Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.01.1990, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1990 Lóóaveró í Reykjavili hældcar á næstu árum — segir Ágúsl Guómundsson hagfræólngur í riti sínu um áhrif folksflulninga á höfuúborgarsvæúió Fjöldi fbúa á íbúö á höfuöborgarsvæöinu 1973-1988 STAÐUR/ÁR 1973 1977 1981 1985 1988 Kjósarhreppur 2,7 2,7 Kjalarneshreppur 2,9 3,0 Mosfellsbær 6,0 5,5 3,6 3,6 3.5 Reykjavík 3,2 2,8 2,6 2,6 2,6 Seítjarnarnes 3,9 3,6 3,8 3,5 3,3 Kópavogur 3,6 3,2 2,9 2,8 2,8 Garöabær 4,5 4,1 3,6 3,4 3,4 Bessastaóahreppur 5,1 4,4 4,3 4,5 5,1 Hafnarfiöröur 3,8 3,5 3,4 3,3 3,3 Höfuöborgarsvæölö 3,3 3,0 2,8 2,8 2,7 Árið 1940 bjuggu að meðaltali 5 íbúar í hverri íbúð í Reykjavík. Árið 1980 var þessi tala komin niður í 2,8 og var 2,6 1985. Taflan sýnir, hvernig þessi þróun heftir verið á höfuðborgarsvæð- inu allt frá 1973. Því er spáð, að á næstu árum muni fólki fjölga mjög á höfiiðborgar- svæðinu og að skortur kunni að verða þar á lóðum. ÓHJÁKVÆMILEGT er annað en að lóðaverð muni hækka veru- lega í Reykjavík á allra næstu árum. Sú hækkun mun í fyrstu koma fram i minnkun lóða, það er greiða verður sama verð fyrir færri fermetra á lóð, þannig að reitanýting verður meiri. Þegar byggingarland fer að dragast saman, munu sjálfar lóðirnar hækka einnig í verði. Þessi fyrir- sjáanlega verðhækkun lóða mun siðan leiða til hækkunar á fast- eignaverði, þegar frá líður. etta kemur fram í nýútkomnu riti um áhrif fólksflutninga á höfuðborgarsvæðið eftir Arsæl Guðmundsson hagfræðing, en rit þetta er gefið út af Byggðastofnun. Þar segir ennfremur, að samkvæmt athugunum á erlendum borgarsam- félögum er gert ráð fyrir, að hver íbúi ráðstafi um 400 fermetrum landsvæðis (25 íbúar á ha). Af þeim fari um 40% undir bústað, um 20% undir iðnaðar-, verzlunar- og þjón- ustusvæði og um 40% undir götur, gangstíga, bílastæði og útivistar- svæði. Ekki er ólíklegt, að þessar tölur séu eitthvað hærri fyrir Reykjavík, enda borgin mjög dreif- byggð. Þar að auki hefur með- alíbúafjöldi á hveija íbúð í Reykjavík farið minnkandi. Árið 1980 var þessi tala komin niður í 2,8 og var 2,6 1985. Meðalstærð íbúða í Reykjavík hefur aukizt mikið og var orðin 150 fermetrar árið 1985, en var um 100 fermetrar 1977. Þetta bendi ótvír- ætt til þess, að búsetan hafi dreifzt og þynnzt, þannig að landsvæði á hvern íbúa, þegar allt er talið með, er vafalaust mjög mikið. Um 1980 var miðpunktur íbúadreifíngar rétt suðaustan við gatnamót Miklu- brautar og Grensásvegar og er vafalaust kominn enn austar nú. Þessi þróun hefur bein áhrif á lóðaverð. Ljóst er, að borgin hefur verið rausnarleg í úthlutun lóða á undanfömum árum, sem leitt hefur til minni reitanýtingar svæða en hagkvæmt getur talizt. Landnýting í einbýlishúsahverfum á síðustu árum er um 7-8 íbúðir á ha. Það hefur í för með sér, að byggð þenst út með meiri hraða en gert hefur verið ráð fyrir. Nú er svo komið, að lóðir, sem áttu að duga til 2004, eru að verða búnar. Reyndar má þó segja, að Reykjavík sé nokkuð vel sett með