Morgunblaðið - 26.09.1989, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
SPJOTKAST
Hættir Einar?
Einar Vilhjálmsson, spjótkastarinn snjalli, er
ekki ánægður með spjótið sem hafur komið frá
Ungveijalandi. Telur það ólögleg og nálgist að
vera eins og spjótið sem var bannað fyrir þremur
árum. „Þetta er sorgarsaga," sagir Einar í viðtali
við Morgunblaðið. „Þriggja ára æfingar mínar eru
í hættu. Það verður að beijast gegn þessu spjóti
með kjafti og klóm,“ segir Einar, sem er að hugsa
um að hætta að keppa í ef ólöglegt spjót frá Ung-
veijalandi verði samþykkt. Einar hótaði að hætta
við að keppa í Tókýó á dögunum, ef keppt yrði
með spjótinu þar.
■ Sjá / B2
KNATTSPYRNA
Jóhannes Atlason.
Jóhannes
áfram
með
Stjörnuna
JÓHANNES Atlason verður
áfram þjálfari Stjörnunnar.
Undir stjórn Jóhannesar náði
Stjarnan að tryggja sér sæti f
1. deild og er mikill hugur í
herbúðum Stjörnumanna.
Okkar bíður skemmtilegt verk-
efni,“ sagði Jóhannes, sem
vissi ekki annað en allir leikmenn
Stjörnunnar, sem léku með í sum-
ar, yrðu áfram með næsta sumar.
Jóhannes er ekki ókunnugur 1.
deildarbaráttunni. Hann hefur áður
þjálfað tjögur 1. deildarlið; íþrótta-
bandalag Akureyrar, Fram, KA og
Þór. Þá hefur hann verið landsliðs-
þjálfari. Jóhannes, sem er einn
reyndasti þjálfari landsins, hélt upp
á 25 ára þjálfaraafmæli sitt sama
kvöld og lokahátíð 1. deildarfélag-
anna fór fram.
Þijú 1. deildarfélög hafa gengið
frá ráðningu á þjálfara. Stjarnan,
Vestmannaeyjar (Sigurlás Þor-
leifsson) og KR (Ian Ross). Líklegt
er að Guðjón Þórðarson verði
áfram með KA, Ásgeir Elíasson
með Fram, Ólafúr Jóhannsson
með FH, Júgóslavinn með Þór.
Júrí Sedov er samningsbundinn
Víkingi til 1. mars.
Margir Valsmenn eru spenntir
fyrir erlendum þjálfara og Hörður
Helgason og George Kirby hafá
verið orðaðir við ÍA.
KNATTSPYRNA
Hörður á förum til Brann
Hörður Magnússon, marka-
kóngur 1. deildar úr FH, fer
til Brann í Noregi í byijun næsta
mánaðar. Hann kemur til með að
æfa með liðinu, en Teitur Þórðar-
son, þjálfari þess, vill gera samn-
ing við markakónginn. „Teitur
hafði samband og bauð mér út.
Það er spennandi að reyna eitt-
hvað nýtt og vel kemur til greina
að ég gangi til liðs við Brann,“
sagði Hörður við Morgunblaðið.
FH-ingar höfnuðu sem kunn-
ugt er í 2. sæti 1. deildar og
tryggðu sér þátttökurétt í Evrópu-
keppni í fyrsta sinn. Stjórn knatt-
spymudeildar FH hefur hug á að
verðlauna leikmenn og maka
þeirra með því að bjóða hópnum
til Hollands og er verið að reyna
að koma á leik fyrir liðið 5. októ-
ber. Hörður sagðist fara í um-
rædda ferð, en síðan beint til
Noregs.
Ef Hörður gerist leikmaður
með Brann verður hann fjórði
FH-ingurinn sem gerist leikmaður
með erlendu félagsliði. Janus Guð-
laugsson lék með Fortuna Köln í
V-Þýskalandi og Lugano í Sviss,
Pálmi Jónsson með Vasalund í
Svíþjóð og Jón Erling Ragnarsson
var í herbúðum Víkings frá Sta-
vangri í Noregi.
KNATTSPYRNA / NOREGUR
Hér rhá sjá línu-
ritið í Aftenpost-
en, sem var með
greininni um
tekjuhæstu þjálf-
ara Noregs.
Teifur næst
launahæsti
þjálfarinn
TEITUR Þórðarson, þjálfari norska 1. deildar knattspyrnuliðsins
Brann, er næst launahæsti þjálfarinn í Noregi samkvæmt úttekt
Dagblaðsins Aftenposten.
Benny Lennartsson, þjálfari knattspyrnuliðs Víkings, fær að sögn blaðsins
470.000 norskar krónur í árslaun, en Teitur kemur næstur með 450.000
nkr. (um fjórar millj. ísl. kr.). Báðir eru með frían bíl og húsnæði, en Lenn-
artsson fær auk þess fríar ferðir til síns heima. Áætlað er að Teitur fái með
öllu 680.000 nkr. í árslaun.
George Kingston, landsliðsþjálfari í ísknattleik, er þriðji í röðinni með
400.000 nkr. í árslaun, frían bíl og fríar ferðir til Kanada. Ingvar Stadheim,
landsliðsþjálfari í knattspyrnu, fær 375.000 nkr. í árslaun, frían bíl, síma,
húsnæði og ferðir.
Teitur Þórðarson (t.h.) og Ólafur bróðir hans hafa gert góða hluti hjá Brann.
Eftir að Teitur tók við liðinu hefur hann náð að byggja upp kjölfestu í leik Brann,
sem var þekkt fyrir að flakka á milli deilda áður en Teitur kom til félagsins.