Morgunblaðið - 29.11.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.11.1989, Blaðsíða 3
2 B MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1989 MORÓUKrÉtíÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29.: NÓVEMBER £$89 B 3 íslendingar þurfa ekki... vegna fór hann þá braut? „Það var vegna þess að þar voru fallegar stelpurn. Sú vai1 nú eina ástæðan. Mig langaði ekkert til að skrifa þá. Það var nóg, eins og ég segi, af sætum stelpum og ég giftist þeirri alfallegustu." Sérkennileg ástæða. „Kannski, en mjög íslensk. Mér finnst íslendingar alltaf hafa mjög sérkennilegar ástæður fyrir öllu sem þeir gera. Svo ræður bara tilviljunin.“ En hvernig er hægt að kenna fólki að skrifa skáldverk? „Einn mikilvægur þáttur er „innræting“. í landi sem byggt er upp á innflytjendamenningu og fólk hefur ekki leyfi frá sögunni til að skrifa, er mjög nauðsynlegt að vinna með innrætingu. Börn innflytjenda eru gjarnan alin upp í því að fara snemma að vinna, fá sér starf sem gefur vel af sér, eignast hús og bíl. Innrætingin frá blautu barnsbeini er efnishyggja, til að sýna að þótt þeir séu innflytj- endur, sem komu með tvær hend- ur tómar, séu þeir ekkert verri en aðrir — jafnvel betri. Þetta er auðvitað ekkert vandamál með íslendingana, því í rauninni eru allir íslendingar rithöfundar. Það er alveg sama hvar maður kemur til Islendinga í Kanada, hversu afskekktir sem þeir eru; þeir hafa alltaf verið að puða við að skrifa sögu ætta sinna og útfæra þær, auk þess sem þeir eru nær undan- tekningalaust hagmæltir og stöð- ugt að segja sögur. Annar mikilvaígur þáttur er þekking. Á Íslandi hefur alltaf, fram á þessa myndbandaöld, verið svo mikil þekking á sögu lands og þjóðar. Sú saga hefur borist mann fram af manni og kynslóð fram af kynslóð. Þessi þjóð byggir á sameiginlegum grunni og þú þekkir arfleifð mannsins í næsta húsi. í Kanada er það ekki þann- ig. Maðurinn í næsta húsi er kannski franskur, í þarnæsta þýskur og því næsta portúgalskur. Það er enginn skyldleiki milli þeirra og þeir eiga engan sameig- inlegan uppruna — reynsluheimar þeirra snertast ekki. Sumir þeirra koma frá heimshornum þar sem smásagan er ekki hluti af arfleifð- inni, aðrir þaðan sem skáldsagan þekkist ekki og svona gæti ég haldið áfram endalaust. Þessvegna er áríðandi að víkka sjóndeildar- hringinn og færa þeim meiri þekk- ingu á bókmenntum." Þriðji þátturinn er að kenna vinnubrögð. Það er alveg ljóst að sköpunina, sjálfa listina, verður aldrei hægt að kenna nokkrum manni sem ekki hefur hana í sér — en það er hægt að kenna vinnu- brögð. Ég ferðast mjög mikið og held ijöldann allan af fyrirlestrum ár hvert og ég er alltaf spurður að því hvernig hægt sé að kenna fólki að skrifa skáldverk og hvern- ig ég geti tryggt það að nemendur mínir verði góðir rithöfundar. í stuttu máli, þá get ég ekki tryggt eitt eða neitt. Ég get að- eins kennt vinnubrögð.