byggingarland, en þessi mikla dreifing byggðar hefur mjög mikil áhrif á ferðakostnað íbúanna. Hins vegar er óhjákvæmi- legt annað en að lóðaverð muni hækka verulega á allra næstu árum. Munur á festeignaverði eftir staðsetningu Þensla byggðarinnar mun einnig háfa þau áhrif, að fólk fer að hugsa meira um samspil búsetukostnaðar og ferðakostnaðar. Búseta í útjaðri borgarinnar hefur mikinn ferða- kostnað í för með sér, sem gerir meiri kröfur um bílaeign og tíðari og lengri ferðir til vinnu, skóla og þjónustustaða. Fólk, sem er frábitið slíkum ferðalögum, mun leitast við að velja miðlæga búsetu. Þessi þró- un mun auka mismun á fasteigna- verði eftir staðsetningu eigna innan borgarmarkanna. A síðústu árum hefur þeirrar til- hneigingar gætt hjá fyrirtækjum, að þau flytji úr miðbænum í önnur hverfi vegna þrengsla. Það hefur leitt til þess, að hverfí, sem skipu- lögð hafa verið sem iðnaðarhverfi, breytast og verða verzlunar- og við- skiptahverfi. Ármúlahverfíð og Skeifan eru augljós dæmi um slíkt. Þetta hefur einnig áhrif á lóðaeftir- spurn fyrirtækja og getur skapað vandamál. Þegar hverfi breyta þannig um eiginleika, breytist allt samgöngumynstur í og við hverfið. Þjónustan dreifist um alla borgina og þörfin fyrir einkabílinn marg- faldast. Niðurstaða höfundarins, Ársæls Guðmundssonar hagfræðings, er sú, að búast megið við, að lóða- kostnaður í Reykjavík aukist í kjöl- far fjölgunar íbúa og útþenslu borg- arinnar á næstu árum. Við það má gera ráð fyrir, að eftirspurn eftir lóðum aukist í sveitarfélögunum í nágrenninu, sem síðan leiði til hækkandi lóðaverðs þar. llppboö nt af smálcröfiim Lögbirtingablaðið 9. janúar sl. var nær alfarið helgað auglýs- ingum um nauðungaruppboð á fasteignum í Reykjavík. Slíkt er þó ekki nýtt, heldur kemur fyrir alltaf öðru hvoru. Það sem athygli vekur, er hve lágar Qár- hæðir standa að baki mörgum af uppboðunum. Þannig eru uppboðskrafan undir 10.000 kr. í meira en þrjátíu tilfellum og nokkrum sinnum undir 5.000 kr. Slíkar smákröfur vinda upp á sig miklum kostnaði ekki síður en þær sem hærri eru og hlutfallslega meiri. Þanniger aug- lýsingarkostnaður í Lögbirtinga- blaðinu jafn mikill, hvort sem krafan er lítil eða stór. Gjald- heimtan er þarna kröfuhafinn í mjög mörgum tilfellum og er hægt að geta sér þess til, að þarna sé verið að innheimta fasteigna- gjöld ýmist í heild eða að hluta, en greiðslu þeirra er skipt í þijá hluta í Reykjavík, sem kunnugt er. Að sjálfsögðu eru ýmsar ástæð- ur fyrir vanskilum af þessu tagi. Ein ástæðan er vafalítið lakara efnahagsástand í þjóðfélaginu og því minni greiðslugeta almennt en áður. Tóm vanræksla liggur þó ekki ósjaldan að baki vanskil- um á slíkum smákröfum, sem greiðast þá að sjálfsögðu, áður en til uppboðs kemur. HÍBÝLI/GARÐUR liiníelld lýsing Þ AÐ eru breyttir tímar í lýsingu heimilisins frá því sem áður var, m þegar aðeins um eitt Ijósastæði var að ræða í hverju herbergi. í dag hefur íjöldi lampa sem not- aðir eru á heimilinu margfaldast og um leið þeir lýsingarmögu- leikar sem okkur