Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.11.1989, Blaðsíða 5
Mm FOLK ■ FRANCO Baresi, fyrirliði AC Mílanó og ítalska íandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir skattsvik. Einnig voru fyrrum þjálfari félags- ins, Svíinn Nils Liedholm, og stjórnarformaður félagsins, Gius- eppe Farina dæmdir auk fimm annarra leikmanna. Allir þeir sem dæmdir hafa verið hafá ákveðið að áfrýja og talið ólíklegt að þeir þurfi að afplána dóminn í fangelsi. Bar- esi var dæmdur í 10 mánaða fang- elsi auk þess að greiða sex milljón- ir lira [260.000 íslenskar krónur] í sekt. ■ DJDIER Deschamps, lands- liðsmaður Frakka hjá Nantes, hef- ur gengið til liðs við Marseille. Deschamps skoraði fyrra mark Frakka gegn Kýpur í undankeppni HM í Montpellier á laugardaginn og þykir einn besti knattspyrnu- maður Frakka. Marseille þarf að greiða andvirði 190 milljóna íslenskra króna fyrir landsliðs- manninn. Auk þess fær Nantes miðvallarleikmanninn Patrice Ey- raud að láni í 18 mánuði. ■ DANIEL Oaida frá Rúmeníu lést í gær vegna meiðsla sem hann hlaut er fjögurra mann bobsleði hans lenti í árekstri á æfingu í Alt- enberg-brautinn í A-Þýskalandi. Bobsleðabrautin í Altenberg þykir ein sú glæfralegasta sem keppt er í á heimsbikarmótunum. Oaida var ökumaður sleðans. ■ STEFFI Graf sigraði Martinu Navratilovu, 3:1 (6:4, 7:5, 2:6 og 6:2), í úrslitaleik á síðasta tennis- móti ársins í kvennaflokki í New York á sunnudag. Graf vann tíu mót á síðasta ári og tapaði þá að- eins þremur leikjum. Hún gerði enn betur í ár því hún hefur unnið 14 mót og tapað aðeins tveimur. Hún hefur unnið alls 40 mót og það virð- ist því aðeins tímaspursmál hvenær hún nær að slá met Navratilovu sem er 74 sigrar. Navratilova var í éfsta sæti heimslistans frá 1982 til 1987 að Steffi Graf tók við og hefur haldið sætinu síðan. ■ KRISIN Otto frá Austur- Þýskalandi, sem vann sex gull- verðlaun á Ólympíuleikunum í Seoul og er ein mesta sundkona sem uppi hefur verið, lýsti því yfir í viðtali við austur-þýska dagblaðið Junge Welt um helgina að hún væri hætt að keppa. Otto, sem er 23 ára, vann fyrsta heimsmeistara- titilinn aðeins 16 ára gömul árið 1982. Hún tók sér hvíld frá æfing- um eftir Ólympíuleikana í Seoul, en keppti á Evrópumótinu sem fram fór í Bonn í ágúst. „Eg fann fyrir því á Evrópumótinu í Bonn að ég hafði náð náð toppnum. Svo ég sagði við sjálfa mig: „Nú er rétti tíminn til að hætta“. Það var efitt að þurfa að viðurkenna þetta fyrir sjálfum sér því ég hef mjög gaman af íþróttinni," sagði Kristin Otto sem nú er í starfsþjálfun sem frétta- maður hjá útvarpsstöð í Leipzig. ■ KÚBA sigraði Bandaríkin, 3:0, í á heimsmeistaramótinu í blaki karla sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. Bandarikjamenn, sem eru núverandi ólympíumeistarar, áttu ekkert svar við stórleik Kúbu- manna og töpuðu öllum hrinunum, 15:8, 15:12 og 15:11. Nýkrýndir Evrópumeistarar ítala unnu Sovét- menn, 3:0 (15:8, 15:12 og 15:7). „Við höfum verið með sömu ieik- menn í tvö ár á meðan Bandaríkja- menn hafa breytt liði sínu frá því þeir sigruðu í SeouI,“ sagði Ór- lando Samuels, þjálfari Kúbu. Otto. Baresi. MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 21. NOVEMBER 1989 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 21. NOVEMBER 