“ Nú eru sögur þínar mjög is- lenskar og sérstaklega persónurn- ar. Þær eru úthaldsgóðar í raun- um, heiður þeirra og fjölskyldunn- ar er mikilvægur og þær eru móðgunargjarnar á íslenska vísu. Að mörgu Ieyti eru þær skyldar íslendingum fornsagnanna. Varstu alinn upp við lestur íslend- ingasagna? „Nei, þeim kynntist ég ekki fyrr en ég var um 21 árs. Þar rakst ég til dæmis á þetta séríslenska fyrirbæri, sem er það að íslending- ar segja ekki sögur, þeir „dra- matísera" þær. íslenskur frásagn- arháttur er mjög frábrugðinn því sem maður finnur annars staðar. Áhugi minn vaknaði smátt og smátt upp frá þessu. Ég fór að verða forvitinn um ólíkar aðferðir í bókmenntunum. Ég var ekkert viss um að ég sjálfur ætti eftir að skrifa, en ég var þó viss um að ég gæti það,“ segir þessi höf- undur, sem erlendir gagnrýnendur hafa borið saman við Tolstoj og Turgenéf. Þá erum við enn komin að arf- leifðinni. Til að verða trúverðugur varð ég að skrifa um venjulegt fólk — ekki konunga og hirðlíf. Það gera Englendingar. Og venju- legt fólk, samkvæmt minni arf- leifð, eru fiskimenn og bændur og það er fyllilega áhugavert fólk. Ég held kannski að það sé ástæð- an fyrir því að sögur mínar eru eins vinsælar og raun ber vitni í Sovétríkjunum. Maður hlýtur alltaf að skrifa um það sem maður þekkir. Ég veit ekki hvernig ég ætti að skrifa sögu um milljónera — ég þekki engan. Sem er reyndar lýgi, því einn af nemendum mínum sló í gegn með fyrstu sögunni sinni — svo rækilega að í dag er hann stórt nafn — mokar inn seðlum og kem- ur stundum og býður gamla próf- essornum sínum út að borða. Það er skemmtilegt — en fljótlegt að segja frá því. Svo finnst mér bara venjulegt fólk vera heiðarlegra, göfugra og siðsamara og það hef- ur eins stórar tilfinningar og ríkt og valdamikið fólk.“ Það er enn ein saga á leiðinni frá þér. Um hvað íjallar hún? „Hún er um mann af Snæfells- nesi og gerist að hálfu á íslandi og að hálfu í Kanada. Hún fjallar um þessa hringrás, að maður yfir- gefur landið sitt og skýtur rótum á erlendri grund og svo kemur einhver til baka. Þetta er saga um ferðalag og þann sársauka sem því fylgir — kannski byggð á minni eigin ættarsögu. Um langalangafa minn sem fór og ferð ættarinnar hefur haldið áfram, allt þangað til ég kem hingað heilli öld síðar og fullkomna ferðalagið." Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir Dúfan í skugganum Bókmenntir Súsanna Svavarsdóttir Dúfa töframannsins - sagan af Katrínu Hrefnu, yngstu dóttur Einars Benediktssonar skálds Höf: Gylfi Gröndal Útg. Forlagið Við lestur „Dúfunnar“ komu orð skáldsins mér í huga: „Við hefðum getað vakað lengur og verið betri hvort við annað.“ í bókinni lýsir Hrefna uppvexti sínum hjá goð- sögninni, föður sínum og ævi hans — með hennar augum — á milli þess sem hún tæpir á sínu eigin lífshlaupi. Ég held að fáir mótmæli því að Einar Benediktsson sé goðsögn og um hann hefur margt verið ritað og rætt. Þó er það svo að í vitund manns er hann fremur eins og skáldsagnapersóna en manneskja af holdi og blóði. Hrefna lýsir föð- ur sínum af mikilli væntumþykju, en um leið trega — og hann verð- ur ljóslifandi á spjöldum þessarar bókar. Þar fyrir utan get ég ekki séð að neitt nýtt komi