Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.07.1989, Blaðsíða 4
4 B ‘ 'MbRGÚNBIÁDIÐ íÞRömnmm 'AGURi 4. JÚiJ 1089 KNATTSPYRNA / TOMMAMÓTIÐ 1989 Falleg knatt- spyma í fyrirnjmi Fram sigraði KR í úrslitaleik B-liða. A myndinni sjást KR-ingar veijast sókn Framara og á markvörður KR í stimping- um við einn sóknarmanna Fram. - þegar Fram vann KR í úrslitaleik B-liða ÞAÐ voru Fram og KR sem mættust í úrslitaleik B-liða á Tommamótinu. Leikurinn var geysilega vel spilaður og mörk- in átta sem skoruð voru ekki af verri endanum. Framarar sýndu hreint frábæran leik á köflum og uppskáru sigur 5:3. Fram komst í 1:0 strax í byijun með marki Viðars Guðjónsson- ar. Viðar var aftur á ferðinni skömmu síðar með þrumuskot utan af teig sem hafnaði í KR-markinu, óveijandi fyrir markvörðinn. Leik- menn Fram léku á als oddi og þriðja markið kom eftir glæsilegt samspil Viðars og Birgis Guðmundssonar sem batt endahnút á sóknina. KR-ingar komust smám saman inn í leikinn eftir óskabyijun Fram- ara. Eftir nokkrar góðar sóknir sem KR mistókst að skora úr kom loks fyrsta mark þeirra. Guðmundur Steindórsson komst einn inn fyrir vörn Fram og skoraði af öryggi. KR byijaði vel í síðari hálfleik Hárinu fórnað! Menn gera ýmislegt til að styðja sitt félag. Skagamenn notuðu höfuðin og fundu nýstárlega aðferð við að hvetja sína menn til dáða! Víkingar í vígahug! en átti erfitt með af finna leiðina í markið. Þess í stað bætti Viðar við tveimur mörkum fyrir Fram og lið- ið því komið með örugga forystu 5:1. KR-ingar voru þó ekki á því að gefast upp baráttulaust og þeir félagar Guðni Þorsteinsson og Guð- mundur Steindórsson löguðu stöð- una fyrir leikslok. - sigruðu Fram í úrslitum A-liða LIÐ Fram og Víkings áttust við í úrslitaleik A-liða á Tomma- mótinu. Leikurinn fór fram síðdegis á sunnudag að við- stöddum fjölmörgum áhorf- endum. Fyrir leikinn voru leik- menn liðanna kynntir og Ás- geir Sigurvinsson gekk um og heilsaði drengjunum. Það voru Víkingar sem tryggðu sér Tommameistaratitilinn með því að sigra Fram 3:1, og fögn- uður þeirra var mikill í leikslok. Það var ekki laust við leikmenn væru óstyrkir í byijun leiks og kom það nokkuð niður á spilinu þó að baráttan væri mikil. Víkingar fengu óskabyijun þegar Andri As- grímsson skoraði af stuttu færi strax á upphafsmínútunum. Víking- ar sóttu öllu meira í byijun leiksins og þegar ..nokkuð var liðið á fyrri hálfleik uppskáru þeir annað mark sem Tryggvi Björnsson skoraði lag- lega. Framarar sóttu í sig veðrið í síðari hálfleik og áttu nokkur góð færi sem nýttust ekki. Haukur Úl- Tommamótið Texti: Katrín Friðriksen Myndir: Sigurgeir Jónasson farsson gerði svo út um leikinn þegar hann skoraði þriðja mark Víkinga eftir einleik upp allan völl- inn. Freyr Karlsson minnkaði mun- inn fyrir Fram með glæsilegu marki, en munurinn var orðinn of mikill og Víkingar hrósuðu sigri í leikslok. Þegar taugaóstyrkurinn var runninn af leikmönnum kom í ljós að þar voru á ferð knattspyrnumenn framtíðarinnar. Bæði liðin sýndu góða knattspyrnu og leikmenn hafa margir mikla knatttækni og leik- skilning sem ótrúlegt er að sjá hjá svo ungum drengjum. ■ Úrslit B/10 Tryggvi Björnsson, fyrirliði Víkings. Ætluðum ekki að láta Fram vinna tvöfalt Það var stoltur fyrirliði Víkinga sem ræddi við blaðamann eftir að lið hans hafði tryggt sér Tomma- meistaratitil A-liða. „Eg er auðvitað mjög ánægður og þar sem við höf- um gott lið þá kom þessi árangur mér ekkert mikið á óvart. Fram vann í flokki B-liða fyrr í dag og við vorum ákveðnir í að láta þá ekki vinna tvöfalt þó svo að við værum svolítið hræddir við þá fyrir leikinn. Enda voru þeir erfiðir and- stæðingar," sagði Tryggvi Bjöms- Jafntefli í landsleik Alaugardagskvöld fór fram „landsleikur" þar sem léku landslið Tommamótsins og pressulið sem blaðamenn völdu. Leikurinn var jafn og spennandi og lauk með sanngjömu jafn- tefli 2:2. Pressuliðið byijaði mjög vel og komst í 2:0 fyrir leikhlé. Arnar Hrafn Jóhannsson og Veigar Gunnarsson skomðu mörkin. Landsliðið jafnaði leikinn í síðari hálfleik með mörkum Finns Bjarnasonar og Teits Marshall. Landsliðið skipuðu eftirtaldir leik- menn: Þórir Sigmundsson, KA, Sæ- mundur Friðjónsson, Stjörnunni, Andrés Jónsson, ÍR, Búi Bendtsen, KR, Kjartan Stefánsson, Tý, Finnur Bjarnason, Fram, Haukur Ulfarsson, Víkingi, Bjarni Guðjónsson ,ÍA, Ing- var öuðjónsson, FH Ásmundur Jóns- son, Reyni, Teitur Marshall, UMFA og Jóhann Kr. Gunnarsson, Völsungi. í pressuliðinu voru þessir leik- menn: Snorri Árnason, FH, Róbert Gunnarsson, Fylki, Hjörtur Fjeldsted, ÍBK, Eggert Stefánsson, Fram, Ámi Ingi Pjetursson, KR, Lilja íris Gunnarsdóttir, Reyni, Reynir Leósson, ÍA, Bjarni Lárus Hall, Gróttu, Veigar Gunnarsson, Stjörn- unni, Amar Hrafn Jóhannsson, Víkingi, Jón Auðunn Sigurbergsson, ÍR og Heimir Árnason, KA. Viðar Guðjónsson, fyrirliði B-liðs Fram. Stef ni að at- vinnumennsku í huganum Viðar Guðjónsson, fyrirliði Fram, var að vonum ánægður eftir leikinn. Hann var orðinn Tommameistari með liði sínu og átti stóran þátt í sigrinum, skoraði 4 mörk í úrslitaleiknum. „Ég átti alveg eins von á sigrinum. Við erum með gott lið og í úrslitum í báðum flokkum í ár. Ég vona bara að það takist eins vel til hjá A-liðinu á eft- ir,“ sagði Viðar. Hann á eftir eitt ár í 6. flokki og stefnir á A-liðið næsta ár. „Maður stefnir á svo at- vinnumennsku í framtíðinni — í huganum,“ sagði Viðar í lokin og var svo rokinn í myndatöku með liði sínu. Fram vann KR 5:3 í úrslitaleik B-liða. Þar varð Afturelding i 3. sæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.