1989 KNATTSPYRNA „Agætis tími nú tilaðskipta um formann KSÍ“ - segir Ellert B. Schram, formaður undanfarin 16 ár. „Höfum unnið upp níu milljón króna halla" ELLERT B. Schram hefur verið formaður Knattspyrnusambands íslands undanfarin 16 ár. Hann hefur sagt að hann sækist ekki eftir endurkjöri á ársþingi sambandsins um aðra helgi. „Það er ágætis tími nú til að skipta um formann KSÍ,“ sagði Ellert við Morgunblaðið og tilnefndi þrjár ástæður helstar. „Það eru viss tímamót. Nýr formaður getur ráðið sér nýjan framkvæmdastjóra og nýjan landsliðsþjálfara, og fjárhagurinn er góður. Við erum með veltu upp á um 50 milljónir og höfum unnið upp níu milljón króna halla síðasta árs. Það er mikill hagnaður á rekstrinum og það er eitt mesta afrekið á árinu, þegar allir eru á hausnum í þjóðfélaginu.11 Steinþór Guðbjartsson skrifar Fullvíst má telja að Ellert verði kosinn í stjórn Knattspyrnusam- bands Evrópu í vor og sitji í stjórn UEFA næstu fjögur árin. Því fylgir það skilyrði að hann gegni einhveiju hlut- verki hjá KSÍ og hafa ýmsir lagt til að hann verði gerður að heið- ursformanni sambandsins, ef hann hættir sem formaður. Stærsta íþróttaafrek ársins Ellert er ánægður með starfsárið, sem er að ljúka. Á siðasta ársþingi var boðaður niðurskurður, en að mati formannsins hefur hann ekki komið niður á árangrinum. „Við hefð- um ekki getað skilað svo góðum reikningum nema af því að við fórum í sparnaðarráðstafanir. Ég held því fram að niðurskurður að því er varð- ar a-landsliðið hafi sem betur. fer ekki komið niður á frammistöðunni og eitt stærsta íþróttaafrekið, sem hefur verið unnið af íslenskum íþróttamönnum á árinu, er jafnteflið í Moskvu. Og útkoman í þessum riðli, sem við vorum í; það munaði ekki nema hársbreidd að við kæm- umst til Ítalíu. Ekki má gleyma því, sem margir hafa ekki áttað sig á, að 21 árs liðið stóð sig frábærlega vel. Vann Finnana 4:0 hérna heima, Hollend- inga úti 3:2 og gerði 1:1 jafntefli við Vestur-Þjóðveija. Hollendingar eru Evrópumeistarar, Þjóðveijar eru á meðal bestu þjóða í knattspyrnu í heimi og það að litla ísland vinni þessar þjóðir er alveg einstakt. Þá sigraði 16 ára liðið England 1 Eng- landi og íslandsmótið fór fram með glæsibrag. Þetta hefur allt verið okk- ur í knattspyrnunni til sóma — knatt- spyrnan stendur vel. Þegar ég byijaði sem formaður voru landsleikir seldir úr landi og við þökkuðum fyrir ef við töpuðum minna en 5:0. Nú erum við þremur stigum frá því að komast til Ítalíu. Þetta eru stórstígar framfarir. Við erum á réttri leið. Með þessum árangri höfum við fengið meira sjálfstraust. Andstæð- ingarnir bera meiri virðingu fyrir okkur. Það hjálpar okkur í næstu kepDtu Nægverkefni Ellert sagði íslenska knattspyrnu á réttri leið, en halda þyrfti áfram á framfarabraut með því að tryggja tekjur sambandsins, skapa meiri verkefni, lengja keppnistímabilið hér heima, hjálpa félögum víðs vegar um land við að koma upp gervigrasvöllum og efla þátttöku í knattþrautum KSÍ. „Við verðum að byija fyrr á vorin og hætta seinna á haustin. Ef við byijum að spila fyrr á vorin við erfið- ar aðstæður þá knýr það á um að bæta aðstöðuna. Alveg eins og þegar horft er á þróunina af mölinni yfir á grasið. Það er ekki langt síðan 1. deildin var meira eða minna leikin á möl. Keppnin