Morgunblaðið - 04.02.1990, Side 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR SUNNUÐAGOR 4. FEBRÚAR 1990
Borgarafundur um sldpu-
lagstillögn í Kópavogí
TILLAGA að nýju aðalskipulagi
fyrir Kópavog verður kynnt á
borgarafundi þar í bæ á mánu-
dagskvöld. Fundurinn fer fram i
Félagsheimili Kópavogs og hefst
kl. 8.30 siðdegis. Þar mun bæj-
arbúum og öðrum gefast kostur
á að koma athugasemdum og
ábendingum varðandi skipulagið
á framfæri.
SSkipulagning byggðar í Kópa-
vogi hófst 1946 og gatnagerð
þar hófst árið eftir með Kópavogs-
braut. Undirbúningur fyrsta aðat-
skipulags fyrir bæinn var hafín 1965
og það samþykkt 1970, en endur-
skoðun þess lauk svo 1985. Nú hef-
ur ný endurskoðun aðalskipulagsins
farið fram og nær hún yfír tímabi-
lið 1988-2008. í þeirri skipulagsti-
lögu kemur m. a. fram hámarksnýt-
ing á nýjum íbúðar- og athafna-
svæðum, en áætlað er, að íbúafjöldi
í Kópavogi verði um 24.000 í lok
skipulagstímabilsins árið 2008.
I Kópavogi eru nú um 5.600 Mð-
ir, sem samsvarar því, að 2,8 Mar
séu í hverri íbúð. Um 34% alls Mð-
arhúsnæðis í bænum er sérbýli og
um 7% í eigu utanbæjarmanna.
Áætlað er að fjöldi fullgerðra íbúða
verði að meðaltali 150-200 íbúðir á
ári út skipulagstímabilið og að
3.000-4.000 Mðir hafí bætzt við
húsakost Kópavogsbúa í Jok tíma-
bilsins frá því sem nú er. Á árunum
1982-1988 voru fullgerðar 682
Mðir í Kópavogi eða að meðaltali
97 á ári.
Ný athafnasvæði á skipu-
lagstímabilinu verða m. a. í Kópa-
vogsdal vestan Reykjanesbrautar,
en þar er alls áformað að byggja
175.000 fermetra af atvinnuhús-
næði, þar af rúml. 110.000 fermetra
á svæði því, sem afmarkast af
Reykjanesbraut, Arnarnesvegi,
Smárahvammsvegi og Fífuhvam-
mesvegi. AuStan Reykjanesbrautar
er áætlað að byggja annað eins af
atvinnuhúsnæði í framtíðinni en að
um helmingur þess verði byggður á
skipulagstímabilinu.
Laugavegur
Rúmgóð u.þ.b. 132 fm íb. á 4. hæð í lyftuhúsi. Góðar
svalir. Nýtt gler. íbúðina þarf að standsetja. Laus nú
þegar. Verð 5,5 millj. Möguleiki er á að óinnréttað ris
geti fylgt. Góð greiðslukjör.
EIGNAMIÐLIMN
2 77 II
ÞINGHOLTSSTRÆTI 3
Sverrir Kristinsson, sölustjóri - Þorleifur Guðmundsson, sölum.
Þórólfur Halldórsson, lögfr.—Unnsteinn Beck, hrl., sími 12320
' Lögmanns- & fasteignastofa
REYKJAVÍKUR
Skútuvogi 1 3, sími 678844
Opið kl. 1-3
f nágrenni Reykjavíkur. Ca
180 fm einb. með bílsk. Frábært út-
sýni. Verð 8,5 millj.
Grafarvogur. Ca ZOO fm
raðhus tilb. að utan, fokh. að
utan. Áhv. nýtt veðdeildarlán.
Nánari uppl. á skrlfst.
Suðurhlíðar — Kóp. Ca 200
fm parhús á tveimur hæðum. Bílsk. Hús-
ið afh. tilb. að utan og fokh. að innan.
