Morgunblaðið - 20.08.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.08.1989, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR SUNNUDAGUR 20. ÁGUST 1989 “f k- 1 Skipholti 50 C (gegnt Tónabíói) Sími 688-123 Seljendur! Óskum eftir öllum stœrðum eigna á skrá. Njálsgata. 2ja herb. á 2. hæð. Verð 3 millj. Reynimelur. 2ja herb. kjíb. Laus strax. Verð 3,4 millj. Engihjalli. Glæsil. 53 fm nettó 2ja herb. íb. á 1. hæð. Sérgarður. Áhv. byggsjóður ca 800 þús. Verð 3,9 millj. Austurberg. Erum með í einka- sölu mjög skemmtil. 3ja herb. ásamt bílsk. með rafmagni og hita. Verð 5,3 millj. Laugarnesvegur. Rúmgóð 5 herb. íb. í þríb. Verð 7,3 millj. Miöhús. Parh. 3ja herb. Afh. fokh. að innan, fullb. að utan. Verð 4,2 millj. Dalhús. Raðh. á tveimur hæðum ásamt bílsk. Afh. fokh. að innan, tilb. að utan. Teikn. á skrifst. Verð 7,3 millj. Miöhús. Einb. á tveimur hæðum ásamt bílsk. Afh. fokh. að innan, fullfrág. að utan. Verð 6,8 millj. Miðhús. Parhús ásamt sólskála og bílsk. Afh. fokh. að innan, fullb. að utan. Verð 5,9 millj. Seltjarnarnes - parhús 250 fm einkaeign, tvær hæðir og kj. 4 svefnherb. og bað á efri hæð. Stofa, boröst., sjónvherb., eldh., þvotta- herb.og gestanyrting á neöri hæð. Afh. fokh. að innan, fullb. að utan. Verð 8, 1 millj. Ásgarður Vorum að fá til sölu í þessu rótgróna hverfj um 110 fm raðhús á tveimur hæðum. Hveragerði. Parhús. Þorlákshöfn. Einb. og parhús. Sumarbústaðaland á góðum stað nálægt Laugavatni. Veitingahús til sölu í góðum rekstri um 50 km frá ReykjavíK. Uppl. eru veittar eingöngu á skrifst. ^^Kristján V. Kristjánsson viðskfr., Sigurður Örn Sigurðarson viðskfr. Símatími kl. 11-14 Yfir 30 ára reynsla tryggir örugg viðskipti 3ja herb. íb. óskast Höfum kaupanda að góðri 3ja herb. íb. í Kópavogi. Útb. viö samning 2,2 millj. Vitastígur - 3ja Nýinnr. 3ja herb. íb. á 1. hæð. Sérinng. Danfoss. 17,5 fm skúr. Einkasala. Goðheimar - 3ja-4ra Falleg 95 fm íb. á jarðh. 3 svefnherb. Einkasala. Laus fljótl. Verð 5,5 millj. Vesturbær - 4ra 4ra herb. ca 95 fm falleg risíb. við Skild- inganes. Einkasala. Kópavogur - 4ra-5 115,5 fm nýl. falleg íb. á 3. hæð við Nýbýlaveg. Sérþvherb. í íb. Sérinng. 50 fm suðursv. Einkasala. íbúðarhæð - Rauðalæk 5 herb. ca 135 fm góð íb. á 2. hæð. Suðursv. Sérhiti. Bílsk. fylgir. Einkasala. Verð ca 7,5 milij. Skipti á minni íb. mögul. íbúðarhús - miðborgin Glæsil. nýinnr. steinh. við Grettisgötu 153 fm. Kj. og tvær hæðir. Ailar lagnir og innr. nýjar. Einkasala. Verð 6,8 millj. Sogavegur - einbhús Mjög fallegt ca 160 fm einbhús, kj., hæð og ris ásamt 40 fm bilsk. Húsið er mik- ið endurn. Einkasala. Verð ca 11,0 miilj. Sjávarlóð - Skerjaf. 