Morgunblaðið - 20.08.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.08.1989, Blaðsíða 1
lltaQmMbifrttk Mesl byggl i Finnlandi Fjnnar hafa haft afgerandi forystu í íbúðabyggingum á Norðurlöndunum á undanf- örnum árum. Á myndinni hér til hliðar sést samanburður á byggingu íbúðarhúsnæðis á Norðurlöndum ífyrra. Frá 1984 hafa tiltölulega litlar breytingar átt sér stað hvað þetta snertir í einstökum löndum. Svíar virðast þó held- ur hafa sótt í sig veðrið en árið 1984 voru fuligerðar 4,2 íbúðir í Svíþjóð á hverja þús- und íbúa en 4,8 íbúðir í fyrra. Á hinn bóginn virðist fullgerð- um ibúðum heldur hafa fækk- að í Finnlandi en árið 1984 var meðaltalið 10,3 íbúðir á hverja þúsund íbúa. Grósku í íbúðabyggingum í Finnlandi má án efa rekja til þess að hagvöxtur hef ur verið mikill þar í landi undanfarin ár og meiri en á hinum Norð- urlöndunum. Á árinu 1988 var lokið við tæplega 146 þúsund íbúðir á Norðurlöndunum og er það um 10,3% aukning frá fyrra ári. Þar af voru fullgerðar rúmlega 1600 íbúðir hér á landi en miðað við hverja þús- und íbúa hafa fullgerðar íbúð- ir hér verið að meðaltali 6-6,7 áári. SUNNUDAGUR 20. AGUST 1989 J V 7 7.1 V r pu oc o § <5 Uj oc -J 52 i O Fullgerðar íbúðir á Norðurlöndum 1988 (á hverja 1000 íbúa) Þegar þölc leka Iþættinum Markaðurinn í dag heldur Björn Marteinsson, verkfræðingur hjá Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins, áfram að fjalla um þakfrágang og loftræst þök, en fyrri hluti greinar hans birtist s. sunnu- dag. Hann bendir þar m. a. á, að raki, sem þéttist í húsi, getur lekið strax inn aftur eða safnazt upp sem hrím, ef hitastig á þétti- fletinum er undir 0 gráðum. Þegar hrímið nær að þiðna t. d. vegna hækkandi útihita, getur vatnið lekið inn og kemur þá oft sem brúnn taumur niður veggi. Leka vegna rakaþéttingar er oft ruglað saman við leka af öðrum ástæðum og kenna húsráðend- ur því t. d. iðulega um, að þakið sé ekki nægjanlega vatnsþétt. 2 Hlulveiii Borgar- skipudags Iborg, þar sem þróun byggðar hefur verið jafn ör og í Reykjavík, skiptir skipulag afar miklu máli. í viðtali hér f blaðinu í dag gerir Þorvaldur S. Þorvalds- son, forstöðumaður Borgar- skipulags, grein fyrir starf- semi þess. Þar kemur m. a. fram, að úthlutað er lóðum fyrir um 500 íbúðir f borginni að meðaltali á ári. í sumar hefur verið unnið að undirbúningi undir svo- nefnd Borgarholtshverfi og verður væntanlega farið að úthluta þar lóðum í þessum mánuði, en eftirspurn eftir lóðum hefur verið það mikil, að í svonefndu Húsahverfi í Keldnaholti er þegar búið að úthluta öllum lóðum eða fyrir um 500 íbúðir. ^ q

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.