Morgunblaðið - 23.09.1989, Page 5

Morgunblaðið - 23.09.1989, Page 5
4 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1989 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1989 B 5 -b Dagar í París IV: MALARINN JEANFAUTRIER Eftir Braga Ásgeirsson Ein er sú sýning sem er mér einkum minnisstæð og í þeim mæli, að ég kýs að rita um hana sérstaklega. Er það yfirlitssýning á æviverki franska málarans Jean "Fautrier (1898-1964), sem var opnuð 25. maí í gamla nútímalistasafninu á Avenue du President Wilson, rétt við Iena-brautarstöðina og spöl- korn fyrir neðan Chaillot-höllina og stendur til 24. september nk. Ekki þó fyrir þá sök, að málarinn hafi verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér um dagana, fremur mörgum öðrum, heldur einungis vegna þess áð sýningin er mér svo minnisstæð og kemur sífellt upp í hugann, er mér verður hugsað til sýningarflóru Parísarborgar í sumar. Ýmsum sýningum, sem maður hrífst mjög af við fyrstu kynni, gleymir maður þó að mestu furðu- fljótt, en aðrar leita stöðugt á hug- ann og eins og vaxa í minningunni og telst umrædd sýning ótvírætt ein þeirra. Sýningu Fautriers skoðaði ég aðeins einu sinni, en mjög vel, á milli þess sem ég leit á annað, sem var til sýnis á staðnum. Kom á vikulegum lokunardegi, er ég hugð- ist endurnýja kynnin, og þá var dvalartími minn að renna út. Það er Parísarborg, sem tekið hefur að sér rekstur safnsins, eftir að eign ríkisins var flutt yfir á Pompidou-menningarmiðstöðina, og það nefnist núna Nútímalista- safn borgarinnar, „Musée d’Art moderne de la Ville de Paris“. Fyrir ofan, þar sem áður var sýningarsalur borgarinnar og ekki í jafn háum metum, en hins vegar mjög forvitnilegt myndverkasafn, sem var víst flutt yfir í Petit Pala- is, er nú stórt og mikið ljósmynda- safn og eru þar jafnan viðamiklar sýningar á nýrri og eldri ijósmynda- list. En eftir uppstokkunina hafa orð- ið mikil umskipti og hver stórsýn- ingin af hárri gráðu rekur aðra, svo að sjálf Pompidou-menningar- stöðin má fara að vara sig. Þá er þarna innandyra einnig mjög gott en blandað safn núlista aldarinnar allt frá Picasso til Hervé Télémaque, og því eins gott að ætla sér nægan tíma til skoðunar. Mæla skal með frábærri bókabúð, og ágætri kaffi- og matstofu á jarð- hæð. það er ákaflega þægilegt að geta tekið sér hvíld, blaðað í sýn- ingarskrám og melt áhrifin, á milli þess sem maður gengur um sali og virðir fyrir sér myndverkin. Einkum eftir að menn verða að sætta sig við að vera ekki tvítugir Iengur, þótt fæstir slíkir haldi í gömlu brýnin í skoðanaleiðöngrum. Sýningin á verkum Jean Fautrier gefur mér og gott tækifæri til að útskýra og skilgreina, hvað átt er við með „lhformel“-list, sem vafist hefur fyrir ýmsum. Nafnið útleggst „formlaus list“ eða óformleg list- sköpun og er þá skírskotað til þess, að tjáningarformið sé fijálst og óbundið og andstæða allrar reglu- festu í formskipan, sem sagt hin algerasta andstæða strangflatalist- arinnar. Þegar maður vísar til þess, að einhver listamaður máli í anda „Ir formel“-stefnunnar, er maður öðru fremur að fjalla um vinnubrögð og tjáningarhátt viðkomandi en ekki ' ' ' ' * Jl, ' ■<> r & 3i"íi / » mMM rí'-ím, Jean Fautrier viö tvö