Morgunblaðið - 15.04.1989, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.04.1989, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1989 ást mjög stutt. Áhrifa þeirra gætir mjög á yngri listamenn; þeir þora ekki að taka sjálfstæðar ákvarðan- ir í Iistsköpun sinni, heldur leitast þeir við að gera myndir sem þeir halda að falli umræddum listsagn- fræðingi í geð.“ — Ertu að segja að myndlistar- menn séu hættir að móta myndlist- arsöguna, en í staðinn séu komnir listfræðingar sem búa til myndlist- artískur? „Akkúrat! Því miður sér maður það nú þegar um allan hinn vestræna heim, hvaða áhrif þetta hefur haft. Menn þurfa ekki að skoða nema eitt nút- ímalistasafn í Evrópu eða Ameríku til þess að sjá þau öll, vegna þess hve lík þau eru orðin. Sem betur fer er maður þó að byrja að sjá merki þess að menn séu farnir að átta sig á því að þjóðleg einkenni geti verið alþjóðleg og að verð- mæti geti fundist víðar en á mark- aðstorgum galleríanna. Þegar við íslendingar lyftum af okkur oki núverandi stjórnmála- ástands og endurreisn efnahags- og menningarlífs hefst er ég viss um að við munum enn á ný, sem svo oft áður, sækja okkur kraft í þjóðleg menningarverðmæti til að byggja endurreisnina á.“ — Viltu meina að þegar stjóm- málaástandið er svona ótryggt, efnahagsstaðan slæm og óöryggi fólks eins mikið og nú virðist vera endurspeglist það í listsköpun þjóð- arinnar á þann hátt, að menn verði ekki eins stoltir af sinni þjóðlegu arfleifð? „Já, Hstsköpun speglar oft það ástand sem ríkjandi er hveiju sinni. Við bara sjáum það aldrei fyrr en seinna." Viðtal: Súsanna Svavarsdóttir ALLNÝSTÁRLEG myndlistarsýn- ing verður opnuð á Kjarvalsstöðum í dag. Á sýningunni verða sýnd 19 „emaléruð“ myndverk eftir Ein- ar Hákonarson, en verk af þessu tagi hafa ekki verið sýnd hérlendis áður. Emal- éruð myndverk eiga sér þó ævalanga sögu og til eru verk frá því um 3000 fyrir Krist á sumerískum menn- ingarsvæðum og í Egypta- landi. Aðferðin gengur út á það að unnið er á málmplöt- ur, sem grunnaðar eru með fínmöluðu gleri, blönduðu með vatni. Platan er síðan hituð í sérstökum ofni í 860 gráður. Mismunandi efna- sambönd mynda litina og er aðallega um að ræða ýmis oxíð-efni. Aðferðin hefur orðið mjög vinsæl í Evrópu til skreytinga utanhúss sem innan vegna þess hve veður- þolin hún er og þess frjálsa tjáningarmáta sem hún býður upp á. Einar dvaldi fyrir nokkru í Gautaborg, þar sem hann nam þessa tækni undir leið- sögn eins þekktasta lista- manns Svía á þessu sviði, Knut-Yngva Dahlbach, en emaléruð myndverk hans skreyta nú fjölda bygginga í Svíþjóð. Einar var spurður að því hvort þessi nýja tækni hefði einhveijar breytingar í för með sér hvað varðaði myndefni. litirnir ekki mikið á þeim í tímans rás. Þess vegna held ég að við séum hér komin með aðferð sem hentar mjög vel fyrir íslenskar aðstæður, til skreytinga utan á byggingar.“ Stendur það til? „Það hefur verið gert. Fyrir nokkrum árum var sérstökum List- skreytingasjóði ríkisins komið á laggirnar. Meiningin var að láta gera, eða kaupa, listaverk á opin- berar byggingar og á grunnskóla. Mig minnir að lögin kveði á um að 1% af A-fjárlögum ríkisins skuli renna í þennan sjóð. En lögunum hefur aldrei verið framfylgt upp að því marki, þótt eitthvað hafi verið keypt og nokkur verk gerð eftir að sjóðurinn var stofnaður. Lögin kveða á um að forstöðumenn stofnana sæki um fjárveitingu úr sjóðnum til myndskreytinga, þann- ig að