þrýstir á að aðstæður séu lacraðar. Knattspyrnan þarf að auka upplýs- ingar og áróður um eigin ágæti til að laða æskuna inn í íþróttina í sam- keppni við aðrar íþróttir og aðra tóm- stundaafþreyingu. Knattspyrnan þarf að opna sig meira og skapa fleiri verkefni frekar en færri. Ég var talsmaður þess í mörg ár að það yrði hætt að leika í 11 manna liðum í yngstu aldursflokkunum og það hefur verið tekið upp í 5. og 6. flokki með mjög góðum árangri. Enginn flokkur %r eins marga leiki og 6. flokkur. Þetta er í rétta átt. Við þurfum hins vegar að gera meira heldur en að bjóða unglingum í knatt- spyrnuskóla og á skipulagðar æfing- ar á svæðunum. Við þurfum að skapa þeim aðstæður til að sparka bolta í öllum sínum frítímum. Eins og maður gat gert hér áður fyrr, þegar auðu svæðin og grænu svæðin voru um allt. Núna sérðu varla stingandi strá þar sem hægt er að sparka bolta nema á lokuðum svæðum félaganna. Aðalatriðið varðandi þá yngstu er að krakkarnir hafi gaman af þessu, séu fijálsari við að leika sinn bolta og geti tileinkað sér knatttækni — sigrarnir koma svo seinna. Ég er hlynntur föstum leikdögum, en við þurfum að vera íhaldsamir varðandi deildakeppnina. Því fleiri sem komast að í bestu deildinni hjá okkur, þeim mun meira úrval og meiri tækifæri fyrir unga leikmenn að komast að. Við sjáum það í lands- liðunum — þetta eru strákar, sem „Stöndum og föllum með nýrri stúku“ Eins og fram hefur komið verður bannað að selja stæðismiða á leiki í næstu Heimsmeistarakeppni og sami háttur verður hafður á í Evrópukeppninni í náinni framtíð. Ellert gerði grein fyrir þessum vanda við yfirvöld í haust og í framhaldi var arkitektum falið að teikna 6.500 manna stúku gagnstætt stúkunni á Laugardalsveili og gera kostnaðar- áætlun. „Svona stúka myndi leysa brýnasta vandamál okkar og ég treysti því að borgaryfirvöld hafi skilning á því að við stöndum og föllum með nýrri stúku. Við getum getum ekki tekið þátt í næstu undan- keppni HM við núverandi aðstæður,“ sagði Ellert. Hann er í eftirlitsnefnd leikvanga hjá Knattspyrnusambandi Evrópu og nefndi sem dæmi að Gautaborg gerir ráð fyrir að endurbætur á Ullevi-leikvanginum, sem tekur 52.000 áhorfendur, kosti einn milljarð. „Þetta var lagt fyrir bæjarstjómina, sem samþykkti um leið og er þegar hafist handa við breytingarnar,“ sagði Ellert. Ellert B. Schram formaður KSÍ síðastliðin 16 ár. Morgunblaðið/Árni Sæberg koma víðs vegar að af landinu. Það er af því að þeir hafa fengið tæki- færi til að sýna sig og spreyta sig. Sama á við í kvennaboltanum. Niðurskurðurinn bitnaði á kvennalið- inu eins og öðrum, en það hafa verið miklar breytingar í kvennaboltanum og ástæða var talin til að byggja upp nýtt landslið. Því hefur stefnan verið sú að skapa verkefni fyrir telpnaliðið, en kvennalandsliðsmál eru í athugun og vonandi verður mörkuð stefna um þau á þinginu.