Morgunblaðið - 05.09.1989, Blaðsíða 3
B 3
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR ÞREJUDAGUR 5, SEPTEMBER 1989
--------_-----------------------------~r-r---------------
KNATTSPYRNA / HM-KEPPNIN || HANDKNATTLEIKUR / U-21 ÁRS
„Ætlum
að hef na
ófar-
anna“
- segir Bjarni Sig-
urðsson, landsliðs-
markvörður
„VIÐ erum ekki búnir að
gleyma síðustu viðureign okkar
gegn Austur-Þjóðverjum á
Laugardalsvellinum. Við erum
staðráðnir í að hefna
ófaranna," sagði Bjarni Sig-
urðsson, landsliðsmarkvörður,
sem mátti hirða knöttinn sex
sinnum, 0:6, úr nétinu hjá sér
í leik gegn A-Þýskalandi í Evr-
ópukeppni landsliða 1987.
að verður ekkert gefið eftir og
eins og áður munum við leika
til sigurs. Það er ekki endalaust
hægt að sætta sig við jafntefli. Við
höfum beðið lengi eftir sigurleik í
undankeppni heimsmeistarakeppn-
innar,“ sagði Bjarni Sigurðsson.
Gunnar Oddsson úr KR var kall-
Bjarni Sigurðsson
aður til liðs við landsliðið á sunnu-
daginn, eftir að landsliðsnefnd KSÍ
hafði árangurslaust reynt að- ná í
Sigurð í London. Landsliðsnefndar-
menn fengu aftur á móti þær frétt-
ir að Sigurður hafi hringt í mann
á Akranesi á sunnudaginn og sagt
honum að hann væri ekki búinn að
gera þáð upp við sig hvort að hann
kæmi í landsleikinn og myndi hafa
samband við landsliðsnefndina á
mánudaginn. í gær hafði Sigurður
ekki haft samband við landsliðs-
nefndarmennina.
Landsleikurinn gegn A-Þjóðveij-
um hefst kl. 18 á morgun.
Strákamir burstuðu
Bandaríkjamenn
Hilmarhefurvalið HM liðið að undanskildum markvörðum
Islenska landsliðið, skipað leik-
mönnum 21 árs og yngri, sigraði
Bandaríkin, 30:21, í æfingaleik á
Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Is-
lenska liðið hafði mikla yfirburði
strax frá upphafi og komst fljótlega
í 10:3 og aldrei spurning eftir það.
Markahæstir voru: Héðinn Gils-
son 4, Konráð Olavson 4, Sigurður
Sveinsson 4, Finnur Jóhannsson 3,
Þorsteinn Guðjónsson 3 og Júlíus
Gunnarsson 3.
Hilmar Bjömsson, þjálfari liðs-
ins, valdi í gær útileikmennina sem
komá til með að leika í lokakeppni
HM á Spáni sem hefst 14. septemb-
er. Hilmar treysti sér ekki til að
velja markverðina þrjá, en mun til-
kynna val þeirra eftir leikinn gegn
Bandaríkjamönnum í kvöld.
Eftirtaldir leikmenn hafa verið
valdir: Héðinn Gilsson, FH, Páll
Ólafsson, KR, Þorsteinn Guðjóns-
KNATTSPYRNA /
Héðinn Gilsson
. DEILD
son, KR, Konráð Olavson, KR, Sig-
urður Sveinsson, KR.Árni Friðleifs-
son, Víkingi, Hilmar Hjaltason,
Stjörnunni, Sigurður Bjarnason,
Stjörnunni, Halldór Ingólfsson,
Gróttu, Davíð Gíslason, Gróttu, Jú-
líus Gunnarsson, Val, Finnur Jó-
hannsson, Val og Einar Gunnar
Sigurðsson, Selfossi. Fimm mark-
verðir hafa æft með liðinu þeir em:
Bergsveinn Bergsveinsson, FH,
Páll Guðnason, Val, Sigtryggur
Albertsson, Gróttu, Leifur Dagf-
innsson, KR og Bjarni Frostason,
HK. Þrír þeirra verða valdir eftir
leikinn í kvöld.
