Morgunblaðið - 05.01.1990, Síða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1990
Margir hafa lítið skipulag
á rekstri heimilisins
og víða ríkir óreiða
í fjármálum.
Morgunblaðið/Bjami
Hversu mörg höfum við
ekki oft óskað þess að
hafa meira skipulag á
fjármálunum og rekstri
heimilisins?
Einkanlega þegar
reikningar sem
fallnir eru í
hálfgerða
gleymsku taka
„óvænt“ að berast
og setja fjármálin
og allar
fyrirætlarnir úr
skorðum.
Ástandið í þjóðfélaginu \
hefur sem kunnugt er V
stórlega breyst og talað \
er um að góðærinu sé
lokið. Vafalítið hafa nú æ
fleiri ærna ástæðu til að
endurskipuleggja
heimilisreksturinn en
þekkja ef til vill ekki réttu
leiðirnar. Ýmsir eru þeirrar
skoðunar að örugg leiðtil
að koma reglu á fjármál
heimilanna sé að færa
heimilisbókhald. Sú
skoðun er ríkjandi hjá
Stjórnunarfélagi íslands
en þessa dagana er
einmitt að hefjast þar
námskeið í
heimilisbókhaldi.
Orugg leið til að koma reglu á fjármál heimilanna:
Almennt hefur það ekki tíðkast
meðal íslendinga að þeir haldi
skipulegt heimilisbókhald og
geri áætlun um rekstur heimil-
isins fram í tímann. En nú hafa
tímarnir breyst eins og flestir hafa
orðið varir við og margir eru til-
neyddir að hugsa betur sinn gang
í fjármálum en áður. Það er engin
tilviljun að Stjórnunarfélagið býður
nú í fyrsta sinn upp á námskeið í
heimilisbókhaldi. Ljóst þótti að fólk
þyrfti almennt að endurskipuleggja
rekstur heimila sinna og álitið var
að margir myndu taka því fegins-
hendi að fá leiðsögn í þeim efnum.
Reyndist það líka raunin.
•
Lykillinn að bættum
efnahag
Leiðbeinandi á námskeiði Stjórn-
unarfélagsins er Raggý Guðjóns-
dóttir kennari, en hún hefur undan-
farin ár kennt bókfærslu hjá Stjórn-
unarfélaginu og átti sætf í stjórn
Neytendasamtakanna í mörg ár.
Að sögn Raggýjar er það greini-
legt að fólk er farið að hugsa betur
sinn gang í fjármálum enda geti það
ekki lengur leyft sér jafn mikið og
áður. „Það hefur ekki verið til siðs
hér að fólk haldi heimilisbókhald,"
segir hún. „Venjan hefur verið sú
að flestir hafa kosiö að hugsa sem
minnst fram í tímann, látið hverjum
degi nægja sína þjáningu, ef svo
má að orði komast.
Að mínum dómi er heimilisbók-
haldið lykillinn að bættum efnahag
íslendinga. Með því að færa slíkt
bókhald er unnt að koma skipulagi
á óreiðu í fjármálum og einnig þjón-
ar heimilisbókhaldið sem aðhalds-
tæki. Sjálf byrjaði ég fyrst fyrir
tveimur árum að halda heimilisbók-
hald. Nú er ég mun varkárari í fjár-
málum, eyði minna og geri mér
Raggý Guðjónsdóttir, leið-
beinandi i heimilisbókhaldi
hjá Stjórnunarfélagi íslands.
betur grein fyrir útgjöldum mínum,
þ.e. í hvað peningarnir fara.“
Óreiðan ífjármálum
gífurleg
Raggý hefur sem fyrr segir kennt
bókfærslu og starfað að neytenda-
málum um árabil. Hún segir að fjár-
málin hjá mörgum fjölskyldum hér
á landi áéu í svo mikilli óreiðu að
með ólíkindum sé. Námskeiðið í
heimilisbókhaldi hafi því mælst
mjög vel fyrir og greinilegt sé að
fólk hafi nú ærna ástæðu til að end-
urskipuleggja rekstur heimilsins.
En hvað er það sem veldur því
að rekstur heimilisins rev.nist okkur
íslendingum svo erfiður?
LÁNTÖKUR:
Að sögn Raggýjar eru það marg-
ir þættir sem stuðla að óreiðu fólks
í fjármálum. „Fyrst ber að nefna
lántökur en greiðslubyrði lána er
sem kunnugt er það sem er að sliga
margar fjölskyldur," segir hún.
„Nauðsynlegt er að fólk geri sér
fulla grein fyrir greiðslubyrði lána
strax og þau eru tekin. Kjörið er að
nýta sér þá þjónustu sem bankarnir
bjóða Uþp á en þeir reikna greiðslu-
byrði lána út fyrir lántakendur, þ.e.
vexti og vísitölu. Margir virðast
gleyma að gera ráð fyrir þessu og
lenda því oft í vandræðum þegar
að gjalddögum kemur."
KAUPÆÐI:
„Annað sem er stórt vandamál
hjá okkur íslendingum er að við
þurfum hreinlega að eignast allt.