“ 100 milljónir í augsýn Varðandi- landsliðið og árangur þess er formaðurinn sannfærður um að margir íslenskir knattspyrnumenn hafi alla burði til að fara út í atvinnu- mennsku og það myndi hjálpa íslenskri knattspyrnu mikið. „Þessir strákar bæta ekki svo mikið við sig með því að leika í áhugamennskunni hér heima ár eftir ár, en góðir leik- menn erlendis hafa meiri verkefni í harðri keppni meira og minna allt árið og það styrkir landsliðið. Eftir því sem Island kemst meira á blað í knattspyrnunni, því meiri athygli vekur það og því meiri möguleikar eru á að afla tekna í gegnum sjón- varp og auglýsingar. Málið er að það er dýrt að halda úti landsliðum og það var ekki skemmtilegt að draga 18 ára liðið úr keppni á árinu svo dæmi sé tekið. Það er óþægilegt að geta ekki sett á leiki, vegna þess að það kostar mik- ið, leiki, sem eru nauðsynlegir til æfinga og undirbúnings. Og það er óþolandi til lengdar að allur tíminn fari í að snikja peninga og vera í fullkominni óvissu um hvort endar nái saman. Það eru gífurlegir peningar í fót- boltanum. Þó ég sé ekki að jafna okkur við lið eins og Real Madrid, þá get ég nefnt sem dæmi að leikur Real Madrid og Inter Mílanó á Spáni um daginn gefur Real Madrid 250 milljónir. Við þurfum ekki nema 10% af því. Þannig að eftir því sem við stönd- um okkur betur og með meiri sjón- varpsútsendingum og auknum skiln- ingi fyrirtækja á því að þetta sé at- burður sem fólk fylgist með, þá opn- ast meiri möguleikar á að KSÍ geti aflað fjár erlendis frá. Ef við hefðum komist til Ítalíu hefðum við fengið 100 milljón krónu tékka sendan frá FIFA sem fyrirframgreiðslu fyrir að vera komnir í úrslit.“ Virk starfsemi Margir halda því fram að mikil gjá sé á milli Knattspyrnusambandsins og félaganna, en Ellert er á öðru máli. „Stjórnarmenn hjá KSI koma Sænskur þjálfari undir smásjánni fyrir landsliðið Siegfried Held, fyrrverandi landsliðsþjálfari. Við hlið hans er Guðni Kjartans- son, sem Ellert segir að sé einn þeirra sem hljóti að koma „alvarlega til greina“ sem eftirmaður Vestur-Þjóðveijans. Næsta stjórn KSÍ tekur ákvörð- un um hver verður næsti landsliðsþjálfari og segir Ellert að helst verði að vera búið að ráða mann fyrir febrúarbyijun, en þá verður dregið í riðla fyrir Evrópu- keppnina, sem hefst næsta haust. „Við höfum verið að leita að mönnum í Vestur-Þýskalandi, Holl- andi og Svíþjóð og staðnæmst við sænskan þjálfara, sem mér líst vel á og hef verið að afla mér nánari upplýsingar um,“ sagði Ellert, en vildi ekki segja hver maðurinn væri, þar sem ekki hefði verið rætt við hann. Ellert sagði að samráð væri haft við landsliðsmenn um hvar borið væri niður. „Áhugi reyndari leik- manna í landsliðinu undanfarin ár beinist að meginlandinu, Hollandi og Vestur-Þýskalandi, þeirri knatt- spyrnu, sem þar er leikin, en þeir vilja ekki enskan þjálfara. Hins j vegar er það stjórn KSI sem tekur endanlega ákvörðun. Hún ber ábyrgð á ráðningunni og tekur skellinn, ef illa gengur, þannig að hún verður að eiga síðasta orðið.“ , Tími Ásgeirs ekki kominn Formaðurinn sagði ennfremur að verið væri að undirbúa og afla ,•} nafna og að íslenskir þjálfarar væru ekki útilokaðir. „Ég hef rætt við Ásgeir Sigurvinsson um þessa hluti, en við erum sammála um að hans tími sé ekki kominn. Hann er samt ágætis maður með alla sína reynslu , til að gerast landsliðsþjálfari KSÍ í framtíðinni. Guðni Kjartansson er;) líka einn af þeim. sem hlýtur að koma alvarlega til greina.