bjóðast. Nýjar perugerðir kalla á nýja lampa. Með tilkomu nýrra ljós- gjafa sem eru komnir á markað í dag, s.s. halogenperurnar og spam- aðarperur, hafa lampamir tekið miklum breyting- um. Innfelldir lampar hafa ekki orðið útundan í þessari þróun, þvert á móti hefur notkun þeirra stóraukist og viri- sældir innfelldrar-' lýsingar hafa aldr- ei verið meiri heldur en í dag. Þær breytingar á lömpunum sem átt hafa hvað mestan þátt í þessum vinsældum eru þær helstar að méð tilkomu minni Ijósgjafa hafa lamp- amir minnkað mikið, en jafnframt eftir Helga Kr. Eiríksson hafa þeir haft möguleika á að lýsa betur en áður. Við það eitt að lamparnir minnk- uðu, opnuðust möguleikar á að koma þeim fyrir á fleiri stöðum en áður og ber þar helst að nefna inn- réttingamar, þar hafa litlu 12V halogenljósin komið í staðinn fyrir gamla flúriampann. En við hvað er átt þegar talað er um innfellda lýsingu? Innfelld lýsing er í stuttu máli byggð á því að notaðir eru lampar eða annar búnaður sem byggist að hluta til eða að öllu leyti inní loftið eða innréttinguna, þ.e.a.s. aðeins lítill hluti lampans er sjáanlegur. Þetta hefur bæði Innfelldur glóperulampi. úi.......... Innfelldir halogenlampar. kosti og galla. Helstu kostir inn- felldrar lýsingar eru að þegar not- aðir eru margir lampar í herbergi eða stofu getur það verið nauðsyn- legt að lamparnir falli sem best að innréttingu húsnæðisins og að við verðum sem minnst vör við hvaðan ljósið kemur. Þetta er auðveldlega hægt að framkvæma með innfelldri lýsingu. En innfelldir lampar hafa líka ókosti. Það getur reynst erfitt að koma þeim fyrir í innréttingum hússins því oft þarf að taka tillit til nokkurra þátta við uppsetningu lampanna. Helsta vandamálið er að mikill hiti fylgir því þegar pera er lokuð inni í þröngu rýml, mikill hiti myndast við peruna og það getur minnkað endingu hennar mikið svo og valdið íkveikjuhættu. Við þurf- um því að gæta þess að loftrými sé nægilegt í kringum innfellda lampa. Annar ókostur við innfellda lampa er sá að erfitt getur reynst að leggja raflögn að þeim svo vel fari, það þarf því að hafa þessi at- riði vel í huga þégar kemur að því að hanna raflögn að innfelldum lömpum. Við hönnun lýsingar þar sem innfelld ljós eiga að vera, þarf að hafa í huga að innfelldir lampar lýsa á allt annan hátt heldur en lampi sem settur er neðan á loft eða innréttngu. Innfelldir lampar hafa mun þrengra ljóshom, en aftur á móti getum við mótað lýsinguna betur, og stýrt því hvert ljósið bein- ist í hveiju tilviki fyrir sig. Þetta kallar yfirleitt á það að nota þarf fleiri innfellda lampa hendur en lampa neðan á loft. Þeir staðir þar sem innfelld lýsing á gjarnan rétt á sér eru stofan þar sem oft þarf marga lampa til þess að lýsa upp og kalla fram þá hluti sem eru sér- stakir, s.s. málverk og innréttingar. í göngum og eldhúsi eru gjarnan notaðir innfelldir lampar með sparnaðarperum, þar sem þeir gefa frá sér meiri ljósdreifingu heldur en kastarar og spara jafnframt raf- magn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.