Morgunblaðið - 16.04.1989, Qupperneq 14
14 B
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR SUNNUDAGUR 16. APRÍL 1989
SMIÐJAN
Baðherbersiö
Hinn 5. febrúar sl. var birt viðtal
við Guðmund Pálma Kristinsson
verkfræðing, þar sem hann sagði frá
áætlanagerð um kostnað á viðhaldi
íbúðarhúsnæðis. I lok viðtalsins var
svo birt tafla yfir
hve mörg ár liðu
að meðaltali á milli
viðgerða á nokkr-
um þáttum.
Gagnlegt er fyrir
húseigendur að
töflur um viðhalds-
®ia,no þörf séu birtar öðru
Olafsson hvoru. Það hjálpar
mönnum tii að meta hvenær ástæða
er til viðgerða og til að átta sig á
hvort óvenjufljótt þarf að skipta um
tæki og búnað.
Baðherbergið er mikið notað af
heimilisfólki og gestum. í töflu verk-
fræðingsins var getið um eftirfarandi
viðgerðir í baðherbergi:
Tíðni
í árum
Yfirfamar pakkningar,
festingar o.fl 5 ár
Endumýjuð handlaug,
baðker og salemisskái 25 ár
Skolvaskur endurnýjaður 15 ár
Fólk sem byggði sér íbúð á áranum
'""‘1960-1965 þarf samkvæmt töflunni
að ætla allháa upphæð til viðhalds á
íbúðinni árlega. Þarf t.d. trúlega að
fara að skipta um tæki í baðherbergi.
Sjálfsagt er það samt allmisjafnt,
eftir stærð heimilisins o.fl. þáttum.
I íbúðum frá þeim áram er þó um
sæmilegt snyrtiherbergi að ræða og
í stóram ibúðum lítið aukasalemi.
íbúðir sem byggðar vora fyrir
1930 era mjög mismunandi að því
leyti hvort stórt eða lítið rúm er
ætlað fyrir snyrtingu.
_ Sé orðið aðkallandi að taka snyrt-
ingunni tak; þessu litla herbergi sem
er okkur öllum mikilvægt, þá munu
margir íhuga hvemig megi koma
tækjum haganlega fyrir, hvort hag-
kvæmara væri að breyta til.
Til að hjálpa fólki við að bytja
teiknaði ég upp grannmynd lítils
baðherbergis. Mynd A er eins og
herbergið var upphaflega. Nú eru
tækin gömul og verður ekki lengur
slegið á frest að skripta um þau.
Stærðin er gefin: 2,40 m langt og
1,45 m breitt. Dyr við horn á öðram
endaveggnum.
Nú munu margir spyija: Er
-nokkra hægt að breyta í baðher-
bergi, ráða ekki leiðslur og stútar
því hvar tækin verða að standa?
Rétt er það, stútar ráða miklu um
þetta, en með nútíma röraefni er
nokkuð auðvelt að hnika tækjum tii.
Salernisskálin þarf víða og öragga
frárennslisleiðslu, því kann að vera
erfiðast að færa hana mikið. Á mynd-
um A og B teiknaði ég hring í skol-
kassann til að sýna hvar stúturinn
var í þessu herbergi. Á A myndinni
er salemisskálin óþægilega nærri
veggnum, því baðkarið er það langt.
Frárennslisstúturinn aftan við miðja
salemisskálina. Nú langar mig til að
færa salernið svoiítið fjær veggnum.
Það reynist auðvelt, því ég er ákveð-
inn í að nota ekki svona stórt baðkar
aftur í svona lítið baðherbergi. Mér
finnst miklu þægilegra að þvo mér
undir sturtu og kemur heimilisfólkinu
saman um að það sé sjálfsagt að
nota sturtu, en ekki baðkar.
Þetta er annars komið undir
ástæðum, gamalt fólk eða hreyfi-
hamlað, þarf að hafa baðkar. Sé
þörf á því má einnig kaupa styttra
kar eða t.d. setkar.
Skýringarmynd B sýnir að sturtu
hefur verið komið fyrir í enda bað-
herbergisins, handlaugin var sett við
hlið salernisins og er skápur undir
handlauginni fyrir óhreint tau.
Úrval blöndunarkrana og annarra
Svo að auðveldara væri að koma
leiðslum fyrir, var botninn undir stur-
tunni hækkaður um 14 sm eins og
sést á mynd C, þverstrik ofan við
gólfið. Auk þess setti ég 30 sm. djúp-
an hilluskáp inn við horn á móti stur-
tunni, til að geyma hrein handklæði
á og einfalda hillu fyrir ofninn. Á
þeirri hillu era snagar, sem vantar
alltof oft í baðherbergi.
Það veltur allmikið á hvaða tæki
eru valin í baðherbergið, rétt er að
vanda vel til þeirra. Mikilvægt er að
keypt sé vandað og hljóðlátt salerni.
Afgreiðslufólk í verslunum sem selur
þessi tæki mun oftast geta gefið
greinargóð svör um tækin. Svo er
sjálfsagt víða hægt að fá að hlusta
á salemi verslunarinnar hve hátt
lætur þegar skolað er niður.