verka sinna Vændiskona, olía á léreft 41x33,1924 - Stúlkuhöfuð 27x22,1925. endilega afmarkaða listastefnu. En nokkrir eru þó tilgreindir sem upp- hafsmenn þess að hagnýta sér vinnubrögðin alfarið í listsköpun sinni. Informel er sem sagt málun- arháttur frekar en listastefna og á við mjög marga listamenn, er að- hyllast aðrar og næsta ólíkar lista- stefnur. Þó skyldu menn varast að álíta, að hér sé um tómar formleys- ur að ræða, því að munurinn er einungis fólginn í því að „konkret“- eða strangflata-listamaðurinn 'nálgast formin hægt og hnitmiðað og af mikilli yfirvegun, en „in- formalistinn" eða formleysinginn yfirleitt hratt og skynrænt. En formræn tilfinning kemur ekki síður fyrir í málverkum hinna síðar- nefndu og iðulega mjög öflug. Hún er hins vegar lífrænni og meira til- finningalegs eðlis. Þannig mætti einfalda hlutina með því að segja að strangflatalist- in sé heilinn en „informal“listin hjartað. Hliðstæð vinnubrögð koma fram hjá ýmsum síðimpressjónistum eins og t.d. Claude Monet og hér heima hjá Kjarval, en mismunurinn liggur í því, að „informalistinn" styðst mun minna við útlínur umhverfisins — hlutveruleikann, og iðulega eru verk hans algjörlega óhlutlæg. Hins vegar er sjálf efniskenndin mikil- vægt atriði hjá mörgum slíkum og þeir leita þá fyrirmyndar í sjálfum jarðveginum og efnislegum blæ- brigðum. Þannig minna myndir þeirra iðu- lega á eitthvað, sem maður finnur og kannast við, en gerir sér kannski ekki alltaf grein fyrir hvað er — grípur mann þá sterkum tökum líkt og svo margt í náttúrunni, sem við fáum ekki skilgreint. Þetta er þannig í miklu ríkara mæli sjálfsprottin list en hin yfir- vegaða strangflatalist, þótt í hvor- ugu tilvikinu sé með öllu hægt að svetja af athöfninni áhrif frá nátt- úrunni í þeim tilvikum, sem verkin eru fullkomlega óhlutlæg. Og þótt menn sjái minna af þekkjanlegum hlutum í strangfla- talistinni en hins vegar telji sig sjá skyldleika við náttúruna í myndum „informalistans", þá eru þær, þótt undarlega megi virðast, mun nær hugtakinu „abstrakt". Vegna þess að í þeim koma fram fleiri sértæk atriði og þær byggjast ekki alfarið á þekkjanlegum, byggingarfræði- legum lögmálum eins og gullna sniðinu, lögmáli hlutfalla eða sam- svarandi og ekki samsvarandi at- riðum þ.e. „symmetri“ og „asymm- etri“. í slíkri sjálfsprottinni list verða formin til á mili handa gerandans hveiju sinni og hér hefur uppruna- leg tilfinning og þjálfað næmi allt að segja. I fáum greinum málara- listar er jafn auðvelt að sjá skil á léttvægum vinnubrögðum og mjög skynrænum og þróuðum. Hér er um þjálfað línurit hjartans og til- finninganna að ræða og rafmagn- aða bylgjutíðni líkamans. Þetta kemur einmitt fram í myndum apa t.d. og er eðlilegasti hlutur í heimi, en apinn hefur ekki jafn þróaða vitsmuni og maðurinn, er einfaldlega ekki eins langt á veg '■ .. . Kristur á krossinum, olía á léreft 162x130, 1927. [;**’ ( /V Stóra sorgmædda höfuðið, bronz, hæð 33.5, 1942. kominn í þróunarkeðjunni. Maður- inn getur þannig notað vitsmuni sína til að þróa þessar kenndir sínar á mun víðtækara og markvissara sviði en apinn. Austurlenzk skrift, kalligrafían, er mjúk, lífræn og skreytikennd, en vestræn skrift aftur