Morgunblaðið - 26.09.1989, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRÉÍiy DÁQUfe - 2Q. ’ SEPTEMBER 1989
B 3
KNATTSPYRNA
Arnar Grétarsson.
Arnar
semur við
Rangers
Arnar Grétarsson, knattspyrnu-
maðurinn efnilegi úr hjá
Breiðabliki, verður næstu tvö árin
hjá skoska liðinu Glasgow Rangers.
„Ég fer út á laugardaginn og skrifa
þá undir tveggja ára samning við
félagið," sagði Arnar í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi. Hann
.sagðist vera laus allra mála hjá
félaginu eftir tvö ár og gæti því
farið hvert sem er eftir það.
Arnar, sem er 17 ára og bróðir
Sigurðar Grétarssonar hjá Luzern,
dvaldi hjá Rangers í fyrra og síðan
lék hann með unglingaliði félagsins
á móti í Hollandi í vor og stóð sig
vel.
„Ég geri mér ekki miklar vonir
um að komast í aðalliðið strax, en
ég ætti að geta bætt mig sem knatt-
spyrnumaður á þessum tíma. Þetta
hefur verið draumur hjá mér lengi,“
sagði hann. Amar heldur utan
ásamt unnustu sinni á laugardaginn
og ætla þau að reyna að finna sér
íbúð í Glasgow.
Mm
FOLX
■ DÓMARAR í leik Njarðvíkur
og Leverkusen í kvöld og leik KR
og Hemel annað kvöld, koma frá
Svíþjóð og írlandi. Eftirlitsdómari
verður Kristbjöm Albertsson.
Hann mun fylgjast með syni sínum,
Jóhannesi Kristbjörnssyni, sem
leikur með Njarðvíkingum í kvöld.
■ KR erfyrsta íslenska liðið sem
tekur þátt í Evrópukeppni félags-
liða. Þessi keppni er sú yngsta og
hófst ekki fyrr en 1972. Þess má
geta að þetta er í fyrsta sinn sem
þijú íslensk lið taka þátt í Evrópu-
keooni
HANDKNATTLEIKUR HM U-21 ASPANI
„AIK gekk upp á Spáni“
- sagði Jón Hjaltalín Magnússon, formaður Handknattleikssambansins. ísland í 5. sæti
„ÞAÐ hefur verið mikið lagt í
þetta lið undanfarin fjögur ár,
en árangurinn sýnir að af-
reksstefna HSÍ er rétt — allt
gekk upp á Spáni. Við erum
eina Norðurlandaþjóðin, sem
hef ur tryggt sér sæti í næstu
lokakeppni, sem verður í
Grikklandi 1991, og ég á von
á að þetta lið verði uppistað-
an íhópnum 1995 og jafnvel
fyrr,“ sagði Jón Hjaltalín
Magnússon, formaður HSÍ,
við Morgunblaðið eftir að ís-
land hafði unnið Frakkland
24:21 og hafnað í 5. sæti á
HMU-21 áSpáni.
Frakkar komust í 3:0, en Is-
lendingar náðu að jafna um
miðjan hálfleikinn og höfðu yfir í
hléi, 15:12. Sami munur hélst út
leikinn og sigurinn aldrei í hættu.
Héðinn Gilsson gerði sjö mörk,
alls 48 í keppninni og varð næst
markahæstur. Þorsteinn Guðjóns-
son skoraði sex mörk, Sigurður
Bjamason 4, Konráð Olavson 3,
Halldór Ingólfsson 2 og Sigurður
Sveinsson 2. Bergsveinn Berg-
sveinsson byijaði í markinu, en
Sigtryggur Albertsson tók við í
seinni hálfleik og stóðu báðir sig
vel.
„Eins og í öðmm sigurleikjum
var þetta sigur liðsheildarinnar,“
sagði Jón. „Allir markverðimir
stóðu sig vel í mótinu, vamarleik-
urinn kom vel út. Okkar menn
voru smávaxnari en aðrir en
sneggri og tæknin var yfir meðal-
lagi“, bætti hann við.