Seljahverfi. Ca 210 fm raðhús
meö innb. bílsk. 4 svefnherb. Vandaö
og skemmtil. hús. Ákv. sala.
Álftanes. Eitt glæsil. húsið á Álfta-
nesi ca 235 fm. Hagst. áhv. lán. Ákv.
sala.
Grafarvogur — einbýli á
einni hæð. Smekklegt 180 fm
einb. á einni hæð. Innb. bílsk. Afh. fullb.
að utan en fokh. að innan. Teikn. á
skrifst.
Mosfellsbær. Stórgott ca 160
fm parhús. Verð 8,4 millj.
Byggðarholt — Mos. Ca 180
fm raöhús á einní hæð. 4 svefnherb.
4ra-5 herb.
Vogar. Ca 120 fm hæð í þríb. Bílsk.
Góð eign.
Hafnarfjördur Ca I10fm íbúðir
í fjórbhúsi. Hver íb. hefur sérinng. Afh.
fullfrág. að utan. Teikn. og uppl. á
skrifst.
Vesturberg. Ca 100 fm íb. á 2.
hæð. Þvottahús í íb. Mikið útsýni. Sval-
ir í suð-vestur. íb. er laus nú þegar.
Grafarvogur. Höfum til sölu 4ra
herb. íbúðir frá 100 fm. íb. er á tveimur
hæðum. Fagurt útsýni. Uppl. á skrifst.
Miðbærinn. Lúxusíb. í hjarta
borgarinnar 80 fm. íb. er öll sérhönnuð.
Bílskýli. Nánari uppl. á skrifst.
Reykás. Ca 70 fm jarðhæð í blokk.
Útsýni.
Laugavegur. Ca 70 fm íb. á 2.
hæö. íb. er laus nú þegar. Verð 4,2 millj.
Þingholt. Ris ca 70 fm óinnr. í
þríb. Hentar þeim sem vill lagfæra. Ein-
stakt tækifæri.
Týsgata. Góð 3ja herb. Ib. Istein-
húsi ca 70 fm. Nánari uppl. á skrifst.
Ingólfsstræti. Mjög þokkaleg
ca 50 fm íb. I þríb. Verð 3 millj.
Ólafur Örn, Hreinn Garðarsson og Sigurberg Guðjónsson hdl.
f®
| Metsölublað á hverjum degi!
Smiðjan
IHeiiiiir smlóur
á 17. öld
MAÐUR VAR nefíidur Guðmund-
ur og var Guðmundsson frá Bæ
í Borgarfirði. Hann gat sér gott
orð fyrir hagfeik og húsbygging-
Eg nefni Guðmund hér í smiðj-
unni af því að mér þykir verð
ugt að hans sé getið í framhaldi
af gömlu smíðisgripunum.
■■■■■■■■■■■■ Guðmundur Guð-
mundsson var
óvenju vel mennt-
aður iðnaðarmaður
á sinni tíð. Hann
lærði trésmíðar í
Danmörku og trú-
legt er að hann hafi
numið fleiri greinar
eftir Bjoma Ólofs-
son
svo sem tréskurð og
jámsmíði. Eftir námið í Danmörku
hélt hann suður til Þýskalands og
bætti við sig þekkingu og kunnáttu.
Á sautjándu öld var það ekki
sældarbrauð að nema iðngrein,
þvert á móti, þá mun það hafa
verið líkara því að vera hnepptur í
þrældóm.
Piltar réðu sig í nám hjá meistur-
um og voru þá skuldbundnir til að
vera undir meistarann gefnir kaup-
laust, en fengu mat og svefnpláss
þau Qögur ár sem námstíminn stóð.
Vinnudagamir voru langir.
Kristján Eldjárn skrifaði góða
ritgerð um Guðmund Guðmundsson
frá Bæ í bókinni Staksteinar. Eins
og Kristjáni var lagið dró hann
saman þær heimildir sem hann
taldi öruggar um Guðmund og
skráði í ritgerðinni. Ég styðst hér
við ritgerð Kristjáns.
