Morgunblaðið - 28.10.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.10.1989, Blaðsíða 3
B 3 Asíðari árum hefur orðið enn erfiðara að flokka til raun- veruleikans þá hluti sem Ai-vid Pettersen málar. Áhorfandinn hefur hugboð um að þeir eigi sér fyrirmynd í raunveru- leikanum en þeir hafa verið stílfærðir óhlutbundið svo þeir þekkjast ekki lengur. Með öðrum orðum: það eru höggmyndir sem koma fram á þessum málverkum. Koma fram er í þessu tilviki rétt orðalag því að þær flytja líf í af- markað myndrými sem minnir um margt á leiksvið með sviðsmynd af byggingu. Með þessu nýja formi rýmis sýnir Arvid Pettersen að hlut- irnir eru runnir upp í veruleikanum, sem á sér sína rýmisvitund, en þeir eru eins konar staðgenglar raun- veruleikans sem eftir allt saman er að finna í rými listarinnar, í þessu tilviki leikhúsinu. Þessi merkilegu málverk eiga sér listrænt séð sam- svörun í upphafi abstraksjónar á náttúru og hlutum sem varð grund- völlur hinnar miklu módernísku hefðar sem boðaði sigur konkretlist- ar. Ég á hér við þá hefð sem nær fullnaðarstigi sínu í formleysislist- inni. En ekki er þetta heldur loka- áfangi Arvids Pettersens. Hann fer einnig að fást við konkretlist. I mörgum nýjustu málverkum hans er ekki lengur neitt myndrými að finna. í staðinn er allt takmarkað við myndræna fleti sem hafa eigin áþreifanleika. Þeir eru aðeins litir, form og litefnið. Þeir vísa ekki til neins annars raunveruleika en þeirra áþreifanlegu efna sem úr er unnið. Það er þetta stig sem er loka- punkturinn í sögu modernismans þegar um er að ræða afstöðu mál- verksins til raunveruleikans. Hér er öllu sjónblekkingargóssi ýtt til hliðar og eftir eru aðeins staðreynd- MORGUNBLAÐIÐ LAUGÁRDAGUR 28. OKTÓBER 1989 ir listarinnar, það gerir að málverk- ið hefur sömu stöðu og hvaða ann- ar hlutur sem vera skal. Við fyrstu sýn mætti ætla út frá þessari umfjöllun að Arvid Petter- seii hefði áhuga á þessum mod- ernísku viðmiðunum og tilvitnunum vegna þeirrar hliðar sem snýr að málinu. Sé hins vegar athugað hvernig hann tekur afstöðu til verksins skilst að það er ekki upp- hafleg merking listsögulegrar við- miðunar sem vekur áhuga hans. Það er frekar einstakur hlutur eða staða í verki sem grípur hann. Það þarf með öðrum orðum ekki að vera hinn ótvíræði boðskapur verks- ins. Það getur verið lítilsháttar blæ- brigði sem hrífur hann. Tilgángur- inn með þessum samleik ýmissa hluta úr nútímamálverki er að stíga yfir sögulegar og hugmyndafræði- legar markalínur og komast að sjónarmiði samtímans. í verki sínu kann Arvid Pettersen að birtast sem postmodernisti í ftjálslegri notkun sinni á tilvísunum til ýmissa stílteg- unda en ekki ef saman eru lagðar þær hugmyndir sem þessar tilvís- anir endurspegla. Málverk Arvids Pettersens sýna nauðhyggju þar sem maðurinn stjórnast af vilja á fullkomlega blindan hátt. Þessi vilji stefnir ekki að neinu marki og þar með hefur lífið ekki heldur neinn tilgang. Áhorfandinn skynjar — ef ekki beina þjáningu — þá að minnsta kosti leiða og svartsýni á frelsis- möguleika mannsins. Það geta ver- ið ýmsir þættir sem valda nauðung nútímans en launavinnan með firr- ingu sinni kallar fram slíkt hugar- ástand. Maðurinn getur hlotið lausn frá þjáningu en þá verður_ að skilja hvernig viljinn vinnur. í tilvistar- heimspekinni, sem greina má merki um, eru það hugmyndir okkar sjálfra og hvatir sem við höfum ekki stjórn á. Andspænis þessu geta menn skilið að það er ekki skynsemin, sem stjórnar mannin- um, heldur önnur einstaklings- bundnari öfl sem ekki eru alltaf augljós. Það er sem sagt ógerlegt að skilja heiminn á skynsamlegan eða vísindalegan hátt. Heimurinn er allt of stórbrotinn til