Sovétmenn sigraðu í keppninni,
unnu Spánveija 23:17 í úrslita-
leik. Júgóslavía vann Vestur-
Þýskaland 23:22 í keppni um
þriðja sæti, Svíþjóð vann Rúmeníu
30:24 og hafnaði í 7. sæti, Kórea
vann Ungveijaland 38:29, Aust-
urríki varð í 11. sæti, vann Pól-
land 28:24, en síðan komu Tékko-
slóvakía, Alsír, Egyptaland og
Bandaríkin í sömu röð.
KORFUKNATTLEIKUR
Stórveldin í eina sæng!
Sovétmaður og Bandaríkjamaður í fyrsta
sinn samherjar í Evrópukeppninni
Útlendingarnir í liði KR, Jonathan Bow og Anatólíj Kovtoúm.
KNATTSPYRNA
Guðmundur og Atli til Dusseldorf
Víkingarnir Guðmundur Hreiðarsson og Atli Einarsson eru dveljast
nú í Vestur-Þýskalandi þar sem þeir kanna aðstæður hjá 4. deild-
arliðinu Tura Diisseldorf. Atli Eðvaldsson lék með þessu liði og það
mun vera fyrir milligöngu hans að Víkingarnir fóru til Dússeldorf.
Atli og Guðmundur verða úti í viku og munu kanna aðstæður hjá
liðinu. Gangi allt upp munu þeir leika með liðinu í vetur.
BADMINTON / EVROPUKEPPNI FELAGSLIÐA
KR-INGAR mæta enska liðinu
Hemel Hempstead í Evrópu-
keppni félagsliða á fimmtudag-
inn. Með liði KR leikatveir út-
lendingar, Sovétmaðurinn
Anatolíj Kovtoún og Banda-
ríkjamaðurinn Jonathan Bow,
sem KR-ingar fá lánaðan frá
Haukum. Samkvæmt upplýs-
ingum frá FIBA mun þetta vera
í fyrsta sinn sem leikmenn
þessara stórvelda eru sam-
herjar í Evrópukeppninni í
körfuknattleik og reyndar ólík-
legt að slíkt haf i gerst á öðrum
vettvangi, þarsem Sovétmenn
hafa lítið leikið nema í heima-
högum.
KR-ingar leika á nýja heima-
velli sínum á Seltjarnarnesi.
Það verður fyrsti körfuboltaleikur-
inn þar og jafnframt fýrsti Evrópu-
leikurinn.
Lið Hemel Hempstead er sterkt
og í því eru tveir Bandaríkjamenn
og margir enskir landsliðsmenn.
Liðið hafnaði í 2. sæti en hefur
yfirleitt verið ofarlega í deildinni.
KR-ingar eru einnig með sterkt
lið og sigraðu í Reykjavíkurmótinu,
sem lauk um helgina. Liðið hefur
fengið Kovtoum og Bow og einnig
hafa bæst í hópinn Páll Kolbeinsson
og Axel Nikulásson. Reyndar hafa
KR-ingar ekki unnið mikil afrek í
Evrópukeppninni, tekið þátt sex
sinnum og tapað öllum tólf leikjun-
um.
„Ég er ánægður með liðið en það
er slæmt að hafa ekki náð fleiri
æfingum með Bow,“ sagði Anatólíj
Kovtoúm. „Ég er nýr í liðinu- og
tala ekki íslensku. Leikmenn hafa
verið mjög hjálplegir og hrúgað á
mig kennslubókum. Hinsvegar ætla
ég fyrst að ná tökum á enskunni
áður en ég reyni við íslenskuna,"
sagði Kovoúm.
Kovtoúm hefur leikið þijá lands-
leiki með sovéska landsliðinu og eru
þá ekki taldir með vináttu- og æf-
ingaleikir.
„Þetta er í fyrsta sinn sem ég
leik með Sovétmanni og kannski
fyrsta sinn í sögunni sem Banda-
ríkjamaður leikir með Sovétmanni
í keppni,“ sagði Jonathan Bow.
„Það gekk nokkuð vel á fyrstu
æfingunni og ég held að KR-ingar
þurfi okkur báða. Það er ekki venj-
an að menn leiki með tveimur liðum
í Bandaríkjunum en mér líst vel á
þetta,“ sagði Bow.
Lið KR er nokkuð sérkennilegt.
Liðið er íslenskt, þjálfarinn ung-
verskur, einn sovéskur leikmaður
og bandarískur lánsmaður. „Þetta
er undarleg blanda, en ég held að
þetta gangi upp,“ sagði Laszló
Nemeth, þjálfari KR.
