Morgunblaðið - 28.12.1989, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 28.12.1989, Qupperneq 2
] MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1989 Staðgreiðsla tekjuskatta einstaklinga: Utsvarið hækkar í 6,99% á næsta ári Heildarskatthlutfall verður 39,79% ÁKVEÐIÐ hefiir verið hvert skatthlutfall verður við innheimtu stað- greiðslu tekjuskatts og útsvars á næsta ári og verður það 39,79%, að sögn Snorra Olsen deildarstjóra í fjármálaráðuneytinu. Tekju- skattur verður 32,8% samkvæmt ákvörðun Alþingis fyrir jól um að bæta tveimur hundraðshlutum við og hækka hlutfallið úr 30,8%. Reiknað hefur verið vegið meðaltal útsvars samkvæmt ákvörðunum sveitarfélaga um álagningu og er það 6,99%. Álagning sveitarfélag- anna er frá 3,0%, í Skilmannahreppi í Borgaríjarðarsýslu, upp í 7,5%. Heildar skatthlutfall í staðgreiðslu hækkar því um áramót um 2,05 hundraðshluta. Innheimta útsvarsins hækkar úr 6,94% í 6,99%. Sú tala er fundin með því að finna meðaltalsálagn- ingu sveitarfélaganna miðað við íbúafjölda. Þar vegur Reykjavík þyngst, enda með um 40% af álagn- ingarstofni, að sögn Snorra Olsen. Álagning í Reykjavík hefur verið ákveðin 6,7%. Flest sveitarfélög hafa ákveðið að leggja á 6,7% út- svar, 7% eða 7,5%. Sveitarfélögin hafa heimild til að leggja á allt að 8,25% útsvar, það er 7,5% að viðbættu 10% álagi á þá tölu. Leggi sveitarfélög á lægra útsvar en 7,5%, skerðast framlög til þeirra úr Jöfnunarsjóði sveitarfé- laga, hafi þau átt rétt á slíkum framlögum. Skerðingin nemur tvö- faldri þeirri upphæð, sem vantar á að álagning sé nýtt að þeim mörk- um. Sama á við um framlög úr Jöfnunarsjóðnum gagnvart inn- heimtu aðstöðugjalda og fasteigna- skatta. Sveitarfélögin þurfa að nýta að minnsta kosti 70% af gjaldstofni aðstöðugjalda og fasteignaskattur þarf að vera 0,4% í lægri flokki og 1,0% í hærri flokki tii að framlög verði óskert. Einstaklingar greiða því á næsta ári 39,79% af tekjum sínum í stað- greiðsíuskatta, að frádregnum 20.850 króna persónuafslætti á mánuði fyrri hluta ársins. Þeir, sem greiða annað hlutfall í útsvar heldur en sveitarfélag þeirra leggur á, fá uppgert við álagningu 1991. Það er vegna þess að innheimtan er miðuð við meðaltalið, en álagning sveitarfélagsins getur verið hærri eða lægri. Tvö sveitarfélög hafa ákveðið að leggja á lægra en 6,7% útsvar. Þau eru Skilmannahreppur með 3,0% og Auðkúluhreppur í Arnarfirði með 5,0%. Meðal þeirra sem leggja á 6,7% útsvar eru Reykjavík, Kópa- vogur, Hafnarfjörður, Kjalarnes- hreppur og Vestmannaeyjar. íbúar þessara sveitarfélaga geta því átt von á endurgreiðslu 1. ágúst 1991. Meðal sveitarfélaga með 7% út- svar eru Seltjamames, Garðabær, og Mosfellsbær. 7,5% útsvar verður lagt á í Bessastaðahreppi, Keflavík, Borgarnesi, á Akranesi, ísafirði, í Bolungarvík, á Blönduósi, Siglu- firði, Húsavík, Neskaupstað, Eski- firði, Egilsstöðum, Selfossi og í flestum dreifbýlishreppum. 