Morgunblaðið - 15.04.1989, Side 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1989
Heima hjá afa
Næstkomandi föstudag sýnir leikhópur frá borgarleikhúsinu í
Alaborg í Danmörku nýjasta leikrit sænska rithöíúndarins og leik-
skáldsins Per-Olofs Enquists, Heima hjá afa. Tileftii komu þessara
góðu gesta er ráðstefna í Norræna húsinu um listir og listgagnrýni
á Norðurlöndum sem standa mun dagana 20.-24. apríl. Sýningar á
gestaleiknum fara fram fostudagskvöldið 21. apríl og laugardags-
kvöldið 22. apríl næstkomandi. Sýning þessi hlaut einróma góðar
viðtökur og er af mörgum talin með merkari leikhúsviðburðum
þessa leikárs í Danmörku.
Það sem gerir sýninguna
enn forvitnilegri íslensk-
um áhorfendum er að
leikstjórinn var íslensk-
ur, Stefán Baldursson,
og því voru hæg heimatökin að fá
leikstjórann til að segja _ frá efni
verksins og uppfærsiunni í Alaborg.
„Per-Olov Enquist er eitt af þekkt-
ustu leikskáldum Norðurlanda og hér
heima hafa sést eftir hann tvö leik-
rit, Nótt ástmeyjanna og Úr lífi ána-
maðkanna," sagði Stefán um höf-
undinn. Heima hjá afa var frumsýnt
á Dramaten í Stokkhólmi fyrir rúmu
ári og sýningin sem Stefán setti upp
í Álaborg og var frumsýnd þann 10.
nóvember, var jafnframt Danmerk-
urfrumsýning á verkinu. „Síðan hafa
fjölmörg leikhús tryggt sér sýningar-
réttinn eða þegar tekið verkið til
sýninga."
— Hvert er efni þessa verks?
„Það er nú dálítið erfitt að lýsa
þessu leikriti en persónumar eru
þrjár og verkið gerist á einu kvöldi
á geðsjúkrahúsi þar sem aðalpersón-
an er ungur piltur. Hann hefur myrt
miðaldra hjón og ráðist á annan
sjúkling á sjúkrahúsinu og þar að
auki hefur hann drepið kött sem
hann fékk að hafa hjá sér í tilrauna-
skyni. Hinar tvær persónumar em
konur, önnur er nokkurs konar með-
ferðarfulltrúi, ung stúlka, og hin er
roskin prestur og að því er manni
skilst er fyrrverandi vinkona með-
ferðarfulltrúans. Prestinn hefur með-
ferðarfulltrúinn kallað á til þess að
átta sig betur á drengnum. Nú, án
þess að uppljóstra um allan þráð
verksins, þá komumst við smám sam-
an að því hver tildrögin að morðunum
voru og þetta verður mjög afdrifaríkt
kvöld, því þegar presturinn er búinn
að kynnast þessum pilti þá lætur hún
af embætti eftir átján ár og segir
Frá vinstri: Githa Lehrntann, Jesper Vigant og Bodil Sangill í hlutverkum sinum
í leikritinu Heima hjá afa sem Borgarleikhúsið í Álaborg sýnir á Litla sviði Þjóð-
leikhússins um næstu helgi.
sig úr þjóðkirkjunni.
Þetta er alveg snilldarlega vel
skrifað leikrit sem er hægt að túlka
á marga vegu og fjallar í senn um
mjög einfalda hluti en jafnframt
nokkuð flókna. Bæði á sálfræðilegan
hátt, heimspekilegan og trúarlegan.
í sem stystu máli fjallar verkið
kannski um trúarþörf okkar og guð-
dóminn, hvar fólk finnur sinn guð.
Ég held að það sé nú ekki rétt að
fara nánar út í efni verksins því það
KAMMERMUSIKKIUBBURINN
Sinnhojfer-kvartettinn
í BÚSTAÐAKIRKJU
Sinnhoffer-kvartettinn frá Miiunchen leikur á tvennum tónleikum á
vegum Kammermúsíkklúbbsins í næstu viku. Auk þess leikur kvartett-
inn á Sauðárkróki og Akureyri I þessari sjöttu heimsókn sinni til Is-
lands. Tónleikar kvartettsins í Reykjavík verða í Bústaðakirlgu; þeir
fyrri mánudaginn 17. apríl og þeir seinni föstudaginn 21. apríl og
hefjast. klukkan 20.30 báða dagana.