Liðið heldur utan á mánudag, en
fyrsti leikurinn verður gegn Vest-
ur-Þjóðveijum 14. september. ís-
land er í riðli með V-Þýskalandi,
Spáni og Tékkóslóvakíu. Þijú efstu
liðin í riðlinum komst áfram í milli-
riðil.
FRJALSIÞROTTIR
Afsökunarbeiðni
VEGIMA umræðu ífjölmiðlum
að undanförnu skal eftirfar-
andi tekið fram:
1. Ásakanir mínar varðandi
astmalyQatöku Kristjáns Skúla
Ásgeirssonar vom byggðar á mis-
skilningi og því alrangar. Ég
harma þau óþægindi sem þetta
kann að hafa valdið honum og
bið hann því hér með afsökunar.
Það var aldrei ætlunin að draga
hann persónulega inn í þessi mál
með þeim hætti sem svo varð. Það
er bæði rétt og skylt að hafa það
sem sannara reynist.
Haraldur Magnússon,
formaður fijáls-
íþróttadeildar FH.
Grindvíkingar í
Grindvíkingar tryggðu sér sæti
í 2. deild í fyrsta sinn um helg-
ina er þeir sigmðu Hveragerði 3:0
í Grindavík. Grindvíkingar fengu
jafn mörg stig og IK
Frá Frímanni en sigra í riðlinum á
Ólafssynií hagstæðari marka-
Grindavik
Leikuijnn var
sögulegur því rok og rigning gerðu
leikmönnum lífið leitt. Réyndar var
gert klukkustundar hlé í hálfleik
meðan beðið var-eftir að veðrinu
slotaði og stóð jafnvel til að flauta
leikinn af þegar mest gekk á.
Grindvíkingar höfðu nokkra yfir-
burði í leiknum og voru yfir, 2:0 í
leikhléi með mörkum Hjálmars
Hallgrímssonar og Guðlaugs Jóns-
sonar. Þórarinn Olafsson bætti svo
þriðja markinu við skömmu fyrir
leikslok.
„Góð liðsheild og samhettíni leik-
manna var það sem kom okkur
KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ
„Skytturnar þijár“
úti í kuldanum
MARGIR spyrja þessa dag-
ana hvers vegna þrír leik-
menn, sem sýnt hafa frábæra
leiki á íslandsmótinu í knatt-
spyrnu undanfarið, eru ekki í
landsliðshópnum fyrir leikinn
gegn Austur-Þjóðverjum á
morgun. Það eru þeir Pétur
Pétursson, Pétur Ormslev og
Þorvaldur Örlygsson, sem
eru lykilmenn með liðum
sínum. Þeireiga það sam-
merkt að hafa ekki gefið kost
á sér í ákveðna leiki með
landsliðinu og eftir það hafa
þeir ekki átt upp á pallborðið
hjá Siegfried Held landsliðs-
þjálfara. Það má því segja að
„skytturnar þrjár“ séu út í
kuldanum. Pétur Ormslev Pétur Pétursson
Pétur Onnslev gaf ekki kost á
sér gegn Austurrikismönnum
og Tyrkjum fyrir ári og hefur
ekki fengið tækifæri síðan, þrátt
fyrir góða frammistöðu með Fram
að undanfórnu.
Pétur Pétursson gaf ekki kost
á sér í æfingaleik gegn Englend-
ingum í vot- og tilkynnti KSÍ
meiðsli á ökkla fyrir leikinn gegn
Sovétmönnum í Moskvu. Eftir það
hefur hann ekki verið inni í mynd-
inni hjá Sigi Held, landsliðsþjálf-
ara. Pétur hefur leikið mjög vel í
leikjum sínum með KR að undanf-
örnu og hefur sýnt að hann hefur
engu gleymt síðan hann var fasta-
maður í landsliðinu.
Sá þriðji, Þorvaldur Örlygsson,
hefur í sumar verið burðarásinn
hjá KA, sem situr nú á toppi 1.
deildar. Hann gaf ekki kost á sér
i hópinn fyrir leikinn gegn Aust-
urríki um daginn vegna þess að
hann var þá að ganga frá samn-
ingum við Nottingham Forest.
Nú geldur hann þess dýru verði
og er ekki í hópnum nú.
