Morgunblaðið - 29.11.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.11.1989, Blaðsíða 4
4 B MQRGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1989 Kona listamannsins Bókmenntir Sigurjón Björnsson Augljóslega hlýtur ævisöguritun konu sem gift hefur verið mikil- hæfum og fyrirferðarmiklum lista- manni að vera nokkuð erfið. Ekki síst hafi hún alla tíð lifað í skugga hans ef svo má segja, gert metnað hans að sínum eigin og lifað lífi hans. Gera má ráð fyrir því að eigin- maðurinn taki nokkuð mikið rúm í ævisögunni og stundum áhöld um hvors ævisögu sé verið að rita. Óneitanlega flaúg mér þetta í hug við lestur ævisögu Tove Engilberts, eiginkonu Jóns Engilberts listmálara. Tove ólst upp á miklu menningar- og myndarheimili í Danmörku. Hún fær bersýnilega hið besta uppeldi og þessi glaðværa, heilbrigða og vel. gerða stúlka á vafalaust margra kosta völ. Hún ákveður að ganga í myndlistarskóla. Það er þar sem hún mætir örlögum sínum í gervi Jóns Engilberts, sem var við nám í sama skóla. Eftir það er líf hennar helgað Jóni. Hún leggur listamannsmetnað sinn á hilluna, fylgir manni sínum til íslands og gerist íslendingur. Þó að þessi sé umgerðin og eigin- mannsins sé getið á svo til hverri síðu eftir að fundum þeirra bar fyrst saman og mestöll reynsla þeirra sé sameiginleg, tekst sögumanni engu að síður að greina sjálfa sig svo vel frá eiginmanninum, að hún verður ekki skuggi hans og endurspeglun, heldur sjálfstæð persóna. Sú mynd sem við fáum af henni er heilsteypt og skýr. Áhyggja mín í upphafi lestr- ar var því óþörf. Hinu geta menn svo velt fyrir sér hvernig hægt sé að halda persónuleika sínum við þær aðstæður. Enginn vafi sýnist mér leika á því að þessi kona hefut' verið gædd sterkum vilja. Hún hefur átt sér stefnumark og mjög hefur hún mótað heimilislíf og andrúm í sínum anda. Svo vei vildi til að það féll að smekk eiginmannsins. Kannski var galdurinn sá, að allt var gert undir merkjum ástarinnar. Við kynnumst hér mjög hlýrri, veiviijaðri, listhneigðri og félags- lyndri konu. En fremur öðru þó konu sem kunni að elska af allri sálu sinni og kalla til sín ást og virðingu. Þessi ást var nógu sterk til að sigra ýmis- legt mótlæti, sem ég hygg að sumum hefði reynst ofviða. Þá fer ekki hjá því að maður hljóti að dást að hinni miklu aðlögunarhæfni hennar, því að naumast hefur verið auðvelt fyrir unga Kaupmannahafnardömu frá ríksimannsheimili að hefja líf með bláfátækum listamanni hér heima. En allt blessaðist þetta vel. Líf þeirra varð í sameiningu auðugt og þróttm- Sinfónían í Borgarleikhúsinu _________Tónlist_____________ Ragnar Björnsson Fróðleg var sú tilraun að láta Sin- fóníuhljómsveitina reyna hljómburð- inn í nýfuligerðu Borgarleikhúsi. Fullyrða má að of þröngt er þar.um fullskipaða sinfóníuhljómsveit. Bæði er að leiksviðið rúmar ekki hljóm- sveitina og að áheyrendasalurinn er of lítill fyrir hljómburð stórrar sin- fóníuhljómsveitar. Fyrir kammertón- list gætu aðstæður í Borgarleikhús- inu aftur á móti hentað og á það reyndi nokkuð á tónleikunum á laug- ardaginn. Tónleikarnir hófust á „Sin- fóníum fyrir blásturshljóðfæri" eftir Stravinskí, skrifað á fyrsta tímabili tónsköpunar hans, ef skipta má skrif- um hans í þijú tímabil, sem stundum er gert. Eins og yfirleitt í verkum sinum lætur Stravinskí tískufyrir- brigði ekki binda hendur sínar en notar þau eins og honum hentar til þess að skapa magnþrungin verk. Blásararnir í Sinfóníunni skiluðu erf- iðu og mjög viðkvæmu hlutverki feikna vel svo og stjórnandinn Petri Sakari, sem af tónleikunum að dæma, virðist henta