móti ein- föld, hörð og vitsmunaleg. Það er þannig ákaflega eðlilegt, að verk „informalistans“ geti á stundum minnt á kalligrafíu því að hér er um skyldan framgangs- máta að ræða, nema að myndverk- ið er einungis sjónrænt atriði — sjálfstæð skynræn heild. Margur listamaðurinn gengur einmitt út frá kalligrafíunni í list sinni og hagnýt- ir sér form hennar, en sá hinn sami veit iðulega ekki hið minnsta um merkingu formanna, sem hann gengur út frá og hefur ekki áhuga á að forvitnast um hana, því að fyrir honum vakir einungis sjón- og myndræna hliðin. En eins og það tekur heil þrettán ár gríðarlegrar einbeitni að verða meistari í kalligrafíu, verði menn það á annað borð nokkru sinni, þá tekur það einnig langan tíma að þróa með sér það innra næmi, sem er undirstaða mikils árangurs í málverkinu. Að gera hið sjálfsprottna jafn eðlilegt og lífsloftið og hin mörgu fyrirbæri náttúrunnar allt um kring, án þess að líkja eftir neinu, er nefnilega minnst af öllu sjálf- sagður og sjálfsprottinn hlutur. Hér þarf mikla tilfinningu, þjálfun og aga líkt og í allri annarri mikilli list. Og því er franski málarinn Jean Opinn maður, olía á léreft 116x73, 1928. Fautrier svo gott dæmi um þessa tegund málara. Allt, sem ég hef skrifað hér að framan, er mikilvægt að athuga, þegar list hans er skoðuð og krufin. Eg hef oft rekist á málverk eftir Fautrier á söfnum og sýningum um dagana og hef lengi vitað um styrk hans sem málara, en hins vegar vissi ég mun minna um þró- un hans í fortíðinni. Hafði einungis séð fullsköpuð núlistaverk eftir hann til þessa. Menn hætta víst aldrei að undr- ast, er þeir koma á yfirlitssýningar sem þessar, því að jafnan er það eitthvað sem kemur þeim öldungis á óvart, þótt það segi sig sjálft, að jafn sterk og öguð vinnubrögð hljóti að hafa traustan bakgrunn. Málarinn Jean Fautrier var inn- fæddur Parísarbúi, fæddur 16. maí 1898, en fluttist eftir lát föður síns, sem var vel stæður hanskafram- leiðandi, til London með móður sinni. Hann hóf ungur listnám og var aðeins 16 ára þegar hann fékk inngöngu í Konunglega listaháskól- ann í London. Árið 1917 var hann kallaður í franska herinn og í gashernaði í Elsass hlaut hann alvarlegan bruna í lungum og lá í ársfjórðung blind- ur á sjúkrahúsi. Það má vera þess vegna sem hann vann lengi í þung- um dökkum litum og myndefnið voru upplifanir hans frá vígstöðv- unum og tengdust jafnvel sjálfu víti. Mikilvægir punktar á ferli Fautriers næstu árin voru dvöl í Týról 1920-21, tekur þátt í Haust- Teikning af fyrirsætu á svörtum grunni, 75x100, 1923. Blóðbaðið, olía á pappír, límdur á léreft 16x89, 1942. salnum 1922 m.a. með myndinni „Týrólskar konur í viðhafnarklæð- um“ og ferðast til Korsíku. Á árun- um 1923-26 býr hann á 46. rue Hippolyte-Maindron, þar sem ann- ar frægur nýskapari, Albert Giaco- metti, átti seinna heimilisfang um fjölda ára. Tekur þátt í sýningu í Fabre-listhúsinu við rue Mirome- snil 20, árið 1923, kynnist Jeanne Castel, sem átti eftir að skipa stórt hlutverk í lífi hans. Sýnir sömuleið- is í húsakynnum grafíklistamanna og hlýtur þar verðlaun fyrir tré- ristu. Heldur sína fyrstu einkasýn- ingu í Visconti-listhúsinu 1924 og fær þá góðar viðtökur gagnrýn- enda. Sýnir