Morgunblaðið - 21.01.1990, Page 10
10 B
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 1990
HRAUNHAMARhf
áá
m
FASTEIGNA-OG
SKIPASALA
Reykjavíkurvegi 72.
Hafnarfirði. S-5451L
Opið í dag kl. 12-15
Setbergsland. Fullbúnar íb. með
vönduðum innr. 2ja, 3ja, 5 og 6 herb.
íb. eru veðhæfar nú þegar. Tvær íb.
seldar. Verö frá 5950 þús.
Stuðlaberg. Til afh. 156 fm parh.
á tveimur hæðum. Tilb. u. sandspörslun
og máln. Bílskréttur. Áhv. 1,6 millj.
Stuðlaberg. 131 fm raðh. aukbílsk.
Til afh. fljótl. fokh. Verð 6,1 millj.
Suðurgata Hf. - fjórb. Mjög
skemmtilegar 131 fm 5 herb. íbúðir,
tilb. u. trév. 30 fm innb. bílsk. fylgja.
Fagrlhvammur. 166 fm 6 herb.
hæð og ris. Til afh. fljótl. Verð 7,8 millj.
Suðurvangur. Eigum eftirtvær4ra
herb. íb. á 1. hæð. Til afh. í maí.
Einbýli - raðhús
Fagrihjalli - Kóp. Mjög faiiegt
245 fm parh. að mestu fullb. Áhv. nýtt
húsnlán 3,0 millj. Bein sala eða skipti
á eign í Hafnarf. Verð 13,4 millj.
Vallarbarð. Mjög skemmtil. 190fm
raðh. á einni hæð ásamt bílsk. að mestu
fullb. Skipti mögul. á 5 herb. íb. í Suð-
urbæ. Verð 12 millj.
Lyngberg. Mjög fallegt 148 fm einb-
hús með innb. bílsk. Skipti mögul. á
4ra herb. íb. Verð 12,2 milij.
Breiðvangur. Giæsii. fuiib. 176 fm
parh. á tveim hæðum auk 30 fm bílsk.
Skipti mögul. á 4ra herb. íb. Áhv. m.a.
nýtt hússtjl. Verð 14,2 millj.
Þrúðvangur. Mjög.fallegt 188,5fm
einbhús auk 40 fm bílsk. Fallegar innr.
Mögul. á aukaíb. í kj. Skipti mögul. á
minni eign. Verð 14,2 millj.
Arnarhraun. Mjög faiiegt 157 fm
einbh. (sérbýli) auk 32 fm bílsk. Verð
11,0 millj.
Urðarstígur. r/ljög skemmtil. 131
fm timburh. að auki góður bílsk. m.
gryfju. Góð staðs. Verð 8,0 millj.
Aragerði - Vogum. Mikiö end-
urn. 131 fm einbhús auk 24 fm bílsk.
Hagst. lán áhv. Skipti mögul. á eign í
Hafnarf. eða Rvík. Verð 7,5 millj.
5-7 herb.
Breiðvangur - bílsk. Mjög faiieg
5 herb. 118 fm nettó íb.- á 4. hæð.
Verð 7,4 millj.
Suðurgata - Hf. Óvenjuglæsil.
160 fm neðri sérh. auk bílsk. Gott út-
sýni. Verð 11,8 millj.
Hverfisgata - Hf. 137 fm
hæð + rish. 4 svefnh. Mjög skemmtil.
endurn. fb. í upphafl. stíl. Húsnlán 1,9
millj. Verð 7,0 millj.
4ra herb.
Fagrihvammur - ný íb. -
nýtt lán. Mjög skemmtil. 4ra herb.
íb. á 2. hæð að mestu fullb. Nýtt
hússtjl. 4,2 millj. Verð 7,6 millj.
Hjallabraut. Mjög falleg og rúmg.
4ra-5 herb. íb. á 1. hæð. Mögul. á 4
svefnh. Parket og flísar á gólfum. Verð
7,0 millj.
Suðurbraut. Björt og skemmtil.
4ra-5 herb. endaíb. á 1. hæð. Þvottah.
í íb. Áhv. langtl. Verð 6,7 millj.
Breiðvangur. 106 fm 4ra-5 herb.
íb. á 1. hæð. Verð 6,5 millj.
Álfaskeið - m/bílsk. Faiieg 100
fm 4ra herb. endaíb. á 1. hæð. Sérinng.
af svölum. Áhv. 1,6 millj. Verð 6,3 m.
