Morgunblaðið - 16.04.1989, Side 2
B
MÖÉGIÍNBLAÐIÐ-
FASTEIGIMIR
AGUR 16. APRÍL-1989
VerkfaU BHMR licfur
áhrif á fasteignasöln
Tefur fyrir þingtýsingu og afgreióslu reóbókarvottoróa
Frá þinglýsingardeild borgarfógetaembættisins. Þar eru
nú fimm lögfræðingar af sex í verkfalli.
FASTEIGN ASALAR telja al-
mennt ekki, að verkfall BHMR
eigi eftir að hafa neikvæð áhrif
á markaðinn, en verkfall lög-
fræðinga í þjónustu ríkisins
geti þó orðið til að valda trufl-
unum í fasteignasölu og þá aðal-
lega vegna þess, að ekki verði
unnt að þinglýsa skjölum eins
og veðskuldabréfum og kaup-
samningum.
Hægt hefur verið að fá veð-
bókarvottorð hjá borgarfó-
getaembættinu í Reykjavík og
hjálpar þar til, að töluvæðing veð-
LÁN Húsnæðisstoftiunar ríkis-
ins hækkuðu um síðustu mán-
aðamót, bæði til kaupa eða
byggingar á nýjum íbúðum og
til kaupa á eldra húsnæði. Lán-
in hækka á þriggja mánaða
fresti í samræmi við þær hækk-
anir, sem verða á byggingarvísi-
tölu og hækka því næst 1. júlí
nk.
Lánstíminn er 40 ár og
ársvextir 3,5%, en gjald-
málabóka er komin þar talsvert
áleiðis. Þess ber þó að gæta, að
þau veðbókarvottorð, sem af-
greidd eru, síðan verkfall BHMR
skall á, getur verið áfátt að því
leyti, að þau beri ekki með sér
skjöl eins og skuldabréf, lögtök
og fjámám, sem lögð hafa verið
inn til þinglýsingar, eftír að verk-
fallið hófst, þar sem ekki hafi
náðst að þingíýsa þeim.
— Það stórhægir hér á öllu,
því að ég er hér einn eftir en allir
aðrir, sem löglærðir eru, í verk-
falli, sagði Sigurður Sveinsson,
borgarfógeti í þinglýsingadeild
dagar eru 1. febrúar, 1. maí, 1.
ágúst og 1. nóvember hvert ár.
Fyrstu tvö árin eru lánin afborgun-
arlaus og greiðast þá aðeins vext-
ir og verðbætur á þau, en á allar
greiðslur, bæði vexti og afborgan-
ir, eru jafnan reiknaðar verðbætur
í samræmi við lánskjaravísitölu.
Meðfylgjandi tafla sýnir láns-
fjárhæðimar, eins og þær verða
tímabilið apríl-júní á þessu ári svo
og greiðslubyrði þeirra.
borgarfógetaembættisins í
Reykjavík, þegar hann var spurður
um áhrif verkfallsins þar. - Að
jafnaði starfa hér sex lögfræðing-
ar og nú em fimm þeirra í verk-
falli. Veðbókarvottorð hafa samt
verið afgreidd héðan, en það er
spuming, hversu nákvæm þau eru,
sérstaklega þegar frá líður, því að
þá kann að vanta inn á þau skjöl,
sem ekki hefur verið þinglýst.
Eign, sem búið er að setja í
tölvu, sýnir þó innlögð skjöl. Veð-
bókarvottorð yfir aðrar eignir út-
búum við með fyrirvara um hugs-
anleg ný innlögð skjöl, sem ekki
hafí náðst að innfæra vegna verk-
falls.
Aðvörun frá Stéttar- félagi
lögfræðinga
Stjórn Stéttarfélags lögfræð-
inga í ríkisþjónustu hefur sent frá
sér tilkynningu, þar sem því er
haldið fram, að veðbókarvottorð,
sem embætti Borgarfógetans í
Reykjavík gefur út á meðan verk-
falíi lögfræðinga stendur, kunni
að vera röng og varasöm í við-
skiptum.