fram um Einar. Hann var alltaf á ferð og flugi og svo Ijarrænn virðist hann hafa verið á heimili að maður get- ui' nánast ímyndað sér að Hrefna þekki þennan trega frá fæðingu. Minningar eni alltaf spurning um val og Hrefna hefur valið að minnast aðeins góðra stunda, þótt hún tæpi á því að ekki hafi allt verið sem skyldi. Fyrir bragðið er bókin hlýleg og skemmtileg og maður hefur það á tilfinningunni að Hrefna sé í þessari bók raunar að segja föður sínum allt sem hún vildi hafa sagt honum meðan hann lifði. Hún segir á einum stað í bókinni að sér hafi aldrei þótt móðir sín vera nógu góð við Ein— ar, „hinsvegar ferst mér ekki að dæma hana fyrir það. Ég var sjálf ekki nógu góð við hann,“ segir Hrefna. Hrefna segir frá endalausum flutningum fjölskyldu sinnar og stórbrotnum lifnaðarháttum, án þess þó að smáatriði séu að flækj- ast fyrir. Frásögnin er byggð á minningabrotum i réttri tímaröð sem mynda ramma utan um per- sónuleikalýsingu Einars. Frásögn- Katrín Hrefna in er knöpp og aðgengileg, kafl- arnir stuttir og minningabrotin eru tengd saman með stuttum frá- sögnum af þjóðfélagsaðstæðum og stærri ytri atburðum. Einhverra hluta vegna er Hrefnu mikið í mun að koma sinni mynd af Einari á framfæri. Svo rammt kveður að því að hún dreg- ur sig í hlé. Saga hennar sjálfrar er nánast á enda, þegar hún yfir'- gefur föðurhúsin, 19 ára gömul — stingur af til Suður-Ameríku með Guðmundi Eiríkssyni, fráskildum tveggja barna föður. Hér heldur lesandinn að eitthvað líflegt og nýtt fari að gerast, en nei, þeim tólf þrettán árum sem hún dvelut' í Suður-Ameríku; í Argentínu, Brasilíu og Frönsku Guiönu eru lítil skil gerð. Mestur hlutinn af þeim köflum fara í að gefa stutt sögulegt yfirlit landanna. Þó segir hún frá aðskilnaði þeirra Guð- mundar við dauða hans og að hún hafi síðar gifst portúgölskum blaðamanni — hjónaband sem stóð stutt. Það er mikið miður að ekki er betur unnið úr þessum köflum, því það skín í gegnum þá að Hrefna befur um sína ævi ekki verið minni ævintýramanneskja en karl faðir hennar. Hrefna segir einnig frá því að hún giftist öðru sinni árið 1945, en út í nánari frásagnir af því er ekki farið. Það er aðeins eins og hún sé að brúa bilið fram að þeim tíma þegar barátta hennar og fjöl- skyldunnar hefst fyrir höfundar- rétti á verkum Einars Benedikts- sonar. í annars skemmtilegri bók, staðsetur hún sig í skugganum af honum og virðist ekki átta sig á að lífið er utan þess skugga. Tónleikar í desember — stiklað á stóru Árið 1983 hófst tilraun til að halda skrá yfir tónleikahald í borginni, ekki síst vegna þess að fjöldi tónleika var orðinn svo mikill að oft voru margir tónleikar á sama tíma. Markmiðið var að safna sem víðtækustum upplýsingum um það sem um var að vera, reyna jafnframt að koma í veg fyrir óheppilega árekstra og komaþessum upplýsingum á framfæri m:a. við flölmiðla. I ljós kom að í hverjum mánuði eru haldnir 25-30 tónleikar aðjafnaði. Þessi starfsemi lagðist niður sl. haustogfljótlega sannaðist máltækið: Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Nú