Mikilvægt er að sturtudreyfarinn
sé góður og að hægt sé að renna
honum upp eða niður, eftir þartil-
gerðri stöng sem fest er á vegginn.
Sjá mynd C. Fólk er misjafnlega
hávaxið, auk þess vilja sumir geta
skolað líkamann án þess að þvo hár-
ið alltaf um leið.
Þetta á einnig við þegar sturtu-
dreyfari er settur yfir baðkar.
Það liggur í augum uppi að með-
Fallegt er að nota liti í hófi.
tækja, t.d. sturtuklefa, er mikið.
fylgjandi skýringarmyndir era ekki
miðaðar við stærð baðherbergis þíns
lesandi góður, enda hugsaður til að
hjálpa fólki að byija að skipuleggja
baðherbergi sem endurnýja þarf.
Best er að byija á að mæla stærð
herbergisins og teikna grannflötinn
á blað, t.d. í stærðarhlutfalli % og
merkja inn dyr og glugga. Síðan er
gott að klippa úr úr kartoni mynd
af baðkari, sturtu, handlaug, salern-
isskál og e.t.v. skolskál, í sömu
stærðarhlutföllum og teikna tækin
síðan á grunnmynd herbergisins.
Nú er í tísku að kaupa baðkör
með loftbóludælu og vilja sumir auð-
vitað koma fyrir slíku tæki hjá sér.
Um það er allt gott að segja, en ég
vil hvetja fólk til að semja við sér-
menntaða pípulagningamenn um að
leggja leiðslurnar og tengja tækin.
Það er ekki gott ef samskeyti leka,
eða ef frárennslisrör halla einhvers
staðar í öfuga átt. Lek rör hafa oft
valdið húsráðendum miklu tjóni.
Eftir að búið er að koma tækjunum
fyrir getur þú hugsanlega flísalagt
og málað herbergið, eins og þér
fínnst sjálfum vera fallegt. Um flísa-
lögn var fjallað svolítið í smiðjuþætti
hér í blaðinu hinn 20. nóvember sl.
|— FASTEBGIMAIVIHDUJIM 1
Opið kl. 1-3
SVERRIR KRISTJÁNSSON
HÚS VERSLUNARINNAR 6. HÆB.
BALDVIN HAFSTEINSSON HDL.
FASTEIGN ER FRAMTÍÐ
Einbýli
SIGLUVOGUR -
GLÆSIL. EINBÝLISHÚS
Vinsaml. ath. vegna mistaka hefur
þessi eign verið augl. áður 156 fm
en rétt fmstærð er 256 fm + 28 fm
bílsk. o.s. frv. Glæsil. 256 fm einb.
28 fm bílsk. Aðalhæð: Forstofa,
hol, stór stofa með arni, stór borð-
stofa, stórt húsbóndaherb., eldhús,
búr og þvherb. Uppi: 3-4 svefn-
herb. og bað. Baðstofuloft í efra
risi. Falleg eign f rólegu umhverfi.
Góður garður með stórum trjám.
Góð sólverönd. Einkasala.
FOSSVOGUR. Gott 150 fm
einb. á einni hæð ásamt tvöf. bílsk.
Uppl. á skrifst.
ESKIHOLT - GBÆ. Ca 329
fm fallegt pallahús. Mikið útsýni.
Góð útiaðst. 34 fm bílsk. innb.
HOLTSBÚÐ - GARÐABÆ
- EINBÝLI/TVÍBÝLI. Gott
5-6 herb.
GAMLI BÆRINN
Ca 182 fm toppíb. 4. og 5. hæð. 4
stór svefnherb. o.fl. Innangengt í
bílskýli. Lyfta.
HÓLAHVERFI + BÍLSK.
Mjög falleg íb. 104 fm nettó á 3.
hæð. Stórt hol, parket, 30 fm stofa.
Suðursv. Húsbóndaherb, eldh., bað
og 3 stór svefnherb. Bílsk. Útsýni.
Ákv. saia. Áhv. 1,6 millj. veðdeild.
BREIÐVANGUR. Ca 120 fm
íb. á 4. hæð + bílsk. Björt og falleg
ib. (4 svefnherb.). Þvottaherb. á
hæöinni. Ákv. sala.
4ra herb.
FURUGERÐI - SKIPTI. tíi
sölu 97 fm nettó falleg og björt 4ra
herb. íb. á 2. hæð (i fremstu húsa-
röðinni við Bústaðaveginn). Góðar
innr. Parket. Stórar suöursv. Fæst
í skiptum fyrir 5-6 herb. í Fossvogi
sérh., lítið raðh. eða einb.
MIÐLEITI . Til sölu mjög góð 133
hús 140 fm aðalhæð. 3-4 svefnherb.
stórar stofur o.fl. Kj. ca 135 fm.
Nýinnr. 60 fm 2ja herb. séríb., sauna
o.fl. 60 fm bílsk.