7,2% útsvar er Jagt á í Njarðvík og á Akureyri. íbúar þessara sveitarfé- laga þurfa að greiða mismun sem kann að verða á 6,99% innheimt- unni ogálagningu við uppgjör 1991. Með hass innvortis 22 ÁRA stúlka var handtekin í Leifsstöð að kvöldi Þorláksmessu við komu til landsins frá Kaup- mannahöfn með 130 grömm af hassi í iðrum sínum. Stúlkan var færð til yfrheyrslu en látin laus fljótlega. Hún hefur áður komið við sögu fíkniefnamála að sögn lögreglu. Morgunblaðið/Björn Blöndal Geir goði GK 220 á strandstað í Sandgerðishöfn í gær. Rak upp í fjöru en náðist út síðdegis Keflavtk. GEIR goði GK 220, sem er 160 tonna stálbátur, slitnaði frá Norðurgarðinum í Sandgerði í gærmorgun og rak upp í fjöru. Einn maður var um borð þegar óhappið varð og sakaði hann ekki. Á síðdegisflóðinu náðist Geir goði á flot aftur og er hann talinn lítið eða ekkert skemmdur. Það var um sjöleytið í gær- morgunn að hafnarvörður í Sand- gerði veitti því athygli að Geir goði var að slitna frá bryggjunni, en hann lá utan á Elliða GK við Norðurgarðinn. Um síðir náðist þó í vélstjóra bátsins en hann gat lítið aðhafst og um kl. 8:30 slitn- aði Geir goði frá. Vél bátsins var í gangi en þrátt fyrir það tókst ekki að leggja honum að aftur og rak hann stjómlaust upp á san- drif í höfninni. Hvöss suðvestanátt var þegar óhappið átti sér stað og gekk á með snörpum éljum — og vom liðnir um 2 tímar frá háflæði. Björgunarsveitin Sigurvon var þegar kölluð út og stóðu liðsmenn hennar vakt við bátinn þar til hann náðist út aftur á síðdegis- flóðinu. Greiðlega gekk að ná Geir goða af sandrifinu og var spilið á Elliða notað til að draga hann út. BB Margeir á Ítalíu MARGEIR Pétursson, stórmeist- ari, hélt utan í gær, þriðja í jólum, til að tefla á afar sterku skákmóti á Norður-Ítalíu. Mótið er í 16. styrkleikaflokki en til saman- burðar var heimsbikarmótið á ís- landi £ fyrrahaust, sem Kasparov heimsmeistari tók þátt í, í 15. styrkleikaflokki. Þetta er árlegt mót sem haldið er í borginni Reggio Emilia. Mótið er lokað og tefldar verða tíu umferðir. Auk Margeirs taka þátt í því Sovét- mennimir Karpov, Ehlvest, Ivanchuk og Gurevic, Ungvetjamir Portisch og Ribli, Kanadamaðurinn Spragget, DeFirmian frá Bandaríkjunum, Nico- lik frá Júgóslavíu og Anderson frá Svíþjóð. Margeir er þriðji stigalægst- ur þáttakenda með 2.590 stig, en DeFirmian og Spragget koma á hæla honum með 2.585 stig. Sprengja við Víðistaðaskóla HEIMATILBÚIN sprengja var sprengd við Víðistaðaskóla í Hafnarllrði að kvöldi annars dags jóla. Sprengjunni var komið fyrir við glugga. Rúða brotnaði og glugginn skemmdist. Að sögn lögreglu munaði litlu að kviknaði í leikfimidýnum og fleiru eldfimu innan gluggans. Ekki er enn vitað hveijir vora að verki. Talsvert hefur verið um það meðal unglinga í Hafnarfirði um þetta leyti árs að búnar hafi verið til og sprengdar sprengjur. Vanskil sjávarútvegsins á annan milljarð króna Erfiðleikarnir endurspeglast í erfiðri rekstrarstöðu fyr- irtækja, sem þjónusta sj ávarútveginn ERFIÐ afkoma fyrirtækja í sjávarútvegi, einkum útgerðar bátaflot- ans, endurspeglast I vaxandi vanskilum við þjónustufyrirtæki £ sjávarút- vegi, lffeyrissjóði og aðra