Morgunblaðið - 28.10.1989, Blaðsíða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 1989
Ann Hamilton. Þrótf fýrir ungan aldur hefur hún getið sér gott
orð fyrir nýstórleg verk.
Skjótur frami
IN STALL ATION
(in’stallei’sjón)
1. Maður gengur inn í
gamalt vöruhús í San
Francisco og þá er þar úfínn
hafsjór af penníum, 800.000
stykki, og nokkrar jarmandi
rollur í stíu baka til.
2. Maður gengur inn í
nýlistasafh í New York. Einn
salurinn er þakinn
minnisblöðum í liólf og gólf,
nema nokkrir sniglar í búri
miðsvæðis.
3. Maður gengur inn í
> einbýlishús í Gent í Belgíu
og þá dynur ópera um húsið
og 800 hvítar skyrtur með
brennda kraga blasa við.
Ann Hamilton er ekki fisjað
saman. Verk hennar eru svo
nýstárleg að heitið á list-
grein hennar hefur ekki enn
tatað á íslenskar orðabækur. Helst
er að kalla verk hennar uppsetning-
ar eða sviðssetningar, eða jafnvel
innréttingar, því henni er einfald-
iega úthlutað plássi og síðan „inn-
réttar“ hún það á sinn hátt. Gjam-
an tekur hún þá hluti sem við þekkj-
um úr daglegu lífi og setur þá í
annað samhengi. Raðar t.d. saman
hlutum sem undir eðlilegum kring-
umstæðum væru ekki samrýmdir.
Eða með orðum eins gagnrýnanda:
„í uppsetningum sínum rannsakar
Ann Hamilton hvernig mannverur
eru skilgreindar, afmarkaðar og
innlimaðar í tjáskiptakerfi sjónar
og heyrnar og hvernig þessi kerfi,
sem virðast ósættanleg, brotna nið-
ur þegar merkingin fer á skjön við
uppbyggingu þeirra.“ Þá höfum við
það!
Þrátt fyrir ungan aldur, Ann er
ekki nema 33ja ára, hafa verk henn-
ar vakið geysilega athygli í lista-
heiminum, svo mikla að hún er nú
á Guggenheim-styrk í heilt ár og
ferðast um til að halda fyrirlestra,
auk þess að sinna listsköpun. Fyrir
skömmu var hún í Chicago og náði
tíðindamaður Morgunblaðsins þá
tali af henni.
Helstu vörður í lífi Ann Hamil-
ton: Fædd í Ohio 1956. Lauk BFA-
prófi í textílhönnun frá háskólanum
í Kansas árið 1985. Kennir við
Kaliforníuháskóla. Vann til Bessie-
verðlaunanna í New York 1988 og
hefur sýnt verk sín í virtum söfnum
víðsvegar um Bandaríkin.
Hún brosir ofurlítið feimnislega
þegar imprað er á því hvort frami
hennar hafi ekki verið óvenju skjót-
ur. „Kannski er það vegna þess
hvernig verk mín hafa verið kynnt,"
segir hún. „Og það gleymist
kannski að ég hef verið að í langan
tíma. En heimurinn er hverfull og
sjálfsagt kemur-ffð-því að allir fyr-
irlíta mín verk. Það er samt mjög
ánægjulegt að nú skuli vera þörf
fyrir svona verk. Ég var að tala við
forstöðumann safns í New York og
hann sagði að það virtist vera mik-
il eftirspurn eftir svona verkum.
Samt er fullt af listamönnum sem
eru að gera góð verk án þess að
þau fái athygli. Þetta virðist vera
slembilán í mínu tilfelli, en kannski
hefur það eitthvað að segja að ég
fæst við hluti sem snerta manninn.“
Mynd ófúllnægjandi
í upphafi fyrirlestrar síns hér í
Chicago sagðist Ann hafa byijað
að „innrétta" vegna þess að í upp-
hafi framhaldsnámsins í Yale hafi
henni verið úthlutað vinnustofu og
hefði Iegið beinast við að fylla hana.
