Morgunblaðið - 05.09.1989, Síða 2

Morgunblaðið - 05.09.1989, Síða 2
2 B MORGUNBLADIÐ IÞROTTIR ÞRÍÐJUDÁGÚR 5. SÉPtÉMBBR Í989 Óvænt tap Víðis Völsungurog Ein- herji halda ívonina Einheijamenn beijast hatramm- lega við falldrauginn og á laug- ardaginn tókst þeim að koma á hann höggi er þeir sigruðu Víði 3:2 ■£■■■■ á Vopnafirði. Fall- Frá Birni draugurinn hefur Björnssyniá samt ekki yfirgefið Vopnafirði. Hðið því það þarf helst að vinna báða leikina sem eftir eru, gegn ÍBV og Leiftri, eigi liðið að halda sér í deild- inni. Leikurinn byijaði vægast sagt illa fyrir Einheija því strax á 4. mínútu skoraði Björn Ingimarsson fyrir Víði. Þrándur Sigurðsson jafn- aði leikinn svo fyrir Einheija á 25. mínútu, og brögguðust heimamenn töluvert við markið. í síðari hálfleik voru Eir.heijar ákveðnari og sóttu mun meira. Það var samt ekki fyrr en á 70. mínútu sem Njáli Eiðssyni tókst að koma þeim yfir, en Adam var ekki lengi í Paradís því Daníel Einarsson jafn- aði fimm mínútum síðar fyrir Víðis- menn. Sigurmark Einheija kom svo þegar 5 mínútur voru eftir af leikn- um, en þá var það Hallgrímur Guð- mundsson sem tryggði heimaliðinu öll stigin. Tilþrifalítið á Selfossi Leikur Selfoss og Breiðabliks á Selfossi hafði ekki mikla þýð- ingu fyrir liðin. Hvorugt liðið berst um toppsæti og ekki þarf að óttast að þau falli í 3. deild. Leikurinn var því aldrei tilþrifamikill, og lék veð- rið stórt hlutverk á vellinum, en eins og víðast hvar sunnanlands var rigning og rok. Eina mark leiksins skoraði Gylfi Siguijónsson í fyrri hálfleik fyrir Selfyssinga og þar með skaust liðið upp í 4. sæti deildarinnar. Völsungar voru sprækari Völsungar halda enn i vonina um að haida sér í 2. deild eins og Ein- heijamenn, eftir nauman sigur gegn Leiftri. Það voru samt Ólafs- firðingar sem sóttu meira til að byija með og áttu þá meðal annars skot í þverslána. Völsungar mættu mun ákveðnari til leiks í síðari hálfleik, og voru sæmilega sprækir í sóknaraðgerð- um sínum. Sigurmarkið kom samt ekki fyi-r en rétt undir leikslokin, og þá eftir mjög góða samvinnu ungu mannanna í liðinu; Jónasar Garðarssonar, Þórs Stefánssonar og Ásmundar Arnarssonar, en það var sá síðast nefndi sem batt enda- hnútinn á sóknina. Enda- spretturinn , ' Morgunbtaðið/RAX Bergur Ágústsson var sérstaklega sóttur til Tromsö í Noregi fyrir leik ÍBV og Stjörnunnar, og hann þakkaði fyrir sig með því að skora fyrsta mark leiksins. Hér stekkur hann hærra en Égill Einarsson, Stjörnunni, og vinnur skallaeinvígi. Eyjamenn sóttu gull í greipar Stjörnunnar - eru komnir í annað sæti eftir tap Víðis gegn Einherja EYJAMEIMN höfðu sannarlega ástæðu til að fagna að leik loknum í Garðabæ á laugar- daginn. Þeir höfðu borið sigur- orð af efsta liði deildarinnar, Stjörnunni, auk þess sem helstu keppinautar þeirra um sæti í 1. deild, Vfðismenn, töp- uðu leik sínum gegn Einherja á Vopnafirði. Við þessi úrslit vænkaðist hagur ÍBV til mikilla muna, því þegar tvær umferðir eru eftir hefur liðið eins stigs forskot