Sinnhoffer-kvartettinn er einn
þeirra þriggja strengjakvartetta
sem til urðu úr Stross-kvartettinum.
„Allir þessir kvartettar komu hingað
árið 1977 til að flytja okkur strengja-
kvartetta Beethovens," segja þeir
Guðmundur W. Vilhjálmsson og Þór-
arinn Guðnason, tveir af forsvars-
mönnum Kammermúsíkklúbbsins, og
þeir bæta við: „Það er því miður ekki
starfandi neinn strengjakvartett hér
á landi, og er það miður, en í Þýska-
landi mun vera hefð í sinfóníuhljóm-
sveitum og óperuhljómsveitum að sé
starfandi kvartett af þessu tagi. Ekki
þó nauðsynlega á vegum hljómsveit-
anna.“
- Nú hefur Kammermúsíkklúbb-
urinn verið starfandi í 32 ár. Hvað
er það við kammermúsík sem gerir
hana sérstaka?
„Kammermúsík er fyrst og fremst
fáir hljóðfæraleikarar, þrír til fimm,'
sem koma saman og byggist á því
að öll hljóðfærin eru jafnrétthá. Það
er enginn prímadonnustíll á henni,
kemur þó fyrir að 1. fiðla er leið-
andi. Beethoven lagði áherslu á að
öll hljóðfærin gegndu jafnmikilvægu
hlutverki. Það er meðal annars
ástæðan fyrir því að erfitt er fyrir
strengjakvartetta að starfa, nema
hafa fastan starfsgrundvöll."
- Hefur kammertónlist einhver
séreinkenni?
„Ekki í byggingu. Ég held að stíll
sé fremur háður höfundum og þeim
tíma sem þeir lifa. En ætli öll þessi
tónskáld hafi ekki anda Joseph
Haydn svífandi yfir sér, þar sem hann
er talinn faðir strengjakvartettanna.
Merkustu strengjakvartettar Mozarts
voru til dæmis tileinkaðir Haydn.“
Á tónleikum sínum að þessu sinni
flytur Sinnhoffer-kvartettinn verk
sem spanna um það bil 150 ár. Á
fyrri tónleikunum flytja þeir
Strengjakvartett í F-dúr, ópus 41.2
eftir Schumann og er verkið frá 1842.
Þá leika þeir Strengjakvartett nr. 2
eftir Ingo Sinnhoffer, en hann er
meðlimur kvartettsins; leikur á 1.
fiðlu. Verkið samdi hann árið 1975.
Síðast á efnisskránni á þessum tón-
leikum er Strengjakvartett í C-dúr,
ópus 59.3, eftir Ludwig van Beethov-
en og er frá 1806.
Á seinni tónleikunum flytur Sinn-
hoffer-kvartettinn Strengjakvartett
nr. 1 eftir Leos Janaced. Þessi kvart-
ett var saminn 1923, undir áhrifum
af skáldsögunni Kreuztersónatan,
eftir Leo Tolstoy. Annað verkið sem
flutt verður á þessum tónleikum er
Strengjakvartett í As-dúr, ópus 105,
eftir Antonin Dvorak og er frá árinu
1895. Lokaverkið er eftir Ludwig van
Beethoven og er Strengjakvartett í
f-moll, ópus 95, frá árinu 1810. „Um
þetta verk sagði Mendelssohn á
sínum tíma að það væri hvað mest
einkennandi fyrir Beethoven," segir
Guðmundur, „en svo var annar mað-
ur sem sagði að Mendelssohn hefði
gjaman viljað semja svona kvartett
sjálfur."
Um aðsókn að tónleikum Kammer-
sveitarinnar, sögðu þeir félagar að
hún færi frekar vaxandi seinni árin,
þó ekki væri það sami fjöldinn og
sækti Sinfóníutónleika. „Það þarf
nefnilega þjálfun í að hlusta á kamm-
ertónlist yfirleitt. En taki maður á
sig þá þjálfun, uppsker maður líka
ríkulega." En það eru fleiri en þessir
tveir herramenn, sem standa á bak
við starfsemi Kammermúsíkklúbbs-
ins, því með þeim í stjóm em Runólf-
ur Þórðarson, verkfræðingur, Einar
B. Pálsson, prófessor, og dr. Jakob
Benediktsson, og veita þeir allir upp-
lýsingar varðandi félagsskapinn.
