Morgunblaðið - 05.09.1989, Page 1
(,
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ
Morgunblaðið/Bjarni
Kveðjuleikur Siegf rieds Held
íslendingar leika næstsíðasta leik sinn í undankeppni HM gegn Austur-Þjóðverjum á Laugardalsvelli á morgun kl. 18.00. Hér eru „út-
lendingarnir" Gunnar Gíslason, Ásgeir Sigurvinsson og Guðmundur Torfason á æfingu með íslenska liðinu í gær. Leikurinn verður síðasti
landsleikurinn sem Siegfried Held stjórnar íslenska iiðinu. Guðni Kjartansson mun stjórna landsliðinu gegn Tyrklandi.
GOLF
Jacobs hrósar
íslendingum
John Jacobs, golfkennarinn
þekkti sem kom til íslands í
sumar, hrósaði íslendingum í
stuttu viðtali sem birtist í enska
blaðinu Sunday Mirror fyrir
skömmu. Þar segir Jacobs að
íslendingar gætu líklega fylgt í
fótspor Spánvetja, Svía og Vest-
ur-Þjóðverja en þessar þjóðir
hafa náð góðum árangri á al-
þjóðlegum vettvangi.
„Ég verð mjög hissa ef
íslenskir kylfingar eiga ekki eft-
ir að vekja mikla athygli innan
fárra ára,“ sagði Jacobs. „Ég
var í hópi með 20 strákum milli
10 og 15 ára og þeir voru mjög
snjallir. “
Jacobs sagði að íslendingar
hefðu greinilega lært mikið af
Englendingum John Garner sem
er þjálfari íslenska landsliðsins.
ísland á korlið!
John Drummond
Drummond keppir fyrir íslands
hönd á mótum atvinnumanna
John Drummond golfkennari, sem búið hefur hér á
landi nokkur undanfarin ár, mun keppa á mótum
atvinnumanna í Ástalíu í vetur fyrir Islands hönd.
Hann er Englendingur að uppruna en er nú meðlimur
í Golfklúbbi Reykjavíkur. I dag fer hann til'Eng-
lands, þar sem hann mun keppa og að því loknu kepp-
ir hann í Kalíforníu í Bandaríkjunum. I októberbyijun
heldur hann síðan til Ástralíu og.tekur þar þátt í tíu
atvinnumannámótum fram að jólum.
Þetta er í fyrsta skipti, sem kylfingur keppir undir
merkjum íslands á stórmótum sem þessum en frægir
kappir verða meðal keppenda, þeirra á meðal Greg
Norman.
„Fram til jóla geri ég ekkert annað en að æfa og
keppa. Ef vei gengur, held ég áfram á mótunum í
Ástralíú til vors en þetta er alltaf spurning um pen-
inga. Mörg hundruð kylfingar þátt í mótunum en
auðvitað væri gaman að geta komið íslandt á blað,“
sagði John Drummond í gær.
Ben Johnson
FRJALSAR IÞROTTIR
Heimsmetið
tekið af
Ben Johnson
Heimsmetið í 100 m
hlaupi, 9,83 sek, sem
Ben Johnson setti á
heimsmeistaramótinu í
Róm 1987, verður tekið
af honum innan
skamms, að því er vara-
forseti Alþjóða frjálsí-
þróttasambandins, Arne
Ljungqvist, sagði í gær.
Hann sagði hins vegar
að engin ákvörðun hefði
verið tekin um hvort Jo-
hnson héldi heimsmeist-
aratitlinum eða ekki.
Johnson varð sem kunnugt er uppvís að ólöglegri
lyfjanotkun á Ólympíuleikunum í Seoul í fyrra.
Ljungqvist sagði, að hver sá íþróttamaður, sem viður-
kenndi að hafa tekið óögleg lyf síðustu sex árin,
myndi missa heimsmet sitt.
LYFJANOTKUN
Trina Solberg
féll á lyfjaprófi
NORSKA stúlkan Trina Solberg, sem verið hefur
í fremstu röð í spjótkasti kvenna, féll á lyíjaprófi,
sem framkvæmt var eftir B-keppni Evrópuþjóða í
fijálsum íþróttum í Strassbourg í síðasta mánuði.
Að sögn Alþjóða fijálsíþróttasambandsins fundust
merki um anabólíska stera í þvagprufu hennar.
Solberg, sem er aðeins 23 ára, hefur verið í miklu
uppáhaldi hjá frændum okkar Norðmönnum og því
koma fréttimar eins og reiðarslag yfir þá og skyggðu
þær meira að segja á þingkosningar þar í landi, sem
fara fram í næstu viku.
Mál þetta er einnig mikið áfall fyrir norsku
íþróttahreyfinguna en Norðmenn hafá verið í fara-
broddi í baráttunni gegn ólöglegri lyfjanotkun og
verið með strangari lyfjapróf en gengur og gerist.
Solberg fer sjálfkrafa í tveggja ára keppnisbann.
Ekki er ljóst hvort hún áfrýjar málinu. Hún sagði þó
í viðtali við norskt blað, að sennilega hefðu hormón-
ar í getnaðarvarnapillu orsakað þessa niðurstöðu.
Forráðamenn norskra íþróttamála virðast hins vegar
svartsýnir á að banninu verði hnekkt.
KORFUBOLTI
Þjalfari Þors
látinn fara
Þórsarar hafa ákveðið að losa sig við þjálfara sinn,
Bandaríkjamanninn Brian Hagwood, og eru nú að
leita að öðrum í hans stað. Að sögn Kjartans Braga-
sonar, formanns körfuknattleiksdeildar Þórs, upp-
fyllti Hagwood ekki þær kröfur sem gerðar voru til
hans, hvorki sem leikmanns né þjáifara.
Eftir æfingaleik gegn Tindastóli, sem Þór tapaði
með miklum mun, komu leikmenn Þórsliðsins saman
og þar var samstaða um að láta Hagwood fara.
Hann var hér á reynslutíma og enginn samningur
hafði verið gerður við hann. Þórsarar þurfa nú að
hafa snör handtök við að útvega sér annan þjálf-
ara, því að nú styttist í að keppni í úrvalsdeildinni
he§ist.
KORFUKNATTLEIKUR
Bow með KR í
Evrópukeppninni
Jonathan Bow, bandaríski leikmaðurinn í liði Hauka
mun leika með KR-ingum í Evrópukeppni félagsliða
í körfuknattleik. Leyfilegt er að nota tvo erlenda
leikmenn í Evrópukeppni og munu, KR-ingar því
nota Bow og sovéska leikmanninn Anatolí Kovtoum
sem leikur mun leika með KR-ingum í vetur.
Ekki hefur enn verið dregið í, Evróþukeppninni
en þijú íslensk lið verða með í vetur: KR, ÍBK
Evrópukeppni meistaraliða og Njarðvík í keppni bik
arhafa.
Þess má geta að KR-ingar hafa komist að sam
komulagi við forráðamenn íþróttahússins á Seltjam
arnesi og munu leika heimaleik sinn í Evrópukeppn
inni þar og einnig leiki sína í úrvalsdeildinni í vetur.