Guðmundur mun hafa fæðst í
byijun 17. aldar og kom heim að
námi loknu um 1647, e.t.v. fáum
árum fyrr. 1647 er Guðmundur
ráðinn af Brynjólfi Sveinssyni bisk-
upi í Skálholtsstifti til að standa
fyrir kirkjubyggingu í Skálholti.
Brynjólfskirkja stóð á Skálholtsstað
fram á síðari hluta 19. aldar. Eitt-
hvað mun hafa verið af spýtum úr
þeirri kirkju í litlu kirkjunni sem
rifin var niður er undirbúningur
hófst að byggingu steinsteyptu
kirkjunnar sem nú stendur á staðn-
um.
Guðmundur lifði og lærði á þeim
tíma er hinn íburðarmikli
skrautstíll barokktímans var allsr-
áðandi.
Leitt er að við eigum ekki marga
gripi varðveitta eftir þennan mikla
meistara. Myndir eru til af kirkj-
unni í Skálholti, en að lokinni
kirkjusmíðinni þar fluttist Guð-
mundur norður í Skagafjörð.
Bænhús byggði hann að Gröf á
Höfðaströnd og þótt það hafí verið
lítið guðshús var það vandað að
allri gerð. Vindskeiðar voru fagur-
lega útskomar og tréverkið bar
meistara sínum vitni. Vandvirknis-
leg viðgerð fór fram á þessu guðs-
húsi fyrir allmörgum árum. Það er
ómaksins vert fyrir vegfarendur að
skoða kirkjuna, sem er orðin vel
yfír þrjúhundruð ára gömul.
Einnig vil ég vekja athygli þeirra
sem ekki vita það, að kirkjugarður-
inn er hringhlaðinn, eða sporöskju-
lagaður, en það er hið forna lag
slíkra garða.
Auk þessara tveggja kirkna er
fullvíst talið að Guðmundur hafí
byggt kirkju að Mælifelli í Skaga-
fírði og nokkrir smíðisgripir eru til
eftir hann á Þjóðminjasafninu, svo
sem prédikunarstóll frá Illugastað-
arkirkju, kista, brúðarbekkur og
trafaöskjur.
Kristján Eldjám telur sig ekki
geta sagt með vissu hvenær Guð-
mundur fæddist né heldur hvenær
hann dó en smíðisgripir eftir hann
bera ártalið 1686, svo að ætla má
að hann hafí lifað eitthvað lengur.
Flökkusveinar
Vitað er að Guðmundur fór til
Þýskalands til að bæta við nám sitt.
í Evrópu var mikil eftirspum
eftir iðnsveinum á 17. öld. Trésmlð-
asveinar höfðu þá mikið að gera
og nutu álits og voru mikils metnir
í þjóðfélagi þess tíma.
Iðnaðarmenn mynduðu þá merki-
leg samtök í Þýskalandi, þau voru
nefnd „zunften". Frá Þýskalandi
breiddust samtökin út um mestalla
Evrópu, þau byggðust á reglum og
siðum er giltu um iðnsveina hverrar
greinar í öllum Evrópulöndum.
Samtökin vom áhrifamikil og
veittu iðnsveinum rétt til að ferðast
á milli allra landa Evrópu, fjarri
heimalandi sínu, og gátu þeir hvar-
vetna fengið vinnu við sína grein.
Mikilvægi þessara réttinda má
líkja við nútíma framhaldsnám.
Það er auðvitað alltaf einstaklings-
bundið hvernig hver og einn vinnur
úr þekkingu sinni og reynslu. Það
er augljóst að dýrmætt var fýrir
iðnsveina að geta ferðast um og
komist í vinnu í öðrum löndum,
lært af góðum iðnaðarmönnum sem
orð fór af fyrir verkkunnáttu og
þekkingu, auk þess sem sveinamir
fluttu einnig með sér og miðluðu
þekkingu og kunnáttu að heiman.
