Morgunblaðið - 05.01.1990, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1990
4 B
Hún er einstæð tveggja barna móðir, á strák
sem er á öðru ári og sjö ára stelpu. Faðirinn
hvarf úr lífi þeirra mæðgina þegar strákurinn
fæddist og sinnir hvorugu barna sinna. Þau
höfðu ekki haft ráð á þvf að koma yfir sig þaki
á meðan þau voru í sambúð og móðirin vinnur
allan daginn úti.
Fjölskyldan býr í leiguhúsnæði, þurfti reyndar
að flytja þrisvar sinnum á árinu og greiðir nú
45.000 í leigu á mánuði fyrir þriggja herbergja
rúmgóða íbúð ívesturbænum. Móðirin á ekki
bíl og hefur þvf orðið að flytja dóttur sfna milli
skóla þrisvar sinnum, eða jafn oft og hún hefur
orðið að skipta um húsnæði.
Þetta hefur komið iila niður á þeim öllum,
móðirin finnur til öryggisleysis vegna sffelldra
flutninga með börnin, er þunglynd á köflum og
sér lítið framundan nema versnandi tfma.
Dóttirin virðist hvergi ná þvf að eignast vini, hún
verður útundan f skóla því hún staldrar einungis
við nokkra mánuði f hverjum bekk og henni
gengur illa að læra að lesa. Að loknum skóladegi
fer hún f athvarf en sfðan röltir hún heim með
lykilinn sinn um hálsinn þangaðtil annaðhvort
móðirin, amman eða vinkonan er búin f vinnunni.
Sonurinn á heimilinu sér lítið af mömmu sinni.
Hún hefur að vísu þokkalegar tekjur en þarf að
leggja nokkuð hart að sér við vinnu til að eiga
fyrir mat og öðru sem þarf þegar búið er að
greiða fjörutfu og fimm þúsund króna leigu á
mánuði, dagvistina fyrir drenginn og
nauðsynlegustu reikninga. Strákurinn er á
dagheimili allan daginn og stundum sækir
vinkona eða amma drenginn, fer með hann heim
og kemur honum í háttinn áður en mamman
kemur heim.
Gluggaumslögin hrannast upp á ísskápnum.
Hjá þessari fjölskyldu er fátt uppörvandi
framundan, engin von um að skuldir grynnkist
eða úr húsnæðisvanda rætist.
Samkvæmt upplýsingum
frá Hagstofu íslands voru
einstæðar mæður 6.983
í desember síðastliðnum
og einstæðir feður 532
talsins. Börn á framfæri einstæðra
mæðra eru samkvæmt Hagstof-
unni 9.672 og hjá körlunum 648.
Næsta víst er að víða er ástandið
svipað og í dæminu hér að ofan
ef það er ekki til muna verra.
Það var meðal annars af þess-
ari ástæðu sem samtökin Móðir
og barn voru stofnuð, — til að
hjáipa einstæðum mæðrum og
einnig verðandi mæðrum að kljúfa
það félagslega og sálrænt að vera
sjálfstæðar mæður.
Öruggt leiguhúsnæði á
sanngjörnum kjörum
„Tilgangur samtakanna er að
vinna að velferð barnshafandi
kvenna, einstæðra mæðra og
barna þeirra, fyrst og fremst með
húsnæðisaðstoð," segir í stofn-
skrá samtakanna.
(könnun sem félagsvísindadeild
Háskóla íslands gerði fyrir félags-
málaráðuneytið fyrir nokkrum
árum kom í Ijós að meðal ein-
stæðra foreldra er það brýnt að
húsnæðismál verði tryggari.
Um helmingur einstæðra for-
eldra býr í leiguhúsnæði en að jafn-
aði búa níu af hverjum tíu fjölskyld-
um á íslandi í eigin húsnæði. Þá
kom fram í umræddri könnun fé-
lagsvísindadeildar að aðeins sex
prósent einstæðra foreldra í leigu-
húsnæði á almennum leigumark-
aði hafa lengri leigusamning en til
eins árs og helmingurinn hefur alls
engan samning í höndunum.
Þessu til samanburðar var bent á
könnun sem gerð var í Svíþjóð.
Þar kemur fram að langflestir ein-
stæðir foreldrar í leiguhúsnæði
hafa langtíma samning og eru tald-
ir búa í mjög tryggu húsnæði. Þá
er athyglisvert að þrjátíu og fimm
prósent einstæðra foreldra hér-
lendis halda ekki sjálfstætt heim-
ili, heldur búa hjá foreldrum, öðr-
um ættingjum eða vinum. Þetta
hlýtur að teljast óvenju stór hóp-
ur, ef miðað er við niðurstöður
annarrar könnunar, sem sýnir að
einungis þrettán prósentfjölskyldu
í Reykjavík er af þessari gerðinni.