Melás. Góð 110 fm jarðh. sem skipt-
ist í 2 stofur og 2 svefnherb. 28 fm bílsk.
Allt sér m.a. sérgarður. Verð 7,2 m.
3ja herb.
Vallarbarð - m/bflsk. Mjög fal-
leg 118,2 fm 3ja herb. íb. á 3. hæð auk
hluta úr risi. Góöur bílsk. Verð 6,8 millj.
Laufvangur. Mjög falleg 3ja-4ra
herb. íb. á 2. hæð. Sérinng. af svölum.
Suðursv. Verð 5,4 millj.
Hringbraut - Hf. 73 fm efri hæö
sem skiptist í 2 stofur, svefnherb. og
aukaherb. í kj. Nýjar innr. Laus strax.
Verð 4,5 millj.
Sléttahraun - laus. Giæsii. 3ja
herb. endaíb. á 2. hæð. Verð 5,5 millj.
Álfaskeið. 72,8 fm nettó 3ja herb.
jarðh. Nýtt húsnlán fylgir. Verð 5,0 millj.
Öldugata - Hf. 76 fm nettó 3ja
herb. efri hæð í tvíb. Samþ. teikn. af
stækkun á risi fylgjr. Ekkert áhv. Skipti
mögul. á stærri eign. Verð 4950 þús.
2ja herb.
Þverbrekka - Kóp. Mjög taiieg
2ja herb. 65 fm íb. á 2. hæð í tveggja
hæða húsi. Verð 4,6 millj.
Laufvangur - nýtt lán. Mjög
falleg 2ja herb. íb. á 2. hæð. Laus 15.
febr. Nýtt hússtjl. 2 millj. Verð 4,8 millj.
Sléttahraun - laus. Mjög faiieg
64,5 fm íb. á 1. hæð. Nýtt og eldra
húsnlán 2,2 millj. Verð 4,6 millj.
Hamraborg. 2ja herb. íb. á 8. hæð.
Fráb. útsýni. Bílskýli. Laus i febr. Einka-
sala. V. 4,5 m.
Magnús Emilsson,
lögg. fasteignasali,
kvöldsími 53274.
Suöurnesln sækja á ■ 11iisbréJakcrfi<> aó ná fótfestu
■ Vöntuii á upplýsíngabanka
Gott jafnvægí á
íbúóamarkaóinum
offramboó á atvfnnuhúsnæöi
Áframhaldandi
Það sem af er vetri, hefur fast-
eignamarkaðurinn einkennzt í
nokkrum mæli af því, að hús-
bréfakerfið var að heQa göngu
sína. íbúðakaupendur taka sér
yfirleitt góðan tima. Þeir hafa
heldur ekki þurft að flýta sér við
ákvarðanir, því að framboð á
eignum hefiir verið tiltölulega
gott. Það er líka ljóst, að hús-
bréfakerfið er að vinna á. Bæði
kaupendur og seljendur eru
smám saman að átta sig á þeim
möguleikum, sem það felur í sér.
Fasteignaverð virðist vera í
nokkru jafnvægi. Á fyrri hluta
árs í fyrra varð raunhækkun á
íbúðaverði, en á þriðja og jafnvel
fjórða ársfjórðungi, varð sennilega
einhver raunlækk-
un. Þetta voru þó
engar sveiflur og
vegna þess jafn-
vægis, sem virðist
vera fyrir hendi á
framboði og eftir-
spurn, má gera ráð
fyrir, að verð hald-
ist stöðugt. Eftir
því sem húsbréfakerfið nær betri
fótfestu, eru jafnvel líkur á því að
verðið lækki, því að í reynd eru
seljendur að fá mun meiri hluta
kaupverðsins greiddan á miklu
skemmri tíma en samkvæmt gamla
kerfinu. Örari og stærri greiðslur
ættu samkvæmt venjulegum mark-
aðslögmálum að leiða til lægra
verðs en ekki hærra.
Þeir sem heldur kjósa að kaupa
íbúðir samkvæmt gamla kerfinu eru
fyrst og fremst þeir, sem eiga hús-
næðislán innan seilingar þ.e.a.s.
eiga að fá fyrri hluta lánsins á
næstu 4-5 mánuðum. Þetta fólk
er því búið að gera sínar áætlanir
í samræmi við þetta. Sumum nægir
líka sú fyrirgreiðsla, sem í boði er
samkvæmt gamla kerfinu. Þetta
fólk þarf ekki hærra lán og horfír
þá að sjálfsögðu í, að samkvæmt
gamla kerfinu eru vextir af nýjum
lánum ekki nema 4,5% en 5,75%
samkvæmt húsbréfakerfinu.
