Morgunblaðið - 08.11.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.11.1989, Blaðsíða 1
PREI RNS Heimilisfang: fMYNDASÖGURj moggans Morgunblaðinu, Aðalstræti 6, ’ 101 Reykjavík. LJOÐ Um allt land hafa skólar verið að sinna málrækt. í Digranes- skóla í Kópavogi var málrækt- arvika 23. til 27. október. í tilefni vikunnar var efnt til samkeppni um smásögur, ljóð og tillögu að bókamerki skólans. Þau í Digranesskóla hafa sent okkur verðlauna- verkin og í dag birtum við ljóð eftir Ingu Björk Ingadóttur í 5. bekk sem fékk verðlaun fyrir tvö ljóð. Einnig birtum við mynd af bókamerki eftir Guðna Þór í 5. L. KYRRÐ Egsit á þúfu í sveitinni og yrki. Egyrki um fjöllin, fegurðina og kyrrðina. Hér er nœði til þess að hugsa ogyrkja. Engar áhyggjur, aðeins þögnin. FRELSI Eldurinn logar í arninum. Hann er frjáls, og leikur sér. Ég vildi að allir vœru frjálsir eins og Eldurinn. Anna Silla, 7 ára, Iðjumörk 4, Hveragerði, sendi þessa mynd. Þið getið sjálf búið til ykkar eigið pússluspil. Þið byijið á að teikna mynd á blað, síðan klippið þið myndina út og þá er komið pússluspil sem þið getið raðað saman aftur. Ef þið eruð mörg saman getur hvert um sig búið til pússluspil og svo skiptist þið á spiluni við félaga ykkar. TYNDA URIÐ Þóra Sif, 9 ára, Litluhlíð 60, Akureyri er höfundur að þessari sögu. Elva var á leið í skólann. Þá sá hún glitta í eitthvað í gras- inu. Þegar hún kom nær sá hún hvað það var. Það var úr með gullól. Hún tók það upp. Vá, sagði hún. Hún lét það á hendina á sér, það passaði alveg. Þegar hún kom í skólann var skólastjórinn að taia við krakk- ana. Hann sagði að Jón hefði týnt úrinu sínu. Þá faldi Elva úrið í skólatös- kunni sinni. Svo fóru allir inn í stofurnar sínar og þegar Elva var að taka upp lestrarbókina sína datt úrið á gólfið og kennarinn sá það. Elva, sagði hann, tókstu úrið hans Jóns? Nei, sagði hún skjálfandi röddu. Hvar fékkstu það? Ég fann það úti. Viltu láta hann Jón fá úrið sitt, sagði kennarinn. Elva lét Jón fá úrið og settist í sætið sitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.