„Okkur langar að geta útvegað
leiguhúsnæði á sannkjörnum kjör-
um fyrir einstæðar mæður sem
eru illa á vegi staddar, greiða leig-
una niður að hluta og reyna að
styðja við bakið á þeim, stappa í
þær stálinu og veita þeim upplýs-
ingar um réttindi og aðstoð, t.d.
hjá hinu opinbera," segja forsvars-
menn samtakanna, þau Jón Valur
Jensson, Elínborg Lárusdóttir og
Þórsteinn Ragnarsson.
Það var fyrir rúmlega tveimur
árum að sex stofnfélagar komu
saman og ákváðu að gera eitthvað
í málum einstæðra mæðra. „Við
viljum hlúa að þessari viðkvæ-
mustu fjölskyldueiningu samfé-
lagsins og reyna þannig að vinna
að manneskjulegra þjóðfélagi,"
segja þremenningarnir.
„Það eru komin tvö ár síðan við
stofnuðum samtökin en sá tími
hefur meira og minna farið í al-
mennan undirbúning, könnun á
ýmsum kostum í húsnæðisöflun
og fjáröflunarleiðum, skriffinnsku
af ýmsu tagi og kynningu málefnis-
ins, en ekki síst að leita stuðnings
hjá einstaklingum og fyrirtækjum.
Við byrjuðum með tvær hendur
tómar, það var einungis hugsjónin
sem lá að baki."
Tilheyra tíðum
láglaunahóp
„Mikill hluti einstæðra mæðra
tilheyrir láglaunahópum og kon-
urnar verða oft og tíðum að eyða
meira en helmingi tekna sinna i
leiguhúsnæði og þá er eftir að
greiða dagvistargjöld, alla reikn-
inga og önnur heimilisútgjöld. Þær
þurfa án efa að leggja á sig
ómælda yfirvinnu til að ná endum
saman."
í könnuninni sem félagsmála-
ráðuneytið lét gera á sínum tíma
kom í Ijós að skólaganga ein-
stæðra foreldra er skemmri en
gengur og gerist meðal jafnaldra.
Munurinn er mestur hjá yngsta
aldurshópnum en þar voru það %
sem hafa tíu ára skólagöngu eða
skemmri að baki. Það er því eðli-
legt að álykta að mikill hluti þessa
fólks sé í láglaunastörfum.
„Við viljum gjarnan líta á starf-
semi Móður og barns sem forvarn-
arstarf í barnavernd. Okkar mark-
mið er líka að gefa vanfærum kon-
um sem standa einar valkost,
þannig að þær eygi möguleika eða
geti séð fram á að búa barni sínu
sómasamlegt líf.
Það er trú okkar að það sé unnt
að aðstoða fjölmargar ungar mæð-
ur sem eiga í húsnæðiserfiðleikum
eða horfa fram á erfiða tíma við
að framfleyta sér og börnum
sínum. Við viljum tryggja skjól-
stæðingum okkar öruggan sama-
stað og vinna þannig gegn því að
hinar smæstu og viðkvæmustu
fjölskyldueiningar tvístrist."
Fyrsti skjólstæðingurinn
Reyndar fékk stofnunin fyrsta
skjólstæðing sinn í nóvember
síðastliðnum. „Það er ung stúlka
sem fæddi barn sitt þann sama
mánuð. Við útveguðum henni litla
snyrtilega íbúð sem stúlkan á rétt
á að vera í til að byrja með í átta
mánuði sem síðan má framlengja
með hliðsjón af aðstæðum hennar
og barnsins. Hún greiðir % hluta
leigunnar sjálf þ.e.a.s. 10.500
krónur á mánuði. Stofnunin tekur
fulla ábyrgð á húsnæðinu, sér um
að útvega tryggingu og greiðir
leigu sem móðirin greiðir síðan að
hluta til stofnunarinnar aftur. Við
tryggjum því íbúðareigendum
greiðslur og tökum fulla ábyrgð á
húsnæðinu."
Getum hjálpað nokkrum
konum í ár
— Sjáið þið möguleika á aðstoð
við fleiri mæður á næstunni?
„Já, við eigum fyllilega von á því
að geta stutt við bakið á fimm til
sex einstæðum eða verðandi
mæðrum á árinu. Það fé, sem var-
ið er til að hlynna að þessari
smæstu fjölskyldueiningu, mun
margfaldlega verða uppskorið, því
að lengi býr að fyrstu gerð. Þessa
dagana erum við að leita eftir húsi
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
með nokkrum herbergjum og sam-
eiginlegu eldhúsi og snyrtingu.
Mjög ungum stúlkum hentar það
eflaust vel að búa í nokkurskonar
sambýli. Þær þurfa að komast út
og geta ekki alltaf verið bundnar
yfir börnum. Þannig gætu þær þá
skipt á milli sín barnagæslu af og
til. Hinsvegar er Ijóst að stakra
íbúða er einnig þörf, því margar
mæður vilja vera útaf fyrir sig. En
markmið okkar er meðal annars
að koma á fót mæðraheimili í eig-
in húsnæði."