hann varð breyting til batnað- ar, þótt vissulega mætti gera meira af þessu. En ég tel líka alveg tímabært að koma fram með nýja tækni, sem hentar vel íslenskum aðstæðum. Reyndar þarf að laga lög þessa sjóðs, vegna þess að það vantar millistig, þannig að þeir sem sækja um styrk úr sjóðnum geti sótt um fjárveitingu til að láta listamenn gera tillögur. Núna verða listamenii að gera tillögur upp á von og óvon. Ef tillögunni er hafnað fær hann ekkert fyrir sína vinnu. Það mundi enginn koma til arki- svör um það hvort þeir vildu mynd- ina eða ekki. Ekki einu sinni hvort þeir vildu prófa myndina á þessum stað. Þannig að ég hugsa að þetta sé eina listaverkið á íslandi, sem hefur verið dæmt óhæft af fimm hæsta- réttardómurum. Sem betur fer er ég nú ekki eini málarinn á íslandi sem hefur orðið fyrir þröngsýni landans, því hver man ekki eftir viðtökum altaristöfl- unnar sem Kjarval gerði og við- komandi sóknarnefnd hafnaði. Myndinni var hafnað vegna þess að umhverfi Krists og persónurnar í myndinni voru sótt í íslenskan veruleika; íslensk bændaandlit prýddu andlit Krists og lærisvein- anna... . .. Heyrðu annars, þú mátt ekki skilja þetta sem svo að ég sé að setja mig á stall með Kjarval. Þetta eru fremur sögur um hliðstæð við- brögð fólks en okkur sem málara. En ég hafði óskaplega gaman af að gera þessa mynd og hún er full af táknum. Ég var allur í symbolis- manum þá og þessi mynd leiddi mig inn í fleiri myndir. En nú er ég aftur komin frá symbolisman- um.“ — Já, þú sagðist leggja áherslu á tilfinningaflæði. Einhveijar sér- stakar tilfinningar öðrum fremur? „Það er nú það. Veistu það, að þegar íslendingar fjalla um mynd- list hættir þeim til að setja alla hluti upp í söguform, sérstaklega hin seinni ár. Það hefur eiginlega komið fram ný stétt manna hér og þá meina ég hina ungu listsagn- fræðinga. Það er mjög sjaldgæft að sjá þá fjalla um myndina sem slíka, heldur er oftast leitast við að setja myndir í samband við ein- hveija listastrauma og -stefnum sem ganga yfir listaheiminn — oft- Rætt vii Einar Hákonar- son sem opnar sýningu á emaléruium mynd- verkum í dag tekts og biðja hann að teikna fyrir sig hús án þess að hann fengi greitt fyrir það. Það sama á að gilda um listamenn, vegna þess að sjálf sköpunin á Iistaverkinu fer fram í höfði listamannsins. Út- færslan er annað mál og stundum ekki unnin af listamönnunum sjálf- um. Það mætti líka segja að meiri samvinna mætti vera milli arki- tekta og myndlistarmanna, ef skreytingar eiga að koma til — og þá meina ég alveg frá byijun. Sumir arkitektar hafa fullan skilning á þessu, en það fer ansi mikið eftir því hvar þeir hafa hlot- ið sína menntun. Á árum áður, þegar ég var við nám í Svíþjóð, voru sameiginleg verkefni lögð fyr- ir myndlistar- og arkitektanema, einmitt í því augnamiði að kenna okkur að vinna saman. Það var mjög gefandi fyrir báða aðila. Ég hef aðeins einu sinni átt kost á slíku samstarfi hér og það var við Gunn- ar Hansson arkitekt sem nú er því miður látinn, langt fyrir aldur fram. Það var á Hólabrekkuskóla og Öld- uselsskóla. Þá vann ég mósaikverk, sem ég reyndar vann algerlega sjálfur. Venjan er hinsvegar að mósaikverk séu unnin á verkstæði í Þýskalandi og ég held að þetta séu einu mósaikverkin sem hér hafi verið unnin. Þessi emaléraða tækni hefur ýmsa kosti umfram glermósaik. Til dæmis er miklu léttara að eiga við þetta efni. En hér á íslandi er auð- vitað ekki til neitt verkstæði til