vel að stjórna seinnitíma tónlist, og Stravinskí er alltaf erfiður og hættulegur stjórn- andanum. Draumnökkvi Atla Heimis fyrir strokhljómsveit, sembal og ein- Grúví Grettir - vöðvafettir __________Lelklist______________ Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Leikfélag Keflavíkur . sýnir í Fé- lagsbíói í Keflavík söngleikinn Gretti Höfúndar: Egill Ólafsson, Ólafur Haukur Símonarson og Þórarinn Eldjárn. Aðstoðarleikstjóri: Hjördís Árna- dóttir. Leikstjóri: Edda Þórarinsdóttir. Útlaginn Grettir og örlög hans hafa mörgum manninum verið hug- stæð í gegnum aldirnar. Hann er sá sem er í sífelldri andstöðu við sam- félagið og á eilífum flótta. Grettir barðist við drauginn Glám og fór með sigur í þeirri viðureign en upp- frá því ásóttu hann augu draugsins svo hann mátti hvergi eira. Þetta var Grettir sögualdar en hvar er Grettir nútímans? Sagan endurtekur sig í sífellu og nú hittum við Gretti fyrir í Breiðholtinu, ungling í sífelldri bar- áttu yið stofnanir samfélagsins; heimilið, skólann, dómsvaldið o.fl. Glám hittum við í heimi fjöimiðl- anna, í flöktandi ljósi sjónvarpsaug- ans og ljósmyndavélum hinnar gráð- úgu pressu. Söngleikir eru vinsælt form og njóta alþýðuhyili. Sumir hafa gengið í leikhúsum stórborganna árurn sam- an. Það er ekki erfitt að skiija í hverju vinsældir þeirra felast, tónlist- in spilar stórt hlutverk og sýningarn- ar eru oft og tíðum mikii „show“; marglit ljós og tæknibrellur sem gleðja augað. Söngleikurinn Grettir býður upp á slíka uppfærslu ef að- staða er fyrir hendi, sem er ekki í Félagsbíói þeirra Keflvíkinga. Mér finnst leikhópurinn hafa valið skyns- ama leið í uppsetningunni. Leik- myndin er einföld, stiilansar málaðir í frísklegum litum og er .það ágæt lausn en þung og mikil leiktjöld bak- sviðs eru hins vegar tii baga. Þau eru alltof þrúgandi. Það er líf og fjör í söngleiknum um Gretti. Textinn (bæði ieik- og söngtexti) er fullur af sniðugum orðatiltækjum og tilsvörum, deilt er á hina ýmsu þætti mannlífsins. Atrið- in eru flest stutt og gerast á nokkr- um stöðum s.s. á heimili Grettis, í skólanum, sjoppunni, fangelsi og úti á þekju! Þetta er býsna fjölmenn sýning, hún krefst góðra söngvara sem og leikara og svo þarf að stjórna öllum hópnum. í flestum hlutverkum eru ungir og óreyndir leikarar og bar sýningin þess óneitanlega stundum merki. Titilhlutverkið er í höndum Hólm- geirs Hólmgeirssonar og hann var bara býsna góður Grettir. í byijun aumingjalegur og misheppnaður i alla staði en svo verður heldur betur breyting á og Grettir verður karl- menni hið mesta. Mér fannst Hólm- geiri takast mun betur upp með væskiimennið Gretti þó óneitanlega hafi hann verið stæðilegur í Batman búningnum, grúvi Grettir — vöðva- fettir eins og segir í einu laganna. Foreldra Grettis, Ásdísi og Ásmund, Jónína Michaelsdóttir ikið, fullt af glaðværð, list og ástúð. Ekki virðist mér að dregin hafi verið upp glansmynd í þessari bók, þó að stundum hefði e.t.v. mátt seil- ast dýpra eftir rökum og skýringum. (En ég tel að það sé ritarans að ákvarða hversu nærri hann vill ganga söguhetju sinni í þeim efnum.) Frá- sögnin er ósköp einföld, að því er virðist hreinskilin, ákaflega viðfelldin og hlý. Þau Jón hafa verið vinmörg mjög. Er margt frá vinum þeirra sagt, einkum listamönnum, og á hún mörg góð orð um þá að segja, þó að hverjum sé lýst með sínu móti eins og vera ber. Æviminningar Tove Engilberts er því falleg bók og lestur hennar ánægjulegur. leiksfiðlu, var í fyrsta skipti fiutt hér heima, en var frumflutt í Finnlandi á sl. ári, og þá með ungum finnskum