aftur hjá Fabre 1925. Árið eftir kemst hann í samband við listaverkakaupmanninn Zborowsky og sýnir myndir í list- húsi hans, þar sem eru m.a. fyrir á veggjunum málverk eftir Kisling, Modigliani og Soutine. Árið 1927 flytur Fautrier á rue Delambre í fyrrum vinnstofu Gromaire. Fautrier myndslyeytir úrval ljóða eftir Rimbaud 1928 og gerir röð steinþrykkja við „Víti“ Dantes- ar 1930 og sýnir þau í listhúsinu NRF kvænist Yvonne Loyer í París árið 1935, en hjónabandið varir einungis til 1942, er þau skilja. Hann gerir mannamyndir, málar fyrirsætur og kyrralífsmyndir í svörtum og Qolubláum litatónum, sem harðneskjulegar útlínur ein- kenna. Seinna notast hann mikið við rauða og rauðbrúna liti. Síðan fylgir svarta tímabilið á árunum 1927-28, sem hefur verið nefnt „tímabilið í víti“, þar sem jafnvel myndir af blómum virka ógnvekjandi. Segja má, að lánið hafi leikið við Fautrier því að virtur safnari, sem Jeanne Castel kynnir hann fyrir árið 1925, Paul Guil- laume að nafni, keypti af honum allt, sem hann hafði gert til þess tíma og gerði við hann mjög hag- stæðan samning. En þegar maður virðir þessar myndir fyrir sér, skilur maður það fullkomlega, því að þær bera vott um óvenju ríka listræna kennd og upplagt málaraeðli. Fyrir sumt, og þá einkum litinn og áferðina, minna þær á Derain og gefa honum lítið ef nokkuð eftir. Árið 1928, og samkvæmt tilmæl- um Jeanne Castel, stendur Gul- laumin fyrir fyrstu stóru einkasýn- ingu Fautriers í Bernheim-listhús- inu í París og nú birtir yfir lita- spjaldi hans. Fram koma ljósgráir litatónar með lakklitaáferð og nú tekur hann að móta sín fyrstu rým- isverk (höggmyndir). Um sama leyti hneigist hann æ meir að óhlutlægri tjáningu og bera landslagsmyndir hans einkum vott um innri baráttu og geijun, sem þá átti sér stað. En hinar óhlutlægu myndir hans höfðu strax og jafnan síðar iðulega einhveija skírskotun til endurminninga úr hlutveruleik- anum. Vinnubrögð hans og myndhugs- un á þessum árum boðuðu tímamót og áttu eftir að verða einkennandi fyrir þróun málaralistarinnar eftir 1950. Frá upphafi bar Fautrier lit- inn þykkt á dúka sína og eftir því sem tímar liðu varð liturinn stöðugt efnismeiri og að því kom að liturinn einn dugði honum ekki og hann þróaði þá eigin aðferð, sem byggð- ist á því að hann þakti léreftið með pappírsrifrildum er hann svo bar þykkt efnisdeig (pasta) á, sem við þornun eins og myndaði sprungur og ójöfnur sem gerðar af hendi náttúrunnar. Á þennan hijúfa málunargrunn, sem hafði ekki svo lítinn svip af lágmynd, vann hann svo með pastellitum, sem hann hafði mulið í fíngert duft, bleki og olíulitum. Pastelduftið, sem hann hrærði sam- an við einhveija olíu og bindiefni, var uppistaðan í þessari mjög per- sónulegu vinnsluaðferð og er merkilegt hve myndirnar virka enn- þá ferskar og lifandi líkt og þær hafi verið málaðar í gær, en búa þó vfir óræðri tímalausri fyllingu. Á þessum árum voru slík vinnu- brögð og slík list óþekkt fyrirbæri, og nú fóru í hönd erfiðir tima því að myndirnar reyndust óseljanleg- ar, og árið 1930 neyddist Guillaume til að rifta samningnum við Fautri- er vegna fjárhagserfiðleika. Fautrier óttaðist, að hann gæti orðið haður óprúttnum