hefur verið ákveðið að taka aftur upp þráðinn og er hægt að tilkynna tónleika í síma 17765. Ég hefði kosið að hefja þessa tilraun til að koma upplýsingum um tón- leikahald mánuðinn sem framundan er á öðrum tíma, því í desember eru skráðir hvorki meira né minna en 38 tónleikar og að auki verða aðventukvöld í kirkjum og tónleikar í tónlistarskólum og öðrum skólum borgarinnar. Eru skáld óhlýðnir þj óðfélagsþegnar? íslensk ritsnilld, fleygir kaflar úr íslcnskuin bókmenntum, nefnist bók sem Guðmundur Andri Thorsson ritstýrir og Mál og mcnning gefur út. Bókin skiptist í sjö hluta með eftirfar- andi efnisflokkum: Ástin, Bernskan, Dauðinn, Island, Mannlifið, Mannlýsingar og Skáldskapurinn. Þetta er snotur bók að frá- gangi og efnið um margt umhugsunarvert. Ritsnilld er stórt orð og gildir að mínu mati tæp- lega um allt sem í bókinni stend- ur. Val efnis er „málsogmenning- arlegt", þeas. gamlir og ungir höfundar tengdir Máli og menn- ingu eða á svipaðri línu og for- svarsmenn bókafélagsins eru áberandi. Þegar prentað er upp úr tíma- ritum eru það aðeins Fjölnir og Tímarit Máls og menningar (nú- verandi ritstjóri er Guðmundur Andri) sem verða heiðursins að- njótandi. En svo einkennilega vill til að sýnishornin tvö úr síðar- nefnda ritinu eru með þeim skemmtilegri í íslenskri orðsnilld. í báðum tilvikum er vitnað í greinar eftir Guðberg Bergsson. Guðbergur skrifar ekki um bók- menntir og listir í þeim tilgangi einum að fá viðhlæjendur. Það er yfirleitt auðvelt að vera ósammála honum. En skrif hans eru vekj- andi og hvetja til skoðanaskipta svo framarlega sem þau eru ekki alveg vígð fáránleikanum. Ég sé á dæmunum tveimur að Guðbergur er góður í smá- skömmtum. í hinu fyrra er ljóðlist á dagskrá og komist að þeirri nið- urstöðu að skáld séu óhlýðnir þjóðfélagsþegnar og einhver upp- reisn sé í öllum ljóðum: „Og sér- hvert Ijóðskáld er að einhveiju marki afbrotamaður. Það að yrkja er að bijóta gegn einhveiju sem þegar hefur verið ort. Ef málum væri ekki þannig háttað væri eng- in ljóðlist til.“ Ég er að vissu leyti sammála Guðbergi. Þetta gæti staðist með hliðsjón af Arthur Rimbaud og Steini Steinarr, en væri umdeilan- legra hugsuðum við til Tómasar Guðmundssonar. Tómas var að vísu nýjungamaður (Reykjavík verðugt yrkisefni, mælt mál, þver- sagnir), en lagði áherslu á að koma reglu á óskapnaðinn eins og lesa má um í Svo kvað Tóm- as, bók sem er gott dæmi um íslenska ritsnilld. Síðara dæmið um snilld Guð- bergs á vel við þessa dagana. Það er um ótta listamannsins við gagnrýnandann sem eftir því sem Guðbergur skrifar stafar af „ótta listamannsins við nekt sína, þótt hann hampi henni gjarna í verkum sínum“. Óttinn við þekkinguna er líka með í dæminu: „Listamaður- inn óttast að annar en hann sjálf- ur komist að innsta kjarna efnivið- arins.