á Vfði, en þveröfug úr- slit leikjanna hefðu gert það að verkum, að hið ágæta lið Eyjamanna hefði getað sagt skilið við alla drauma um sæti f 1. deild að ári. Vestmannaeyingar léku undan sterkum vindi í fyrri hálfleik, og sóttu mun meira til að byija með. Fyrsta markið kom svo á 14. mínútu eftir horn- Kristinnlens sjayrnu. Bergur Sigurþórsson Agústsson, sem skrifar. kom alveg sérstak- lega í þennan leik alla leið frá Tromsö í Noregi, skor- aði þá af stuttu færi. Tíu mínútum síðar var hinn ungi og efnilegi Sig- urður Gylfason í dauðafæri eftir frábæra sókn ÍBV, en skot hans fór yfir. Eftir þetta sóttu Stjörnumenn í sig veðrið og tóku leikinn að mestu í sínar hendur. Fengu þeir nokkur ágæt marktækifæri, sem ekki tókst að nýta. Það voru hins vegar Eyja- menn sem bættu öðru marki við á 43. mínútu. Gerðist það eftir ein- kennilegan dóm Ólafs Lárussonar, en hann dæmdi óbeina aukaspyrnu á Jón Otta, markvörð Stjörnunnar, inni í vítateig. Það var svo Hlynur Stefánsson sem lét skotið ríða af, og í netið fór boltinn eftir að hafa breytt um stefnu af einum leik- manni Stjörnunnar. Stjörnumenn sóttu svo nær lát- laust allan síðari hálfleik, og á 57. mínútu minnkaði Árni Sveinsson muninn með alveg sérlega glæsi- legu marki. Tók hann knöttinn við- stöðulaust á lofti fyrir utan víta- teig, og þaðan fór knötturinn rak- leitt undir þverslána. Eyjamenn pökkuðu í vörn, stað- ránir í að halda fengnum hlut, og þrátt fyrir upplögð tækifæri Stjörn- unnar, tókst þeim að halda hreinu það sem eftir var. Sigur sinn í leiknum innsigluðu þeir svo á 77. mínútu eftir skyndi- sókn, þar sem Hlynur Birgisson lék aðalhlutverkið, og Leifur Geir Haf- steinsson átti síðasta orðið. íþrmr FOLK ■ ÞÓRIR Áskelsson kom í fyrsta sinn við sögu í 1. deild er hann kom inná í leik Vals og Þórs að Hlíðarenda á laugardaginn. Þórir er bróðir Halldórs Áskelssonar í Valsliðinu, og eins og stóri bróðir hefur hann feril sinn með Þór. ■ ALVEG nákvæmlega sömu leikmenn gerðu mörkin í leik Fram og KR um helgina og í bikarúrslita- leiknum fyrir rúmri viku. Pétur Pétursson gerði bæði mörk KR í þessum leikjum með skalla, en Guðmundur Steinsson og Pétur Ormslev létu sér hins vegar nægja að sparka í boltann með fótunum. ■ MÖRK Valsmanna gegn Þór skoruðu þeir Magni Blöndal Pét- ursson, Gunnlaugur Einarsson og Steinar Adolfsson, og eru þetta fyrstu mörk þeirra í sumar í 1. deild. Alls voru 19 mörk skoruð í deildinni um helgina. H DUMITRU Dumitru, aðstoðar- þjálfari rúmenska liðsins Steua Bukarest, var staddur á leik Fram og KR á sunnudaginn. Var hann kominn til að fylgjast með væntan- legum mótheijum Steua í Evrópu- keppni meistaraliða, en Framar- ar drógust gegn þeim. Eftir leikinn sagði hann að Framliðið hefði ver- ið sterkari aðilinn í leiknum og átt sigurinn skilið. Fannst honum að þeir hefðu mátt pressa meira í leikn- um, því vörn KR-inga hefði ekki verið sannfærandi. ■ DUMITRU hafði meðferðis upptökur af leik Steua Búkarest frá síðasta keppnistímabili, en í farteski