fiðluleikara sem einleikara; Jari Valo, sem einnig lék einleikshlutverkið nú í Borgarleikhúsinu. Jari Valo virtist skilja ævintýraheim Atla Heimis og skilaði vel bæði tæknilegum og ljóð- rænum þáttum í fiðlukonsert Atla. Eins og nafnið ber með sér er hér um einskonar draumsýnir að ræða. Eftirfarandi hendingabrot eiga að iýsa innihaldi verksins „við siglum, — í sólarátt, — á draumnökkva, — gegnum miðnætti, — syngur, — fljot- andi, bjartar nætur, — og einmana vindur djúpsins". Vonandi eigum við oft eftir að ferðast með Draum- nökkva Atla, myndir hans eru oftast þrungnar lífi, spennu og heiðarleik. I þetta skiptið er spurning undirrit- aðs hvort iopinn hafi verið teygður aðeins um of. Hljómburðurinn klæddi vel þessi tvö „kammermúsíkverk". Eftir hlé komu tvö verk fyrir stóra hljómsveit. Sex verk fyrir hljómsveit Einsemdin í mann- legum samskiptum Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Kristín Omarsdóttir: í ferðalagi hjá þér, sögubók Utg. Mál og menning 1989 Togstreitan og ástin í mannleg- um samskiptum má sjálfsagt segja að sé viðfangsefni þessarar yfirlæt- islausu bókar Kristínar Ómarsdótt- ur. Höfundur hefur vakið á sér at- hygli seinni ár með skrifum sínum; þau skrif hafa mér fundist bera keim af því að Kristín væri að feta sig áfram og þreifa fyrir sér og reyna að beita nýjum tökum til að segja það sem er auðvitað búið að segja frá örófi alda og menn munu halda áfram að velta fyrir sér um ókomna tíð. Því alltaf má finna nýjar leiðir til að segja það sem aldrei verður ofsagt. Sögurnar í bókinni heita Margar konur, Ein kona, Sofandi nótt, Önn- ur kona og Stúlka frá tungli þarsem vaxa tré og margar sólir og kona frá landi. Langsamlega væri ein- faldast að segja að þessar sögur snúist um ástina, milli karls og op. 6 eftir Anton Webern eru hvert fyrir sig örstuttar stemmningar, að öllum Iíkindum skrifaðar og tengdar dauða móður hans. Þótt öll hijóm- sveitin hafi verið mætt á sviðið eru þættimir ekki þannig skrifaðir að reynt hafi á hljóðmúrinn en hugsan- lega hefði verkið skilað sér hreinna og skýrar til áheyrenda ef færri strokhljóðfæraleikarar hefðu mætt til leiks. Óvenjulegt og nokkur bjart- sýni er að ljúka tónleikum á frum- flutningi verks, en Spjótalög Hjálm- ars H. Ragnarssonar voni síðast á efnisskránni. Gömul, margreynd og ágæt hugmynd virðist hafa legið til grundvailar spjótalögum blásaranna að strokhljóðfærunum. Kannski var það einmitt misráðið að hafa Spjóta- lögin svona seint á efnisskránni og kannski þess vegna fann undirritaður því miður aldrei tilganginn í aug- ljósri hugmyndinni. Hjálmar Ragn- arsson flutti kynningar á milli flutn- ings verkanna og voru þær skilmerki- lega og skemmtilega fram settar. Kristín Ómarsdóttir konu, konu og barns, konu og konu og allar þessar sögur kæmu saman í þeim púnkti þegar togstreitan tek- ur við. Hið óræða og hljóða mynd- mál sagnanna dregur meira að sér athygli en hinn beini söguþráður enda eru tilraunir með nýjan hátt til að tjá sig ofarlega í huga og hönd Kristínar. Það er nær að kalla fyrstu fjórar sögurnar prósa en sög- ur og er það ekki sagt í neikvæðri merkingu. Fyrsta sagan Margar konur er dregin af hagleik og vand- virkni og hefur í sér hrynjandi og fegurð. Mikið unnin saga að því er virðist og ber að mínum dómi af þessum fimm sögum. Stúlka frá tungli þarsem vaxa tré og margar sólir og kona frá landi er úr allt annarri átt. Þar er á ferðinni natúralisk saga, segir frá ástum milli tveggja kvenna. Hún er þrungin af líkamlegum tilfinn- ingum og einhverskonar nálægð og örvæntingu sem dregur úr mætti