listaverka- sölum og hreinlega flúði til fjalla árið 1934, og um árabil vann hann fyrir sér sem skíðakennari í Isar- dalnum (Val d’Isere) og gestgjafi á næturbar með gistirúmum. Á þessu tímabili málaði hann lítið sem ekkert en þegar heimsstyijöld- in síðari braust út hurfu skíða- og bargestirnir, og þá sneri hann aftur til Parísarborgar eftir stutta dvöl í Marseille, fær fyrst inni hjá Je- anne Castel og'tekur upp þráðinn á ný við málverkið. íverubústaður Fautriers, er hann flutti í, við 16 boulevard Raspail á Montparnasse, varð fljótlega stefnumótsstaður vina hans, sem voru virkir í andspyrnuhreyfing- unni og mánuðum saman var lista- maðurinn skyggður af SS-mönnum og hann lokst tekinn höndum. En þrem dögum eftir handtöku hans tókst honum að flýja og rithöfund- urifin og gagnrýnandinn Jean Pul- han hjálpaði honum að fá inni á heilsuhæli í nágrenni Parísar þar sem hann gerir myndaröð, er hann nefndi „Gíslarnir". Og sem andstæðingur hernaðar, ofbeldis og forsjárhyggju fann hann tilefni til að snúa aftur til þessa myndefnis í sambandi við innrás sovéskra hersveita í Ung- veijalandi árið 1956. Gerir mynda- röð, er hann nefndi „Téte de partis- ans“, — höfuð frelsishetjanna. Fautrier gerist virkur í list sinni á stíðsárunum, myndskreytir ljóð og heldur sýningar. Fljótlega að stríðinu loknu heldur hann sýningu á myndaröðinni „Gíslarnir" í Drou- er-listhúsinu, sem vakti slíka at- hygli, að strax árið eftir kemur út bók eftir Frances Ponge með hug- leiðingum um myndefnið ásamt myndum Fautriers. í kjölfarið fylgja fleiri bækur og ritlingar um „reiða manninn" Fautrier, og jafn- framt því sem hann myndlýsir bækur og málar, gerir hann ýmis konar tilraunir í Ijölföldun mynda þannig að þær haldi frumgerð sinni (Orginaux multiples). Afið 1952 gefur hinn nafntogaði Michael Tapié út rit sitt „Öðruvísi list“ (Un art autre) þar sem hann skilgreinir „Informel“-list á fræði- legum gmndvelli. Á þessum árum og til dánardags er Fautrier ein skærasta stjarna núlista í París. Hann er heiðurs- gestur á Tvíæringnum í Feneyjum árið 1960 og hlýtur alþjóðlegu verðlaunin, og árið eftir hlýtur hann sömuleiðis alþjóðlegu verð- launin á sjöunda Tvíæringnum í Tókýó. Er áhangendur „Informel“- stefnunnar vilja heiðra Fautrier á miðjum sjötta áratugnum og síðar, setur hann sig í varnarstöðu, enda fann hann til sérstöðu sinnar, sem eins konar utanveltumaður. Hann var einnig alltaf á móti skilgrein- ingunni: „Óraunveruleiki hins „in- formela" tjáir alls ekkert". Af- greiddi hana hiklaust með þessum orðum: „Engin listgrein er fær um að miðla, ef hún er ekki hluti þess raunveruleika sem hún hrærist í.“ Sýningin á verum þessa merka myndlistarmanns er mjög vel skipulögð og bregður upp skýru ljósi á þróunarferil hans. Sláandi er, hve myndirnar eru franskar í hugsun og útfærslu, litir iðulega mildir en kristalstærir og útkoman í hæsta máta ljóðræn. Á tveim myndböndum er sýnt, er skáldið og rithöfundurinn Jean Pulhan ræðir við Fautrier á sveitasetri hans 1965 en kvikmyndina „Fautri- er l’Enragé” (Fautrier, hinn reiði) gerði Philippe Barduc í samráði við listamennina. Myndin sýnir mjög veikburða mann, sennilega farinn að heilsu, enda lést hann ári seinna. Enginn