— Hvernig er ástandið hjá þeim
sem hingað til hafa leitað eftir
aðstoð?
„Algengt er, að það séu ungar
stúlkur á lágum launum, sem ekki
geta axlað þá byrði að borga dýra
leigu á hinum almenna húsaleigu-
markaði. Ýmist hafa þær búið við
algert aðstöðuleysi til að halda
sjálfstætt heimili eða eru að slig-
ast undan hárri húsaleigu — allt
frá 25.000 til 35.000 krónur á
mánuði."
Þau Þórsteinn, Jón Valur og Elín-
borg segja að hjálparsamtökin
hafi mætt velvilja og skilningi hjá
öllum sem þau hafi leitað til. „Þetta
er spennandi og gefandi starf þó
það taki mikinn tíma. Við vinnum
þetta öll í sjálfboðavinnu. Lág-
marksgjald styrktarmeðlima er
fimm hundruð krónur á ári en auð-
vitað eru framlög frjáls. Við gefum
út fréttabréf til styrktarmeðlima
og gerum grein fyrir því í hvað féð
rennur og hvernig starfsemin
gengur. Einnig er gert ráð fyrir að
funda með styrktaraðilum einu
sinni á ári. GRG
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1990
B 5
Helga Bára Tryggvadóttir
er fyrsta móðirin sem nýt-
ur stuðnings Móður og
barns.
„Ég vann við fiskvinnslustörf á
Flateyri. En meðgangan hafði það í
för með sér að ég gat ekki unnið í
fiskvinnslu svo ég flutti suður. Til að
byrja með bjó ég í litlu herbergi í
Lönguhlíðinni en þar var sama og
engin aðstaða til að vera með ung-
barn. Því leitaði ég til félags ein-
stæðra foreldra. Þar var ekki pláss
laust á næstunni og skömmu síðar
bauðst mér aðstoð frá Móður og
barni.
Ég veit eiginlega ekki hvað ég
hefði tekið til bragðs ef það hefði
brugðist. Líklega hefði ég reynt að
leita eftir íbúð en það hefði kannski
reynst erfitt að finna öruggt húsnæði
á sanngjörnum kjörum."
Helga segir að aðstandendur
Móður og barns hafi reynst sér frá-
bærlega vel og veitt sér hagnýtar
upplýsingar og ráðgjöf. „Þegar ég
hafði fætt drenginn minn gat ég
síðan flutt inn í þá íbúð sem samtök-
in útveguðu mér. Leigan er rúmlega
tíu þúsund á mánuði svo að mér
gengur þokkalega að komast af þeg-
ar ég er búin að greiða hana þar sem
ég fæ fæðingarorlof í sex mánuði.
Hjónin sem eiga húsið sem ég bý í
hafa verið mér sérlega góð og full-
vissa mig um að ég geti verið í íbúð-
inni að minnsta kosti næstu átta
mánuðina. Það léggur farsælan
grunn að framtíð okkar mæðgina."
Hvað tekur við eftir sex mánuði
þegar fæðingarorlofið er búið?
„Ég er búin að fá loforð um vinnu
en þarf síðan að útvega mér barna-
gæslu.“
Kvíðirðu framtíðinni?
„Mér hefur liðið mjög vel þennan
tíma með drenginn og kvíði í raun-
inni engu nema helst því að verða á
götunni aftur og þurfa að borga háa
leigu."
„Samtökin hafa uA
^ j // stæðingur
reynst mer vel |^rg
i~
•þANS' O 6- i-Et <SfV\'\ -(jp" BOR 6 i
Afrv
KeMMMf' Ifafáís hm-
©
EsÆf?
rmj' (kmlepýk krejjlis?)
-fÚ&VjóDn-
VaytS lei kfim i eiws stj hm
fómarao 'ArmdóHif;
k'riftjófi&iótfr:
fflllct /Jazz /ÍMfálYÍíf
{<ev\ naraf- Uemu Kadaj'
£dda 6Udw\\Ar\dfdbd\'C
(jtjíjia uou kfepoWi-
6ZJ
ffj A^v\& knJijófá.
(fazzdms fifrir
kmmriAjrfó khsijón$.
LéiklÁtf ‘fuyir k>pm
m i/nqtima
keiA na h r ^ rífa r öjfkrsdbWi C
Símar: 15103 og 17860.
PúW5' leikir-ípum
rcmaraf- dáw- Ufmdai fYkjnrísd.
bÉm'rr
ój pördfs Amlj<
l&ksmty . >
fítmmleiksmfj'A r\eó
A/ra ?éhn 6uf/óv\S$jHÍ,
leik&ra <ih/ia Mn kfospoHn,
dafáhöfándi Hvlladdi-
fWlf&RM
fcfiMjabekkic