Morgunblaðið - 28.12.1989, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 28.12.1989, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1989 23 Vinningstölur laugardaginn 23. des. '89 íbúar og gestir í Bólstaðarhlíð hlusta á lesturinn. Morgunblaðið/Sverrir Þjónustumiðstöðvar aldraðra í Reykjavík: Helga og Helgi kynna bókmenntir VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 1 5.496.162 O PUjsiS®íl£ Z. 4af5^tm Í 61.231 3. 4af 5 183 5.194 4. 3af5 6.061 365 HELGA Bachmann og Helgi Skúlason leikarar heimsækja þjónustumið- stöðvar aldraðra í Reykjavík og flylja bókmenntadagskrá undir sam- heitinu Skáldin okkar. Akveðið hefúr verið að þau heimsæki hveija þjónustumiðstöð mánaðarlega og flytji nýja dagskrá í hvert sinn. I fyrstu umferð fara þau með kafla úr Fjallkirkjunni eftir Gunnar Gunn- arsson í leikgerð Lárusar Pálssonar og Bjarna Benediktssonar frá Hofteigi. „Við höfum gert töluvert af þessu, verið kölluð til,“ segir Helgi. „Þá hefur alltaf dunið á okkur spurning- in: Af hveiju gerið þið þetta ekki oftar? Davíð Oddsson borgarstjóri kom síðan með þá hugmynd, að koma þessu fyrir í fastar skorður. Þetta er þá einn liður í þjónustu borgarinn- ar við aldraða." Helgi segir að hugmyndin sé að komið verði einu sinni í mánuði í hveija þjónustumiðstöð og hveiju sinni verði flutt ný dagskrá. Þannig j..... verði skáldin kynnt hvert af öðru. Byijað er á Gunnari Gunnarssyni og flytja þau Helga og Helgi leiklestur úr upphafi Fjallkirkjunnar. Fyrsti flutningur bókmenntadag- skrárinnar var í Bólstaðrhlíð 1. des- ember síðastliðinn og þótti heppnast afar vel, að sögn Olafs Jónssonar upplýsingafulltrúa. í framhaldi af því var ákveðið að skipuleggja fram- haldið. Næst koma Helga og Helgi á Norðurbrún 1 á morgun, föstudag- inn 29. desember. Síðan verður dag- skráin í janúar sem hér segir: Laxveiðar í sjó: F ormlegcir viðræður um kvótakaup að heíjast FORMLEGAR viðræður við Færeyinga um kaup á laxakvót- um þeirra hefjast í Þórshöfii 4. janúar næstkomandi. Orri Vig- fússon, sem hefur umboð til samninga fyrir hagsmunahópa níu þjóðlanda, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann væri bjartsýnn á að allir hlutaðeig- andi aðilar hefðu áhuga á að ná samningum sem unandi væri við. Hagsmunaaðilar þeir sem Orri er oddviti fyrir eru stangaveiði- menn, veiðiréttareigendur og fleiri. Fyrir skömmu fúnduðu þessir hópar í Osló fyrir atbeina umhverfísmálaráðs Noregs, en Orri stýrði fiindinum og fékk þá umboðið, ekki einungis til samn- inga við Færeyinga, heldur einn- ig við Grænlendinga. Hagsmunahóparnir eru frá Nor- egi, Svíþjóð, Englandi, Skotlandi, írlandi, Frakklandi, Bandaríkjun- um, Kanada og íslandi. Orri sagði enn fremur að þótt vel hefði mið- að, væri mikil vinna enn eftir. Það væri til dæmis afar flókið mál að reikna út skiptingu kostnaðar, hvort heldur væri meðal íslenskra hagsmunasamtaka eða erlendra. Vegna þessa hefði verið skipuð tækninefnd þriggja vísindamanna, eins frá Bretlandseyjum, eins frá Norður-Ameríku og eins frá Norð- urlöndunum, sem hefði mánuð til þess að skila tillögum til aðalsamn- inganefndarinnar. Sæti sú nefnd að störfum nú. Þess má geta, að laxveiðar Fær- eyinga hófust 1. nóvember síðast- liðinn og herma fregnir að veiðin hafi gengið að óskum, mikið væri af laxi og aflinn eftir því. Hvassaleiti 56-58 miðvikudaginn 10. janúar, Furugerði 1 fimmtudaginn 11. janúar, Gerðuberg mánudaginn 15. janúar, Seljahlíð þriðjudaginn 16. janúar, Vesturgata miðvikudaginn 17. janúar, Langahlíð þriðjudaginn 23. janúar og Dalbraut fimmtudag- inn 25. janúar. Dagskráin er ætluð jafnt íbúum þjónustumiðstöðvanna og öllum öldr- uðum íbúum úr hveiju hverfi. Heildarvinningsupphæð þessa viku: 9.210.008 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULfNA 991002 Helgi Skúlason og Helga Bachmann flylja kafla úr Fjallkirkjunni eftir Gunnar Gunnarsson í þjónustumiðstöð aldraðra í Bolstaðarhlíð 1. desember síðastliðinn. X meé Ó/m<ýuei&/(i fyrw 6vo-: / fia/cAi, /pa#nem/>e#£-cpeir<z& ■meÁ ió//>e^aMi/ia. b t fiani/c/wia/Mieiéar -meZ ísnijöri. Vfóe/ri/ ýíani váí /ce&ia/jöi o<jf /iceejfi/e^a (Zn/iái áiamt cjfiýíujfam c/ry/c/c i /a//e<jia cjf/aai. f. Osta- og smjörsalan sf. AUK/SlÁk9ð2H66

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.