Morgunblaðið - 26.09.1989, Side 5

Morgunblaðið - 26.09.1989, Side 5
4 B MORGUNBLAÐE) IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1989 MORGIJNBLAÐIÐ IPr&Ul IIK ÞRBÐJUDAGUR 26. SEPTEMBER 1989 B KNATTSPYRNA / 1. DEILD „Kjör Runars kom mér ekki á óvart“ - sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari KA „EG sagði í vor að Rúnar yrði einn af þessum mönnum, sem ætti eftir að láta til sín taka og því kom mér ekki á óvart, þegar hann stóð uppi sem leikmaður Morgunblaðs- ins,“ sagði Guðjón Þórðar- son, þjálfari íslandsmeistara KA. Guðjón sagði að ávallt væri erfitt að velja einn mann úr. „Menn gera sér oft ákveðnar hug- myndir um bestu menn, ætlast til mikiis af þeim og gera oft óraun- hæfar kröfur til þeirra. Rúnar hefur vaxið mikið í sum- ar og gert góða hluti. Mér fannst hans helsti véikleiki vera að grimmdina vantaði og því kom hann mér og eflaust fleirum skemnrtilega á óvart í landsleikn- um gegn Tyrkjum. Þá sýndi hann nýja takta, var grimmur í „tækl- ingum“ og gaf hvergi eftir. Þá skorar Rúnar ekki mikið, en þetta eru þættir, sem eiga eftir að batna. Rúnar nýtur sín best á miðjunni fyrir aftan miðheijana og 'því miður fyrir okkur hérna heima hef ég trú á að hann eigi eftir að sígla yfir hafið, en sein betur fer fyrir hann sjálfan,“ sagði Guðjón. „Datt Hörður ekki I hug á vordögum" „Hvað markakónginn varðar, þá datt mér Hörður ekki í hug á vordögum. Hann kom hins vegar skemmtilega á óvart, er geysilega kröftugur og leynir á sér. Þú held- ur að þú hafir hann, en allt í einu refsar hann þér, sem er eiginleiki góðra skorara. Að gera 12 mörk i 1. deild er mjög gott,“ sagði Guðjón um Ilörð Magnússon. HÖrður Magnússon og Rúnar Kristinsson með Morgunblaðsverðlaunin. Morgun ■* ■ , KA efst samkvæmt einkunna- gjöf Morgunblaðsins ÍSLANDSMEISTARAR KA urðu efstir í einkunnagjöf Morgun- blaðsins 1989. KA-menn hlutu alls 60 M. Fram varð í öðstu sæti með 51 Mog FH, KR og ÍA komu næst með 50 M. KA-menn hlutu flest M í einkun- nagjöf Morgunblaðsins eftir leiki sumarsins. Alls fengu KA* menn 60 M í 18 leikjum, eða 3,3 M að meðaltali í leik. Flest M fyrir einn leik, eða 8, fékk liðið fyrir sig- urleiki sína í Reykjavík gegn Fram (3:1) og gegn Víkingi (5:1). Framarar komu næstir með samtals 51 M alls, eða 2,8 M að meðaltali. Besti leikur Fram í deild- inni samkv. einkunnagjöf var leik- urinn við Val að Hlíðarenda sem Fram vann, 2:0. Liðið fékk 8 M fyrir leikinn. FH, KR og ÍA komu næst með 50 M. Besti leikur FH samk. ein- FH-IKMð notaði fæsta leikmenn Átta FH-ingar náðu að leika alla leiki liðsins FH notaði fæsta leikmenn í 1. deildinni í sumar, aðeins 16 leikmenn. KA og Fram notuðu 17 leikmenn. KR, Valurog ÍBK 18. Þór 19. ÍA og Víkingur 20 og Fylkir 23 leikmenn. Þegar farið er yfir hversu marga leikmenn 1. deildarliðin hafa notað kemur í ljós að alls hafa 186 leikmenn tekið 'þátt í leikjum lið- anna. Hér eru aðeins taldir þeir leikmenn sem komið hafa inná völl- inn, annaðhvort í byijunarliði eða sem varamenn. FH notaði aðeins 16 leikmenn og verður það að teljast mjög gott þar sem liðin leika 18 leiki. Atta leikmenn FH náðu að leika alla leiki liðsins sem er reyndar hæsta hlut- fall hjá liðum 1. deildar. Þeir eru: Halldór Halldórsson, Björn Jónsson. Ólafur Jóhannesson, Ólafur Kristj- ánsson, Kristján Gísiason, Ilörður Magnússon, Pálmi Jónsson og Magnús Pálsson. KA og Fram notuðu 17 leik- menn. Hjá KA léku þrír leikmenn alla leikina: Haukur Bragason, Bjarni Jónsson og Antony Karl Gregory. Hjá Fram léku fjórir leik- menn alla leikina: Birkir Kristins- son, Viðar Þorkelsson, Kristinn R. Jónsson og Guðmundur Steinsson. KR, Valur og ÍBK notuðu öll 18 leikmenn. Rúnar Kristinsson og Jóhann Lapas voru einu leikmenn KR sem léku alla leikina. Fimm Valsmenn náðu að leika alla leik- ina. Þeir eru: Bjarni Sigurðsson, Halldór Áskelsson, Magni Blöndal Pétursson, Þorgrímur Þráinsson og Sævar Jónsson. Fjórir leikmenn ÍBK náðu að spila al(an leikina. Þeir eru: Jón Sveinssón, Kjartan Einarsson, Valþór Sigþórsson og Jóhann Magnússon. Þór notaði 19 leikmenn og léku fimm alla leikina. Þeir eru: Baldvin Guðmundsson, Nói Björnsson, Þor- steinn Jónsson, Júh'us Tryggvason og Hlynur Birgisson. IA og Víkingur notuðu 20 leik- menn. Fjórir leikmenn ÍA náðu að leika alla leikina. Þeir eru: Sigurður B. Jónsson, Karl Þórðarson, Aðal- steinn Víglundsson og Haraldur Ingólfsson. Hjá Víking náðu ijórir að leika alla leikina. Þeir eru: Guð- mundur Hreiðarsson, Atli Helag- son, Andri Marteinsson og Hall- steinn Arnarson. Fylkir notaði flesta leikmenn lið- anna í 1. deild, alls 23. Fimm náðu aðJeika alla leikina. Þeir eru: Guð- mundur Baldursson, Pétur Óskars- son, Baldur Bjarnason, Anton Jak- obsson og Hilmar Sighvatsson. Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson Hörður Magnússon með gullskó- inn. Fyrir aftan hann eru þeir Pétur Pétursson, Kjartan Einarsson og Guð- mundur Steinsson. Fjórir fengu skó Hörður Magnússon, FH, var markakóngur 1. deildar í knattspyrnu, gerði 12 mörk, og fékk gullskó Adidas afhentan á lokahófi félags fyrstu deildar leik- manna. Þrír leikmenn gerðu níu mörk. Pétur Pétursson, KR, lék fæsta leiki og fékk silfurskóinn, en Guðmundur Steinsson, Fram, og Kjartan Einarsson, ÍBK, fengu báð- ir bronsskó. Lið ársins FYRSTA deildin í sumar var óvenju jöfn og spennandi, baráttan mikil á toppi og botni allt fram á síðustu umferð. Við stillum nú upp iiði / ársins 1989. Fimm af tíu liðum / deildarinnar eiga menn í liði f ársins. Fjórir leikmenn eru úr f KA, tveir úr Fram og Val / og einn úr KR og ÍA. Rúnar J Kristinsson úr KR er sá ,e <e leikmaður sem oftast hef- ur verið í liði vikunnar, eða átta sinnum. Hann varð einnig stiga- hæstur í einkunna- gjöf Morgunblað- , sins 1989. x f Hörður .. ^ w' Magnússon , FH (6) Morgunblaðið/ GÓI Antony Karl Gregory KA (4) Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson Magnús Pálsson, leikmaður FH-liðsins, var einn af átta leikmönnum liðsins sem lék alla átján leikina í 1. deild. Hann er hér á ferðinni í síðasta ieik FH - gegn Fylki í Kaplakrika. kunnagjöf var 3:0 sigur á Víking í seinni umferð. í þeim leik fengu FH-ingar alls 6 M. Besti leikur KR-ingar var 2:0 sigur á FH-ingum á KR-velli í síðari umferð. KR fékk samtals 5 M fyrir leikinn. Besti leik- ur ÍA var 1:3 útisigur á KR í fyrstu umferð er liðið fékk alls 6 M. Valsmenn urðu í 6. sæti hlutu alls 46 M. Besti leikur Vals í sumar var sigur liðsins á ÍA í 2. umferð, 2:0. Leikmenn fengu alls sjö M fyr- ir leikinn. Fylkir varð í sjöunda sæti með 31 M Besti leikur Fylkis var sigur- inn á FH í síðasta leik mótsins í Hafnarfirði þar sem FH-ingar urðu af íslandsmeistaratitlinum. Fylkis- menn hlutu alls 6 M fyrir leikinn. Þór varð í 8. sæti með alls 30 M. Þórsarar hlutu flest M fyrir jafn- teflisleikina gegn KR (2:2) og KA (1:1) og _ sigurleikina gegn Fram (2:0) og ÍA í síðustu umferð (2:1). Liðið fékk alls þijú M fyrir hvern þessara leikja. Víkingur hafnaði í næst neðsta sæti með 28 M. Besti leikur Víkings í sumar var sigurinn á Val, 2:1, í seinni umferð. Víkingar hlutu alls 4 M fyrir þann leik. Keflavík hlaut botnsætið, eins og í deildinni, fékk samtals 22 M. Bestu leikir ÍBK voru gegn Val (0:0) í fyrstu umferð og sigur gegn Víking (3:2) í 16. umferð. Liðið fékk alls 3 M fyrir hvorn leik. M-staðan KA...........................60 Fram...........;.............51 FH...........................50 KR...........................50 ÍA...........................50 Valur........................46 Fylkir.......................31 Þór..........................30 Víkingur.....................28 ÍBK..........................22 KR lékk Dragostyttuna annað árið í röð KR hlaut nú Dagostyttuna ann- að árið í röð. Dragostyttan er veitt því liði í 1. og 2. deild sem sýna prúðmannlegastan leik í deild- arkeppninni á keppnistímabilinu. Það kemur ekki á óvart að KR- ingar hljóti styttuna að þessu sinni því lið sem lan Ross þjálfar hefur ávallt hlotið gripinn. Ross kom til landsins 1984 og þjálfaði Val í fjög- Morgunblaðið/Reynir Erlingur Kristjánsson, fyrirliði KA, tók á móti þremur verð- launarbikurum á árinu. ur ár og hlaut Valur styttuna öll árin. Hann fór síðan til KR 1988 og hefur gripurinn verið þar síðan. Ekki var ljóst í gær hvaða lið í 2. deild hefði leikið prúðmannleg- astan leik í sumar, en það liggur fyrir eftir aganefndarfund hjá KSÍ í dag. lan Ross fékk Dragon-styttuna sjötta árið í röð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.