Morgunblaðið - 22.09.1989, Síða 1

Morgunblaðið - 22.09.1989, Síða 1
Nýtt líf Sjónvarpið sýnir á miðviku- dag Nýtt líf, eina af þekktari gamanmyndum íslenskum er framleiddar hafa verið hérlendis á yfirstandandi áratug. Nýtt líf er verk þeirra Jóns Hermannssonar og Þráins Bertelssonar, en hinn síðarnefndi var í senn höf- undar handrits og leikstjóri. Nýtt líf rekur sögu tveggja pörupilta er halda út í Eyjar í atvinnuleit. Er í fiskvinnuna kemur, taka þeir félagar upp á því að villa á sér heimildir og segja verkstjóranum að þeir séu útsendarar Sjávar- útvegsráðuneytisins. Til- heyrandi misskilningur og uþþákomur fylgja síðan í kjölfarið, eins og vera ber. Þá fara „erindrekar ráðu- neytisins" heldur ekki var- hluta af skemmtanalífi úti í Eyjum. Nytt líf var framleidd árið 1983. Aðalhlutverk leika Eggert Þorleifsson og Karl Ágúst Úlfsson. VIKUNA 23. - - 29. SEPTEMBER PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1989 BLAÐ Poirot og Dalgfiesh Tveir kunnir sakamálasérfræðingarverða á skjánum í þessari viku, hvor á sinni sjónvarpsstöðinni og um margt óíkir. Stöð 2 sýnir á sunnudag þátt með einni frægustu skáldsagnapersónu glæpasagn- anna; belgíska einkaspæjaranum Hercule Poirot. Hann leysti hvert málið á fætur öðru í bókum Agöthu Christie og hafa verið gerðar um hann kvikmyndir og sjónvarpsþættir. Stöð 2 sýndi um páskana þreskan þátt um Poirot og nú er þúið að framleiða níu þætti til viðbótar og verða þeir sýndir á sunnudagskvöldum næstu vikurnar. Fyrsti þátturinn er í kvöld og segir hann frá dularfullu láti ungrar stúlku sem lögregluyfirvöld telja sjálfsvíg, en Poirot erá öðru máli... Hercule Poirot er leikinn af David Suchet, en aðstoðarmann Poirots, Hastings, leikur Hugh Fraser. Sjónvarpið sýnir þætti um lögregluforingjann Aðam Dalgliesh sem er hugarfóstur annarrar konu sem sérhæft hefursig íglæþasögum, P.D. James. Hún hefurskrifað 11 metsölubækur víða um heim og flestarfjalla þær um Dalgliesh lögregluforingja. í þáttaröðinni sem hefst á þriðjudag er Dalgliesh, sem Roy Marsden leikur, kallaðurtil vegna hót- unarbréfa sem ráðherra hafa borist. Rétt | í þá mund sem hann er að hefja rannsókn sína finnast tvö lík í kirkju skammt frá. Dalgliesh sér strax að það eru tengsl á milli, en fleiri eiga eftir að falla í valinn áður en málið er upplýst, en alls eru þættirnirsex. Sjónvarpsdagskrá bls. 2-8 Utvarpsdagskrá bls. 2-8 Hvað er að gerast? bls. 3-6 Myndbönd bls. 6 Bíóin í borginni bls. 7 Visælustu tnyndböndin bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.