SÆBÓLSBRAUT. Vandað
einbhús, kj., hæð og ris á sjávárlóð
við Sæbólsbraut. Samtals 253 fm.
Bilskréttur.
SELTJARNARNES
192 fm á einni hæð. Mögul. á 13,5
fm garðstofu. 31 fm bílsk. Húsið er
á einni hæð. 4 svefnherb., st. stofur
o.fl. Húsið afh. uppst. klárað utan
(ómálað). Lóð grófsléttuð.
Höfum einnig falleg hús í smíðum
VIÐ JÖKLAFOLD, BAUG-
HÚS OG MIÐHÚS Teikn. og
nánari uppl. á skrifst., ekki í síma.
Raðhús
PARHÚS í HVASSALEITI.
Nýtt 318 fm parhús. í kjallara (sér)
3 herb. og fleira. 1. og 2. hæð: 6
herb. o.fl. Bflsk. Teikn. og nánari
uppl. á skrifst. Skipti á minni eign
æskileg.
í GAMLA BÆNUM
Vorum að fá í sölu lítið að mestu
nýuppgert parhús úr timbri, kj., hæð
og ris ca 102 fm. Verð 5,9 millj.
DALTÚN - KÓP. 270 fm +
30 fm bílsk. í kj. er ca 100 fm séríb.
Á 1. hæð og í risi 5 herb. o.fl. Húsið
er að mestu fullgert. Ákv. sala.
Laust fljótt.
Sérhæðir
SAFAMÝRI - SÉRH. Efri
hæð 124 fm nettó + 25,5 fm bílsk.
nettó. Hæðin er forstofa, hol, stofa
og borðst. í vinkil, góðar vinkilsvalir,
eldh., 3 svefnherb. o.fl. Ákv. sala.
Til greina kemur að taka uppí 2ja-
3ja herb. íb.
ÞINGHÓLSBRAUT. 150 fm
falleg og björt efri sérh. með góðum
yfirbyggðum svölum.
HRAUNTEIGUR. Ca 110 fm
góð íb. á 1. hæð. Lítill bílsk. Ákv.
sala.
fm íb. á 1. hæð í þríb. Björt og góð
íb. íb. er stórt hol, stór stofa og 2
stór svefnherb., eldh., bað og
þvottaherb. Suðursv. Innang. í
bflskýli. Laus fljótl.
LAUGARNESVEGUR. Ca
95 fm björt og falleg íb. m/nýrri eld-
hinnr. á 1. hæð.
KLEPPSVEGUR. ca 92 fm ib'.
á 4. hæð. Stórar suðursv. Mikið útsýni.
SKÓLAVÖRÐUSTÍGUR.
Hæð og ris. 5 herb. eldhús, bað o.fl.
Alft sér. Laus fljótl. Verð 4,5 millj.
LOKASTÍGUR - 60% ÚTB.
108 fm góð ib. á jarðh. Áhv. ca 2,2
m langtímalán. Losun fljótl.
HVERFISGATA. ca 90 fm íb.
á 1. hæð. Útb. 50%. Laus.
3ja herb.
JORFABAKKI. 75 fm góö íb. á
3. hæö. Þvottaherb. og búr innaf eldh.
DÚFNAHÓLAR. Björt og fal-
leg 88 fm íb. á 3. hæð í lítilli blokk.
Bilskplata. Skipti á minni eign í Vest-
urbæ eða Seltjnesi æskil.
HRAUNBÆR. Rúmg. íb. á 2.
hæð. Sérhiti, suðursv. Laus.
SKAFTAHLÍÐ. Ca 96 fm falleg
og björt kjíb. Allt sér. Laus fljótl.
NJÁLSGATA. Rúmgóð
og mjög vel nýstandsett kjib.
Ákv. sala.
MIÐVANGUR HF. Falleg íb„
57 fm, á 6. hæð. Mikið útsýni. Laus.
ASBRAUT. Lítil góð 2ja herb. íb.
Ákv. sala.
AUSTURBERG. 57 fm íb. á
4. hæð. Laus 1. júlí nk.
ÁLFASKEIÐ. Falleg 2ja herb.
íb. á 3. hæð. Stórar suðursv. Bílsk.
Sumar - heilsárshús
ARNARSTAPI Á
SNÆFELLSNESI
Til sölu fallegt hús frá ÖSP i Stykkis-
hólmi. Ljósmyndir, teikn. og uppl. á
skrifst.
Vantar - vantar
Fyrir trausta konu góða 4ra herb.
íb. í tvib.- til fjórbhúsi innan Elliðaá.
Góðar greiðslur og góða 2ja herb.
íb. helst í Vesturbæ eða á Nesinu.
VANTAR EIGNIR í SÖLU FYRIR TRAUSTA KAUPENDUR
Raðhús eða einbýli i Háaleiti, Hvassaleiti, Kringlu, Fossvogi eða Garðabæ.
Verðhugmynd 10-12,5 millj. Æskilegt að húsið sé á einni hæð. Einnig
gott einbýli á einni hæð í Reykjavík eða Gbæ. Verð 10-13,5 millj.