“ Þetta stangast á við gagnrýni sem stundum kemur frá rithöf- undum. Rithöfundar eiga það til að kvarta yfir því að í umsögnum um bækur sé ekki kafað nógu djúpt. J.H. ■ Fyrstu tvo daga mánaðarins gefast síðustu tækifærin til að heyra ogsjá hina áhrifamiklu sýningu á Tosca í íslensku ópe- runni og 1. desember gefst áhug- sömum áheyrendum tækifæri til að hlýða á hljómsveit Tónlistarskól- ans í Reykjavík undir stjórn Ing- vars Jónassonar í Bústaðakirkju kl. 18.00, áður en leið liggur niður í íslensku óperuna kl. 20.00. M Laugardaginn 2. desember mun Paul Zukofsky taka þátt í flutningi Oktetts í F-dúr eftir Schu- bert með Kammersveit Reykjavíkur í Áskirkju kl. 17.00. Sunnudaginn 3. desember verður mikið annríki, áheyrendur geta val- ið á milli tónlistar eftir Vagn Holmboe með Guðnýju Guð- mundsdóttur og Gunnari Kvaran kl. 17.00 í Norræna húsinu eða Lúðrasveitarinnar Svans í Lang- holtskirkju og geta síðan endað daginn með jazz-tónleikum Ellenar Kristjánsdóttur og Flokks manns hennar í Duus húsi kl. 21.30. ■ Mánudaginn 4. desember býð- ur Kammermúsíkkklúbburinn upp á tónleika með Blásarkvintett Reykjavíkur og Guðríði Sigurð- ardóttur í Bústaðakirkju kl. 20.30 og tónlist eftir Reicha, Hindemith og Mozart. ■ Alla miðvikudaga í aðventu verður haldinn Náttsöngur - tón- list og tíðarsöngur í Hallgríms- kirkju og í hádeginu eru Háskóla- tónleikar í Norræna húsinu þann 6. og 13. desember. Gítarleikarinn Josef Fung spilar verk eftir Villa Lobos fyrri miðvikudaginn, en á seinni tónleikunum eru Signý Sæ- mundsdóttir sópran og Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanóleik- ari. ■ Fimmtudaginn 7. desember verða stórtónleikar hjá Sinfóníu- hljómsveit íslands og Petri Sak- ari í Háskólabíói. Kór Langholts- kirkju, einsöngvararnir Soile Iso- koski, Guðbjörn Guðbjörnsson og Viðar Guúnarsson flytja með hljóm- sveitinni Sköpunina eftir Haydn, og sunnudaginn 10. desember kl. 14.30 verða haldnir íjölskyldutón- leikar þar sem flutt verður eitt af vinsælustu verkum fyrir hljómsveit, Hnotubrjóturinn eftir Tsjajkovskíj og verður tónlistin myndskreytt með 300 vatnslitamyndum eftir Snorra Svein Friðriksson. ■ Úr Háskólabíói, sama sunnu- dag, liggur leið tónlistarunnenda annaðhvort í Norræna húsið, þar sem yngri nemendur Tónskóla Sigursveins láta til sín heyra kl. 17.00 eða þá í Laugarneskirkju á opnun tönlistarviku í tilefni þess að kirkjan á 40 ára afmæli. Kirkju- kórinn, strengjahljómsveit, orgel- leikari og einsöngvararnir Sigríður Gröndal, Dúfa Einarsdóttir, Guð- mundur Þ. Gíslason og Halldór Vil- helmsson munu flytja Missa Brevis eftir Mozart og Gaudete, sem er útsetningar á jólalögum eftir Andr- es Uhrwal, undir stjórn Ann Toril Lindstad. Um kvöldið kl. 20.30 mun Sigrún Hjálmtýsdóttir syngja ein- söng með Söngsveitinni Fílharm- óníu undir stjórn Úlriks Ólasonar í Kristskirkju, og dagurinn endar síðan með jazz í Duushúsi ásamt Kristjáni Magnússyni og hljóm- sveit. ■ Á tónlistarviku Laugarnes- kirkju verður haldinn ijöldi tónleika. Ann Toril Linstad mun halda org- eltónleika í kirkjunni í hádeginu alla daga vikunnar, þriðjudaginn 12. desember mun Blásarakvintett Reykjavíkur og félagar halda hin- ar árlegu Kvöldlokkur á jólaföstu með tónlist eftir Mozart, Beethoven og Haydn, fimmtudaginn 14. des- ember mun Mótettukór