sjóði. Ekki liggur ljóst fyrir hve mikið fé er i vanskilum af þessum sökum, en það er talið geta verið á annan milþ'arð króna króna. Mest eru vanskilin við lifeyrissjóði og olíufélög- in, hundruð milþ'óna hvorum megin. Sfjórnendur þjónustufyrirtækj- anna segja að staðan sé mjög erfíð, en hún hefði verið enn verri hefðu ekki komið til skuldbreytingar í gegnum Atvinnutryggingasjóð og Hlutafjársjóð. Erfiðleikar þessir eru mjög mis- munandi, bæði eftir greinum og ein- stökum fyrirtækjum innan sjávarút- vegsins. Frystingin stendur bezt af þessum greinum, en bátaflotinn verst. Þá skiptir það máli með hvaða Þríburafæðing á aðfangadag: Kvíði ekki vökunóttum segir móðirin, Guðbjörg Gunnarsdóttir „ÉG ER ekki farin að kviða vöku- nóttum, enda er nógur tími til að hafa áhyggjur af slíku,“ sagði Guðbjörg Gunnarsdóttir, sem um klukkan niu á aðfangadags- morgun fæddi þríbura, tvær stúlkur og dreng. Systkinin, sem voru tekin með keisaraskurði, fæddust á Landspítalanum og voru fjórum vikum á undan áætl- un. Móður og börnum heilsast öllum vel. „Þetta var yndisleg jólagjöf," sagði Guðbjörg. Hún og maður hennar, Ólafur Guðjónsson, leituðu til Englands eftir tæknifijóvgun og er fæðing þríburanna árangur hennar. „Systkinin eru þríeggja, en það er greinilegur svipur með þeim,“ sagði Guðbjörg. „Önnur stelpan fæddist fyrst og hún var 11 merkur og 49 sentimetrar. Þá kom drengurinn, sem var 8 'A mörk og 47 sentimetrar og hin stúlkan var jafn löng honum, en hálfri mörk þyngri. Við eigum fyrir fimmtán ára dóttur, Berglindi Bragadóttur, sem er mjög ánægð með fjölgunina í fjölskyldunni. Hún verður okkur áreiðanlega mikil hjálparhella." Drengurinn litli átti í nokkram öndunarerfiðleikum eftir fæðing- una og var hafður í öndunarvél, en Guðbjörg sagði að hann væri allur að braggast. Litlu stúlkumar tvær vora hinar hressustu. Fjöl- skyldan býr í Kópavogi og Guð- björg sagði að hún væri svo lánsöm að eiga nógu stórt húsnæði til að taka við systkinunum þremur. Guðbjörg sagði að sér skildist að nú létu læknar oftast nægja að koma tveimur fijóvguðum eggjum fyrir í konum við tæknifijóvgun, en ekki þremur eða fjórum, þar sem þeir teldu sig ná sama árangri með þeim hætti. í nóvember í fyrra fæddust fjórburar hér á landi eftir tæknifijóvgun þar sem öll fijóv- guðu eggin fjögur lifðu. Það var önnur fjórburafæðingin hér á landi frá því að skráning hófst árið 1881, en fyrri fjórburafæðingin var árið 1957. Þríburafæðingar era algeng- ari. í október í fyrra fæddust hér þríburar og var það í 29. sinn frá 1951. Flestar voru þríburafæðing- arnar árið 1985, en þá fæddust þrisvar sinnum þríburar. Fyrsta barnið, sem íslenskum hjónum fæddist eftir tæknifijóvg- un, kom í heiminn í mars á síðasta ári. hætti útgerðarfýrirtæki selja afla sinn. Þau, sem eru bundin við heima- löndun og svokallað landssambands- verð, standa í flestum tilfellum verr en hin, sem selja veralegan hluta aflans ísaðan utan. Þá skiptir einnig máli hvort fyrirtækin hafa á síðustu misseram staðið í mikilli fjárfest- ingu, en fjármagnskostnaður er í sumum tilfellum orðinn meiri en launakostnaður. Þau fyrirtæki, sem mest hafa unnið við endurnýjun og nýsmíði fiskiskipa sjá fram á vera- legan verkefnaskort, enda er gengin um garð sú endurnýjunarbylgja, sem hófst fyrir nokkram misserum og nú talar nánast enginn um nýsmíði. Geir A. Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Marels, segir stöðuna nú vera mun betri en á sama tíma í fyrra. Mestu skipti þar batnandi staða frystingarinnar og sé Marel nú með stór verkefni í Vestmanna- eyjum og á Akureyri. „Það er líf í vinnslunni, einkum stærri fi-ystihús- unum, en frystiskipaþróunin er að stöðvast núna. Hins vegar byggjum við meira á útflutningi voga og ann- ars rafeindabúnaðar fyrir sjávarút- veginn en sölu hér heima, þannig að við eram ekki eins viðkvæmir fyrir sveiflum hér heima fyrir.“ Bárður Hafsteinsson hjá Skipa- tækni tekur í svipaðan streng. „Nýsmíði og breytingar á fiskiskip- um eru í aigjöru lágmarki. Menn reyna að halda sig við lágmarksvið- hald, enda eru engir peningar á lausu innan útgerðarinnar. Útgerðin á í skelfilegum vandræðum. Við höfum hins vegar bjargað okkur með verk- efnum erlendis. Við eram með á okkar könnu viðhald á dönskum tog- ara þar í landi, verkefni í Chile og á Nýja Sjálandi og ýmislegt fleira er í gangi. Við höfum því ekki þurft að segja upp fólki.“ Magnús Sólmundarson, fram- kvæmdastjóri Nótastöðvarinnar á Akranesi, segir þetta erfiðasta haustið í langan tíma og ekki batni ástandið, þegar virðisaukaskattur- inn leggist á veiðarfæri og vinnu við þau um áramótin. Þá megi búast við því, að þróunin verði sú, að veið- arfærin verði í auknum mæli sótt til útlanda og vinna við þau færist úr nótastöðvunum út á bryggjurnar og um borð í skipin. „Við finnum vel fyrir vaxandi vandkvæðum út- gerðarinnar og innheimtan gengur mjög illa. Þarna virðist meðal ann- ars skilja á milli hvort útgerðin selur afla sinn á landssambandsverði eða ísaðan utan.“ Gunnar Svavarsson, forstjóri Hampiðjunnar, segir þetta ekki hafa versnað á þessu ári og þar muni miklu um skuldbreytingarnar. Hins vegar hafi til dæmis teinakaup báta- flotans minnkað um helming á áran- um 1987 til 1989 og þar- sé því um mikinn samdrátt að ræða. „Greiðslu- erfiðleikar era víða miklir og gengur því illa að fá borgað. Þessir erfiðleik- ar koma hins vegar fyrst niður á nótastöðvunum og við verðum þeirra ekki varir fyrr en síðar.“ Gunnar Gunnarsson, einn fram- kvæmdastjóra OLÍS, segir að inn- - heimtan sé nú þyngri en hún hafi verið, en mikill munur sé þó milli fyrirtækja. Sum þeirra standi alltaf í skilum, en önnur geri það ekki. Hann vildi ekki segja hve miklar skuldir útgerðarinnar við OLÍS væra, enda innheimtist oft mikið undir mánaðamót. Hann sagði þó að vanskilin næmu að minnsta kosti nokkram tugum milljóna. Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri LÍU, vildi lítið tjá sig um þessi mál, en sagði þetta þó endurspegla rekstrarstöðu útgerðar- innar. Einkum ætti bátaflotinn í verulegum vandræðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.