„Þetta var í raun mun meðvit-
aðri ákvörðun en það. Ég held að
hún hafi komið til vegna þeirrar
uppgötvunar að þau verk sem ég
vann áður fólu alltaf í sér aðskilnað
milli verks og áhorfanda. Það var
þetta bil á milli. Ég hafði áhuga á
að bijóta það upp og láta verkið
vera nokkurs konar upplifun í tíma
og rúmi. Ég var, með öðrum orðum,
að uppgötva muninn á að búa til
mynd af hugmynd og því að setja
hugmyndina á svið. Mér virtist auð-
veldara að koma hugmyndum
mínum, sem spretta úr daglegu lífi,
til skila í umhverfi frekar en einu
verki, því það varð þá að vera á
ákveðnu myndmáli sem var í raun-
inni framandi, utanaðkomandi.
Sviðssetning er skynræn upplif-
un sem tekur til allra skilningar-
vita. Líkami áhorfandans hreyfist
þá í tíma og rúmi og það er sam-
bandið við hlutina sem skiptir máli.
Ég er að reyna að breyta sambandi
áhorfandans við hversdagslega
hluti.“
— Varstu þá meðvitað að hafna
hefðþundnum listformum?
„Ég held það hafi verið ógerlegt
fyrir mig að gera þeim hugmyndum
sem ég var að fást við skil með
hefðbundnum hætti, endaþótt
sviðssetningar eigi sér reyndar
sínar hefðir núna. Þær eru ekki
glænýjar undir sólinni. Þær hafa
tíðkast töluvert hérna síðan á sjö-
unda áratugnum og fengu viður-
kenningu sem listform á þeim átt-
unda.“
— En ertu að reyna að hneyksla
listaheiminn?
„Nei, alls ekki. Boðskapur minn
er ekki um list heldur um lífið sem
slíkt og lífsferli. Ég er að reyna að
fá fólk til að treysta eigin upplifun-
um á ákveðnum sviði. Við erum svo
vön því að horfa á list með því
hugarfari að við vitum ekki nóg,
séum of heimsk, en ég vil að fólk
gefi sig upplifuninni á vald, upplifun
sem sé undanfari orða.“
Mitt undarlega
Ijáningarform
Ann segir svörun áhorfandans
vera sér mikils virði (þess má geta
að stundum er hún hluti af verkum
sínum, situr
kannski á stól
uppi á miðjum
vegg eða stend-
ur í miðjum sal
í annarlegu
gervi). En er hún
að skapa list fyr-
ir aðra?
„Nei, ég er að
gera þetta fyrir
sjálfa mig,“ seg-
ir hún snögg upp á lagið. „En þeg-
ar allt kemur til alls snýst þetta
þó um tjáskipti af einhveiju tagi.
Og þetta er mitt undarlega tjáning-
arform!"
— Nú virðist þú tiltölulega
venjulegur einstaklingur í útliti að
minnsta kosti, þú ert ekki með
grænt hár eða hring í nefinu, en
svo býrðu til þessi óvenjulegu lista-
verk.
„Kannski finnst þér það af því
þú þekkir ekki það samhengi sem
verkin spretta úr.“ Og nú nefnir
hún nokkur nöfn sem undirritaður
kannast ekki við og kann ekki að
stafsetja. „Ég á mér mína fyrirrenn-
ara. En kannski verður mín aðferð
við að tengja saman hluti til þess
að fólk á erfitt með að sjá skyld-
leika með öðrum verkum. Formið
er samt ekki svo framandi. Ég er
kannski ekki besti dómarinn á mín
eigin verk, en ég veit þó að fólki
sem ekki þekkir mikið til þessarar
listgreinar finnst þau ögrandi eða
frumleg."
— Kanntu því vel?