Hallgrí- mskirkju syngja undir stjórn Harð- ar Áskelssonar með Ann Toril Lind- stad við orgelið og kl. 17.00, laugar- daginn 16. desember mun Ann Toril leika á orgelið verk eftir Wid- or, Reger og Franck. Laugardaginn 16. desember í Langholtskirkju kl. 17.00, munu samtök um íslensku hljómsveitina undir stjórn Guðmundar Emilssonar flytja Poemi eftir Hafliða Hall- grímsson, þar sem Guðný Guð- mundsdóttir leikur einleik, Til- brigði eftir Vaughan Williams um tema eftir Tallis og nýtt verk eftir Hróðmar Sigurbjörnsson þar sem Jóhanna Þórhallsdóttir syngur einsöng. ■ Daginn eftir mun Kamrner- sveit Reykjavíkur halda sína ár- legu jólatónleika í Áskirkju kl. 17.00 þar sem fluttir verða fjórir konsertar fyrir tvö hljóðfæri, þ.e. 2 horn, 2 óbó, 2 flautur og 2 fagott eftir Vivaldi, Albinoni, Quantz og Wanhal. Dagurinn endar síðan með Tríói Guðmundar Ingólfssonar í Duus húsi. ■ Þriðjudaginn 19. desember verða það eldri nemendur Tón- skóla Sigursveins sem láta til sín heyra í Norræna húsinu kl. 20.30 og fimmtudaginn 21. desember leika Munkarnir jazz í Duus-húsi. M Eftir að búðum verður lok- að tostudaginn 22. desember gefst tækifæri til að komast í jólaskap með því að hlusta ájóla- lög sungin af Dómkórnum undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar í Dómkirkjunni kl. 22.00 eða jóla- söngva Kórs Langholtskirkju kl. 23.00. ■ Þá ganga jólin í garð, en á annan í jólum munu tveir ungir hljóðfæraleikarar, sellistinn Sig- urður Halldórsson og píanistinn Daníel Þorsteinsson láta til sín heyra í Norræna húsinu kl. 16.00 og daginn eftir munu ungir hljóð- færaleikarar úr tónlistarskólum landsins koma saman í Hagaskóla, því þá hefst námskeið Sinfóníu- hljómsveitar Æskunnar undir handleiðslu Paul Zukofskys. Tón- leikar þeirra, hinir fyrstu á nýju ári, verða sunnudaginn 7. janúar kl. 14.00 í Háskólabíói þar sem flutt verður Pelleas und Melisande eftir Schönberg. M Síðustu tónleikamir á þessu ári verða í Hallgrímskirkju fimmtudaginn 28. desember íd. 20.30, þegar Mótettukórinn, hljómsveit og einsöngvarar flytja Jólaoratoriu eftir Saint-Seéns og Ensk jólalög í útsetningu David Wilcox undir stjórn Harðar Áskels- sonar og seinna sama kvöld leika þeir Sigurður Flosason og Arm Scheving jazz í Duus húsi. ■ Eins og sést gefast mörg tæki- færi til að hvíla sig á jólaösinni, hlýða á fagra tónlist og liugleiða um leið að jólahátíðin er annað og meira en innkaup og góður matur. Ritsafti Dags Bókmenntir Erlendur Jónsson Dagur: GLÍMUSKJÁLFTI (Ijóð 1958-1988). 339 bls. Mál og menning. 1989. Fyrsta bók Dags, Hlutabréf í sólarlaginu, kom út 1958. Síðan eru liðin hvorki fleiri né færri en þijátíu og eitt ár. Dagur kynnti sig sem vandræðabarn i ljóðlist- inni. Orðfæri hans — gripið hrátt úr óhefluðu talmáli — sýndist stefna að því meðal annars að storka borgaralegum skáldskapar- hefðum; og raunar flestu sem þá var talið gott og gilt í skáldskap. Það tókst og tókst ekki. Eldri kynslóðin hafði spurnir af Degi og gerði sér þá ekki það ómak að opna bækur hans. Róttæklingar hugsuðu sem svo: Gott