hennar; brýtur upp heildaráhrifin sem hafa verið að safnast saman þegar lesinn er þessi vandaði prósi. Kannski það sé með ráðum gert þegar allt kemur til alls. Grettir hæddur og spottaður af sjoppuklíkunni. leika þau Halla Sverrisdóttir og Jó- hann Smári Sævarsson. Halla er eldri en flest hinna og átti oft góðan leik í hlutverki hinnar síþrífandi húsmóð- ur í Breiðhoitinu, hún passaði sig á því að ýkja ekki um of og virkaði örugg á sviði. Jóhann var öllu stirð- ari og framsögn stundum óljós en hann hefur sterka og hljómmikla rödd sem naut sín vel í söngvunum. Júlíus Guðmundsson leikur Atla bróður Grettis. Hann er sá sem hefur allar aðstæður á sínu valdi og svífst einskis til þess að koma sér áfram, sendir bróður sinn í fangelsi og af- neitar foreldrum sínum. Júlíus var oft stórgóður og hafði hinn djöfullega og útsmogna Atla alveg á valdi sínu, svipbrigði hans voru hin skemmtile- gustu og taktarnir við sönginn þann- ig að ekki kæmi mér á óvart þó hann hefði einhvern tímann komið nálægt roi.khljómsyeit. Gullauga, systir Gi'ett. er leikin af Rakel Garðarsdóttur. Gullauga er á kafi í félagsskapnum Úti á þekju en það fólk vill afneita nútímanum og lifa í andans samlyndi. Þetta hlutverk býð- ur svo sem ekki upp á nein tilþrif en Rakel er mátulega gufuleg Gul- lauga sem sér í gegnum holt og hæðir og gengur í gegnum veggi ef gefst ekki önnur leið. Hafsteinn Gíslason er sjónvarpsdraugurinn Glámur. Það reynir ekki mikið á hæfileika hans því Glámur er yfir- leitt ekki á sviðinu nema þegar hann syngur eða þá hann fylgist álengdar með hljóður. Hafsteinn hefur mjög fallega söngrödd og bar að mínu viti af öðrum í þeim málum. Ástina í lífi Grettis, hana Siggu, leikur Guðný Kristjánsdóttir. Hún er hress og frískleg á sviði en hreyfingarnar voru stundum svolítið stífar, einkum í danssporunum. Guðný er með frekar háa rödd og skemmir það fyrir henni. Auk þessara leikara komu flölmargir fram í aukahlutverkum og þá í fleiri en einu. Mig langar að geta eins þeirra sem skar sig úr hópnum hvað leikhæfi- leika varðar. Sá heitir Sigurður Jó- hannsson. Hann var t.d. alveg frábær í hlutverki kvikmyndaleikstjórans, þess sem uppgötvar Gretti og gerir hann að vinsælli sjónvarpshetju. Það var ekki það að Sigurður léki með einhveijum bægslagangi, þvert á móti hafði hann lag á því að sýna og túlka persónur sínar með smæstu líkamshreyfingum og svipbrigðum og, það sem meira var, hann hélt fullri einbeitni allan tímann. En það var einbeitnin sem margir aukaleik- ararnir flöskuðu á. Þeir gleymdu sér stundum og augun vildu þá hvarfla Út í sal eða upp í loft. Eins voru sumir undarlega áhugalausir í hóp- söngvunum, dönsuðu sín spor og sungu sinn texta að því er virtist fullkomlega tilfinningalaust. Það er erfitt að stjórna svona mörgum og óreyndum leikurum en leikstjóri hefði þurft að brýna betur fyrir þeim hversu mikilvægt það er að haida athyglinni allan tímann. Það getur auðvitað vel verið að sumir hafi ver- ið eitthvað óvenju þreyttir á þessari sýningu sl. laugardagskvöld en þetta er samt ein af þeim giy§um sem allir leikarar ættu að forðast að falla í. Tónlistarflutningur var allur í höndum ungra manna úr Tónlistar- skólanum í Keflavík. Ég er enginn sérfræðingur í tónlist en mér virtist að þeir skiluðu sínu hlutverki ágæt- lega. Tónlistin er kraftmikil og hress- andi og minnir um sumt á Þursa- flokkinn sem var og hét enda samin á hans tíma. Það var mikið klappað á þessari sýningu og greinilegt að Keflvíkingar voru ánægðir með sitt fólk og ekki að ósekju. kJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.