Það fólk velur heldur húsbréfa-
kerfið, sem ekki er komið með ná-
kvæma tímasetningu á sitt lán
samkv. gamla kerfinu eða þá að
fyrri hlutinn er enn langt undan.
Að sjálfsögðu er það óeðiilegt að
hafa tvö lánakerfí samhliða í gangi
í einu og getur varla talizt æskilegt.
Á þessu ári geta tvær dagsetn-
ingar, 15. maí og 15. nóv., haft
töluverð áhrif á framboð og eftir-
spurn. Hinn 15. maí koma inn á
markaðinn kaupendur, sem ekki
eiga lánsrétt í gamla kerfinu. Þarna
er á ferðinni þó nokkur hópur fólks
og því ekki fráleitt að álíta, að þá
muni eftirspum aukast eitthvað,
jafnvel þó nokkuð, sem þýðir að
sjálfsögðu hærra verð, ef framboð
fylgir eftirspurninni ekki eftir. Eftir
15. nóvember tekur húsbréfakerfíð
svo í fyrsta sinn einnig til nýbygg-
inga. Það gæti haft áhrif á markað-
inn líka.
Mikið framboð á
2ja herb. íbúðum
Mikið framboð er nú á 2ja herb.
íbúðum og mun meira en venja
hefur verið undanfarin ár. Þá er líka
töluvert framboð af stórum eignum.
Þetta framboð veldur því m. a., að
lakari eignir verða útundan. Einfalt
eða mixað gler í gluggum, lélegt
járn á gömlum timburhúsum og
aðrir hlutir af því tagi, sem fólk
setti ekki eins fyrir sig fyrir örfáum
árum, draga úr sölumöguleikum nú,
því að aukið framboð eykur kröf-
urnar hjá kaupendum. Fólk hugsar
líka meira um endursölumöguleik-
ana við íbúðarkaup nú en áður.
Hverfín skipta ekki jafn miklu
máli varðandi íbúðarhúsnæði og
áður fyrr. Fossvogur og Vesturbær
eru ekki eins afgerandi eftirsóttustu
og þá um leið dýrustu hverfin. Þessi
hverfi hafa eitthvað forskot ennþá,
en eftir að lánakerfíð frá 1986 kom
til sögunnar, eru há áhvilandi ný-
byggingalán eftirsótt. Þetta veldur
því, að eftirspum eftir eignum í
nýrri hverfum eins og Grafarvogi,
Árbæ og Breiðholti verður meiri en
ella.
Skólaganga barnanna skiptir líka
meira máli en áður. Fólk kannar,
hvort börnin og þá sérstaklega
yngri börnin þurfi að fara yfír mikl-
ar umferðagötur til þess að komast
í skólann. Almennt virðist fólk fús-
ara nú til að vera nánast hvar sem
er. Nýju hverfin eru ekki eins frá-
hrindandi og þau þóttu fyrir 10-15
árum enda allt önnur nú en þá.
Núna er ekki byijað að byggja í
nýju hverfí, fyrr en búið er að mal-
bika göturnar. Nýju hverfín eru því
miklu lengra komin í upphafí heldur
en áður. Fólk er líka farið að velta
meira fyrir sér vegalengdinni milli
vinnustaðar og heimilis, því að
vegalengdimar em orðnar lengri.
Enn er offramboð á atvinnuhús-
næði víðast hvar á höfuðborgar-
svæðinu, hvort heldur verslunar-,
skrifstofu- eða iðnaðarhúsnæði og
eftirspurnin það lítil, að verðið
hækkar einfaldlega ekki. Ljóst er,
að það hefur átt sér stað raunlækk-
un bæði í beinu verði og greiðslu-
kjömm. Eignir greiðast á lengri
tíma og kannski með lægri vöxtum
en áður. Leiga á atvinnuhúsnæði
hefur líka lækkað verulega.