hans á heimleiðinni verður að finna upptökur af tveimur leikj- um Fram í sumar; bikarúrslita- leiknum gegn KR' og leiknum á sunnudag. ■ FRAMARAR leika fyrri leikinn gegn Steua í Rúmeníu miðviku- daginn 13. september. Til baka komast þeir ekki fyrr en um hádegi á föstudag, en daginn eftir mæta þeir svo Víkingum í siðustu umferð Islandsmótsins. Síðari viðureignin gegn Steua verður svo á Laugar- dalsvellinum 27. september. ■ BELGAR og Hollendingar munu líklega sækja í sameiningu um Evrópukeppnina í knattspyrnu 1996. Þjóðirnar munu leggja fram umsókn á næsta ári en nú eru unn- ið að því að fínpússa tillöguna. ■ BANDARÍSKA fyrirtækið PING, sem framleiðir golfvörur, hefur ákveðið að höfða mál gegn bandaríska golfsambandinu, USGA. Fyrirtækið mun krefjast 100 milljón dollara, afiétti golfsam- bandið ekki banni sem það hefur sett á kylfur sem PING framleiðir. Sambandið hefur þegar bannað eina kylfu, PING EYE2 og segir af lítið bil á milli rákanna. Fleiri kylfur munu bætast við bannlistann fyrir næsta keppnistímabil. Þessar kylfur eru sérstaklega lagaðar og auka bakspuna boltans og gera þannig að verkum að hann stöðvast fyrr þegar slegið er inná flöt. Margir snjallir kylfingar nota þessa kylfu, s.s. Mark Calcavecchi sem sigraði á opna breska meistaramótinu. KNATTSPYRNA / 2. DEILD BARÁTTAN um sæti í 1. deild að ári fer harðnandi eftir úrslit helgarinnar, því með sigri ÍBV gegn Stjörn- unni er liðið komið einu stigi upp fyrir Víði, sem virðist vera áð missa flugið. 17. umferð: Tindastóll—Selfoss ÍR—Völsungur Leiftur—Stjaman ÍBV—Einheiji Viðir—Breiðablik 18. umferð: Selfoss-Víðir Völsungur—Tindastðll • Stjaman—lR Einheiji—Leiftur Breiðablik—iBV KNATTSPYRNA / U-21 ÁRS Ólafur með 21 árs liðinu Guðni Kjartansson, þjálfari íslenska landsliðsins í knatt- spyrnu - skipað leikmönnum 21 árs og yngri, hefur valið 16 leik- menn til að leika gegn Finnum í Evrópukeppninni. Leikurinn fer fram á Akureyri kl. 18.30 íkvöld. Eftirtaldir leikmenn voru valdir: Markverðir: Óiafur Gottskálksson, ÍA og Adóif Óskarsson, ÍBV. Aðrir leikmenn: Einar Páll Tómasson, Val, Steinar Adólfsson, Val, Eyjólfur Sverrisson, Tinda- stóli,1 Alexander Högnason, íA, Haraldur Ingólfsson, ÍA, Kjartan Einarsson, ÍBK, Baldur Bjarnason, Fylki, Þórhallur Víkings- son, FH, Ólafur Kristjánsson, FH, Þorsteinn Halldórsson, KR, Heimir Guðjónsson, KR, Jóhann Lapas, KR, Ólafur Þórðarson, Brann og Kristinn R. Jónsson, Fram. Olafur Þórðarson, sem tekur út leikbann í HM leik Islands og Aust- ur-Þýskalands 6. september, og Kristinn R. Jónsson verða eldri leik- menn liðsins. Þetta verður 4. leikur íslenska liðsins í keppninni. Liðið gerði jafn- tefli, 1:1, við Hollendinga og Vest- ur-Þjóðverja, en tapaði fyrir Finn- um á útivelli, 2:1. Heiðursgestur á leiknum verður Sigfús Jónsson, Bæjarstóri Akur- eyrarbæjar. Staðan V-Þýskaland 4 3 1 0 7:1 7 Finnland 3 1 1 1 3:5 3 ísland 3 0 2 1 3:4 2 Holland 4 0 2 2 2:5 2 Ólafur Þórðarson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.