Morgunblaðið - 05.09.1989, Page 4

Morgunblaðið - 05.09.1989, Page 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1989 KNATTSPYRNA / 1. DEILD Antony Karl af- greiddi Árbæinga Skoraði bæði mörk KA gegn Fylki á Akureyri Antony Karl Gregory færði KA-menn skrefi nær sögulegu marki, þ.e. íslandsmeistaratitl- inum, þegar hann skoraði bæði mörk Akureyrarliðsins í 2:1 sigri gegn Fylki á laugardaginn. Þessi bráðsnjalli leikmaður, er ekki þótti geta komið Valsliðinu að gagni fyrir tveimur árum, hefur leikið firnavel með KA undanfarin tvö sumur. Saman fara afburða knattleikni, snerpa og einstök hæfni til að lesa leikinn. Hann ásamt sínum gamla félaga úr Val, Jóni Grét- ari Jónssyni, myndar eitthvert öflugasta sóknarpar deildar- innar. Að sönnu er lið KA meira en Antony Karl; liðið hefur á að skipa vel spilandi og dug- miklum leikmönnum. Leikurinn fór fjörlega af stað. Heimamenn fóru mikinn, og eftir einungis tveggja mínútna leik ■■IhhhhhI Antony Karl Gregory gerði tvö mörk gegn Fylki. lá knötturinn í Fylkismarkinu. Að- dragandinn var hinn Magnús Már snotrasti. Knöttur- Þorvaldsson jnn gekk frá manni skrifarfrá til manns að vítateig Akureyn Fylkis og Antony Karl afgreiddi fasta fyrirgjöf Orm- arrs Örlygssoanr af öryggi í mark andstæðinganna. Markið varð til að draga eitthvað úr sóknargleði KA-manna. Fylkis- menn komust meira inn í leikinn og áttu sín færi og svo fór að á 57. míútu jafnaði Kristinn Tómas- son, eftir að KA-vörnin hafði opn- ast_ illilega. Asýnd leiksins breyttist við jöfn- unarmarkið, því KA-menn sáu að við svo búið mátti eigi standa og hver sókn þeirra rak nú aðra. Það var svo eftir fimm stífar sóknarlot- ur, sem hið langþráða sigurmark kom. Maðurinn á bak við það, var Þorvaldur Örlygsson. Með krafti sínum og leikni, hjó hann skarð í þéttan varnarmúr Fylkis, og á víta- teigslínu tók Antony Karl við knett- inum, og aðþrengdur skoraði hann fallegt mark. Að vinna leik án þess að sýna nokkra snilidartakta, þar sem miðj- an brást, er laglega af sér vikið, og vonir um íslandsmeistaratitilinn eru nú meiri en nokkru sinni áður. Lið Fylkis er samkvæmt frammi- stöðunni j þessum leik, betra en staða þess í deildinni gefur til kynna og það sýndi á köflum stórgóðan samleik. KA—Fylkir 2 : 1 Akureyrarvöllur, íslandsmótið, 1. deild, laugardaginn 2. september 1989. Mörk KA: Antony Karl Gregory (2. og 75.). Mark Fylkis: Kristinn Tómasson (57.). Gul spjöld: Halldór Halldórsson, KA. Baldvjn Baldvinsson, Fylki. Dómari: Óli Olsen var frekar slakur. Áhorfendur: 1080. Lið KA: Haukur Bragason, Halldór Halldórsson, Erlingur Kristjánsson, Gauti Laxdal, Ormarr Örlygsson, Steingrímur Birgisson, Jón Kristjánsson (Örn Viðar Amarson 70.), Þorvaldur Örlygsson, Bjami Jónsson, Atnony Karl Gregory, Jón Grétar Jónsson. Lið Fylkis: Guðmundur Baldursson, Pétur Oskarsson, Gústaf Vífilsson, Gísli Hjálmtýs- son, Anton K. Jakobsson, Hilmar Sighvatsson, Finnur Kolbeinsson (Valur Ragnarsson 80.), Öm Valdimarsson, Þórhallur Jóhannsson (Guðmundur Magnússon 80.), Kristinn Tómasson, Baldvin Bjamason. Pétur Pétursson sækir að Þorsteini Þorsteinssyni. Þorsteinn var eini leikmað- urinn á vellinum sem lék ekki með í bikarúrslitaleiknum viku áður. Enda- sprett- urinn TVÆR umferðir eru eftir af íslandsmótinu og hefur spennan sjaldan verið meiri. Þijú lið eiga mesta mögu- leika á íslandsmeistaratitl- inum; KA, FH og Fram, og önnur