Morgunblaðið - 23.09.1989, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 23.09.1989, Qupperneq 6
6 B MOKGUNBLAÐID LAUGARDAGUR ,23,. SEPJIEMBER 1989 Er tónlistin olnbogabarn íslenskrar arfleifðar? íslensk tónverkamiðstöð er stofnun, sem hefiir ýmsum hlutverkum að gegna. Þar er varðveitt tónlist á nótum eftir núlifandi og látin íslensk tónskáld, einnig eru verk þeirra skráð þar, en sérstakt tölvuforrit hefúr verið hannað til að auðvelda skráningu og leit að tónverkum á margvíslegum forsendum, til dæmis eftir tegund verka, hljóðfæraskip- an, höfúndum, samningsári og fleiru í þeim dúr. Geta flytjendur feng- ið út sérprentaða Iista, með tilliti til skilgreindra þarfa. Tónverkamið- stöðin gefur einnig út nótur og hljóðritanir (hljómplötur og geisladi- skar), sem dreift er bæði hér og erlendis og fyrir um það bil ári hóf fyrirtækið útgáfu á íslenskri tónlist til notkunar fyrir tónlistarskóla. Kynning og dreifing á útgeínu efiii erlendis er einnig hluti af starfsem- inni og að lokum kynning á íslenskum tónverkum og tónskáldum. Frainkvæmdastjóri Islenskrar tónverkamiðstöðvar er Bergljót Jóns- dóttir og dag einn þegar ég rölti inn um dyrnar hjá henni, á horni Freyjugötu og Óðinsgötu, til að fræðast nánar um starfsemina, stóð hún hreinlega á haus í kössum, fúllum af íslenskum nótum og bækling- um, sem hún sagði að væru nýkomnir írá Ríkisútvarpinu. Þeir hefðu komist að þeirri niðurstöðu að best væri að' tónverkamiðstöðin annað- ist þessar nótur og sendu henni þær til varðveislu. etta er nefnilega eins- konar landsbókasafn tónlistarinnar," sagði Bergljót. Ha? „Hérna er stærsta safn íslenskrar tónlistar sem til er. Tónverkamið- stöðin var stofnuð vegna þess að tónskáldin, sem voru hér að semja höfðu ekkert „gallerí" fyrir sig og þegar flytjendur vantaði tónverk til flutnings, þurfti að eltast við skáldin út og suður. Það var enginn einn staður þar sem hægt var að nálgast tónlist þeirra. Því var farið út í að stofna félag, sem sjá skyldi um að halda þessari tónlist saman. Síðan er liðið 21 ár.“ Einn veggur er þakinn skjalaköss- um sem merktir eru tónskáldunum. Þar sem veggurinn endar, tekur við stór og mikill gluggi, beint út á götuna og ég fer að velta því fyrir mér hvort í honum sé ekki sprengju- helt gler. „Nei, ekki aldeilis," svarar Berg- ljót. „Þetta safn stendur hér á jarð- hæð, við glugga og er óvarið með öllu. Það þarf ansi lítið að gerast til að það eyðist og þar með mundi tónlistarsaga okkar glatast. En getið þið ekki tölvuskráð nót- urnar eða geymt þær á mikrófilmu? „Það er nú reyndar draumurinn hér. En eins og er höfum við hvorki fóik eða fjármagn til þess. Annað- hvort er ekki skilningur eða áhugi hjá ráðamönnum á því hvaða menn- ingarverðmæti standa hér óvarin. Starfsemin er fjármögnuð úr sjóðum tónskálda, það er af höfundarlaun- um og framlag ríkisins sem dugar ekki til að greiða húsnæði og þeim starfsmönnum sem hér eni laun. í rauninni finnst mér þetta dálítið sérkennilegt fyrirkomulag." Hvað? Að tónskáldin þurfi sjálf að fjár- magna alla útgáfu á sínum verkum. Hvað heldurðu áð rithöfundar segðu ef þeir þyrftu að greiða fyrir útgáfu á bókum sínum sjálfir?" En ekki styrkir ríkið bókaútgef- endur? „Nei, en við gefum heldur ekki neitt út gagngert til þess að fjár- magna þá útgáfu sem við kjósum að gefa út. Ef þú lítur á hversu margir lesa bækur og hversu marg- ir lesa tónlist, geturðu séð að sölu- möguleikar okkar eru miklu minni. Við erum með miklu minni markaðs- hóp, vegna þess hversu fáir eru læs- ir á nótur. Nóturnar sem við gefum út, spanna þó mjög breitt svið, allt frá því að vera auðlæsilegar, fyrir bytjendur, upp í það að vera mjög erfiðar og aðeins fyrir þá sem lengst eru komnir í hljóðfæraleik. Annað sem skiptir máli er að það efni sem við gefum út er nýtt til kynningar á íslenskri tónlist erlendis — sem vill segja að við gefum flytj- endum, útvarpsstöðvum