Morgunblaðið - 04.02.1990, Page 1

Morgunblaðið - 04.02.1990, Page 1
TfW ( WG A IHT/T HEIMILI lllulverk útllýs- íngar Utilýsingar hafa lengi verið sá þáttur heimili slýsing ar, sem hvað mest hefur verið vanræktur hér á landi. Það er eins og fólk sé feimið við að lýsa upp hús sín að utan. I þættinum Híbýli/Garður segir Helgi Kr. Eiríksson lýsingarhönn- uður, að kostnaður vegna útilýsingar þurfi ekki að vera mikill. Á markaðnum eru ótal útilampar, sem nota svonefndar sparnað- arperur sem Ijósgjafa, en þessar perur gefa frá sér mikið Ijós miðað við orku- notkun. ^ g 1.728 íbúóir fullgeró- ai 1988 Þróunin íbyggingu íbúðar- húsnæðis var mjög breyti leg eft ir landshlutum á árunum 1986-1988 eins og fram kemur á meðfylgjandi mynd. Samtals voru fullgerðar 1.728 íbúðir á landinu öllu árið 1988 sem er rösklega 12% aukning frá árinu áður. Þessa aukningu er vart hægt að skýra nema á einn veg þ.e. að áhrif góðæris í efna- hagslífi landsmanna 1986- 1987 hafi verið að skila sér. Athyglisvert er að í grann- byggðum Reykjavíkur voru full- gerðar íbúðir tvöfalt fleiri árið 1988 en næstu tvö ár á undan. Hins vegar er um stórfelldan samdrátt að ræða á Suðurnesj- um þar sem fullgerðar íbúðir á árinu 1988 urðu aðeins 22 samanborið við 122 árið áður. Þá vekur einnig athygli mikil aukning á fullgerðum íbúðum á Norðurlandi eystra. Þess ber að geta að erfitt er að greina áhrif hagsveiflna með því að skoða yfirlit yf ir svo stutt tíma- bil sem hér um ræðir. Tilviljun kann því að ráða einhverju um hvoru megin við áramót bygg- ing íbúðar lendir Kinialivei'll Uthlutun lóða í svonefndu Rimahverfi í Reykjavík hófst sl. haust. Hverfi þetta mun standa norðan megin við Grafarvog, fyrir norðan svo- nefnd Folda- og Húsahverf,. Þegar er búið að úthluta mörg- um lóðum ífyrsta áfanga hverf- isins og gátnagerð þar vei á veg komin. Gert er ráð fyrir, að uppbygging þessa áfanga hefjist nú í sumar og flest hús þar tekin í notkun á árinu 1992. Ibúðir þar verða um 500 og íbúar um 1.500-2.000 en í Rimahverfinu öllu er gert ráð fyrir um 1.000 íbúðum og 3.500 íbúum. Þetta kemur m. a. fram í við- taii við Guðna B. Pálsson arki- tekt í blaðinu í dag, en hann hefur ásamt Dagnýju Helga- dóttur arkitekt skipulagt þetta nýja hverfi. Þar verður m. a. sú nýjung, að göngugata er lögð þar í gegn, þar sem byggðin verður þéttust og í hverfinu verður jafnframt eins konar miðbær með verzlunum og öðrum þjónustufyrirtækj- um. — Það sýndi sig þarna, að það erenntals- verð eftir- spurn eftir lóð- um, að minnsta kosti í Reykjavík, segir Gúðni. — Lóðirnar undir fjölbýlishús í þessum fyrsta áfanga fóru mjög fljótlega og einsvarum lóðir undir svokölluð parhús.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.