Morgunblaðið - 14.11.1989, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 14.11.1989, Qupperneq 1
msmrðys .1 tbmít/iofo:/. BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1989 ÞRIÐJUDAGUR 14. NOVEMBER BLAÐ B KORFUKNATTLEIKUR Leikmenn lands- liðsins sprautaðir fyrir mislingum ÆT Islenska landsliðið í körfuknattleik er nú á keppn- isferðalagi í Bandaríkjunum og lék þijá leiki gegn bandarískum háskólaliðum um helgina. Fyrir leikinn gegn liði Northeasternháskóla á laugardag kröfðust förráðamenn skólaliðsins þess að leikmenn íslenska liðsins yrðu sprautaðir fyrir mislingum — annars félli leikurinn niður. Ástæðan var sú að tveir nemendur skólans höfðu greinst með misl- inga. Islendingarnir reyndu að semja, en það gekk ekki. Þeir létu því undan og létu sprauta sig, en léku síðan fyrir tómu húsi áhorfenda og sigruðu. ■ Nánar um leikina/B 3 HANDKNATTLEIKUR Þorgils Óttar og Valsararnir veðurtepptir í Manchester Fjórir leikmenn íslenska lands- liðsins í handknattleik eru veð- urtepptir í Manchester á Englandi, og komust því ekki í gær til Tékkó- slóvakíu, þar sem liðið tekur þátt í móti. Þrír leikmenn Vals, sem léku í Evrópukeppninni á sunnudag; Ein- ar Þorvarðarson, Jakob Sigurðsson og yaldimar Grímsson, ásamt Þorg- ils Óttari Mathiesen, landsliðsfyrir- liða — sem ekki komst utan fyrr af persónulegum ástæðum — héldu ekki utan fyrr en í gærmorgun. Vegna mikillar þoku í Lundúnum gat Flugleiðavélin frá Glasgow ekki lent þar og varð að lenda í Man- chester. Þar gistu leikmennimir og áttu að halda af stað í morgun áleið- is til Vínar í Austurríki og þaðan yfir til borgarinnar Bratislava í Tékkóslóvakíu, þar sem leikið er. ■ Nánar um lands- liðið/B 3 og B 8. KNATTSPYRNA Þorvaldur bíður enn Þorvaldur Örlygsson, KA, hefur enn ekki fengið atvinnuleyfi til að leika með Nottingham Forest 5 Englandi. „Málið er í höndum inn- anríkisráðuneytisins og við getum ekkert gert til að flýta því — það verður að hafa sinn gang,“ sagði Ron Fenton hjá Nottingham Forest í samtali við Morgunblaðið. Þorvaldur bíður því enn eftir at- vinnuleyfinu og æfir hér heima á meðan. „Eg verð bara að vera þolin- móður. Það þýðir ekkert fyrir mig að fara aftur út fyrr en ég hef feng- ið réttu pappírana, en það er ein- hver hreyfing á málinu þessa dag- ana,“ sagði Þorvaldur í gærkvöldi. Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari KR, varð fyrir aðkasti frá áhorfendum í leik ÍR og KR í Seljaskólanum á laugardaginn. Jóhann Ingi fékk rautt spjald í síðari hálfleik og var að ganga af velli þegar einn áhorf- enda kastaði tómri ávaxtasafafemu í höfuð hans. Líklegt er að ÍR-ingar verði kærðir fyrir þetta enda siík mál litin alvarlegum augum hjá HSÍ. „Það verður að stöðva þessi skrílslæti hér í Seljaskóianum. Þetta er alvarlegt mál,“ sagði Jóhann Ingi, en nokkuð sá á honum eftir atvikið. „Eg var óánægður með dómarana, þeir vom eins og heimadómarar ger- ast bestir í Þýskaiandi og gáfu ÍR-ingum að minnsta kosti fimm mörk. FHefst eftir öruggan sigurá Stjörnunni FH-ingar eru á toppi 1. deildar karla í handknattleik, VÍS- keppninnar, eftir öruggan sigur á Stjörnunni, 28:26, á laugar- dag. Sigur FH-inga var mun örugg- ari en tölurnar gefa til kynna — Hafnfirðingarnir höfðu átta marka forystu, 28:20, en Garð- bæingarnir gerðu sex síðustu mörk- in á heimavelli sínum. FH-ingar léku sérlega vel að þessu sinni, og mynd Júiíusar hér til hliðar er táknræn fyrir viðureign- ina. Guðjón Árnason, fyrirliði FH, ber höfuð og herðar yfir starfs- bróður sinn í Garðabæjarliðinu, Skúla Gunnsteinsson. ■ Nánar um hand- bolta helgarinn- ar/B 4 og B 5 „Verður að stöðva þessi skrflslæti" - segirJóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari KR, sem varð fyrir aðkasti í Seljaskólanum Tugmilljóna króna virði - sagði Sverrir Hermannsson, bankastjóri, um auglýsingasamninginn sem Landsbankinn og HSÍ hafa gert FORRÁÐAMENN Handknattleikssambands íslands og Lands- bankans undirrituðu í gær auglýsingasamning sem er tugmillj- óna króna virði fyrir HSÍ, eins og Sverrir Hermannsson, banka- stjóri orðaði það á blaðamannafundi. amningurinn er til sjö ára. A-heimsmeistarakeppni karla á Hann er um „eflingu hand- íslandi árið 1995 og kynningu á knattleiksíþróttarinnar á íslandi þjónustu og starfsemi Lands- og undirbúning og kynningu á banka Islands. Auglýsingasamn- ingur þessi gildir til 31. desember 1995 með forgangsrétti Lands- banka ísiands á sviði fjármála- stofnana til að nota landsliðsmenn í handknattleik í auglýsingum sínum,“ segir í fréttatilkynningu. Skv. samningnum verður bank- inn einn aðalstuðningsaðili „HM 95 hóps HSÍ“, þ.e. þeirra ungl- ingalandsliðsmanna sem koma til álita sem leikmenn í landsliði ís- lands í heimsmeistarakeppninni 1995. Ekki verður þó um neinar greiðslur að ræða til leikmanna — allir peningar sem bankinn leggur fram renna til Handknattleiks- sambandsins. Að sögn forráðamanna Hand- knattleikssambandsins verður fjárhagsstaða sambandsins „við- ráðanleg" með þessum samningi, en hún hefur verið erfið undanfar- in ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.