“ 1,5 milljón í árslaun Formaðurinn sagði að KSÍ þyrfti að greiða mikið fyrir góðan, erlend- an þjálfara, mikið meira en Siegfri- ed Held fékk, en hann var með 1,5 milljónir í árslaun sem landsliðs- þjálfari KSÍ.,Hann gerði samning við tyrkneska félagsliðið Galatas- aray í júlí, en stjómaði landsliðinu í næstu tveimur leikjum KSI að kostnaðarlausu. Það var gagnrýnt og eins að honum skyldi hafa verið leyft að fara áður en sanrmingurinn var útranninn. „Maðurinn fékk slíkt gylliboð að ekki var veijandi að neita honum um fararleyfið enda ljóst að hann hefði farið ella. Árs- laun hans lækkuðu hins vegar um helming, við spöruðum 750 þúsund krónur og fengum ágætan mann í staðinn. Held var hjá okkur í þijú ár. Undir hans stjórn náðum við mjög góðum árangri í Evrópu- og Heims- meistarakeppninni — því besta, sem við höfum gert og það er ekki hægt að dæma manninn út frá öðru en því. Hins vegar þekki ég engan þjálfara, sem hefur verið hjá KSI, sem hefur verið fullkominn. Held var gallaður eins og aðrir, en það var afskaplega slæmt að missa hann á miðju keppnistímabili.“ Margir hafa viljað sjá landsliðs- þjálfara sinna öðru og meira en aðeins landsliðinu; fylgjast betur með knattspyrnunni hér heima og liðsinna félögum víðs vegar um land. „Hingað til höfum við fyrst og fremst ráðið landsliðsþjálfara, ráðið menn, sem geta stýrt liðinu og náð árangri. Þetta hef ég alltaf látið ráða — hitt kemur á eftir. Nefna má tvo erlenda þjálfara, Held og Tony Knapp. Þeir hafa báðir verið góðir landsliðsþjálfarar, en ekki tiímikils brúks að öðra leyti og við höfum þurft að sætta okkur við það.“ úr félögunum, eru sprottnir úr þess- um jarðvegi og eru í rnjög nánu sam- bandi við félögin. Reyndar held ég að það sé hvergi virkara starf en ein- mitt í knattspyrnuhreyfingunni, þó ég undanskilji ekki alls kyns önnur félagasamtök utan íþróttanna. Hins vegar er það rétt að mikilvæg mál verða oft út undan á KSÍ-þing- um. Þingin hafa oft farið í miklar umræður um breytingar á reglugerð- um og umræður um smámál. Það getur vel verið að þetta séu of stór þing til að menn geti verið að ræða ítarlega um hugmyndafræðina pg stefnumótunina til langs tíma. Ég lagði t. d. fram ítarleg drög að stefnu- mótun til aldamóta fyrir nokkrum árum, en um þau urðu sáralitlar umræður. Ég skil það þannig að hreyfingin vilji að stjórn KSI marki stefnuna og komi með tillögur inn á þingið og ætlist til að formaður og stjórn leiði þessa hreyfingu. Þingið sé þá meira afgreiðslu- og vinnuþing. Þetta eru það fjölmennar samkomur að ekki er hægt að reikna með að’ það verði mjög fræðilegar umræður — það gefst ekki tími til þess.“ Tímamót Það verða vissulega tímamót hjá KSÍ ef Ellert hættir sem formaður, en hættir hann? „Einhvern tíma verð ég að hætta. Það er gott að hættq, þegar staðan er góð, áður en ég verð fyrir og allir verða þreyttir á mér. Mér stendur auðvitað ekki á sama um KSÍ og mér er ekki sama hvað við tekur. Þess vegna sagði ég snemma í haust að ég sæktist ekki eftir endurkjöri. Knattspyrnuhreyf- ingin hefur haft tíma til að skoða sinn hug og vonandi næst samstaða á þinginu í byijun desember um eftir- mann, sem þingið getur sætt sig við.