á borgar- ana fyrir alla sína tilgerð og snobb. Með sjálfum sér tvíluðu þeir þó að samsetningur drengsins gæti talist til raunverulegs skáldskapar. Nú er svo sköpum skipt að' virðulegt forlag sendir frá sér rit- safn þessa forðum utangarðs- manns í ljóðlistinni, Dagur er orð- inn viðurkennt skáld, stillt upp við hliðina á virðulegum höfundum sem góðborgurum er boðið upp á að koma fyrir í hillum sínum. Sá, er þetta ritar, hefur alltaf haft gaman af ljóðum Dags og aldrei efast um að þau stæðust samjöfnuð við margt þáð sem meira er hampað. Og nú, þegar hægt er að fletta heildarútgáfu, má gleggst greina að Dagur hefur jafnan verið sjálfum sér sam- kvæmur. Ljóð hans líkjast engum öðrum. Nema hvað ung skáld eiga til að stæla hann, einkum á seinni árum. Varist eftirlíkingar, má segja í því sambandi. Því skáld- skap, sem svo er sérstæður, tjóir ekki að stæla, það verður aldrei gert með árangri. Sjálfum sér samkvæmur! Svo mikið er víst. En kannski einum um of. Maður er ekki ungur nema einu sinni. Leikaraskapur Dags hefur orðið þunglamalegri með aldrinum. Og skyldi engan furða. Erfitt reynist að látast vera ungl- ingur eftir að komið er á miðjan aldur. Það hafa þó fleiri reynt og sjaldan tekist. En Dagur og allir hans líkar eiga sér afsökun: Þegar listamað- ur er búinn að koma sér upp ímynd er ekki nema mannlegt að hann óttist að glata henni og þar með öllu sem hann hefur byggt upp Dagur um ævina. Hann verður því að halda áfram að vera eins og hann er, eins og ímyndin. Þýðingar eru allnokkrar í safni þessu, flestar á ljóðum Pablo Neruda sem var ljúflingur og ljós- beri róttækra menntamanna á ára- tugunum eftir stríð en endaði sem sendiherra, man ég það ekki rétt? Og nú eru þeir sem sagt báðir orðnir hilluskraut, Dagur og Neruda, og uppreisn þeirra orðin kapítuli í sögunni sem enginn þarf að óttast framar. Sie transit gloria mundi, eins og Steinn sagði. Frá vettvangi inn í nóttina Nóttin, já nóttin" er titill á nýrri íslenskri sjónvarps- mynd sem frumsýnd verður í Ríkissjónvarpinu næst- komandi fostudagskvöld, 1. des- ember. Myndin hefst þegar aðal- persónan, Arthúr, er nýkominn til Reykjavíkur úr ferðalagi um hálendið með erlenda ferða- menn. Hann er með liópnum á Ásmundarsafni borginni þegar honum er færð andlátsfregn sem er honum stórt áfall. Handritið að „Nóttin, já nótt- in“ skrifaði Sigurður Pálsson rit- höfundur sem jafnframt er leik- stjóri myndarinnar. Undirrituð leit inn hjá Sigurði í vikunni til að horfa á myndina og ræða um hana við höfundinn. „Myndin gerist á tólf tímum. Hún er ferðalag úr dagsbirtu inn í nótt- ina. Og vonandi aftur inn í nýjan dag,“ segir Sigurður. „Aðalpersónan, Arthúr, stendur ekki föstum fótum í lífinu, hvorki starfslega né tiifinningalega. Hann hefur beðið skipbrot í öllum tilraun- um sínum til að finna sér fastan grundvöll. En áfallið sem hann verður fyrir leiðir til uppgjörs og viss endapunkts, sem vonandi gerir honum fært að endurskoða líf sitt og byija upp á nýtt.