og bóka- söfnum okkar efni, með það i huga að íslensk tónlist verði flutt erlendis. Reyndin er sú að mikið af því efni sem fer frá okkur til útlanda er end- urgjaldslaust. Á sama tíma og við vinnum svona, reynum við að nýta dreifingaraðila erlendis. í þýsku- mælandi löndum í Evrópu er dreif- ingin orðin mjög sterk og við erum líka með dreifingaraðila fyrir allt Bretland og eitthvað á Norðurlönd- um. Einnig erum við komin með dreifingaraðila hljómdiska í Banda- ríkjunum og dreifing þar hefst nú í október-nóvember. Það er fyrirtækið „Classical Music“ sem hefur tekið Bandaríkjamarkað að sér, en það fyrirtæki sérhæfir sig í dreifingu á nútímatónlist. Þetta þættu fréttir ef um væri að ræða Sykurmolana." En hvað með varðveisluhliðina? „Málið snýst ekki endilega um það að við séum að varðveita eitt og eitt stórkostlegt meistaraverk, heldur varðveislu á okkar eigin menningu. Hveijum heldurðu að dytti í hug að varðveita handrit rithöfundanna okkar á þennan hátt, til dæmis Lax- ness? En af hveiju eru þessi handrit ekki á Landsbókasafninu? „Það eru vafalaustýmsar ástæður fyrir því. Ég vona að íslenskri tón- list sé ætlaður staður í Þjóðarbók- hlöðunni og veit að nú er í gangi nefnd sem vinnur að undirbúningi á flutningi þeirra safna er þar eiga að sameinast. Sú nefnd hefur enn ekki talið ástæðu til að skoða safnið hér. Auðvitað á að geyma þessi hand- rit í eldvörðu húsnæði. Ef við eigum að þekkja okkar eigin tónlistararf- leifð, verður íslensk tónlist að hljóma og ef hún á að hljóma verða að vera tíl nótur fyrir flytjendurna." En hvers vegna er útgáfan svona mikilvæg, ef handritin eru til? „Frá okkar bæjardyrum séð er útgáfan mjög mikilvægr vegna þess að það sem við erum með í safninu eru afrit af handritum höfunda. Höfundar hafa mjög mislæsilega rit- hönd — sem verður til þess, að þeg- ar flytjendur fara að leita sér að tónlist til flutnings — og það gildir jafnt um innlenda sem erlenda flytj- endur — þá liggur í augum uppi að val þeirra miðast gjaman við það hversu læsiieg tónlistin er. En það segir ekkert um gæði verkanna. Ef við ætlum að reyna að dreifa tónlist- inni erlendis, sem er eitt af hlutverk- um okkar, þá taka dreifingaraðilar ekkert annað eri útgefna tónlist. Þetta eru grunnforsendurnar fyrir útgáfu okkar. Síðan er skólaútgáfa ein hliðin á þessari útgáfu. Við gef- um út nótur fyrir tónlistarskóla, til að gera fólki, sem er að læra tón- list, kleift að nota íslenska tónlist; kynnast menningu okkar, en ekki bara 18. og 19. aldar evrópskri tón- list. Okkur finnst þetta mjög mikil- vægt uppeldislegt atriði. Það er nú svo, að í tónlistarskólum hérna, hef- ur hingað til, nær eingöngu verið stuðst við erlendar nótnabækur og Bergljót Jónsdóttir. ég geng svo langt að segja að þetta sé svipað því að kynna bara erlendar bækur í bókmenntakennslu barna.“ Hver hafa viðbrögð tónlistarskól- anna verið? „í flestum tilfellum ágæt, eri þó breytileg. En ég fæ oft þá tilfinningu að enginn sé spámaður í sínu föður- landi. Ég get nefnt þér eitt dæmi. Fyrir ári síðan gáfum við út „Á tíu fingrum um heiminn," eftir Elías Davíðsson. Bókin var gefin út á íslensku, ensku og þýsku. Við erum að endurútgefa hana núna og það sem er sláandi er, að sú endurút- gáfa er á þýsku og í þýskumælandi löndum hefur hún hlotið gífurlega athygli og góða dóma.