Þar segir, að útgáfa veðbókar-
vottorða liggi víðast hvar niðri hjá
embættum bæjarfógeta og sýslu-
manna, en hjá bogarfógetaemb-
ættinu í Reykjavík séu hins vegar
gefin út veðbókarvottorð. Nýút-
gefín veðbókarvottorð, þar eða
vottorð, sem gefin eru út eftir 6.
apríl sl., geti veitt rangar upplýs-
ingar og valdið tjóni í eignavið-
skiptum. Þá kunni vottorð, útgefín
áður en verkfall hófst, að sjálf-
sögðu að vera úrelt.
Neikvæð áhrif
Verkfallið er farið að hafa nei-
kvæð áhrif á störf fasteignasala.
— Við emm farnir að fínna fyrir
verkfallinu, að því er varðar þing-
lýsingu skjala, sagði fasteignasali,
sem Morgunblaðið hafði samband
við. — Maður sem ætlaði að kaupa
LEIGA fyrir íbúðarhúsnæði og
atvinnuhúsnæði, sem sam-
kvæmt samningum fylgir vísi-
tölu húsnæðiskostnaðar, hækk-
aði um 1,25% frá og með 1.
apríl sl. Reiknast þessi hækkun
á þá leigu, sem var í marz. Leiga
helzt síðan óbreytt næstu tvo
mánuði, það er til loka júní-
mánaðar nk.
Húsaleiga hækkar á þriggja
mánaða fresti, ef heimild er
til hækkunar, en hún fylgir al-
mennum launahækkunum. Húsa-
íbúð hjá okkur, varð að hætta við
það. Hann var búinn að verða sér
út um nauðsynlegt lán í þessum
tilgangi, en þar sem ekki var unnt
að þinglýsa veðskuldabréfinu,
fékk hann lánið ekki útborgað.
leiga hækkaði í janúar 1988 um
9%, í apríl s. á um 6% og í júlí
um 8%. Engin hækkun varð síðan
í október og engin í janúar á þessu
ári.
Húsaleiga hækkaði hins vegar
samkvæmt framansögðu um
1,25% 1. apríl sl., sem er sama
tala og laun hækkuðu almennt um
15. febrúar sl. Engar launahækk-
anir urðu frá því í júní í fyrra fram
til 15. febr. sl. og því urðu engar
hækkanir á húsaleigu á því tíma-
bili.
Lán til kaupa LánsQárhæð Ársflórðungsgreiðsla
eðabyggingar
á nýjum íbúðum: 1. og2. ár 3.-40. ár
Hámarkslán — fyrsta íbúð Hámarkslán — seinni íbúð kr. 3.654.000.- kr. 2.558.000,- kr. 31.973,- kr. 22.383.- kr. 43.560,- kr. 30.494,-
Lán til kaupa á eldri íbúðum:
Hámarkslán — fyrsta íbúð Hámarkslán — seinni íbúð kr. 2.558.000.- kr. 1.791.000.- kr. 22.383,- kr. 15.671.- kr. 30.494.- kr. 21.351,-
Hærri húsnæóislán
Húsaleiga hækkar
MARKAÐURINN
Rildsjaróir unclir
lceóju orlofshúsa
Fjármálaráðherra hefur lýst yfír
áhuga sínum á því að selja laun-
þegasamtökum jarðir í eigu ríkis-
ins. Þessi yfirlýsing gefur tilefni til
þess að athuga hvort ekki sé grund-
völlur fyrir því að
koma upp keðju
orlofshúsa á Is-
landi eins og með-
fylgjandi mynd
sýnir, sem væru í
eigu eins aðila. Ef
þetta væri gert
gætu ferðamenn
farið á milli þess-
ara staða, dvalist nokkra daga á
hverjum stað, og skoðað aðliggjandi
hérað og það sem það hefur uppá
að bjóða. Þannig gætu menn fengið
mjög yfirgripsmikla reynslu af landi
og þjóð á tiltölulega skömmum
tíma.