„Zunften" eða iðnsveinasamtökin
voru það sterk að ekki var vænlegt
fýrir einvaldskonunga þeirra tíma
að reyna að skerða réttindi iðn-
sveinanna.
Kristján fímmti, konungur Dan-
merkur og íslands, gerði tilraun til
að banna þessi samtök. Bar hann
m.a. frám þau rök að þau ættu sök
á háu verðlagi á vinnu iðnsvein-
anna. Ekki stóð á viðbrögðum
samtaka iðnaðarmanna. Eriendir
iðnaðarmenn sniðgengu strax Dan-
mörku og danskir sveinar fengu
ekki vinnu í öðrum löndum.
Árið 1699 neyddust dönsk yfír-
völd til að viðurkenna samtökin
aftur og veita leyfí fyrir þeim rétt-
indum er samtökin höfðu, en þar
með var talin vígsluhátíð nýsveina
að loknu námi, sem nefnd var
„heflingin".
Eng^ir óheflaðir
trésmíðasveinar
Þegar lokið var þrældómi náms-
áranna hlaut hinn ungi sveinn ekki
réttindi I samtökum iðnsveina nema
að gangast undir vígslu sem nefnd
var „heflingin". Áður en vígslunni
var lokið var hann aðeins „kuh-
Teikning frá 1772 eftir John Clevely af Skálholtskirkju, þar sem
Brynjólfur biskup Sveinsson þjónaði.
schusel" eða „koschwanz" (kýr-
hali).
Heflunin fór þannig fram að á
borðplötu var teiknaður með krít
stafurinn Q, sem átti að tákna kýr-
hala. Nýsveininum var svo skipað
að þurrka Q-ið af borðinu með hári
sínu. Hann svaraði þá að meistari
sinn hefði ekki kennt sér að vinna
með hári sínu, heldur með höndun-
um og um leið máði hann stafinn
af borðinu með höndum sínum.
Að loknum þessum inngangi
gekk „presturinn" fram og hélt
langa ræðu í ljóðum og kom það
fram í ræðunni að nýsveinninn
væri ennþá óttalegur beljurass.
Hátíðlega hélt hann áfram ræðu
sinni og ræddi nú um hið ábyrgð-
armikla starf trésmiðanna og .um
flökkusveinana. Ræðan var krydd-
uð grófum setningum og orðtökum
sem vöktu óblandinn fögnuð hjá
áheyrendum.
Nú var komið að vígslunni. Ný-
sveinninn var lagður upp á borð og
„djákninn“ sem var aðstoðarmaður
„prestsins" rétti fram píningartólin.
Var nú hafist handa með tréverk-
færum, sem voru stækkaðar eft-
irlíkingar af venjulegum verkfær-
um, að snikka og móta vesalings
nýsveininn á alla vegu. Stundum
voru aðfarimar svo öflugar að
sveinninn hentist fram á gólfíð, en
það jók aðeins á fagnaðarlæti áhorf-
endanna. Hlátrasköllin ómuðu í
salnum þegar tekið var til við að
snitta til kvistinn á maganum.
Væri ekki einhver ung stúlka við-
stödd er bæði unga manninum
vægðar, átti að höggva kvistina
brott.
Loks hélt „presturinn“ reglustiku
undir höku sveinsins og spurði hann
að nafni. Gaf hann sveininum síðan
snöggan löðrung og fylgdu þau
fyrirmæli að þetta bæri honum að
sætta sig við, en hann mætti aldrei
framar láta bjóða sér slíkt.
„Hefluninni" var lokið og undir
dynjandi hljóðfæraleik var sveinn-
inn leiddur inn í veitingastofuna,
þar sem hann varð, með tilheyrandi
siðargglum, að drekka af bikar
sveinasamtakanna. Drykkjuhátíð
sem fygldi í kjölfarið var að sjálf-
sögðu á kostnað nýsveinsins. Nú
var sveinninn fullgildur innan sam-
takanna og gat lagt land undir fót,
hvarvetna voru réttindi hans virt.