“ Hvar heldurðu að íslensk tónlist standi í hlutfalli við erlenda, í islenskum tónlistarskólum? „Það er mjög erfitt að meta hve mikið er notað af íslenskri tónlist. Ein ástæðan er sú, að mikið er Ijós- ritað af nótum hér á íslandi, það er að segja stolið. Svo það er erfitt að meta hversu mikið er í raun notað af íslenskri tónlist. En erlenda tón- listin á tvímælalaust vinninginn. Það sama má segja um aðra aðila. Ef þú tekur til dæmis íslenska kóra — eða tónlist sem er notuð í kirkjum — þá er mikill meirihluti þeirrar tón- listar sem þú finnur þar ljósrit. Við sjáum einnig um að skrifa út raddir fyrir hljómsveitir, fyrir sin- fóníuhljómsveitir, það er fyrir þau hljómsveitai-verk sem geymd eru hér. Þessi þjónusta er mjög kostnað- arsöm. Við erum með tvo menn við raddskrift og það hefur verið rætt hvort nauðsynlegt sé að flytja þessa starfsemi úr landi, til að geta klofið það. Það reynist okkur mjög erfitt fjárhagslega að veita þessa sjálf- sögðu þjónustu." Verðlaunaverk Hafliða komið út á geisladiski Í fyrra gaf íslensk tónverkamið- stöð út geisladisk með Hamrahlíð- arkórnum og er þar að finna helstu gullmola kórsins. Nýjasti diskurinn frá Tónverkamiðstöðinni hefur að geyma fjögur ný hljómsveitarverk, meðal þeirra verk Hafliða Hallgríms- sonar, Poemi, sem hlaut verðlaun Norðurlandaráðs árið 1986. Verkið er fyrir einleiksfiðlu og strengjasveit og er í þremur köflum. Yrkisefnið er sótt til 1. Mósebókar Gamla testa- mentisins, nánar tiltekið í sögurnar um draum Jakobs, fórn ísaks og glímu Jakobs við engii. Höfundur notar þó ekki beinlínis sögurnar sjálfar sem hvata, heldur er verkið samið undir áhrifum frá málverkum Marcs Chagalls um áðurnefndar sögur. Markmið Hafliða er að endur- skapa í tónlist hin ljóðrænu áhrif, sem birtast í myndum Chagalls. Strax í upphafi verksins er ljóst að mikill hlutverkamunur er á hljóm- sveitinni og einleikshljóðfærinu og helst sá munur óbreyttur í gegnum kaflana þijá. Hþomsveitin virkar sem umgjörð fyrir athafnir einleikar- ans; umgjörð sem tekur stöðugum breytingum. Megináhersla hljóm- sveitarinnar liggur því ekki í stef- rænni úrvinnslu á tónaefninu, heldur felur höfundur henni til meðferðar ýmist tónmengi eða rytmamengi, sem gjarnan eru endurtekin eins oft og þurfa þykir. Einleiksfiðlan er hinsvegar það sem allt snýst um, miðpunktur um- hverfisins. Hún er virk næstum allan tímann og hlutverk hennat- er fjöl- þætt, allt frá því að túlka óræðar draumsýnir upp í það að standa mitt í Jakobsglímu og hafa betur. Ef til vill er það táknrænt fyrir hlut- skipti einleiksfíðlunnar að tónsviðið, frá upphafstóni til lokatóns, er nokk- urn veginn það sem hægt er að bjóða því hljóðfæri. Einleikari er Sigrún Eðvaldsdóttir. Önnur verk á disknum er „Kon- sert fyrir setló og hljómsveit," eftir Jón Nordal, þar sem einleikari er Erling Blöndal Bengtsson, „Haust- spil,“ eftir Leif Þórarinsson og „Adagio" eftir Magnús Blöndal Jó- hannsson. Það er Sinfóníuhljómsveit íslands sem leikur verkin, undir stjórn Petri Sakari. En hvernig var þessi útgáfa fjármögnuð? „Þessi síðasti diskur var fjár- magnaður með tvennum hætti," seg- ir Bergljót. „Annarsvegar veitti Landsbanki íslands okkur stuðning og gerði okkur reyndar loksins kleift að koma verki Hafliða í hljómandi form. Svo fengum við styrk frá NOMUS, sem er Samstarfsnefnd um norræna tónlist. Að öðru leyti var þessi útgáfa fjármögnuð af höfund- arlaunum tónskálda. Kynning og dreifing Þú sagðir að þið kynntuð og dreifðuð íslenskum nótum og hljóð- ritunum erlendis. Hvaða skipulag er á þeirri starfsemi? „Kynningarþátturinn er mjög mikilvægur. Það er eitt af okkar hlutverkum að stuðla að auknum flutningi á íslenskri tónlist erlendis. Þar vinnum við í talsvert nánu sam- bandi við hin Norðurlöndin, þá sér- staklega þegar um kynningu utan Norðurlandanna er að ræða. Þá setj- um við gjarnan upp sýningar í sam- einingu, til dæmis í kringum alla- vega tónlistarhátíðir og ráðstefnur. Sem dæmi um samvinnu af þessu tagi er Tónlistarmessa í Gautaborg, sem haldin verður núna á næstunni. í Gautaborg lauk nýlega Bóka- messu, sem þar er haldin árlega og samtök útgefenda standa að. Og nú á að halda Tónlistarmessu. Við erum einu hugsaniegu þátttakendurnir frá íslandi, fyrir alvarlega tónlist — en við eigum engan pening. Staðreynd- in er sú, að þessi messa er nú haldin í fyrsta sinn og norrænu tónverka- miðstöðvarnar verða þarna með

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.