Sumir hafa fengið meiri trú á
ný á Laugaveginum og miðbænum
og telja, að hann sé að lyfta sér
upp úr öldudalnum. Ástandið þar
hvað varðar bílastæði, hefur skánað
mikið og horfir enn til bóta. Ný
bílageymsla hefur risið við Berg-
Nýjar íbúðir i Vesturbænum.
staðastræti og nýbúið er að taka
aðra í notkun við Vesturgötu. Með
ráðhúsinu og íbúðarhúsasamstæð-
unni við Lindargötu bætast enn
fleiri bílastæði við í gamla bænum.
Uti á landsbyggðinni er það at-
vinnuástandið á hveijum stað, sem
stjórnar fasteignamarkaðinum.
Þegar atvinna minnkar, snarlækkar
íbúðarhúsnæði þar í verði, því að
fólki fækkar þá í byggðarlaginu og
skilur húsin eftir auð. í þessu tilliti
hafa ekki orðið neinar umtalsverðar
breytingar á sl. ári. Sennilega hafa
þó Suðurnesin sótt í sig veðrið og
nálgazt höfuðborgarevæðið eitt-
hvað, hvað varðar íbúðaverð. Svo
er að sjá sem fasteignamarkaðurinn
á Akureyri hafí þróast svolítið méð
öðrum hætti en í Reykjavík. Þar
er það t. d. algengara að eftirstöðv-
ar í íbúðarkaupum séu verðtryggðar
en í höfuðborginni.
Miðað við spá Byggðastofnunar
eiga fólksflutningar tii Reykjavíkur
enn eftir að aukast, sem leiðir til
þess, að borgin verður að hafa sig
alla við að hafa á reiðum höndum
nýbyggingarsvæði á næstu árum.
Lánakerfíð hefur hins vegar verið
andsnúið byggingamönnum fram
að þessu. Þeir hafa ekki getað feng-
ið neina fyrirgreiðslu til þess að
byggja hús og selja. Þetta hefur
m. a. leitt til dýrari nýbyggginga
en ella, sökum þess að þessir aðilar
hafa þurft að fjármagna bygging-
arnar með dýrara lánsfé.
Húsbréfakerfið fer vel af
stað
— Mér finnst húsbréfakerfið
fara vel af stað. Það er nokkur
stígandi í því en enginn asi. Fólk
virðist vita miklu betur nú en í
upphafi, hvernig þetta nýja kerfí
virkar, sagði Þórólfur Halldórsson,
formaður Félags fsteignasala í við-
tali við Morgunblaðið. — Einn helzti
kostur þess er sá, að með því á
ekki að þurfa að taka dýr skammt-
ímalán með hæstu vöxtum, sem eru
hvað erfíðust á fyrstu árum íbúða-
kaupanna. Slík skammtímalán hafa
yfírleitt verið tekin til að hækka
útborgunina á einhveiju stigi og svo
til að borga fyrstu afborgunina af
eftirstöðvarbréfinu, en hún fellur í
gjalddaga kannski tveimur til þrem-
ur mánuðum, eftir að útborgun-
artímabilinu lýkur.
Þórólfur kvað fólk nú í mörgum
tilvikum greiða útborgunina á
tveimur til þremur mánuðum frá
undirskrift samnings, án þess að
taka nokkur lán. Það borgaði 65%
verðsins með húsbréfi og ætti þá
sjálft fyrir þeim 35%, sem á vant-
aði í peningum. — Eftir áramótin
hafa fyrirspurnir um íbúðir aukist
mjög mikið sagði Þórólfur. — Einn
sunnudaginn tókum við hér hjá Eig-
namiðluninni á þremur tímum á
móti um 200 símtölum. Það er því
greinilegt að eftirspurn fer vaxandi
nú í janúar.
Þórólfur sagði mikinn mun vera
á því nú og 1986, er gamla kerfíð
var innleitt. — Það hóf göngu sína
með miklum bægslagangi, svo að
allt ætlaði um koll að keyra. Breyt-
ingin nú yfír í húsbréf er allt ann-
ars eðlis, af því að eldra kerfíð er
raunverulega við lýði áfram að
hluta til. Breytingin gengur því
hægar yfír og meira hefur verið
gert til að kynna hana.
Tæknilegu hnökramir væru samt
verulegir og reyndar gott dæmi um
lagasetningu, sem ekki væri í takt
við veruleikann. — Fasteignasölum
er lögð sú skylda á herðar að afla
ýmissa upplýsinga um fasteignir,
sem þeir taka til sölumeðferðar.
Þeir eiga að hafa á reiðum höndum
eftir Wagnús
Sigurðsson