“ PILUKAST Asgeir Sigurvinsson, hugsanlegur framtíðarþjálfari. Ellert segist hafa rætt við Ásgeir „en við erum sammála um að hans tími sé ekki kominn,“ segir formaðurinn. Morgunblaðið/Rax íslandsmeistararnir nýbökuðu eftir sigurinn á laugardaginn, Anna Kristín Bjarnadóttir og Kristinn Þ. Kristinsson með verðlaunagripi sína. Kristinn og Anna íslandsmeistarar KRISTINN Þ. Kristinsson og Anna Kristín Bjarnadóttir urðu íslandsmeistarar í pílukasti um helgina. Anna erfyrsta konan sem hlýtur þennan titil, því keppt var í fyrsta skipti í kvennaflokki. Kristinn sigraði Óskar Þór- mundsson í undanúrslitum 2:0 (2:1, 2:0). I hinum undanúrslita- leiknum áttust við Guðjón Hauks- son og Ægir Ágústsson. Guðjón sigraði 2:1 (1:2, 2.1, 2:0). Kristinn vann svo Guðjón í mjög góðum úr- slitaleik 2:0 (2:1, 2:0). Kristinn lék frábærlega vel á móti besta pílu- kastara landsins að margra mati, var einbeittur og mjög öraggur í útskotum. Þrátt fyrir að Guðjón BLAK Hauksson hafi verið við eða á toppnum í öllum þeim mótum sem hann keppti í á árinu átti hann ein- faldlega engin svör við frábæram leik Kristins. Til úrslita um íslandsmeistaratit- il kvenna léku Kolbrún Tobíasdóttir og Anna Kristín Bjarnadóttir. Kol- brún vann fyrsta legginn en Anna Kristín náði sér síðan heldur betur á strik og sigraði í fjórum næstu — vann því viðureignina 4:1. Bestu pílukastararnir á þessu móti sýndu að þeir eru óðfluga að nálgast meðaltal atvinnumann í leiknum „501“. Þeir eru með að meðaltali 20 pílur í leik sem er frá- bær árangur og sannar að íslend- ingar eru orðnir frambærilegir á alþjóðamótum. L . I. • Oruggir sigrar hjáKAogíS Stúdentar á toppi 1. deildar karla og Víkingur í kvennadeildinni KA vann öruggan sigur á Þrótti, Reykjavík, 3:0, og ÍS lagði Fram með sama mun í deild karla í blaki á Akureyri um helgina, 3:0. Þrír leikir fóru þá fram í karla- og kvennaflokki. ÍS er nú á toppnum í karladeildinni en íslandsmeistarar KA í öðru sæti. Það var einungis í fyrstu hrinu sem Þróttarar náðu að sýna einhvern lit gegn KA. Þeir komust í 8:0 í fyrstu hrinu en síðan ekki mpg söguna meir. KA- Guðmundur menn náðu að vinna Þorsteinsson upp forskotið og skrifar vinna hrinuna. I næstu tveimur hrin- um var eftirleikurinn auðveldur og sigruðu heimamenn án mikillar fyr- irstöðu gestanna. Jason Ivarsson, leikmaður Þróttar, hafði fyrir leik- inn átt við lasleika að stríða, fór þó með Þróttarliðinu norður en varð hætta þátttöku í leiknum og munar um minna. Jafnt á Neskaupstað Leikur Þróttar N og HK var jafn og spennandi. HK-menn geta sjálf- um sér um kennt hvernig fór. Þeir voru yfir í 4. hrinunni 10:7 og ieiddu leikinn með tveimur hrinum gegn einni. Þróttarar neituðu hins vegar að gefast upp og náðu að knýja fram sigur. Leikur ÍS og Fram í Hagaskóla á sunnudag var í heild slakur og þurftu Stúdentar ekki að hafa mik- ið fyrir sigrinum. 1. deild kvenna íslandsmeistarar Víkings eru á toppi 1. deildar kvenna; yíkings- stúlkurnar sigruðu ÍS 3:1. ÍS var á toppnum fyrir leikinn, en það veikti sigurvonir Stúdína að uppspilari liðsins, Bergrós Guðmundsdóttir gat ekki leikið vegna meiðsla. ÍS- stúlkurnar léku vel í fyrstu hrin- unni og sigruðu. í annari hrinu tóku Víkingsstúlkurnar síðan leikinn í sínar hendur með Birnu Hallsdóttur fremsta í flokki og unnu. Stúdínur áttu svo ekkert svar við góðum leik Víkinga í tveimur síðustu hrinun- um. KA sigraði Þrótt R 3:0 á Akur- eyri. Þróttarar áttu aldrei mögu- leika án Snjólaugar Bragadóttur og Lindu Jónsdóttur, burðarása liðsins. Þróttur N sigraði svo HK 3:1 án teljandi erfiðleika. Urslit/B 6. Staðan/B 6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.