Morgunblaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 1
 / H; r H! B PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 1. NOVEMBER 1989 BLAÐ SasöguR moggans m*' • £ i«íSt Draugasaga Krakkamir í 2. bekk í gmnn- skóla Hólmavíkur sömdu þessa sögu. Þau heita: Heiða Dóra, Heiða, Elvar Þór, Guð- björg, Harpa Hlín, Gunnar Bragi, Gunnar Logi, Sigríð- ur, Sigurrós, Steingrímur, Steinunn og Smári. 0“* li og Ása voru að fara að sofa. Þá heyrðu þau fótatak. Þau héldu að þetta væri draugur. Ása greip í Ola og hvíslaði: Er þetta draugur? Já, sagði Óli. Við skulum skríða undir rúm og fela okkur. Þau hlupu undir rúm dauð- hrædd. Dyrnar opnuðust hægt og hægt. Börnin skulfu á beinunum af hræðslu. - En þá var þetta bara mamma með heitt kakó og snúða. Helga Friðriksdóttir, 9 ára, Bugðutanga 34, Mosfellsbæ, teiknaði þessa fallegu sveitamynd. HUGSANALESTUR Láttu félaga þinn hafa 10 krónur og 25 krónur. Nú snýrð þú baki að honum og hann á að fela 10 krónurnar í annarri hendi en 25 krónurnar í hinni. Nú snýrðu þér að honum og segir að þú getir sagt til um hvar 25 krónurnar eru. Félagi þinn trúir því ekki. Þú biður hann að margfalda upphæð penings- ins í annarri hendi með 13 og kinka kolli þegar hann er búinn og síðan að margfalda upphæðina í hinni hendinni.með 13 og kinka kolli þegar það er búið. Nú getur þú bent á höndina með 25 krónunum. Hvernig komstu að því hvar peningurinn er? Hann er í hendinni sem félagi þinn var lengur að margfalda. Hann er eflaust fljótari að margfalda með 10 en 25. Pennavinir Lilja Björk Stefánsdóttir, Hálsaseli 19, 109 REYKJAVÍK Lilja Björk er 12 ára og vill eignast pennavini á aldi-inum 11-14 ára. Áhugamál: Skíði, skautar, lestur, ballett og margt fleira. Þar sem Lilja á heima í Reykjavík vill hún helst eignast pennavini utan af landi. Steinunn Á. Hermannsdóttir, Heiðarvegi 27, 900 VESTMANNAEYJUM Steinunn vill eignast pennavini á aldrinum 13-15 ára. Hugrún Hauksdóttir, Laugabóli, 650 LAUGUM Ilugrún vill skipta við ykkur á plakötum. Hún vill fá plaköt með Guns ’n’ Roses, Söndru og Michaei Jackson. í staðinn getið þið feng- ið plaköt og úrklippur með Roxette, Jeremy Days, Corey Haim, Ja- mes Read, Patrick Swayze, Madonnu, Bros, Sylvester Stallone, Tom Crouise og mörgum fleiri. Ef þið viljið skipta þá hafið samband við Hugrúnu. Orða- leikur Klippið niður heilan helling af pappírsmiðum. Á miðana eru skrifaðir bókstafir, einn á hvern miða. Miðarnir eru sett- ir í kassa og án þess að horfa ofan í kassann nær hver þátt- takandi í þijá miða. Nú á að reyna að búa til orð þar sem allir þrír stafirnir koma fyrir. Sá sem í lok leiksins hefur búið til flest orð vinnur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.