íslendingur, sem áhuga hefur á myndlist og á leið til París- ar fyrir 24. september, ætti að láta þessa sýningu fram hjá sér fara. Og velkist sá sami í vafa um hug- takið atvinnumaður í myndlist, þá er þessi sýning lifandi dæmi um einn slíkan út í fingurgóma. Þessi sýning er einnig mikilvæg fyrir þá sök, að hún kynnir þýðingarmikinn hlekk í þróun núlísta á tímum, er margur vill ekki kannast við nein tengsl við fortíðina og ruglingsleg uppstokkun og „tengslarof“ eiga sér stað á fárra ára fresti. Harpa Björnsdóttir sýnir málverk í Gallerí Borg MALUN er könnun á mögu- leihum lita ogforma Þegar svefninn kemur seint og þessi undarlegi sársauki í hjartanu verður að tárum, komdu þá með mér, stúlka, komdu í himinferð í loftsundlaug í bláu vatni á bláum himni þú lítið ský ég stórt ský við - tvö ljósrauð ský á kvöidsólargöngu. Vertu ský með mér. Vertu ský með mömmu. Þ etta ljóð er úr bókinni Vertu ský eftir Hörpu Björnsdóttur myndlist- arkonu. Bókin kom út á fimmtudaginn en þá opnaði Harpa einnig sýningu á myndum sínum í Galleríi Borg. „Eg er ekkert ljóðskáld," segir Harpa um leið og hún sýnir mér bókina. Ljóðin eru prentuð inn í ljós- ritaðar grafíkmyndir eftir hana sjálfa, en Harpa stendur sjálf að útgáfu bókarinnar. „Það er frekar hægt að kalla þetta hugsanir, sem ég hef skrifað niður. Ég byrjaði svo á því fyrir tveimur árum að setja saman mynd- irnar og ljóðin og gældi við á hug- mynd að gefa þetta út á bók. Eg ákvað svp að drífa í því núna, um leið og ég opnaði sýninguna. Ann- ars hefði aldrei orðið úr því. Ég er fyrst og fremst að þessu mér til skemmtunar." Bókin er því eiginlega útúrdúr, enda ætlunin að ræða við Hörpu um sýninguna, sem er hennar sjötta einkasýning. Allar myndirnar á sýn- ingu eru gerðar með blandaðri tækni. „Ég nota alla liti sem mér dettur í hug að ég geti notað,“ segir Harpa. „Olíu, akrýl, krítarliti, vatnsliti... Ég hef alltaf unnið þannig í málun;_ með blandaðri tækni á pappír. Ég hef gaman af því að blanda saman ólíkum litum. Það má líkja myndlistarmannin- um við könnuð. Þegar hann málar myndir er hann að kanna möguleik- ana á samsetningu lita og forma. Hann er alltaf að prófa sig áfram með liti. Athuga hvað gengur. Þetta er eins og að hafa gaman af landslagi og náttúru, þar sem alltaf er hægt að sjá eitthvað nýtt og ferskt. Myndlistin horfir þannig við mér. Ég er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt í litum og formum." Geturðu eitthvað sagt mér um myndirnar á sýningunni? Hvert er viðfangsefni þeirra? „Það er alltaf fólk á myndunum. Eða einhverskonar manneskjur. Ég veit ekki hvort ég get skýrt það nánar. Viðfangsefni myndanna sæki ég inn á mitt eigið yfirráða- svæði. I listum hlýtur maður alltaf að vera setja niður skynjun sína á raunveruleikanum. Því sem maður upplifir. Og gera úr því eigin út- gáfu. Raunveruleikinn hlýtur því alltaf að taka breytingum þegar reynt er að skapa eitthvað úr hon- um. Ekki aðeins í myndlist heldur allri listsköpun. Jafnvel kvikmynd- um. Þar hagræðir leikstjórinn alltaf raunveruleikanum, jafnvel þótt hann telji sig vera að gera raunsæj- ar myndir." Sýning Hörpu stendur yfir tii 3. október. MEO I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.