„Já, ég vil ekki að verk séu of
auðveld. Það eru heilmiklar upplýs-
ingar og andstæður í verkinu sem
áhorfandinn á ekki hægt með að
vinna úr. Samt vil ég gera verkið
nógu fallegt til að hann vilji vera í
því og upplifa það.“
Fegurð = grípandi verk
— Ég veit til þess að fyrstu við-
brögð fólks við verkum þínum hafi
tengst kostnaðinum og vinnunni
sem liggi í þeim. En hvar standa
verkin með tilliti til fagurfræðinn-
ar? Hversu mikilvæg er fegurðin
þér?
„Fegurð er mjög afstætt hugtak
vegna þess að_ hún breytist með
menningunni. Ég vil að mín verk
séu grípandi, sjónrænt, svo fólk vilji
horfa á þau. Það er mín útgáfa af
fegurð. En fólk er líka spennt fyrir
að horfa á hluti sem eru ógnvekj-
andi og fallegir um leið. Aftur á
móti er heilmikið af verkum sem
ijalla um athyglisverðar hugmynd-
ir, þótt ég hafi ekki áhuga á þeim.
Sjálfri finnst mér nóg af ljótum
hlutum í heiminum og hef ekki löng-
un til að fjölga þeim.“
— Nú. eru verk þín ólík verkum
annarra myndlistarmanna að því
leyti að þú selur þau ekki. Hvaðan
íjármagnarðu þessa kostnaðarsömu
listsköpun?
„Ég kenni. Svo fæ ég oftast
ákveðna upphæð frá söfnunum, en
fer þó ósjaldan fram úr henni. En
þegar mann langar virkilega að sjá
eitthvað eftir sig reynir maður að
koma því í kring.“
— Truflar það þig ekkert að
verkin skuli vera bútuð niður að
sýningu lokinni og engin leið að
endurheimta þau?
„Það er alltaf nokkur eftirsjá, en
það truflar mig ekki að þau sé ekki
til lengur, heldur að ferlinu sé lok-
ið. Það er eins og sambandi sé lok-
ið. En flestum hlutum er ekki ætlað
að vera til frambúðar."
GREIN OG MYNDIR:
Rúnar Helgi Vignisson
Bandaríska Hstakonan Ann
Hamilton býr til nýstárlegar
innréttingar („installations")
sem vekja athygli í
listaheiminum
Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson
Barnakór Tónlistarskóla ísaljaróar ásamt hljóófæraleikurum fluttu tónlist Atla Heimis Sveinssonar vió leikri-
tió Dimmalimm.
ÍSAFJÖRÐUR
Fjölmenni á íslenskum
tónlistardegi
ísafíröi.
Tónlistarskólinn á Isafírði efndi
til tónleika í sal Grunnskólans á
ísafirði, sunnudaginn 22. októ-
ber, í tilefni af íslenskum tónlist-
ardegi.
011 tónlistin á dagskránni var
eftir íslenska tónlistarmenn og
skáld. Verkin voru eftir Elías Dav-
íðsson, Hjálmar Helga Ragnarsson,
Sigvalda Kaldalóns, Maríu Brynj-
ólfsdóttur, Eyþór Stefánsson, Pál
ísólfsson, Björn Franzson, Þorkel
Sigurbjörnsson, Selmu Kaldalóns
og Atla Heimi Sveinsson, en eftir
hann vár flutt tónlist við leikritið
Dimmalimm og var það flutt af
barnakór tónlistarskólans ásamt 12
hljóðfæraleikurum sem einnig eru
allir nemendur. Stjórnandi var
Margrét Geirsdóttir.
Nemendur voru á öllum aldri og
með mismikið nám að baki, en þrátt
fyrir það tókust hljómleikarnir mjög
vel og var salurinn þéttsetinn áheyr-
endum. Stjórnandi tónleikanna'var
Sigríður Ragnarsdóttir, skólastjóri.
- Úlfar