þrjú lið; Fylkir, IBK og Þór, eru í bullandi fall- hættu. KR-ingar eiga enn- þá fræðilega möguleika á að hreppa titiiinn, en Valur og ÍA sigla alveg lygnan sjó. Það sama verður hins vegar ekki sagt um Víkinga, því falldraugurinn getur þá og þegar ákveðið að snúa sér að þeim. Það er athyglisvert að í síðustu umferðinni mætast efstu liðin og þau neðstu, þannig að baráttan verður án efa hatrömm fram á lokamínútur íslandsmóts- ins. 17. umferð: KA-Valur ÍA—Fram KR-Þór A Fylkir—ÍBK Víkingur—FH 18umferð: Valur-KR ÍBK-KA FH—Fylkir Fram—Víkingur Þór A—ÍA Sæt hefnd fyrir bikaríeikinn - sagði Hörður Magnússon, sem gerði tvö mörk þegar FH-ingar sigruðu Skagamenn VAR einhver að tala um að FH-liðið væri loftbóla? Það er ekki réttnefni. Með 3:2 sigri gegn Skagamönnum um helg- ina sýndu FH-ingar og sönn- uðu, að þeir eiga skilið að vera í toppbaráttunni. Þeir hafa til að bera þann sigurvilja, sem kann að ráða úrslitum þegar upp er staðið. Mesta furða var hversu vel leik- mönnum gekk að spila í rok- inu og rigningunni á Kaplakrika- velli á laugardaginn. FH-ingar voru mun beittari í Guðmundur sóknaraðgerðum Jóhannsson sínum í fyrri hálfleik skrifar 0g 0ft var skaga- vörnin ekki með á nótunum. FH-ingar áttu fjölda góðra færa en létu sér nægja að gera tvö mörk. Hið fyrra gerði Hörður Magnússon eftir skyndisókn snemma í leiknum. Hann lék þá Guðbjörn Tryggvason grátt og renndi boltanum í markið framhjá Ólafi Gottskálkssyni. Síðara markið gerði Pálmi Jónsson af stuttu færi eftir aukaspymu utan af kanti. Eftir afleitan fyrri hálfleik blésu Skagamenn nýju lífi í sóknina í síðari hálfeik og Guðbjörn og Sigur- steinn Gíslason færðu sig framar á völlinn. Það bar árangur, því að þeim tókst fljótlega að jafna með mörkum úr tveimur upphlaupum. Hið fyrra gerði Guðbjörn Tryggva- son með lausu skoti, sem Halldór Halldórsson hefði átt að verja og hið síðara gerði Bjarki Pétursson með góðu skoti í bláhornið. Skyndilega var því komin óvænt spenna í leikinn og áttu bæði lið ágæt færi eftir þetta. FH-ingar voru þó ívið sterkari en náðu ekki ..Júlíus Pétur ná boltanum en Morgunblaöiö/tíjarm Hörður Magnússon gerir fyrra mark sitt. Hann á skot úr þröngu færi, umkringdur varnarmönnum íA... að skora fyrr en dæmd var umdeild vítaspyrna á Sigurð B. Jónsson fyrir brot á Herði Magnússyni. Úr henni skoraði Hörður sigurmarkið. „Sæt hefnd“ „Við hefðum átt að vera 3-4 mörkum yfir í hálfleik. Þetta er einhver bezti fyrri hálfleik- ur, sem við höfum spilað í sumar. í seinni hálfleik hleypt- um við þeim inn í leikinn það hafðist að lokum. Sigurinn sýnir, að það er engin tilviljun, að við erum svo ofarlega. Þetta var líka sæt hefnd fvrir bikar- leikinn," sagði Hörður Magn- ússon, FH, eftir leikinn. Með sigrinum náðu Hafn- firðingar náðu að hefna fyrir rassskellinguna, sem þeir fengu í 16-liða úrslitum bikar- keppninnar. Þá burstuðu Skagamenn þá 6:1. „Leikaraskapur“ Hörður sagðist aðeins hafa það að segja um vítaspyrnu- dóminn, að þegar dómarinn dæmdi vítij þá væri víti. Sig- urður B. Jonsson, Skagamað- ur, var hins vegar á öðru máli.„Ég er mjög óhress með að að vítið, sem dæmt var á mig. Hann snýr sér með bolt- ann og keyrir inn í mig. Síðan kastar hann sér niður. Svona leikaraskapur platar oft dóm- ararna en Hörður er af þekkt- um leikaraættum," sagði Sig- urður B. Jónsson og glotti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.