En semsagt, tvennir tónleikar í
Bústaðakirkju í vikunni með Sinn-
hoffer-kvartettinum, en meðlimir
hans em Ingo Sinnhoffer, 1. fiðla,
Aldo Volpini, 2. fiðla, Roland Metz-
ger, lágfiðla, og Peter Wöpke, kné-
fíðla.
Leikfélag Akureyrar
frumsýndi í gærkvöldi
„Sólarferð“ effcir Guð-
mund Steinsson. Verkið
lýsir, á gamansaman
hátt, ferð nokkurra
hjóna til Costa del Sol,
ýmsum atvikum sem
koma upp í slíkri ferð,
strandlífi jafiit sem
skemmtunum. Aðalper-
sónur verksins, Nína og
Stefán, eru leikin af
Önnu Sigríði Einarsdótt-
ur og Theodór Júlíus-
syni, Kristbjörg Kjeld
kemur fi-á Þjóðleikhús-
inu og leikur Stellu, Þrá-
inn Karlsson leikur
mann hennar, Jón, og
eru þau vinahjón Nínu
og Stefáns. Sigurveig
Jónsdóttir Ieikur Elínu
og Marinó Þorsteinsson
mann hennar, Pétur.
Manolo, spænskurþjónn
sem sljanar í kringum
Islendingana, er leikinn
af Ingólfi Birni Sigurðs-
syni. Aðrir leikarar sem
taka þátt í sýningunni
eru Margrét Pétursdótt-
ir, Hrafiihildur Hafberg
og Þórður Rist. Leik-
mynd og búninga gerir
Gylfi Gíslason og honum
til aðstoðar er Freyja
Gylfadóttir. Hljóðmynd
og tónlist er samin af
Þórólfi Eiríkssyni, Ingv-
ar Björnsson hannar lýs-
ingu og leiksljóri er Hlín
Agnarsdóttir.
- seg,
adstandet
symngan;
Hlín var spurð að því
hvort efni verksins,
ferð til sólarlanda,
byði upp á fleiri en
eina leið í uppfærslu.
„Já,“ svaraði Hlín, „ég hugsa að
suma þættina sé hægt að túlka á
ýmsa vegu. Það er hægt að leggja
áherslu á kómíkina, eða farsann, í
verkinu. Það er líka hægt að fara
þá leið að dýpka þann tragíska
undirtón sem í verkinu er.“
— Hvaða leið ferð þú?
„Ég hef reynt að leggja áherslu
á hið gamansama, sem ég reyndar
þekki mjög vel af eigin reynslu sem
fararstjóri. Mér finnst ég þekkja
alla farþegana í þessu
verki. En auðvitað
reyni ég að vera trú
þeim alvarlega Undir-
tóni sem fylgir aðal-
kvenhlutverkinu.
Þetta er blanda af
gamni og alvöru, eins
og aðrir góðir gaman-
leikir. Eins og ég segi,
aðalkvenpersónan er
tragísk. Hún og mað-
ur hennar eru að
koma í fyrsta skipti
til sólarlanda og þau
lenda í miklum hremmingum, sem
aftur losa um tilfinningalega
kreppu hjá þeim. Vinahjón þeirra,
Stella og Jón, eru aftur á móti mjög
ánægð.“
„Já,“ skýtur Kristbjörg inni í,
„þau eru búin að fara svo oft í sólar-
ferð og búin með hremmingamar
og það er alveg sama hvað upp
kemur, þau láta ekkert tmfla eða
eyðileggja ferðina."
— En Hlín, er það ekki rétt hjá
mér að þú sem leikstjóri kjósir
gjarnan að fara þá leið að hrista
hópinn vel saman í byijun og hafa
uppsetninguna í samvinnuformi?
„Þetta er í fyrsta skipti sem ég
set upp sýningu sem eingöngu er
sett saman af „prófessjónal" leikur-
um. Það er allt öðmvísi. Það gilda
einfaldlega aðrar, óskráðar, reglur
og er engan veginn sambærilegt.
Jú, vissulega er ég
á móti því
Sólarferó hjá Leikfélagi Akureyrar
Qdýrastq
solafferom
iar