slíks. Eina leiðin er þannig að upplifa hann. Þetta er með öðrum orðum áhersla á gildi hinnar huglægu afstöðu þeg- ar túlka skal veruleikann. Það er auðsætt að það eru ekki hversdagsleg atvik sem eru lífdrykkur Arvids Pettersens. Það eru frekar „ógleymanlegar stundir“ sem ná langt út yfir smávægilega dægurhluti. Það eru þessar stundir sem gefa mönnum tilfinninguna um að þeir raunverulega lifi. í þe'ssu sambandi er hin „fagurfræðilega íhugun“ mikiivægasta lausnin frá hversdagslegu amstri. Það er þessi tilfinning sem stjórnar því þegar menn sökkva sér niður í listina. Þessi tilfinning er algjörlega laus undan kvöðum raunveruleikans í kring, sem maðurinn getur hvort eð er ekki breytt að neinu ráði. Hins vegar birtist hin fagurfræði- lega nautn sem fullkomlega ómark- verð. Það er enginn boðskapur eða annað sem getur truflað og af- vegaleitt athyglina. Það er með öðrum orðum fyrst í hinni fagur- fræðilegu íhugun sem maðurinn finnur sig fijálsan frá öllum öðrum kvöðum. Þessi mikla trú á listina er augljós í skilgreinandi yfirliti Arvids Pettersens yfir fyrri kafla í sögu modernismans. Hins vegar er uppruna hennar miklu fjær að leita. Afstaðan á margt sammerkt með „lífsspekinni", heimspekihreyfmgu sem kom fram með Schopenhauer. í hinu mikla verki hans „Veröldin sem vilji og hugmynd", sem kom út 1819, má finna hugsanir sem líkjast hugmyndum Ai-vids Petter- sens þar sem heimurinn lítur út eins og tálsýn. Hjá Schopenhauer kallast hann Slæða Maya. Hjá Arvid Pettersen er um að ræða postmod- erníska mynd, að baki er lífsspek- ingur. Sveinn Björnsson á Kjarvalsstöðum Morgunblaðið/Emilía Sveinn Björnsson listmólari hjó einu mólverka sinna ó sýningunni ó Kjarvalsstöðum, Myndir haffrúar- innar. Teikna stundum eftir fullunnum málverkum „JÁ, ÞAÐ er sérstök náttúra í steinunum, ég sé strax þegar ég er að velja þessa steina hvað ég ætla að mála á þá, mér finnst gott að grípa í steina, keramik og annað frá málverkinu, en fyrst og fremst er maður nú á kafí í málverkinu," sagði Sveinn Björnsson listmálari í samtali við Morgunblaðið, en hann opn- ar sýningu á 60 verkum eftir sig á Kjarvalsstöðum laugar- daginn 28. október og mun sýn- ingin standatil 12. nóvember. etta eru olíumyndir, vatns- litamyndir, fimm keramik- hlutir, málaður rekaviður og mál- aðir fjörusteinar, allt af Reykja- nesinu. Steinarnir eru af Herdís- arvíkursvæðinu, uppáhaldsstaðn- um mínum, skammt frá þar sem ég bý í Krísuvík. Jú, ég mála mest konuandlit á steinana, en ég nota líka steina til þess að mála fiskhöfuð á. Keramikhlutina vinn ég úti á Seltjarnarnesi. Þar er Ragna Ingimundardóttir lista- kona sem hjálpar mér að forma keramikhluti eins og ég vil hafa þá og síðan mála ég þá. Ég mála svo mikið með olíulitum og olían er svo lengi að þorna að það er gott að grípa í eitthvað annað auk þess að bregða sér niður að sjón- um. Þessi sýning núna er máluð á síðustu tveimur til þremur árum, en nokkur málverkanna Voru á sýningu sem mér var boðið til í Lyngby í Danmörku í fyrra. Ann- ars er ég ekki frá því að ég hafi færst í aukana í vatnslitamyndum eftir að ég gerði myndaflokk með vatnslitum um ljóð Matthíasar Johannessens. Margar vatnslita- myndanna málaði ég á Kanaríeyj- um, en myndefnið er að sjálfsögðu úr mínum íslenská myndbanka, rammíslenska. Ég rissa aldrei upp skissur, því þótt ég geri það þá mála ég aldrei eftir skissunum þegar á reynir svo það þýðir ekk- ert að vera að teikna skissur. Hins vegar teikna ég stundum í svart-hvítu myndir af málverkum þegar ég er búinn með þau. Þetta er víst alveg öfug leið miðað við flesta, en ég kann betur við að snúa þessu við.“ - áj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.