780 fm sjávarlóö á besta stað við Skild- ingatanga, Skerjafirði. Hveragerði - raðhús Ca 200 fm fallegt raðhús viö Heiðar- brún. Garðskáli. Húsið er íbhæft en aö nokkru ófullg. Verð ca 6 millj. LAgnar Gústafsson hrl., Eiríksgötu 4 Málflutnings- og fasteignastofa Borgarskipulag ■ Lóöir fjrir 500-700 íbíióir á ári ■ Hclmingur ibúóa byggð- ur eftir 1960 ■ Skipulag Háskólasvæóisins aókallandiH íllliliitun lóóa sciin hafin í Horgarliulli FÁAR höfuðborgir í heiminum hafa byggzt jafh hratt og Reykjavík. íbúar hennar voru aðeins 167 árið 1786, þegar hún fékk kaupstaðar- réttindi og byggðin var þá aðallega við Aðalsstræti í gömlu Innrétt- inga-húsunum og nokkrir torfbæir. Um aldamótin síðustu voru íbúar Reykjavíkur 5.800 talsins, en árið 1935 voru þeir orðnir 34.000 og gamli bærinn innan Hringbrautar-Snorrabautar fiillbyggður. Þegar vinna við aðalskipulag Reykjavíkur hófst 1960, voru íbúar borgarinn- ar 72.000 og byggðin dreifð um allt nesið austur að Elliðaám. Aþeim tíma, sem síðan er liðinn, hafa byggð svæði í Reykjavík rúmlega tvöfaldazt að flatarmáli. Þannig hafa Árbæjar- og Breið- holtshverfi byggzt upp, en þar búa nú um 30.000 manns. Það segir sína sögu, að meira en helming- ur af þeim íbúðum, sem nú eru í notk- un í Reykjavík, hafa verið byggð- ar eftir 1960. Um síðustu áramót eftir Magnús Sigurðsson voru íbúar borgarinnar um 96.000 talsins og gert er ráð fyrir, að þeir verði orðnir vel yfir 100.000 um næstu aldamót. í borg, þar sem þróun byggðar er jafn ör og hér hefur verið lýst, skiptir skipulag afar miklu máli. Sú stofnun, sem gegnir þessu mikil- væga hlutverki, er Borgarskipulag Reykjavíkur. Það hefur aðsetur að Borgartúni 3, þar sem það hefur haft aðsetur í fjögur ár. En hvemig starfar Borgarskipulagið og hver eru helztu verkefni þess nú? Fyrir svörum verður Þorvaldur S. Þor- valdur arkitekt og forstöðumaður Borgarskipulagsins. — Hér starfa að staðaldri 17 manns og er þriðjungur þeirra arki- tektar, segir Þorvaldur. — Þá starfa hér einnig skipulagsmenntaðir landfræðingar, það er landfræðing- ar, sem hafa menntað sig í skipu- lagsfræðum erlendis. Þriðji hópur- inn er svo blandaður hópur, það er tækniteiknarar og skrifstofufólk. Þorvaldur er fæddur og alinn upp í Hafnarfirði. Eins og svo margir þar gekk hann í Flensborgarskóla en síðan í Menntaskólann í Reykjavík, þar sem hann lauk stúd- entsprófi 1954. Eftir það starfaði hann um stutt skeið hjá Flugfélagi íslands og var þá m. a. aðstoðarfull- trúi félagsins í Hamborg, en hóf síðan nám í húsagerðarlist við Listaháskólann í Kaupmannahöfn, þar sem hann lauk prófi árið 1961. Næstu ár á eftir starfaði Þorvaldur hjá þekktum dönskum arkitekt, Erik Moller að nafni, en kom heim 1963 og hóf þá störf hjá húsameist- ara ríksisins, þar sem hann starfaði í tæp 4 ár. Þá stofnaði Þorvaldur teiknistofu ásamt Manfred Vil- hjálmssyni arkitekt, sem þeir ráku svo í sameiningu, unz Þorvaldur tók við starfi forstöðumanns Borgar- skipulags 1984. — Verkefni Borgarskipulagsins eru einkum tvenns konar, segir Þorvaldur. — í fyrsta lagi vinnum við úr verkefnum, sem hingað ber- ast frá byggingarnefnd, verktökum og byggingarmeisturum í formi fyr- irspuma. Þessi verkefni undirbúum við undir fundi skipulagsnefndar borgarinnar. í öðru lagi vinnum við sjálf að ýmsum