Fínan bíl, nýjustu tæki, falleg föt og
svo viljum við vitanlega öll ferðast.
Margir hugsa dæmið sjaldan til
enda og spyrja sig: Hef ég ráð á
að kaupa þetta? Venjan er sú að
eitthvað kemst í tísku, t.d. mynd-
bönd, og þá þurfa allir að eignast
þau. Og ef margt nýtt og freistandi
er á markaðnum í einu þarf helst
að kaupa allt á sama tíma“.
FERÐALÖG:
Raggý er þeirrar skoðunar að
ferðalög landsmanna setji fjármál
þeirra oft úr skorðum. „Fólk kaupir
allskyns pakkaferðir á „tilboðsverði"
og ímyndar sér að það sé að fara
í ódýrt frí. En svo virðist því allt svo
óskaplega ódýrt og finnst ekki ann-
að hægt en versla svolítið. Greiðslu-
kortin eru líka hættulega þægileg
eins og margir þekkja af eigin raun
og þau ýta svo sannarlega undir
kaupæðið sem grípur okkur íslend-
inga oft erlendis. Ég held að við
þekkjumst alls staðar úr þar sem
við rogumst um milli verslana hlaðin
innkaupaþokum. Það er alveg sérís-
lenskt fyrirþæri".
MATARINNKAUP:
„Stærsti útgjaldaliðurinn í heimil-
isrekstrinum eru vafalítið matarinn-
kaupin. Fólk getur með lítilli fyrir-
höfn gert mun hagkvæmari innkaup
en það er vant. Góð regla er að
skrifa alltaf innkauþalista, þannig
eru minni líkur á að fólk kaupi
óþarfa. Þá er mjög gott ráð er að
versla alltaf í sömu versluninni. Með
því móti er auðveldara að fylgjast
með verðhækkunum og verðlækk-
unum og gera samanburð á vöru-
verði.
Margir eru að mínum dómi allt
of íhaldssamir í innkaupum. Sumir
hafa keypt ákveðna vörutegund í
mörg ár og veigra sér við að reyna
aðra og ef til vill ódýrari tegund þó
að hún standi hinni ekkert að baki.
Sjálfsagt er að nýta sér þá þjónustu
sem Verðlagsstofnun býður upp á
en hún lætur reglulega framkvæma
verðkannanir á neysluvörum og
með einu símtali er hægt að fá nið-
urstöður slíkra kannana sendar
heim.“
GREIÐSLUKORT:
Raggý segir það sæta furðu að
greiðslukortareikningar komi sumu
fólki alltaf jafn mikið á óvart.„Það
er auðvelt að gleyma sér þegar
greiðslukort eru annars vegar og
eyða um efni fram. Gott ráð er að
leggja greiðslunótur ávallt saman
vikulega því þannig er betur hægt
að fylgjast með eyðslunni og minni
líkur eru á að fólk reki í rogastans
yfir upphæðinni þegar það fær loks
reikninginn í hendur."
Einfalt að færa
heimilisbókhald
— En hvað er það svo sem kennt
verður á námskeiði Stjórnunarfé-
lagsins?
„Á námskeiðinu verður farið i
undirstöðuatriði bókhalds, hvernig
raða á fylgiskjölum og hvernig
skipuleggja skuli heimilisbókhaldið
þannig að ekkert komi á óvart. Sýnt
verður hvernig hægt er á auðveldan
hátt að gera fjárhagsáætlun og
hvernig unnt er að nýta sér þjóð-
hagsspár um verðlagsþróun, en
óstöðugt verðlag hér á landi gerir
okkur Islendingum erfitt um vik í
þessum málum. Auðvitað getur allt-
af eitthvað ófyrirsjánanlegt komið
upp á pg sett strik í reikninginn hjá
fólki. Á námskeiðinu verður sýnt
hvernig hægt er mæta slíkum
óvæntum útgjöldum."
Raggý segir að margir mikli það
fyrir sér að færa heimilisbókhald og
haldi að það sé flókið og tímafrekt.
í reynd sé heimilisbókhaldið aftur á
móti sáraeinfalt. Á námskeiöi
Stjórnunarfélagsins verði kenndar
einfaldar aðferðir og fólk læri þær
á augabragöi. Að námskeiðinu lo-
knu eiga þátttakendur að vera full-
færir um að færa sitt bókhald sjálfir
og gera áætlun um rekstur heimilis-
ins fyrir árið.
Neytendafræðsla fari
fram í skólum
Raggý er þeirrar skoðunar að
neytendafræðsla, þar með talin
kennsla í heimilisbókhaldi, eigi að
fara fram í skólum landsins, jafnt í
grunnskólum sem framhaldsskól-
um. „Fræðsla af þessu tagi er að
mínum dómi nauðsynleg og á fullt
erindi til nemenda. Við Fjölbrauta-
skólann í Breiðholti er nú verið að
þróa markvissa neytendafræðslu
sem kennslugrein og er það
ánægjuefni. En slík fræðsla þyrfti
að fara fram miklu víðar og er von-
andi að skólayfirvöld sýni málinu
skilnlng."
Grein: Bergljót Friðriksdóttir