“ Síðari hluti myndarinnar gerist á Rætt við Sigurð Pálsson handritshöfund og leikstjóra sjónvarpsmyndarinnar „Nóttin, já nóttin" Sigurður Pálsson. Arthúr þýðir nöfhin á verkum Ásmundar fyrir Það er ekki allt sem sýnist á Hótel Luna. Valdi- enska ferðakonu. Valdimar Örn Flygenring og Ása mar Örn sem Arthúr og Pétur Einarsson í hlut- Hlín Svavarsdóttir í hlutverkum sínum. verki þjóns. Hótel Luna þar sem furðulegustu persónur verða á vegi Arthúrs og undarlegir hlutir gerast. „Ég vildi ekki láta þessa atburði gerast á einhveiju ákveðnum skemmtistað eða hóteli í Reykjavík,“ segir Sig- urður „þar sem þeir geta eins verið ferðalag Arthúrs í gegnum hans eigið áfall.“ Fjöldi leikara bæði þekktra og nýútskrifaðra koma fram í mynd- inni. Valdimar Örn Flygenring fer með aðalhlutverkið, en aðrir í helstu hlutverkum eru Tinna Gunnlaugs- dóttir, Pétur Einarsson, Elva Osk Ólafsdóttir og Steinunn Ólafsdóttir. Kvikmyndatökumaður er Páll Reynisson, Hilmar Örn Hilmarsson samdi tónlistina, Stígur Steinþórs- son hannaði leikmyndina, en klipp- ing var í höndum leikstjórans. Sigurður Pálsson er líklega best þekktur sem rithöfundur, en hann menntaður í leikhúsfræðum og kvikmyndaleikstjórn og hefur áður leikstýrt tveimur sjónvarpsmynd- um. Þetta er þó í fyrsta sinn sem liann skrifar handritið sjálfur og segir hann það hafa ýmsa kosti. „Þegar ég skrifaði handritið að „Nóttin, já nóttin“ var ég með sjón- varp í huga. Það er því hugsað, skrifað og leikstýrt fyrir þann mið- il. Söguþráðurinn er skýr, en mér finnst það skipta miklu máli í sjón- varpi." Hvers vegna? „Vegna þess að þú nærð aldrei sömu tökum á áhorfendum í gegn- um sjónvarp og hægt er að gera í kvikmynda- eða leikhúsi. Bæði er bíótjaldið þúsund sinnum stærra og áhrifameira og þegar þú ert í bíó siturðu í myrkri og kemst ekki auð- veldlega út, en þegar fólk horfir á sjónvarp er það sér alltaf meðvitað um ýmis áreiti í umhverfinu. Það getur alltaf átt von á því að síminn hringi eða dyrabjallan og svo fram- vegis. Ég reyndi að gera mér grein fyr- ir þessu og hafa það í huga við gerð myndarinnar. Það þarf að fara aðra leið inn á ákveðin tilfinninga- svið í sjónvarpi en öðrum miðlum, meðal annars með því að hafa skýr- an söguþráð.“ Þrátt fyrir skýran söguþráð, skýrar útlínur liggur margslunginn merkingarvefur undir yfirborðinu? „Það má auðvitað segja að allt hafi merkingu. Hótel Luna er auð- vitað tunglið og tunglið er tákn fyrir nóttina. Luna tengist líka orð- inu lunatískur, og þar með ferða- lagi Arthúrs gegnum eigið hug- arvíl, gegnum eigin nótt. Og svo er það tvískipting manns- ins, dagur og nótt. Maðurinn vakir og sefur, vinnur og hvílist, hann er með meðvitund og undirmeðvit- und. Og þá er ekki síst að nefna tvískiptingu mannkyns, karlkyn og kvenkyn. Við sjáum móðurina og ástkon- una, konurnar í lífi Arthúrs ekki oft í myndinni, en þær eru samt alltaf til staðar því þær hverfa aldr- ei úr huga hans.“ Og svo er nóttin tími þess óvænta... „Já, nóttin er sá hluti sólar- hringsins sem tilheyrir hinu óþekkta, kynjamyndum og kynlífs- myndum." MEO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.