Morgunblaðið - 17.12.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.12.1989, Blaðsíða 1
SM323G ,?r HuOAG OKlAJSMíJOSOM HEIMILI 283.942 Fasteignamat Meóaleign liveis ís- lendlngs 2,4 millj. Verðmæti allra fasteigna á landinu er nú 615,2 milljarð- ar kr. Þannig metið er eign hvers íslendings 2,4 milijónir kr. í fas- teignum að meðaltali. Eins og fram hefur komið ffréttum hækkaði fasteignamatið um 18% milli ára á landinu öllu, þó með ákveðnum undantekning- um. Hérá myndinnitil hliðar sést fasteignamat í einstökum landshlutum fyrir árin 1988 og 1989. Fasteignamat íbúða i Reykjavík er rösklega 46% af matinu fyrir landið f heild. Að meðtöldum nágrannasveitarfé- lögunum, Garðabæ, Seltjarnar- nesi, Kópavogi og Hafnarfirði er fasteignamatið á höfuðborg- arsvæðinu 64% af heildarmati fyrir landið allt. Samkvæmt nýjum lögum skal álagningarstofn á hús og mann- virki utan Reykjavíkur vera fast- eignamat þeirra eins og þau væru staðsett í Reykjavík. Þann- ig hækkar álagningarstofninn úr 615,2 milljörðum Í721,6 millj- arða eða um 17,3%. Á hinn bóg- inn var ákvæðum um álagning- arprósentu breytt, þannig að sveitarstjórnir hafa heimild til að ákveða prósentuna innan vissra marka. OB1 des ‘88 EUl.des. '89 SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 1989 BLAÐ FASTEIGNAMAT 1-des 1988 og 1989 (milljónir kr.) REYKJANES1) REYKJANES 2' Heimild: Fastelgnama! Rikisins 1) Kópavogur, Garðabær, Haínartjörður gg Seltjamames 2) Onnur sveitarfélög á Reykjanesi Kramar- hns og músa- stlgar Aðventukransar og alis kyns jólaskreytingar, sem setja svip sinn á jólahaldið, taka breytingum frá ári til árs. Þessar breytingar virðast ætíð haldast f hendur við breyttan tíðaranda og þann stfl, sem ríkir f hönnun hverju sinni. í þætti sínum Híbýli/Garður fjallar Elísabet V. Ingvarsdóttir um jólaskreytingar. Þar kemur fram, að f ár sækja skreytingar hugmyndir til eldri tíma og minna þær einna helzt á heldir- mannaskreytingar síðan rétt upp úr aldamótum. Hið sama gildi og um þessar skreytingar og aðra hönnun nú. Leitað er fanga í náttúrunni og horfið til handverksins. ^ ^ Byggingarsýn- ing í Hannover Alþjóðlega byggingarsýn- ingin CONSTRUCTA verð- ur haldin í Hannover dagana 1. til 7. febrúar n.k. Sýningin er haldin á þriggja ára fresti og er ein stærsta sinnar teg- undar í heiminum. Það er Landssamband iðnaðarmanna sem skipuleggur hópferð á sýninguna. í frétt frá Landssambandi iðn- aðarmanna kemur fram að á sýningunni verður m.a. sýnt byggingarefni og byggingar- kerfi, efni til verndunar bygg- inga, gluggar, hurðir, rafbún- aðurtil lýsinga, loftræstikerfi, hitunarbúnaður, vegg- og gólf- klæðningarefni, stigar, utan- húss- og garðaarkitektúr, vélar og tæki til byggingariðnaðar ásamt vél og hugbúnaði til skipulagningar, stjórnunar og ráðgjafar í byggingariðnaði. Þar segir að hér sé um að ræða sýningu sem henti mjög breiðum hópi s.s. verktökum, byggingameisturum, hönnuð- um og skrúðgarðyrkjumeistur- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.