsstíginn því hvergi annars staðar í borginni hefur verið sýningarsalur sem býður upp á eins marga möguleika. Hér hefur nánast verið hægt að gera hvað sem er,“ sagði Pétur. Aðspurðir hvort það væri keppikefli Nýlistasafnsins að stofnun á borð við Listasafn íslands yfírtæki safnið sögðu þeir það vera viðkvæmt mál. Pétur benti m.a. á að með slíku kæmust verk heillar þeim hefur því miður fækkað á síðustu árum eigi maður að trúa lis- trýnendum heimspressunnar. Að setja upp eina mikla og vel- heppnaða sýningu, sem hefur að- dráttarafl á fólk, er mikið mál og þeim sem tekst slíkt, er líkt við leik- stjóra, enda segir einn hinn frægasti slíkur, „að sýning sé sjálfstætt sköp- unaratriði". Sá er um ræðir er hinn 56 ára gamli Christos M. Joachimides og er m.a. höfundur hinnar miklu sýn- ingar „Zeitgeist" (tíðarandi) í Berlín 1982 í byggingu Walters Gropiusar. Þar gekk hann út frá þrem megin- reglum; tandurhreinum rúðum, snjó- hvítum veggjum og gljáandi parkett- gólfum. Hann útskýrði það þannig: Sýningarrými er sálfræðilegs eðlis og umgerðin verður að vera við hæfi. Byggingin, sem hýsir listina, sker úr um árangur hugmyndar og framkvæmdar. Nýjasta afrek Joachimidesar var að setja upp fræga sýningu á lista- verkaeign hjónanna Ileana og Micha- el Sonnabend í „Hamborgaijám- brautarstöðinni" í Berlín, sem lauk 26. febrúar í ár og vakti mikla at- hygli. Þetta er maðurinn, sem hefur ver- ið ásakaður um að hugsa of mikið um markaðssetningu listarinnar, sem sjálfsagðan hlut, og er m.a. gerður ábyrgur fyrir því að nýbylgjumál- verkið reis svo hátt (nú að margra áliti um sumt óverðskuldað). En með „súpersýningunni" Zeitgeist er hann sagður hafa opnað allar dyr ferskum núlistarstraumum og gert að mark- aðsvöru, sem náði áður fullkomlega óþekktum hæðum og malaði gull í vasa ungra hæfileikamikilla lista- manna, gerði marga þeirra milljónera í einu vetfangi að segja má. Þessi töframaður fullyrðir þó, að hann hafí ekki haft markaðssjónar- mið í huga, hvað sem til er í því. Menntun hefur hann drjúga í lista- sögu, þjóðfélagsfræði og heimspeki, en í það eyddi hann heilum níu árum í Heidelberg og Berlín, áður en hann fann fast undir fæti tii stórhuga framkvæmda. En að maðurinn, sem fæddur er í Aþenu og því grískur, eins og nafnið ber með sér, hafi haft tilfínningu fyrir málaralist má ráða af því, að hann kynnti málverk eftir bóga eins og Marchus Lúperts, Georg Baselitz og Bernd Koberling í Aþenu þegar árið 1967! Oldungaráð Berlínarborgar hafur virkjað þennan mann ásamt Wieland Schmied, forstöðumanni Listahá- skólans í Múnchen, til að undirbúa sýninguna „Hið andlega í list eftir 1945“ árið 1990 og þar næst fylgir trúlega Zeitgeist II árið 1991. Allt gefur þetta augaleið, hvernig fara skuli að til að ná til fjöldans, menntun, hugkvæmni, áræði og sjálfstæði og ættu norrænir (frétta- ritarar) og þá einkum hérlendir að hugsa sinn gang, því að annars er hætta á, að þeir verði að forngripum og sjálfir að sýningargripum í gler- skápum safna. kynslóðar íslenskra myndlistar- manna ókeypis í eigu stofnunarinnar á meðan verk annarra væru keypt. Kristján Steingrímur sagði einnig að mörgum verkanna í eigu safnsins fylgdu þau skilyrði að ef safnið yrði lagt niður í núverandi mynd yrði að skila verkunum til sinna fyrri eig- enda. „Það er því ekkert markmið í sjálfu sér að safnið verði viðurkennt af hinu opinbera á þann hátt. Hér þarf að vera sérstakt nýlistasafn sem væri á fjárlögum hins opinbera á sama hátt og önnur söfn sem ríkið rekur. Reyndar er rétt að geta þess að ákveðnir aðilar innan borgarinnar hafa sýnt okkur fullan stuðning og vonandi verður það til þess að framtíð safnsins verður tryggari en verið hefur.“ En þar til að slíku kemur verður listaverkasafn Nýlistasafnsins í geymslu við Ingólfsstræti og sam- sýning listamannanna tíu við Vatns- stíginn er því síðasti möguleikinn til að heimsækja þann sal sem innan tíðar breytist í skjalageymslur fyrir Alþýðubankann. Sýningin opnar sem áður sagði í dag og stendur til mán- aðamóta og er opin daglega frá klukkan 16-20. Um helgar er opið frá klukkan 14-20. Texti: Hávar Sigurjónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.