skipulagsverkefnum og emm sífellt með aðalskipulagið í endurskoðun. Flest stærri skipu- lagsverkefni em síðan undirbúin með forsögn til úrvinnslu hjá sjálf- stætt starfandi arkitektum. Þessir aðilar vinna þá sem verktakar fyrir borgina en undir okkar umsjón. Forðumst báknið Þorvaldur telur þessa starfshætti mikilvæga. — Stofnun eins og Borg- arskipulagið gæti orðið að gríðar- legu bákni áður en nokkur vissi af, segir hann, — ef hér væri kallaður inn hópur af nýju starfsfólki í hvert skipti, sem hingað berast stærri verkefni og við ætluðum alltaf að vinna úr öllu sjálf. Við fáum líka fjölbreyttari hugmyndir, ef við nýt- um okkur vel menntaða arkitekta, sem koma hingað með hugmyndir frá mismunandi löndum. Sjálfur telur Þorvaldur það þýðingarmikið að hafa unnið sjálfstætt áður. — Maður sér hlutina í öðm ljósi og á auðveldar með að skilja þá, sem hingað þurfa að leita, segir hann. Næst víkur Þorvaldur að þeim verkefnum, sem Borgarskipulagið sumar höfum verið að undirbúa svonefnd Borgarholtshverfi. Vænt- anlega verður bytjað að úthluta þar lóðum í þessum mánuði á því svæði, sem nefnist Borgarholt I og liggur vestur af Gufuneskirkjugarðinum. Þarna verður því bytjað að byggja þegar í haust eða þá næsta vor. Eftirspurn eftir lóðum hefur ver- ið það mikil, að í svonefndu Húsa- hverfí er búið að úthluta þegar öll- um lóðum eða fyrir 500 íbúðir. Að meðaltali er úthlutað lóðum fyrir um 500 íbúðir á ári, en farið upp í 700 íbúðir, þegar mest hefur ver- ið. Þetta þýðir, að við á Borgar- skipulagi þurfum alltaf að vinna þannig, að það séu tilbúin svæði, sem geti tekið við þessum íbúða- fyölda. En það verður líka að sjá til þess, að íbúðafjölgun eigi sér stað inni í borginni. — Þar höfum við tekið í notkun mörg svæði, segir Þorvald- ur. — Þeirra á meðal er Skúlagötu- svæðið, sem nú byggist hratt upp, en þar verða nær 500 íbúðir. Eg tel, að þetta hverfi muni hafa mik- il áhrif á allt líf í miðborginni og verða afigjafí fyrir hvers konar starfsemi bæði við Laugaveg og niðri í Kvosinni. Enn má nefna svonefnda BÚR- lóð vestur á Granda. Hún var skipu- lögð í fyrra og er nú í byggingu. Þar verða um 200 íbúðir. Þá er búið að úthluta lóð þeirri, þar sem áður stóð Timburverzlun Árna Jónssonar. Þar er byggingarfyrir- tækið Ármannsfell að byggja íbúða- samstæðu, en borgin mun reisa bílgeymslu, sem á eftir að létta mjög á bílastæðavandanum á þess- um slóðum. Þorvaldur bendir á, að tekið hafi verið upp miklu nánara samstarf í skipulagsmálum við Reykjavíkur- höfn og segir: — Nú er unnið kapp- samlega að því að skipuleggja strandsvæðið frá Örfírisey og inn fyrir Geldinganes. Við þurfum að eiga framtíðarsvæði fyrir hafnar- starfsemi, en jafnframt viljum við opna betur strandsvæðin fyrir íbú- um borgarinnar. Nýbyggingar á háskólasvæðinu Annað stórt verkefni, sem Borg- arskipulagið vinnur nú að, er skipu- lag háskðlasvæðisins, en það er Horft yfir hið nýja hverfi, Húsahverfi við Keldnaholt. gert í samvinnu við