„Hef alltaf gefið kost á mér“
Sá orðrómur hefur verið á
kreiki, að Pétur Ormslev gefi ekki
kost á sér í landsliðið. Pétur segir
þetta hins vegar rangt. „Ég hef
aldrei sagt, að ég gefi ekki kost
á mér í landsleikina. En landsliðs-
nefnd hefur ekki haft samband
við mig til að biðja mig um að
leika. Ef hún gerði það býst ég
við að ég myndi gefa kost á mér
en eins og ég segi Sigi Held hefur
ekki séð ástæðu til að velja mig,“
sagði Pétur Ormsiev í gær.
„Það er Héld sem ræður“
Þorvaldur Örlygsson bíður nú
eftir að fá atvinnuleyfi með Nott-
ingham Forest Hann segir að. það
að hann hafi ekki verið valinn í
hópinn kunni að hafa neikvæð
áhrif á það mál. „Ég verð auðvit-
að að sætta mig við vera ekki
valina. Það er Held sem ræður.
En mörgum íslenzkum knatt-
spyrnumönnum finnst undarlegt
hvernig staðið er að vali landsliðs-
ins, því að Held hefur lítið vera
hér heima í sumar,“ sagði Þor-
valdur Örlygsson.
„Ég er ekki nægilega góður
að mati Held“
Pétur Pétursson sagði í gær-
kvöldi,.að það væri greinilegt að
hann væri ekki nægilega góður
að mati Siegfrieds Held og hann
sæi því ekki ástæði til að velja
hann í landsliðið. „Held velur sitt
lið og ég er ekki inn í myndinni
hjá honum. Ég er alltaf tilbúinn
að leika fyrir hönd íslands, svo
framarlega að ég er ekki meidd-
ur. Ef það er not fyrir krafta
mína í landsliðinu - er ég tilbúinn
,að leika," sagði Pétur Pétursson.
2. deild
áfram. Leikmenn misstu aldrei sjón-
ar af markmiðinu og héldu ótrauðir
áfram,“ sagði Hjálmar Hallgríms-
son, fyrirliði Grindvíkinga.
toóm
FOLK
■ SIEGFRIED Held, landsliðs-
þjálfari í knattspyrnu, stjórnaði
ekki landsliðsinsæfingu í gærmorg-
un - en aftur á móti var hann
mættur í gærkvöldi. Held stjórnaði
Galatasaray í 1. deildarkeppninni
í Tyrklandi á sunnudaginn og
mátti liðið þola tap, 0:1, á útivelli
gegn Samsunspor.
■ GUNNAR Gíslason og Ágúst
Már Jónsson komu til leiks um
leið og Held.
I VIÐAR Þorkelsson á við
• smávægileg meiðsli að stríða og var
hann ekki með á æfingu í gær-
kvöldi.
■ HELD mun ekki stjórna lands-
liðinu gegn Tyrklandi á Laugar-
dalsvellinum. Guðni Kjartansson
mun stjórna landsliðinu í leiknum
gegn Tyrkjum. Guðni hefur stjórn-
að landsliðinu í tveimur leikjum
gegn Tyrkjum og hafa þeir báðið
unnist - 3:1 og 2:0.
■ A-ÞÝSKA landsliðið kemur
til landsins í dag með leiguflugvél
frá Austur-Berlín. Með vélinni
kemur einnig handknattleikslands-
lið A-Þýskalands, sem leikur hér
tvo landsleiki - á Akureyri annað
kvöld og í Garðabæ á fimmtudags-
kvöldið.
■ GAETANO Scirea, sem var í
heimsmeistaraliði ítala í knatt-
spyrnu 1982 og lék 78 landsleiki,
fórst í bílslysi í Póllaiidi á sunnu-
dag, 36 ára að aldri. Á ferli sínum
vann hann næstum því alla helztu
titla, sem hægt er að vinna með
félagi sínu Juventus og landsliðinu.
Undir það síðasta starfaði hann sem
aðstoðarþjálfari hjá Juventus og
var í Póllandi í þeim erindagjörðum
að kíkja á andstæðinga félagsins í
Evrópukeppninni.
■ DIEGO Maradona er nú loks-
ins kominn til Napólí. Um tvö
hundruð manns fögnuðu honum við
komuna en kappinn t'orðaðist að
ræða við blaðamenn. Áður hafði
hann lýst þvi yfir að hann ætlaði
að henda samningi sínum í andlitið
á forseta Napóli.