■ HEMEL Hempstead, liðið sem
mætir KR í Evrópukeppni félags-
liða^hefur yfirleitt verið ofarlega í
ensku deildinni. Fyrir nokkram
árum vann liðið tvö ár í röð. Þá var
besti maður liðsins Bandaríkja-
maður að nafni Paul Stewart sem
lék með ÍR fyrir nokkram áram. Á
þeim tíma var David Tittmus þjálf-
ari liðsins en hann tók síðar við
enska landsliðinu en er nú kominn
aftur til Hemel.
Lið TBR sem tók þátt í Evrópukeppni félagsliða á Spáni. Frá vinstri: Guðmund-
ur Adolfsson, Lovísa Sigurðardóttir, formaður TBR og fararstjóri, Árni Þór
Hallgrímsson, Þórdís Edwald, Broddi Kristjánsson, Guðrún Júlíusdóttir, Huang
Wicheng, þjálfari og leikmaður og Elísabet Þórðardóttir.
Utlendingalausir
Njarðvflcingar
Njarðvík mætir Leverkusen í kvöld
TBR
komst í
undan-
úrslit
TBR komst í undanúrslit í Evr-
ópukeppni félagsliða í badmin-
ton sem fram fór í Sanjavier á
Spáni um helgina. Enska liðið
Headingley varð Evrópumeist-
ari, sigraði sænskt lið í úrslit-
um,4:3.
m
Islendingar komust í undanúrslit
með því að vinna Austurríki, 7:0,
Belga, 6:1 og Svisslendinga, 6:1. í
undanúrlsitum lék TBR við sænskt
lið og tapaði 2:5. Broddi Kristjáns-
son og Árni Þór Hallgrímsson unnu
í tvíliðaleik karla og Árni Þór og
Elísabet Þórðardóttir í tvenndar-
leik. Svíar léku síðan til úrslita við
Englendinga og töpuðu þar naum-
lega 3:4.
„Við erum mjög ánægð með ár-
aiígurinn, en þetta var í fjórða sinn
sem TBR nær að komast í undanúr-
slit keppninnar," sagði Lovísa Sig-
urðardóttir, fararstjóri íslenska liðs-
ins. Hún bætti því að keppnistað-
staðan og skipulagning Spánveija
hafi ekki verið upp á það besta.
Alls tóku 20 lið þátt í mótinu og
voru íslendingar nú með í níunda
sinn.
Fyrsti Evrópuleikurinn í körfu-
knattleik fer fram í kvöld. Bik-
armeistarar Njarðvíkur taka á móti
vestur-þýska liðinu Bayer Leverk-
usen í Njarðvík kl. 20.
Njarðvíkingar leika án útlend-
ings. Mike Clarke var rekinn fyrir
skömmu. Liðið hafði hug á að fá
Tommy Lee, leikmann IR, til liðs
við sig, en tíminn var of naumur.
Njarðvíkingar hafa því engan út-
lendinga en leyfilegt er að nota tvo
útlendinga.
Bayer Leverkusen hefur sjö sinn-
um orðið v-þýskur meistari, síðast
1986. Liðið hefur sjö sinnum orðið
bikarmeistari, síðast í vor. Meðal-
hæð liðsins er 1,99 m og stærsti
leikmaður liðsins, og jafnframt sá
stærsti sem hefur komið hingað,
er 2,20 m. Liðið hefur tvo Banda-
ríkjamenn, miðheija og bakvörð og
í liðinu eru fimm leikmenn sem
hafa leikið með vestur-þýska lands-
liðnu og einn með því enska.
Tveir landsliðsmenn era í liði
Njarðvíkur, Teitur Örlygsson og
Friðrik Ragnargson. Þá eru fjórir
aðrir leikmenn sem leikið hafa með
landsliðinu, Helgi Rafnsson, ísak
Tómasson, Jóhannes Kristbjörnsson
og Kristinn Einarsson.
Njarðvíkingum hefur gengið vel
í haust og liðið sigraði nokkuð ör-
ugglega í Reykjanesmótinu. Þó má
búast við því að róðurinn verði
þungur, enda vestur-þýskur körfu-
knattleikur betri en sá íslenski.