Háskólann. — Þetta er stórt svæði í hjarta borgar- innar, segir Þorvaldur. — Það nær yfír Melasvæðið vestan Suðurgöt- unnar auk háskólasvæðisins í Vatn- smýrinni. Þetta svæði tengist einnig lóðunum við Landsspítalann, en þar eru uppi áform um uppbyggingu háskólaspítala. Nú er verið að undirbúa bygging- ar, sem tengjast náttúru- og líffræðideild Háskólans. Þorvaldur segist gera ráð fyrir, að þær verði í nánd við Norræna húsið og líklegt, að byrjað verði á þeim á næsta ári. Skipulag þama er því mjög aðkallandi. Þá skipti það miklu máli fyrir skipulag háskólasvæðisins að gera sér grein fyrir, hvemig fólk eiga að ferðast innan þess, hvort heldur fótgangandi, akandi eða hjólandi. Koma verði umferðinnni þannig fyrir, að fólk þurfi ekki alltaf að aka út á megin umferðaræðar, þeg- ar farið er milli húsa. Þá sé rétt að gera ráð fyrir undirgöngum und- ir Suðurgötu, svo að fólk komizt gangandi milli háskólasvæðanna án þess að fara yfir aðal umferðargö- turnar. Þetta er auðvelt í fram- kvæmd, því að þama er hæðarmun- ur á milli. Þorvaldur bendir enn- fremur á, að í mörgum háskólafög- um séu nemendur í ýmsum húsum á þessu svæði og þurfi að komast sæmilega veðurvarðir á milli þeirra. Þetta megi leysa með því að setja upp lokuð eða yfírbyggð göng um háskólasvæðið. Þorvaldur víkur næst að um- ferðarmálum Reykjavíkur og segir: — Ef okkur tekst að framkvæma á ekki of löngum tíma þær hugmynd- ir til lausnar umferðarvandanum, sem settar eru fram í nýstaðfestu aðalskipulagi borgarinnar, þá tel ég, að búið verði að leysa umferðar- mál borgarinnar að mestu leyti. Þá verður Reykjavík líka miklu betur á vegi stödd í þessu tilliti en marg- ar stórborgir úti í heitni, enda þótt hér séu hlutfallslega mun fleiri bílar á íbúa en þekkist í Evrópu. Þorvaldur telur þó, að reynslan sýni, að erfítt er að spá fram í tímann í þessu efni sem öðrum. Þegar hið nýja aðalskipulag borgar- innar var undirbúið á árunum 1985-86, var reynt að segja fyrir um, hvað hér yrðu margir bílar, þegar nálgast tæki næstu aldamót og hvemig taka ætti við þeirri umferð. Síðan hefði verð á bílum verið lækkað vemlega fyrir atbeina ríkisvaldsins sem þáttur í kjara- samningum. — Afleiðingin varð sú, að á tæpum tveimur ámm varð hér sú bílafjölgun, sem við höfðum spáð að yrði á löngu tímabili eða allt fram undir aldamót, segir Þorvald- ur. Þorvaldur var spurður um, hvort í deiglunni væm nokkrar nýjar og framandi hugmyndir varðandi byggð og skipulag í borginni og svaraði hann þá: — Tilgangurinn með því að hleypa af stokkunum hugmyndasamkeppni um byggð í Geldinganesi, er einmitt sá, að fá fram ferskar hugmyndir um, hvem- ig við getum búið í sambýli - hugs- anlega á annan hátt en við gemm nú. Ætlazt er til, að hönnuðir gefí hugmyndafluginu lausan tauminn og reyni að sjá fram á veginn með rætur í hefðinni - ef hún er til? Orkan frá Nesjavöllum skapar nýja mögnleika Þá eiga nýir möguleikar eftir að skap- T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.