Margar leiðir eru til þess að út-
færa þessa hugmynd. Æskilegt
væri að velja jarðir sérstaklega með
tilliti til fjölbreyttrar aðstöðu og
nálægð við þéttbýli og áhugaverða
staði. Hugsanlegt væri að nýta
húsakost viðkomandi jarðar, breyta
honum og endurhæfa fyrir t.d. 6
manna hópa. Hugsanlegt væri að
selja slíkum hópum 18 daga
„pakka" með bíl frá Reykjavík,
þannig að dvalið væri þijá daga á
hveijum stað, en á þriðja degi „rót-
eruðu“ menn á milli staða. Hægt
værí að velja þessar jarðir þannig
að unnt væri að kaupa vistir, eftir-
lit og helstu þjónustu af bændum
í nágrenninu þannig að þeir hefðu
af þessu ákveðnar tekjur, auk vinnu
við breytingar og smíðar og aðrar
framkvæmdir.
Hugsanlegt er að þessi orlofshús
væru leigð slíkum hópnum yfir
ferðamannatímann, en einnig er
hugsanlegt að „selja“ bæði innlend-
um og erlendum aðilum „vikur“ á
þessum stöðum utan þessa tíma.
Þessi aðferð gæti hentað mjög vel
við að fjármagna þessar fram-
kvæmdir, en algengt er að hver
vika seljist á um þreföldu kostnað-
arverði.
Þetta form af eignarhaldi getur
hentað þeim vel sem einungis vilja
nota viðkomandi fasteign hluta úr
ári. Það er fólgið í því að seljandi
fasteignar deilir eignarhaldi fast-
eignarinnar niður á vikur ársins.
Síðan er hver vika seld mismunandi
aðilum. (Yfirleitt eru einungis 50
vikur seldar í hveiju ári, en tvær
vikur eru undanskildar til viðgerða
o.þ.h.)
Sá aðili sem kaupir t.d. fyrstu
tvær vikumar í júní á ákveðnum
stað á viðkomandi fasteign í þessar
tvær vikur og greiðir þá líka 14. af
gjöldum sem falla á þennan eignar-
hluta hvert ár. (Hér getur bæði
verið um fullt eignarhald að ræða,
eða tímabundið, t.d. í 20 ár.)
Þetta form af eignarhaldi, tíma-
bundin sameign, (timeshare) hefur
eftir Gest Ólafsson
rutt sér mjög til rúms erlendis að
undanförnu, en hefur til þessa ekki
verið notað hér á landi. Talið er að
fyrst hafí verið farið að nota þetta
sameignarform í Frakkland árið
1964, en hugmyndin varð ekki vin-
sæl fyrr en Bandaríkjamenn fóru
að nota hana upp úr 1970. Nú er
talið að meira en milljón manna
eigi íbúðir og hús í þannig tíma-
bundinni sameign. Af þeim eru ein-
ungis um 80.000 í Evrópu. Flestir
af þessum 80.000 eigendum eru
búsettir í Englandi, eða um 60.000.
Rétt væri að gera grófa forkönn-
un (feasibility study) á þessu máli
sem m.a. tæki til eftirfarandi atriða:
— Heppilegir staðir fyrir miðstöðv-
ar, miðað við aðstöðu og eðlileg-
an ferðatíma?
— Hvar eru lausar jarðir?
— Með hvaða kjörum er hægt að
fá þessar jarðir?
— Hvað þurfa jarðirnar að bjóða
uppá (fjallgöngur, veiði og
hlunnindi, skógrækt, hestasport,
sund, aðrar íþróttir, annað (jarð-
hiti))?
— Hvaða aðstöðu þarf að koma
upp, (húsnæði, vegir, veitur)?
— Vinna hugmynd um uppbygg-
ingu á dæmigerðri jörð.
— Hugmynd um rekstur orlofs-
húsakeðju (umsjón, sala, augl.
viðhald)?
— Frumáætlun um stofnkostnað.
— Markaður fyrir orlofshús (inn-
lendur/erlendur)?
— Áfangaskipti uppbyggingar.
Höfundur er arkitckt og rckur
eigin stofu.
■
■