að vinna þau. Ég gerðist hinsvegar félagi í verkstæðinu úti í Svíþjóð og get farið þangað að vinna hve- nær sem ég vil. Ég held að þessi tækni passi minni myndgerð mjög vel, vegna þess að ég get beitt penslinum á mjög fijálslegan hátt og mín mynd- tæknin er fyrst og fremst notuð til skreytinga. Á þessari sýningu er ég hinsvegar með lítil verk; að einu verki undanskildu eru þau ósam- sett. Hinsvegar er alveg öruggt að svona sýningu held ég aldrei aftur, því áframhaldiff verður fyrst og fremst skreytingar. Þessi sýning er kynning á tækninni." — Hvað er svona spennandi við að vinna verk til skreytinga? „Það er fyrst og fremst stærðin. Það er mjög sjaldgæft að málarar fái tækifæri til að gera stór mál- verk, nema til skreytinga. En ég er sámt með fullan kjall- ara heima hjá mér af stórum mál- verkum sem ég hef gert í gegnum árin. Meira að segja gríðarstórt verk, sem var gert í samráði við Húsameistara ríkisins, fyrir Hæstarétt." — Af hveiju er það ekki í Hæstarétti? „Það er nú saga að segja frá því. Þannig var, að ég hitti húsa- meistara ríkisins einn dag á förnum vegi, rétt eftir að búið var að koma Listskreytingasjóði á. Ég spurði hvort hann hefði ekki áhuga á að láta skreyta byggingar sem í hans umsjá væru. Hann varð strax mjög áhugasamur og stuttu seinna bauð hann mér að skoða nokkrar bygg- ingar, þar á meðal Hæstarétt. Þegar ég kem inn í Hæstarétt verð ég strax fangaður af því dra- matíska andrúmslofti sem mér fannst vera þar og varð gagntekinn gerð hefur þróast meira og meira yfir í fijálslega tjáningu, þar sem liturinn spilar æ meiri rullu. Teikn- ingin hefur alltaf átt stóran sess í verkum mínum, en nú ekki eins greinilega, heldur á bak við. Nú órðið má segja að ég sé meira á höttunum eftir tilfinningaflæði. Emaléruð myndverk eru yfirleitt samsett og feykilega stór, því af þeirri hugmynd að þarna hefðu oft örlög verið ráðin. Ég féll fyrir þessari stemmningu og segi við húsameistara: „Hér væri spennandi að gera verk.“ Það verður svo að samkomulagi að ég geri skissur fyrir stigaganginn; á vegg sem hefur mjög fallega norðurbirtu. En þegar ég byija að skissa kemst ég fljótt að þeirri niðurstöðu að hug- myndin gæti aldrei skilað sér í skissu og geri, upp á mitt ein- dæmi, mynd í fullri stærð. Þessa mynd sýndi ég svo húsa- méistara og hann verður strax hrif- inn, enda mjög listelskur maður. Síðan skoðaði forseti Hæstaréttar myndina, sem þá var Magnús Torfason, ásamt fjórum öðrum hæstaréttardómurum. Ég fékk nú lítil viðbrögð frá þeim og engin Uti mályerk í austur Iraun og veru hef ég yfirfært mín málverk á þessa tækni. Þegar ég kynntist henni fyrst komst ég fljótt að raun um að hún var mjög nálægt vatns- litamálun, að því leyti að hægt var að vinna mjög fijálslega, einnig að maður gat málað yfir og látið undir- litinn koma í gegn. Það er einmitt alþekkt með vatnslitinn að hann heldur svo tærleika sínum. Við það að sjá hvað litimir urðu tærir og að það var hægt að mála þetta fijálslega með þeim, auk þess sem þeir gætu haldið við hvaða veður- skilyrði sem er, var auðvitað mjög spennandi að prófa þetta. Hingað til hefur maður bara vit- að að litir í glermósaik héldu íslenskri veðráttu. Engin önnur aðferð, með öðrum litum hefur haldið; litimir hafa alltaf upplitast. En ef menn muna eftir gömlu emeléruðu götuskiltunum, sem voru hvít og blá og ég býst við að enn séu til á húsum, þá breytast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.